Morgunblaðið - 27.01.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
J-
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 C 5
Samræður
hugmynda
*
156. árgangi Tímarits Máls og menningar
er meðal annars fjallað um það hvemig fom-
sagnaarfurinn hefur haft áhrif á frelsisbar-
áttu og kynþáttahatur í Bandaríkjunum.
Þröstur Helgason blaðaði í síðasta árgangi
tímaritsins sem er fjölbreytt að efni.
AÐ SÖGN Jóns Karls Helgasonar gengu víkingar á land í Bos-
ton um síðustu aldamót og gerðu mikinn usla.
ir drengurinn sögu sína sem opin-
berar miskunnarleysi og óréttlæti
samfélags en líka lífsgleði og dul
Afríkumannsins.
Ástarþrá
Finninn Johan Bargum (f.1943)
er fjölhæfur höfundur, skáld og
prósaisti, líka leikritahöfundur
(annar höfunda leikrits um eyðni
sem sýnt var hér). Smásagnasafnið
Charlie Boy, sem Finnar tilnefna
eftir hann, hlýtur að teljast með
því besta sem hann hefur sent frá
sér. Þetta eru smásögur sem gefa
fremur í skyn en segja berum orð-
um. Bargum laðar stundum fram
óvænt sjónarhom og birtir nýjar
hliðar á daglega lífínu. Meðal slíkra
sagna er saga sem gerist í New
York, en flestar sagnanna eiga sér
rætur í Helsingfors. Háð og svartur
húmor em meðal vopna Bargums
eins og bent hefur verið á. Stíllinn
er knappur.
Óvænt leggja Finnar fram trylli
eftir Matti Yrjáná Joensuu (f.
1948), sagan nefnist í sænskri þýð-
ingu Hunger efter kárlek. Joensuu
þekkir glæpaheiminn af eigin raun,
hefur fengist við löggæslu og starf-
að að lögreglumálum lengi. Hann
er sagður minna á Sjövall og Wa-
hlöö (hvaða glæpasagnahöfundur
gerir það ekki nú orðið?) og er það
ekki út í hött því að lýsingar hans
á glæpamönnum og lögregluþjón-
um eru ótrúlega sannferðugar.
Hann virðist þekkja heim þeirra vel
og ekki síst einkalíf.
Lögreglufulltrúinn Timo Harj-
unpáá er söguhetja Hunger efter
kárlek. „Glæpinn“ fremur ungur
maður haldinn ástarþrá sem lýsir
sér í því að hann brýst um nætur
inn til kvenna sem hann girnist og
gælir við þær sofandi eða hálfsof-
andi. Bræður hans em aftur á
móti stærri í sniðum, gefnari fyrir
bankarán. Ingmar Svedberg skrifar
um höfundinn: „Bilið milli afbrota-
manns og lögregluþjóns virðist að
mati Joensuus örmjótt og mótast
oft af tilviljunum. Aðeins óttann og
sektina eiga þeir sameiginlega.“
Eftir lestur Hunger efter kárlek
er auðveldara að skilja að tryllirinn
var lagður fram til æðstu bók-
menntaverðlauna Finnlands, Fin-
landia-verðlaunanna 1993.
„Höfundur" innan gæsalappa
Tóroddur Poulsen (f.1957) frá
Færeyjum var á síðustu Bók-
menntahátið og þá í hlutverki ljóð-
skáldsins. En hann hefur líka samið
prósaverk, meðal þeirra eru til-
nefndar Reglur. Ekki er svo auð-
velt að skilgreina Reglur, en lætur
nærri að tala um eins konar dagbók
með dæmum úr eigin skáldskap og
annarra. Ljóð og ljóðræn innskot
gera bókina ljóðræna, en hvers-
dagslífíð er aldrei íjarri.
Skáldið hefur gaman af tilrauna-
mennsku, margræðum orðum óg
fjarstæðum. Á bókarkápu er nafn
höfundar innan gæsalappa.
ÞAÐ ER mjög mikilvægt að fram
fari fijó skoðanamyndun í landinu
um listir og menningu og hefur
tímarit á borð við það sem Mál og
menning gefur út stóru hlutverki
að gegna í þeirri samræðu hug-
mynda sem er grundvöllurinn að
henni. Tímarit Máls og menningar
(TMm) er fyrst og fremst bók-
menntatímarit en á seinni árum
hefur umfjöllun um aðrar greinar
verið aukin; í síðasta árgangi birt-
ust til að mynda greinar um leik-
list, kvikmyndir, myndlist, tónlist
og heimspeki.
„Það er perrinn“
Mjög fjölbreytt umræða um bók-
menntir fór fram í síðasta árgangi
TMm. Mikilvægur hluti hennar birt-
ist í gagnrýni nýrra bóka _sem er
iðulega fagleg og vönduð. í fyrsta
hefti er reyndar varað við því í grein
Péturs Gunnarssonar, rithöfundar,
Um samhengisleysið í íslenskum
bókmenntum, að bókmenntirnar
,,dag[i] uppi hjá atvinnumönnum".
Segir Pétur að miklar eyður séu í
útgáfu á íslenskti bókmenntaklass-
ík, þó ekki sé litið lengra aftur en
til 19. aldar þá séu ekki til útgáfur
á mörgum helstu skáldverkum ís-
lendinga frá þeim tíma í bókabúðum
landsmanna. Að vísu segir Pétur
farir sínar ekki sléttar í leitinni að
bókum fyrri alda: „Einhveiju sinni
þegar ég hringdi til að spyija um
Númarímur Sigurðar Breiðfjörðs,
lagði afgreiðslustúlkan lófa yfir tól-
ið og hvislaði að náunga sínum:
„Það er perrinn“.“ Eina leiðin til
að nálgast þessi gömlu verk er að
leita á söfnin þar sem þau eru sum-
hver til í gömlum útgáfum eða óút-
gefín í handritum. „En skoðun mín
er í stuttu máli sú,“ segir Pétur,
„að lifandi menning eigi ekki að
vera safngripur heldur partur af
hversdeginum."
I tveimur viðtölum við skáldin
Einar Má Guðmundsson og Geir-
laug Magnússon er komið inn á
gagnrýni. Segir Einar að gagnrýni
sé yfirleitt góð hér en þó hafí verið
einn megingalli á henni síðastliðin
ár: „Það hafa komið fram bók-
menntagagnrýnendur sem virðast
leggja mesta áherslu á að vera af-
gerandi á einhvem þann hátt að
eftir því sé tekið“; þannig hafi sum-
ir jafnvel keppst við að vera ill-
kvittnir og rætnir, eins og Einar
tekur til orða. Finnst Einari þetta
„koma ritstjómarstefnu blaðanna
meira við en gagnrýnendum sem
slíkum“. Geirlaugur tekur í svipað-
an streng og segir að höfundum sé
annaðhvort „hrósað í hástert eða
rifnir niður" en í þess stað ættu
gagnrýnendur að reyna að átta sig
á því sem er að gerast í bókmennt-
unum á hveijum tíma. Em þessar
athugasemdir skáldanna ágætt inn-
legg í þá umræðu um gagnrýni sem
fram hefur farið að undanfömu.
Feminismi á villigötum
Einar gagmýnir einnig „rétttrún-
aðarhyggju" sem honum þykir birt-
ast í mótmælaskjali fjölda bók-
menntafræðinga og annarra gegn
sjónvarpsþætti um bókmenntir á lýð-
veldistímanum, sem Sigfús Bjartm-
arsson og Jón Hallur Stefánsson
höfðu umsjón með, en mótmælend-
um þótti konur fá litla athygli í
þættinum. Segir Einar að „innan
hinnar svokölluðu „bókmenntastofn-
unar“ [sé] til fólk sem í senn vill
vera opinbert gæðaeftirlit og skoð-
analögregla".
Friðrik Rafnsson, ritstjóri TMm,
ræðir einnig um þessi mótmæli í
klausu sem hann kallar „P.S.“ og
segir að kynferði skálda sé „aukaat-
riði fyrir listamenn sem rísa undir
nafni“; líkir hann viðhorfum fem-
inískra bókmenntafræðinga við
hugsunarhátt kaldastríðsáranna,
nema hvað nú er víglínan „dregin í
mittisstað, hugsun stjómast af
hormónum og allar efasemdir þar
að lútandi em svik við málstaðinn!“
Dagný Kristjánsdóttir svarar
þessari gagnrýni og segir að um-
ræða um kynferði höfunda sé fjarri
því að vera „algert aukaatriði".
Dagný bendir á að það verði ekki
vikist undan þeirri tvíhyggju sem
,,ligg[i] til grundvallar öllum okkar
kenningakerfum, allri okkar vest-
rænu hugsun!“ Það hafí verið eitt
af markmiðum feminista að draga
þessa tvíhyggju fram í dagsljósið
og afbyggja hana, „gera hana sýni-
lega“. í lok greinar segir Dagný að
lausnin sé ekki sú að „við verðum
eins“ heldur að við krefjumst ,jafn-
rétthárra andstæðna í skapandi
samstarfí". Greinin endar á upp-
hrópuninni: „Lifi mismunurinn!"
Þessari upphrópun svarar Friðrik
svo með annarri upphrópun í at-
hugasemd við greinina: „Lifí fjöl-
breytnin!"
Það má til sanns vegar færa að
feministar hér á landi hafa reynt
að gera tvíhyggjuna sýnilega en það
hafa þeir einkum gert með því að
draga fram í dagsljósið kvenhöfunda
sem einhverra hluta vegna hafa hlot-
ið litla athygli (kannski vegna þess ■>
að þeir hafa lítið fram að færa). Sú
baráttuaðferð íslenskra feminista
hefur hins vegar ekki miðað að því
að afbyggja tvíhyggjuna, hún hefur
frekar byggt undir hana. Raunveru-
leg afbygging myndi fela í sér rót-
tæka atlögu að uppsprettu tvíhyggj-
unar en ekki lýsingu á afleiðingum
hennar. í slíkri rannsókn þyrfti til
dæmis að ráðast að rótum sjálfs
feminismans og afbyggja hann.
Arfurinn í útlöndum
í grein sinni, Skarphéðinn í Bos-.
ton, fjallar Jón Karl Helgason um
enska þýðingu (endurgerð) á Njáls
sögu og víðtæk áhrif hennar á
bandaríska hugmyndafræði fyrr á
öldinni. Jón Karl rekur ýmis texta-
tengsl á milli þýðingarinnar (inn-
gangs hennar) og menningarlegrar
og þjóðfélagslegrar umræðu í
Bandaríkjunum á útgáfutíma henn-
ar; kemst hann að þeirri niðurstöðu
að fomir textar hafí verið „farvegur
fyrir hugmyndafræði samtímans,
allt frá frelsisbaráttu til kynþátta-
haturs“.
Ámi Bergmann fjallar um svipað
efni í grein um víkingaleikrit Max-
íms Gorkíjs sem em að miklu leyti
endursagnir og túlkanir á fomum
íslenskum textum. Ámi skoðar ýmis
textaleg og hugmyndaleg tengsl á
milli íslenska sagnaarfsins og texta
Gorkíjs og einnig viðtökur arfsins
hér heima og í Rússlandi og dregur
þá ályktun að „þótt undarlegt megi
sýnast vom rómantíkin norræna og
sósíalrealismi Gorkíjs svipaðrar ætt-
ar - þegar allt kemur til alls“.
Báðar greinarnar era mjög at-
hyglisverðar og skemmtilegt innlegg
í umræðuna um sagnaarfínn sem
augljóslega teygir anga sína lengra ■
en maður gerir sér grein fyrir.
Afurð fortíðarinnar
Fjöldi annarra áhugaverðra
greina er í þeim fjóram tölublöðum
TMm sem komu út á síðasta ári;
bamabókmenntir eru til dæmis
þema þriðja heftis. Skáldskapur er
að vanda stór hluti tímaritsins og
er einkar ánægjulegt hvað þýðingar
hafa aukist mikið.
Eitt vil ég minna á að lokum sem
er sagan, fortíðin. Oft hefur mér
fundist að umræðan í TMm hafí
einkum snúist um nútíðina; nútíma-
bókmenntir, menningu og listir
samtímans. Þannig vilja verk fyrri
tíma gleymast í ákaflegri umræðu'
nútíðarinnar um eigin afurðir. Það
vill því gleymast að við eram afurð
fortíðarinnar og að þar er að fínna
svörin við spurningum nútímans.
Tímaritið má kannski leggja meiri
áherslu á samræðu hugmynda for-
tíðarinnar við nútíðina.
Virtur bókmennta-
gagnrýnandi
RICHARD Eder, bókmenntagagnrýnandi bandaríska stór-
blaðsins The Los Angeles Times undanfarin 14 ár og Pulitzer-
verðlaunahafi árið 1987 fyrir bókmenntagagnrýni, hefur tek-
ið að sér að gagnrýna fyrir Morgunblaðið íslensk skáldverk
sem gefin eru út á enska tungu. Eder var um 27 ára skeið
blaðamaður The New York Times, til að byrja með í New
York en síðar víða um heim. Ferli sínum hjá The New York
Times lauk Eder sem leiklistar- og kvikmyndagagnrýnandi
blaðsins áður en hann flutti sig árið 1982 yfir til L.A. Times
og hóf bókmenntagagnrýni, en fimm árum síðar hlaut hann
helstu viðurkenningu í bandarískri blaðamennsku fyrir þau
störf sín - Pulitzerverðlaunin. Sumarið 1994 birtist fyrsta
gagnrýni Eders í Morgunblaðinu, og var hún um skáldsögu
Olafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrirgefningu syndanna. Hér á
eftir fer gagnrýni Eders um bók Thors Vilhjálmssonar, Grá-
mosinn glóir, (Justice Undone), verðlaunabók Norðurlanda-
ráðs, sem kom út í enskri þýðingu í London sl. haust.
lenski himinn. Thor Vilhjálmsson .
byggir landið draugum; hann læt-
ur það tala. Raunar er það oft
svo, að steinar, hólar og hæðir
koma fram sem persónur en sögu-
fólkið sjálft hefur eitthvað af hinu
þögla og óumbreytanlega eðli
steinsins.
Sagan er sögð í nokkrum þátt-
um. Einn er frásögnin af þeim
hálfsystkinunum, Sólveigu og
Sæmundi; að nokkru sem fram-
burður þeirra fyrir dómaranum og
að nokkru sem myndir, sem dregn-
ar eru upp af lífi þeirra og ástríð-
um. Annar þáttur og fjarlægari
er saga um annan glæp og eldri:
Um vinnumann, sem kyrkir van-
færa ástkonu sína. í því máli rétt-
aði faðir Ásmundar, maður
strangur og siðavandur gagnvart
alþýðunni en villtur í eðli sínu.
Ásmundur hefur með sér bréf frá
gamla dómaranum þar sem hann
hvetur hann til að meyrna ekki
við neinn harmagrát.
Sagan stækkar og breytist í
baráttu í sál Ásmundar þar sem
togast á lögin, viðkvæmni lista-
mannsins og skilningur á mann-
legum breyskleika. Þar að auki er
rökrætt um sálarheill þjóðar, sem
er eins og föst á milli þess gamla
og nýja, milli stórbændahefðarinn-
ar — Danir réðu landinu á þessum
tíma og Ásmundur dæmdi eftir
dönskum lögum — og nýrrar fram-
tíðarsýnar.
Þessar ólíku skoðanir eru
dregnar fram í nokkrum atriðum.
Bóndi einn leggur áherslu á hina
gömlu hefð þjóðfélagslegs réttlæt-
is og félagslegrar samstöðu en
Ásmundur er málsvari tækninýj-
unga og vill beisla fossaaflið. Eig-
inkona bóndans spyr þá hneyksluð
hvað verði um fegurð blessuðu
fossanna.
í nokkrum myndum birtist fá-
tæktin og ömurlegar aðstæðurnar,
sem bændafólkið býr við, ógæfa
og ofbeldi, harðneskjuleg trú þess
og, eins og komist er að orði, „öll
ofgnótt framliðinna sem þessi þjóð
ferðast með“. Thor Vilhjálmsson
dregur upp áhrifaríka mynd af
Sólveigu, sem á harma að hefna
og er í uppreisnarhug. Hún dregur
framtakslítinn hálfbróður sinn á
tálar; sannfærandi og ástríðufullt
atriði en þar fyrir utan hennar
eina leið til að ná sér niðri á
grimmum heimi. Drápið á baminu
einkennist af örvæntingu og ör-
væntingin breytist í fórn þegar
hún tekur inn eitur eftir að Ás-
mundur yfirheyrir hana.
Að lokum er það þó Ásmundur
sjálfur, sem dómsins bíður. Sagan
rís hæst í orðræðum dómarans og
prestsins en í húsi hans er Sólveig
vinnukona. Presturinn er ekki
maður viljasterkur og hann er
ófær um að ná til fólksins, sem
hann þjónar. Veikleiki hans er þó
af sama toga og presta Bernanos;
veikleiki hetjunnar og píslarvotts-
ins. Hans boðskapur er hjálpsemi
og miskunn í þessum harða heimi.
Hvernig getur þá Ásmundur,
skáldið og boðberi einstaklings-
hyggjunnar, hatast við veikleika
einstaklingsins? „Hér hef ég öðru
hlutverki að gegna,“ er hið skelfí-
lega svar hans. Það gerir þessa,
að því er virðist, gömlu sögu, að
einhveiju besta dæmi um firringu
okkar tíma og allra tíma.
Richard Eder