Morgunblaðið - 27.01.1996, Side 1
Spegill, spegillherm þú mér/2
Ljós myrkursins/3
Heilagur venjulegur hversdagsleiki/4
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1996
MENNING
USTIR
blað(j
Kannanir Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar á viðhorfi Islendinga til sígildrar tónlistar
Viðhorf
jákvæð en
hlustun lítil
Kannanir sýna að viðhorf íslendinga til sí-
gildrar tónlistar er jákvætt þótt hlustunin
sé ekki ýkja mikil. Þröstur Helgason rýndi
í niðurstöður kannananna og ræddi við for-
svarsmenn Ríkisútvarpsins og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar um þær.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
I KONNUNUM Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar
kom fram að konur, eldra fólk og íbúar höfuðborgarsvæðisins
eru í meirihluta þeirra sem hlusta á klassíska tónlist.
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun
sem Hagvangur hf. vann fyrir Sinfó-
níuhljómsveit íslands segjast 70%
íslensku þjóðarinnar njóta þess að
hlusta á klassíska tónlist. Aðeins 18%
hafa hins vegar farið á tónleika með
Sinfóníuhljómsveitinni á síðustu 2-3
árum og einungis 25% segjast hlusta
reglulega á klassíska tónlist. í nýrri
könnun, sem Viðhorf hf. gerði fyrir
Ríkisútvarpið, voru svarendur spurð-
ir hvort þeir hlustuðu stundum á sí-
gilda tónlist í útvarpi og játtu 52%
því. í báðum könnununum kom fram
að konur, eldra fólk og íbúar höfuð-
borgarsvæðisins eru í meirihluta
þeirra sem hlusta á klassíska tónlist.
Einnig kom fram að þeir sem eru
langskólagengnir hlusta frekar á
klassíska tónlist en þeir sem eru það
ekki.
Kammer- og orgeltónlist
óvinsælust
í könnun Ríkisútvarpsins voru
þeir sem sögðust hlusta á sígilda
tónlist í útvarpinu spurðir hvers kon-
ar tónlist þeir hlustuðu helst á og
virðast hljómsveitarverk vinsælust,
en 63% sögðust helst hlusta á þau.
Sönglög, óperur og kórverk sögðust
57% helst hlusta á en fæstir svarend-
ur hlusta á kammertónlist (36%) og
orgeltónlist (31%).
Utvarpið kannaði einnig viðbrögð
við beinum útsendingum frá erlend-
um tónlistarhúsum á Rás 1 og kom
í ljós 'að einungis tæp 19% höfðu
hlustað á þær einhvern tíma. Einnig
var spurt hversu æskilegar þessar
útsendingar væru i augum svarenda
og taldi meirihluti þeirra að þær
væru æskilegar; gilti þá einu hvort
þeir höfðu heyrt þær eða ekki.
Hæfilegt framboð
I könnun útvarpsins var einnig at-
hugað hvort svarendum þætti fram-
boð á tilteknum tónlistartegundum á
Rás 1 of mikið, hæfilegt eða of lítið;
spurt var um dægurtónlist, hljóm-
sveitarverk, íslenska tónlist, óperu-
söng, sönglög og kammertónlist. í
ljós kom að flestum þykir hæfílega
mikið leikið af þessum tegundum tón-
listar þótt eilítill munur sé þar á.
Þannig þótti til dæmis 72% svarenda
hæfilega mikið leikið af dægurtónlist,
rúmum 70% þótti það sama um hljóm-
sveitarverk. Helstu frávikin frá þess-
ari meginniðurstöðu voru þau að rúm-
um 40% þótti of lítið leikið af ís-
lenskri tónlist á Rás 1 og 37% töldu
sömuleiðis of lítið leikið af sönglögum.
Einnig má nefna að 23% töldu of
mikið af kammertónlist í útvarpinu.
I samtali við blaðamann sagði
Runólfur Birgir Leifsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníunnar, að skoð-
anakönnunin væri hluti af markaðs-
átaki hljómsveitarinnar. „Við höfum
verið að ræða saman um það hvert
við viljum stefna. Við munum hafa
þessa könnun til hliðsjónar í þeirri
stefnumótunarvinnu. Hún mun samt
ekki hafa áhrif á starf okkar ein og
sér eða verkefnaval. Þarna eru þó
ýmsar vísbendingar um aldurs- og
kynjaskiptingu viðskiptavina okkar
sem áhugavert væri að skoða betur.
Önnur sams konar könnun verður
gerð eftir tvö ár og þá getum við
séð betur hver þróunin er í þessum
efnum.“
Styrkir okkur
Markús Örn Antonsson, fram-
kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, sagði
að úrvinnsla þessarar könnunar væri
að fara af stað á útvarpinu. Kvaðst
hann sannfærður um að tillit yrði
tekið til þess sem fram kemur um
dagskrárskipulag í könnuninni og
sagðist reyndar þegar hafa orðið
þess var að sumir dagskrárgerðar-
menn væru famir að gera það með
vali á tónlist í þáttum sínum. „Þessi
könnun styrkir okkur í þeirri trú að
Ríkisútvarpið hafi sérstöku hlutverki
að gegna hvað snertir framboð á sí-
gildri tónlist og að við höfum verið
á réttri braut.“
Markús Örn sagðist telja að þótt
beinar útsendingar frá tónleikum
erlendis hafi aðeins náð til 19%
áheyrenda ættu þær rétt á sér.
„Þetta er skemmtileg nýbreytni sem
er ekki á aðalhlustunartíma útvarps-
ins, auk þess sem hún kostar ekki
mikla peninga. Og ef við tökum það
inn í myndina að útvarpshlustun á
kvöldin er frekar lítil er þetta ekki
svo lítil hlustun í raun og veru.“
Mikill munur er á tölum um hlust-
un á sígilda tónlist i könnununum
tveimur og segir Markús Örn að
sjálfsagt hafi orðalag spurningarinn-
ar í könnun útvarpsins haft einhver
áhrif þar á en þar er spurt hvort
svarendur hlusti stundum á sígilda
tónlist. „En þrátt fyrir að við leggjum
lægri töluna til grundvallar þá sýna
þessar kannanir að það er mikill
áhugi á þessari tegund tónlistar hér
á landi,“ sagði Markús Örn.
ÞEGAR Bandaríkjamaðurinn
Donald Foster vann að doktors-
ritgerð sinni fyrir tæpum þrett-
án árum, rakst hann fyrir tilvilj-
un á lítinn bækling sem innihélt
tregaljóð frá timum Elisabetar
I. í því lýsir höfundurinn sér
sem góðu skáldi og skrifar und-
ir W.S., auk þess sem það er
prentað árið 1612 af útgefanda
Shakespeares. Var ljóðið eftir
William Shakespeare? Foster
ákvað að hrapa ekki að niður-
stöðu og hóf umfangsmiklar
samanburðarrannsóknir sem
leitt hafa í ljós að hann hefur
að öllum líkindum fundið ljóð
eftir eitt mesta leikskáld allra
tíma.
Foster kennir nú ensku við
Vassar-háskólann og er virtur
fræðimaður á sínu sviði, að því
er segir í The New York Ti-
mes. Hann vissi vel að slægi
hann tilgátu sinni fram lítt
grundaðri, yrði hann að at-
hlægi, svo að hann hóf saman-
burð í tölvu á orðfæri trega-
ljóðsins og verka Shakepeares.
Niðurstaða hans er sú að 578
lína tregaljóðið sé eftir Sha-
kespeare og það sem meira er,
fræðimenn í bókmenntum 17.
aldar, í Bandaríkjunum og Bret-
Shakespeare-
verk fundið?
Síncc r/mt$méhis prciicftínatcd cncl_,
Abriágt! thc ctrcHtt of Im Í:opc*ftíÍ!4.iyc$’,
^Vhilcs boihhis Tcnth and/Vrwdídinrertd,
Thegood indcuor $,of dcfcruingpr i!% :
VVlut mcTtorablc monhmcn? cfm Í2Í>,
Whcrcon to butíd his ncöcrblémifht namc >
Buc htt owiic worthjwiicrcin his lilc was gracc ?
Sirhasiccua1 hcciii3inc3in‘d cbc Lmt*
Obliuion ín rhc datkcOday ta comr,
Whcn fínnc Hiall trcadon mcritin tbe dufr;
Cannot rafccktCÖiehimcneibfc tombc
UPPHAF tregaljóðs um Peter, sem eignað cr Shakespeare.’
landi, hallast margir hveijir að
því að tilgáta Fosters sé rétt.
Hafi allir þessir fræðingar
rétt fyrir sér er þetta fyrsta
verk Shakespeares sem fundist
hefur frá árinu 1871 þegar hlut-
ar úr leikritinu „Sir Thomas
More“ komu í leitirnar.
Ungur maður syrgður
Tregaljóðið er samið í tilefni
útfarar ungs manns sem tengd-
ist leikhúslífi Lundúna á þess-
um tíma en var myrtur. Hafi
Foster rétt fyrir sér, gefur
tregayóðið mikilvægar vísbend-
ingar um Shakespeare, m.a. að
hann hafi skort trúarlega sann-
færingu, óánægju hans með
öfgar og ýkjur í leikhúsinu og
möguleikann á því að hann hafi
verið tvíkynhneigður, en marg-
ir fræðimenn segja hann ýja að
því i sonnettum sínum.
Annað slagið koma fram
fræðimenn sem telja sig hafa
fundið áður óþekkt verk Shake-
speares. Ótímabærar yfirlýs-
ingar þessa efnis hafa oftar en
ekki orðið þeim til háðungar.
Hins vegar var Foster forkunn-
ar vel tekið á ársþingi fræði-
manna i Chicago. Sagði Lars
Engle, prófessor í ensku við
háskólann í Tulsa, sem hefur
sent frá sér bækur um verk
Shakespeares, að tregaljóðið
yrði án efa tekið með komandi
yfirliti um verk skáldsins.
Starfsbróðir hans hinum
megin Atlantsála, Robert
Smallwood, yfirmaður
kennsluáætlana við Shakespe-
are-miðstöðina í Stratford-
Upon-Avon, kvaðst vera „reiðu-
búinn að láta sannfærast" af
málflutningi Fosters. Kvaðst
Smallwood vera þeirrar
skoðunar að Shakespeare hefði
skrifað meira en honum væri
eignað nú. Þeir sem ekki létu
sannfærast á ársþinginu, útilok-
uðu þó alls ekki að ljóðið væri
eftir Shakespeare.
Orðfæri að láni
Starf Fosters hófst árið 1983
þegar hann vann að rannsókn-
um fyrir doktorsritgerð sína við
Kaliforníu-háskólann í Santa
Barbara. Þá rakst hann á ör-
filmu af útgáfu Thomas Thorpe
sem var útgefandi Shakespe-
are. A þessum tíma var algengt
að tregaljóð væru gefin út í
bæklingum, Foster rakst á yfir
SJÁ BLS 2.