Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 C 7 Galsafengin gleðin og viðkvæm alvaran líklega frægasti texti Þórarins, Flytjendur voru Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Örn Árnason og fluttu þau þessa gamantexta listilega vel. Lögin úr Dimmalimm voru flutt af Kolbeini Bjarnasyni og Gerrit Schuil en Intermezzo II hefur notið mikilla vinsælda og síðasta lagið, Dans Dimmalimm, er hin ágætasta tónsmíð og var vel flutt. Úr Ofvitan- um voru fluttir þrír söngvar og þar koma skýrlega fram sérstakir hæfi- leikar Atla að gæða söngva sína gamansemi og á því sviði er hann algerlega í sérflokki meðal íslenskra tónskálda. Úr Ofvitanum voru sungin þijú lög, Eg er mikið mæðu- grey, Seltjarnarnesið og Lokasöng- ur leikverksins, sem eins og Atli orðaði það í kynningunni er mikill „eyrnaormur" er allir kunna, enda sungu leikhúsgestir fullum hálsi með þeim Ólafíu og Erni. I Land míns föður, leikverki Kjartans Ragnarssonar, fer Atli á kostum í að semja söngva í ýmsum stíltegundum og eru t.d. söngvarnir Siglt á England, Pólití og pimparar og Blessað stríðið frábær leikhús- tónlist, sem var glæsilega flutt af Ólafíu og Erni. Annan lit hafa svo lögin úr Eg er gull og gersemi, leik- gerð Sveins Einarssonar um Sölva Helgason. Söngtextarnir eru sóttir í ljóðasafn Davíðs Stefánssonar. Við flutning þessara laga kom til leiks óperusöngvarinn Kristinn Sig- mundsson er flutti fjögur lög, Þér förumenn jarðar, Spurðu mig ekki, Ég hef farið um víða veröld og svo perluna Snert hörpu mína himin- borna dís. Kristinn söng þessi ágætu söngverk mjög vel og fékk alla leikhúsgesti með sér í síðasta laginu, en þessi hugljúfi texti fjallar í raun um draum listamannsins í öllu fólki, að allt sé vígt lífinu, lifni við með einhveijum hætti í höndum þess. Þennan innileik hefur Atli tónklætt, svo hann geti lifað með fólki. Eins og fyrr segir kann Atli öllum GÍTARDÚETT Símonar og Michaels. TÓNLIST Ka f f i 1 ci khús i ð LEIKHÚSTÓNLIST Fluttir voru söngvar og hljóðfæra- tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson úr ýmsum leikverkum. Flyjjendur voru Kristinn Sigmundsson, Olafía Hrönn Jónsdóttir, Om Amason, Gerrit Schuil, Kolbeinn Bjamason, Richard Kom og Pétur Grétarsson. Miðviku- dagurinn 24. janúar, 1996. ÞAÐ gildir sama um leikhúsið og daglega atburði, að þegar tjaldið er fallið, safnast það sem gerst hefur til liðinna daga. Margt hefur fólk þó með sér heim úr leikhúsinu, sem það svo hefur um hönd sér til gleði og gamans um langan tíma, t.d söngvana, er margir lifa meðal fólks sjálfstæðu lífi, óbundnir flytj- endum og öllum leikhúsumbúnaði. Upprifjun Kaffíleikhússins á ís- lenskri leikhústónlist er gott fram- tak en þar er fylgt þeirri reglu, að valinn er einn höfundur og sl. mið- vikudag voru flutt leikhúslög eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónleikarnir hófust á lögum úr Bubba kóngi við texta eftir Þórarin Eldjárn, Es lebe der Bubbismús og Guðjón, sem er Grámann endursýndur í Höfunda- smiðju HÖFUNDASMIÐJA Leikfélags Reykjavíkur var opnuð í Borgarleik- húsinu síðastliðinn laugardag, en þá var leikinn einþáttungurinn Grámann eftir Valgeir Skagfjörð. í kynningu segir: „Hlaut þessi nýjung hjá Leikfélagi Reykjavíkur gífurlega góðar undirtektir og var aðsóknin slík að fjöldi fólks þurfti frá að hverfa.“ Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn og verður Grámann sýndur aftur á morgun, sunnudag, á Leyni- bar Borgarleikhússins kl. 16. Grámann gerist á bar í Reykjavík nútímans og segir frá óvæntum end- urfundum tveggja manna. Höfundur er Valgeir Skagfjörð, en hann er jafnframt leikstjóri. Leikarar eru Ellert A. Ingimundarson, Jón Hjartarson og Theódór Júlíusson. Kristbergur „Á næstu grösum“ NÚ stendur yfir myndlistarsýning á veitingastaðnum „Á næstu grösum", Laugavegi 20b. Þar eru til sýnis 11 málverk eftir Kristberg Ó. Péturs- son. Kristbergur stundaði nám í MHÍ og í Hollandi. Hann hefur tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Sýningu Ólafs Más lýkur í Gallerí Fold SÝNINGU Ólafs Más Guðmundsson- ar á akrýlmyndum lýkur í Gallerí Fold við Rauðarárstíg á sunnudaginn. Þá lýkur einnig kynningu á graf- íkmyndum Sigrúnar Eldjárn í kynn- ingarhorni gallerísins. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, nema sunnudaga frá kl. 14-17. Höfundur Hringadróttins- sögu MEÐ umsögn um Hringadróttins- sögu í föstudags- blaði birtist mynd af Sigurbirni Sveinssyni rithöf- undi í stað J. R. R. Tolkien. Hér birtist rétta mynd- in um leið og beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Gítartón- leikar á Ólafsvík GÍTARTÓNLEIKAR verða haldnir á morgun; sunnudag, í Safnaðarheimili Ólafsvíkur- kirkju kl. 17 á vegum Tónlistar- skóla Snæfellsbæjar og Menn- ingarsjóðs Snæfellsbæjar. Það er gítardúettinn Icetone 42, sem leikur verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Dúettinn mynda gítarleikarinn Símon H. ívarsson og Michael Hillenstedt, en í nafni dúetts- ins, „Icetone 42“, felst orða- þraut sem lesa má úr á ýmsa vegu. A efnisskránni er að finna verk m.a. eftir mexíkóska tón- skáldið M. Ponce, Spánveijann F. Sor, Frakkann C. Debussy, - Gunnar Reyni Sveinsson og syrpu af lögum frá Suður- Ameríku. Símon og Michael munu kynna tónlistina á tónleikunum og í lok þeirra verður fjölda- söngur. Á tónleikunum koma einnig fram nemendur tónlist- arskólanna. Tónleikarnir verða INGA Sólveig sýnir ljósmynd- ir sem teknar eru á uppákom- um klæðskiptinga á Spáni. „Pilsa- þytur“ INGA Sólveig opnar Ijósmynda- sýningu á veitingastaðnum 22 í dag, laugardag. Myndirnar eru teknar á uppá- komum klæðskiptinga á Spáni. Sýningin stendur til 17. febrúar. í formi kaffikonserts, þar sem tónleikagestir geta keypt sér kaffi í hléi og annast nemendur tónlistarskólanna kaffisöluna til styrktar Ölmu Ingólfsdóttur. Símon H. ívarsson hefur síð- astliðin 13 ár kennt á gítar við Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar. Hann kennir auk þess kennslufræði og kammertónlist við sama skóla. Hann hefur sérhæft sig í Flamencotónlist og farið sérstakar námsferðir til Spánar í þeim tilgangi. Michael Hillenstedt fæddist Nýjar bækur Jörðin er ótryggur staður SJÁÐU, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig, nefnist ný ljóðabók eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Undirtitill er Sorgar- ljóð. Bókin er tileinkuð Elísabetu Engilráð ísleifsdóttur, ömmu skáldkonunnar. Fyrri bækur Elísabetar Kristín- ar eru: Dans í lokuðu herbergi, ljóð 1989; Eldhestur á ís, leikrit 1990; Rúm eru hættuleg, sögur 1991 og Galdrabók Ellu Stínu, sögur 1993. Nýja bókin er ljóðabálkur eða eitt ljóð, að sögn skáldkonunnar. Hún segir að ljóðin séu um þá sorg að vera hér á jörðinni, ótrygg- um stað að hennar mati, og ákveð- in sátt við það. „Við að horfast í augu við þessa sorg sprettur gleði upp úr sorginni,“ segir hún. Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig, er 48 blaðsíður, prentuð í Isafoldar- prentsmiðju. Ljóstnynd á kápu er eftir Jim Smart. Útgefandi er Viti menn 1995. Bókin fæst í Bókabúð Máls og menningar, Eymundsson og hjá höfundi. betur að semja gamansama tónlist og lauk þessum tónleikum með al- deilis kostulega vel gerðu lagi við texta eftir séra Jón frá Bægisá, er nefnist Tittlingsminning. I þessu lagi, sem er einskonar „parodía" í barokkstíl, nær Atli að útfæra kát- legt efni textans, klæða hann í sér- kennandi tónstrófur barokktónlist- ar og ekki spillti það fýrir, að Krist- inn Sigmundsson fór á kostum í flutningi tónverksins og leikrænni túlkun þessa frábæra gamantexta. Þar með lauk þessu skemmtilega tónlistarkvöldi Kaffíleikhússins og þó gamansemin hafí verið í fyrir- rúmi, var þarna einnig fengist við alvöruna, eins og í lögunum við kvæði Davíðs en það sem þó er sérkennilegast, að baksvið þessa kvölds er það orð sem fer af Atla sem miklum nýjungamanni á sviði tónsköpunar. Þarna birtast skemmtilegar andstæður og fjöl- þættir hæfileikar listamannsins Atla Heimis, tveir heimar lista- manns sem kann sitt fag, að fella svo vel saman, að á smíðinni er hvergi að fínna misfellur, hvort sem ort er um galsafengna gleðina eða viðkvæma alvöruna. Jón Ásgeirsson 1958 í Hamborg. Hann sjálf- menntaði sig í gítarleik áður en hann hóf formlegt gítarnám 1985 við Tónlistarháskólann í Hamborg hjá próf. Eicke Funck. Því námi lauk hann 1989 og ári eftir lauk hann MA-námi í tónvísindum við Háskólann í Hamborg með lokaprófsritgerð um Jón Leifs. 1991 flutti hanntil íslands og hefur starfað síðan sem kennari við Tónlistarskóla Ár- nesinga, m.a. í tónfræði, hljóm- fræði og gítar. VERK eftir Þórdísi. Heilabrot í List- húsi 39 ÞORDIS Árnadóttir opnar sýn- ingu í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði í dag, laugardag. Þórdís er fædd í Reykjavík 1960. Hún var í Myndlistaskóla Reykjavíkur 1979-1982. Hún út- skrifaðist úr Fósturskóla íslands 1986 og hélt utan til Danmerkur í nám við Den Fynske Kunstaka- demi og brautskráðist þaðan 1990. Þetta er hennar fjórða einka- sýning og hún hefur tekið þátt í tveimur samsýningum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga 14-18. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Amarsson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn íslands Ný aðföng III til 25. febr. Norræna húsið Grafíksýning í anddyrinu. Gallerí Sævars Karls Guðrún Einarsdóttir sýnir. Gallerí Geysir Steinn sýnir til 28. jan. Gallerí Fold Ólafur Már Guðmundsson sýnir til 28. jan. Gallcrí Greip Samsýning 20 myndlistarmanna til 28. jan. Gallerí Ingólfsstræti 8 Ingólfur Arnarsson sýnir til 4. febr. Gallerí Úmbra Sýning á nótnahandritum Áskels Mássonar til 31. jan. Nýlistasafnið Ásta Ólafsd., Guðmundur Thoroddsen og Jón Sigurpálsson sýna til 28. jan. Gestur í setustofu er Nina Ivanova. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Gallerí Sólon Islandus Birgir Andrésson sýnir. Mokka Komar og Melamid sýna Eftirsóttasta málverk bandarísku þjóðarinnar til 11. febr. Myndás Sýning á 18 bestu ljósmyndum úr ' slandskeppni Agfa og Myndáss. Út janúar. Slunkaríki Verk Romans Signer til 11. febr. Listasetrið Akranesi Sossa sýnir á árs afmæli Listaeturs til 11. febrúar. TONLIST Sunnudagur 28. janúar Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju kl. 17; Hörður Áskelsson leikur fslenska orgeltónlist. Gítardúettinn Icetone 4 2 í safnaðarheimili Ólafsvfkurkirkju kl. 17. Þriðjudagur 30. janúar Tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur á Stóra sviðinu kl. 20.30; JJ-Soul Band og Vinir Dóra, BIús og blúsbræðingur. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 27. jan., mið., fös., lau. Kardemommubærinn lau. 27. jan. sun., lau. Don Juan sun. 28. jan., fim. Glerbrot sun. 4. febr. Kirkjugarðsklúbburinn sun. 28. jan., fim. Leigjandinn sun. 28. jan., fim. Ástarbréf sun. 28. jan. Borgarleikhúsið íslenska mafían lau 27. jan., lau. Una Langsokkur sun. 28. jan. BarPar lau. 27. jan., fim., fós. lau. Konur skelfa frums. lau. 27. jan., sun. Grámann sýn. sun. 28. jan. Leikfclag Akureyrar ■> Sporvagninn Gimd lau. 27. jan., fös., lau. íslenska ópcran Madama Butterfly sun. 28. jan., lau. Hans og Gréta sun. 28. jan. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör lau. 27. jan., fós., lau. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 27. jan., fös. KaiTiIeikhúsið Sápa þrjú og hálft lau. 3. febr. Kennslustundin lau. 27. jan., fös. Lögin úr leikhúsinu þri. 30. jan. Grískt kvöld fim. 1. febr., sun. Miigulcikhúsið Berrössuð á tánum, söngdagskrá fyiv- 2-6 ára lau. 27. jan. Ævintýrabókin lau. 3. febr. Leikfclag Hafnarfíarðar „Hinn eini sanni seppi“ sun. 28. jan., fim. - Halaleikliópurinn Túskildingsóperan lau. 27. jan., sun. Leikfélag Menntaskólans við Harnra- hlíð „Animal Farm“ í Tjamarbíói frums. lau. 27. jan.______________________ KVIKMYNDIR MIR „Fresturinn rennur út í dögun“ sun. 28. jan. kl. 16. Norræna húsið „Karlsvognen" sun. 28. jan. kl. 14. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Saga leiklistar á íslandi mán. 29. jan. kl. 20.30., seinni dagskrá. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringl- unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91- 5691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.