Morgunblaðið - 27.01.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.01.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR27.JANÚAR1096 C 3 Ljós myrkurs- ins - verk nor- rænna meistara Fram til 17. mars stendur yfir í Kaupmanna- höfn sýning á verkum norrænna málara undanfama öld. Sigrún Davíðsdóttir leit inn á sýninguna, þar sem íslenskar myndir njóta sín hið besta, þó enn betra hefði verið að gera meistara Kjarval hærra undir höfði. EIN HELSTA myndlistarsýningin, sem boðið er upp á nú í byrjun menningarársins í Kaupmanna- höfn er sýningin Mörkets lys eða Ljós myrkursins í Kunstforening- en á Gammel Strand, skáhallt á móti Thorvaldsensafninu. Um er að ræða sýningu á norrænni list undanfarna öld og íslenskum lista- mönnum er að sjálfsögðu heldur ekki gleymt. Þeir eru ein megin- uppistaðan í náttúrumyndum, en skjóta einnig upp kollinum annars staðar. Þama eru myndir eftir þau Svavar Guðnason, Jón Stefánsson, Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Kjarval, Júlíönu Sveins- dóttur og Georg Guðna. Sýningin er tekin saman af Bo Nilsson for- stjóra nútímalistasafnsins Roose- um í Málmey og stendur til 17. mars. Hið norræna Ijós brotið til mergjar Sýningin er sú fyrsta í húsinu við Gammel Strand, eftir að það var gert upp. Þetta er gamalt glæsihús við kanalinn og einstak- lega fallegur rammi utan um sýn- ingu af þessu tagi, þar sem fæst verkin eru mjög stór og fara vel í fremur litlum sölum eða her- bergjum. Á efstu hæðinni, þar sem flest íslensku verkin em, er dags- birtan nýtt til fullnustu, þótt það sjáist varla þessar vikumar, því veðrið er stöðugt þungbúið. Kunstforeningen hefur um ára- bil sinnt norrænni list af prýði og þá ekki síst íslenskri list. Árið 1941 var haldin þar yfirlitssýning á íslenskri list, 1960 var sýning á verkum Svavars Guðnasonar og fyrir nokkmm árum var þar mikil Kjarvalssýning. Eins og heiti sýn- ingarinnar bendir til er áherslan lögð á brot ljóss og skugga, á ljós- ið, sem oft brýst úr myrkrinu, og myrkrið, sem oft lumar á birtu ef vel er að gáð. Efnið er vísast ekki tilviljun, því þegar ijallað er um norræna list utan Norðurlanda er ljósið oft nefnt sem helsta ein- kenni hennar. Sýningin er þrískipt og hver hluti sýndur á sinni hæð. Maður- inn, samfélagið og náttúran era heiti hlutanna þriggja. Hver hluti er annars vegar byggður upp af stökum verkum margra lista- manna, en hins vegar af mörgum verkum eftir einn og sama lista- manninn. Þessi samsetning, sem nýtir bæði form yfírlitssýningar og einkasýningar, gefur sýning- unni firna gott yfírbragð. Yfírlits- sýningar virka oft tætingslegar, en kjamar með mörgum verkum eftir einn listamann þétta sýning- una og gera hana heilsteyptari. Það kemur kannski ekki á óvart að það er fyrst og fremst í náttúm- myndunum, sem íslenska framlag- ið er þungvægt. Maðurinn í margvíslegu samhengi Á fyrstu hæð er maðurinn í fyrirrúmi. í herbergi, sem ber titil- inn Maðurinn sem andleg vera, hangir málverk Svavars Guðna- sonar, Jónsmessunæturdraumur, á milli mynda félaga hans Asger Joms og Richard Mortensens. Mynd Svavars er frá 1941, í eigu Norður-jóska listasafnsins í Ála- borg. í miðju herbergi er haugur einn mikill, eftir danska lista- manninn Bjöm Nörgaard, sem er prófessor við Kúnstakademíuna. Fjórir trjábolir halda uppi mold- arbing, svo minnir á danska fom- aldargröf og í henni em ýmsir þarfír hlutir eins og kort, slökkvi- tæki og fískabúr með gullfiski. Myndimar í herberginu tengjast allar trúarþörf og trúhneigð mannsins, sem getur birst á marg- víslegan hátt. Sex magnaðar myndir eftir Edvard Munch em sýndar undir fyrirsögninni Barátta kynjanna og undir fyrirsögninni Hin sálarlega mannvera era sýndar sjö sjálfs- myndir eftir fínnsku listakonuna Helen Schjerfbeck, málaðar á tímabilinu 1913-1945, þar sem andlitin leysast smátt og smátt upp í fínlegu samspili ljóss og skugga, svo eftirminnilegt er. Og hinn einmana maður birtist í ljós- myndum Finnans Esko Mannikkö. Á annarri hæð em samfélaginu gerð skil. Undir fyrirsögninni Einkaherbergið em sýndar sex af myndum danska málarans Vilhelm Hammershöj, sem einna mest hef- ur leikið sér með skugga og ljós í myndum sínum. Þær virðast reyndar oft síðari tíma útgáfa mynda Hollendingsins Vermeers, því líkt og Vermeer leikur Hamm- ershöj sér með skin og skugga, konur og herbergi. Það er fyrst á síðustu áram, sem myndir Hamm- ershöjs hafa vakið athygli utan Norðurlanda og þá ekki síst vegna listkynninga í Bandaríkjunum og víðar. Kyrralífsmynd eftir Jón Stefánsson, máluð 1919 og í eign Listasafns íslands, er sýnd í her- bergi með Hversdagshlutum. En það er í náttúmmyndunum, sem íslenska framlagið nýtur sín langbest. Undir fyrirsögninni Hið ósvikna landslag er heilt herbergi með íslenskum málumm einum saman. Þama er Heklumynd eftir Þórarin B. Þorláksson, yetrar- kvöld í Hafnarfirði eftir Ásgrím Jónsson, Skjaldbreiður eftir Jón Stefánsson, Mosi við Vífílfell eftir Kjarval, Vestmannaeyjamynd Júlíönu Sveinsdóttur og Emirinn, fjallform eftir Georg Guðna. Mynd Georgs Guðna er í eigu Rooseum, en hinar í eigu íslenskra safna. Herbergið er undurfallegt með þessu íslenska útsýni á veggjun- um. Ung dönsk stúlka, sem var þama um leið og ég, rak nefíð næstum í mynd Kjarvals og hafði orð á að það virtist hægt að snerta mosann. Vinur hennar fræddi hana á að þetta væri mesti málari íslands. í þessari fjallasýn gömlu meistaranna fer fjallsform Georgs Guðna einkar vel, hvort sem áhorf- andinn kýs að sjá það sem fjall eða form, tilbrigði við landslag eða landslagssýn. Og þá fer birtubirt- ing hans, sem gerir myndir hans svo einstakar, ekki síður vel þarna innan um myndir landa hans. í næsta herbergi er Hið tjáning- arfulia landslag e'ms og Strindberg sá það. Málarinn Strindberg hafði ekki síður glöggt auga en hann hafði skarpan penna og myndir hans em einmitt það sem fyrirsögn herbergisins segir til um. Hið menningarlega landslag er fyrir- sögnin á framlagi danska mynd- listarmannsins Per Kirkebys, litl- um málmskúlptúram og olíumynd- um, auk mynda eftir nokkra aðra listamenn. Kehnet Nielsen var einn af villtu dönsku málumnum, sem áttu verk á sýningu í Nor- ræna húsinu 1987. Og fyrir nokkra var sýning þar á teikning- um Norðmannsins Olav Christoph- er Jensens, sem á þama stóra olíu- mynd. í stað Kirkebys hefði ég fremur kosið að sjá nokkrar Kgarvalsmynd- ir. Það hefði gefíð landslagshlutan- um aukið vægi, því Kjarvalslands- lagið er engu líkt, ekki bara á ís- landi heldur þó víðar væri leitað. Kirkeby er hins vegar ógnar vel kynntur í Danmörku og því hefði það verið sýningargestum hér meira nýnæmi að sjá nokkur góð Kjarvalsverk, sem sómdu sér eink- ar vel í þessu samhengi. Og sjálf- sagt hefði það verið Kirkeby kær- komið, því hann er sjálfur ákafur aðdáandi meistara Kjarvals. Skuggar og skin í verkum Kjarv- als era uppspretta ótæmandi ánægju og áhuga áhorfandans, hvort sem er heima eða heiman. Þokkafullur söngur SÖNGSVEITIN Fílharmónía. Morgunblaðið/Jón Svavarsson TONLIST Borgarleikhúsið KÓRTÓNLEIKAR Söngsveitin Filharmonia flutti söngva úr is- lenskum leikverkum. Einsöngvari: Elin Ósk Óskarsdóttir, Pianóleikari: Jóhannes Andreasen Stjórnandi Úlrik Ólason. Þriðjudaguriim 23. janúar 1996. ÍSLENSK leikhústónlist í heila öld var yfírskrift tónleika sem Söngsveitin Fílharm- onía hélt á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Ekki er til, svo vitað sé, tæmandi skrá yfír þá tónlist sem samin hefur verið fyrir leiksýn- ingar hér á landi. Trúloga mun meginhluti þess efnis vera sönglög, þó einnig megi fínna einstaka verk fyrir ýmsar gerðir hljóðfæra. Fyrstu viðfangsefni tónleikanna voru tvö sönglög eftir Bjarna Þorsteinsson, það fyrra við leikritið Skipið sekkur en það seinna við Nýársnóttina, sem bæði era eftir Indriða Einarsson. Þetta era einföld lög og lagið úr Nýársnóttinni er við textann Ein sit ég úti á steini. Við þann texta samdi Sigfús Einars- son lag, sem „sló í gegn“ á sínum tíma. Sigfús samdi einnig tónlist við Lénharð fóg- eta, eftir Einar Hjörleifsson Kvaran og var sungið lagið Hann Torráður lendir á tröll- konufund. Sigvaldi Kaldalóns samdi nokkur lög við Dansinn í Hruna, eftir Indriða og hafa þau verið nokkuð „lífseig", sérstaklega Ave Mar- ía, sem Elín Ósk söng mjög vel. Tvö önnur lög úr sama leikriti, Plágan hafði gengið og Einn dunandi dans, halda einnig stöðu sinni, pg vora þau hressilega sungin. Úr fyrstu íslensku óperettunni, I álögum, eftir þá Sig- urð Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson, söng Elín Ósk tvö lög, Ég blessa mína bemskugrand og Óm ég heyrði í hamrinum. Það þarf vart að tíunda það að flutningur hennar var með ágætum og sama má segja um tvö lög eftir Emil Thoroddsen úr leikverk- inu Piltur og stúlka, eftir Jón Thoroddsen, Litfríð og Ijóshærð og Til skýsins, sem eru frábærar tónsmíðar. Kórinn söng lag við kvæðið Ó, fögur er vor fósturjörð, úr Pilti og stúlku, ágætt lag, sem þó hefur ekki tek- ið sæti þýska lagsins við þetta kvæði. Þeir sem til muna, hafa sagt, að aldrei hafi tónlist í leikriti slegið eins rækilega í gegn og lögin hans Páls ísólfssonar við Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, enda hefur lögunum fyrir löngu verið skipað í flokk með perlum íslenskra sönglaga. Kórinn söng tvö af þessum lögum, Ég beið þin lengi, lengi, og kvennakórinn einn Máríuversið yndislega og var það þokkafullur söngur. Af nýrri leikhústónlist vora flutt söngverk eftir undirritaðan, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Eftir Atla var sung- inn Afmælisdikturinn úr Ofvitanum eftir Þórberg og tveir madrigalar, Við svala lind og Sonnetta, úr leikverkinu Dansleikur, eftir Odd Bjömsson, lög sem þegar era orðin „klassík". Tónleikunum lauk með tveimur söngverkum eftir Þorkel Sigurbjömsson við leikverkið Jón Arason, eftir Matthías Joch- umsson. Það fyrra er rismikið kórverk sem nefnist Hafíð rauða og lauk tónleikunum með sérkennilegri maríubæn, sem Elín Ósk flutti af innileik. Á milli laganna var lesinn kynningartexti eftir Svein Einarsson og mátti þar í ráða, að nokkurn fróðleik væri að fínna í sögu íslenskrar leikhústónlistar, sem vert væri að gera meiri skil en hægt var í stuttri kynn- ingu. Kórinn söng margt fallega en ýmislegt má þó tína til aðfínnsluvert, eins og t.d., þegar tónhendingu lýkur á tveggja atkvæða orði, þá vill koma áhersla á seinna atkvæð- ið, sérstaklega ef síðasti tónninn er stuttur. Þrátt fyrir smálega ónákvæmni hér og þar og að raddhljómurinn var ekki nægilega samstæður, þá var framburðurinn oft mjög góður, hraðavalið gott og í heild vora þetta góðir tónleikar og söngur kórsins oft fram- færður af þokka og sönggleði. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.