Morgunblaðið - 27.01.1996, Qupperneq 8
8 C LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Sam-
keppni
um lista-
verk
NÚ í vikunni kemur nýtt myndlist-
arverk fyrir sjónir leikhúsgesta í
Borgarleikhúsinu. Um er að ræða
nýtt verk eftir Gunnar M. Andrés-
son. Efnt var til samkeppni um
listaverk í forsal meðal félaga í
Nýlistasafninu og er verk Gunnars
hið fyrsta í þeirri röð.
Forsalur Borgarleikhússins er í
vetur helgaður nútímalist. Fyrst var
riðið á vaðið með sýningu á verki
Ólafs Gíslasonar, Vernissage, sem
stóð fram í miðjan október. Þá tóku
við tvö verk eftir Finnboga Péturs-
son og frá því í desember hefur
verk Kristins Hrafnssonar, Sjö
vatnsborð, prýtt forsalinn.
Fjöldi tillagna
í haust var efnt til hugmynda-
samkeppni um myndlistarverk í for-
sal Borgarleikhússins meðai félaga
J Nýlistasafninu. Fjöldi tillagna
ú barst en dómnefnd skipuð Þorvaldi
Þorsteinssyni, Astu Ólafsdóttur og
Guðjóni Ketilssyni völdu listamenn.
Þeir eru: Gunnar M. Andrésson,
Guðlaugur Jón Bjarnason, Guð-
mundur Rúnar Lúðvíksson, Pétur
Örn Friðriksson, Alda Sigurðardótt-
ir og Ragnhildur Stefánsdóttir.
Verk Gunnars ber heitið Hleruð
samtalsbrot. „Verkið er byggt á
samtölum og samtalsbrotum sem
listamaðurinn hefur heyrt og hlerað
víða um bæ,“ segir í kynningu.
Þetta texta- og hljóðverk saman-
stendur af texta sem birtur er á
vegg auk þess sem heyra má texta
' lesinn.
Aflvákinn 1995
KLASSÍK FM og Eimskip efndu
í fyrradag til samsætis í sam-
komusal Eimskips, þar sem af-
hent var viðurkenning fyrir at-
hyglisverðasta íslenska hljóm-
diskinn 1995. Verðlaunin eru
nefnd Aflavakinn 1995. Það var
Sinfóníuhljómsveit íslands sem
hlaut verðlaunin, sem nú eru af-
hent í fyrsta sinn, fyrir hljómdisk
sinn með Sögusinfóníu Jóns Leifs,
undir stjórn Osmo Vanska. Guðný
KYIKMYNPIR
Btóhöllin
KROPPASKIPTI „DR. JE-
KYLL AND MRS. HYDE“ ★
Leikstjóri: David Price. Lauslega byggð á
sögu Robert Louis Stevenson, Dr. Jekyll og
herra Hyde. Aðalhlutverk: Sean Young, TTim
Daly, Lysette Anthony, Harvey Fierstein,
Steven Tobolowsky. The Rank Organisation.
1995.
HRYLLINGSSAGA Roberts
Louis Stevensons um vísindamann-
inn sem bæði var Jekyll læknir og
óbermið Hyde hefur getið af sér
margar kvikmyndir en líklega er
engin eins slæm og Kroppaskipti.
Hún hefur sér til afsökunar að vera
Guðmundsdóttir konsertmeistari
tók við verðlaununum fyrir hönd
hljómsveitarinnar. Björn Bjama-
son greindi frá niðurstöðu dóm-
nefndar.
Við þetta tækifæri flutti Rand-
ver Þorláksson útvarpssljóri
Klassík FM tölu og greindi frá
því helsta sem er á döfinni í dag-
skrárgerð stöðvarinnar.
Randver greindi frá því að
ákvörðun hefði verið tekin um að
veita Sinfóníuhljómsveit æskunn-
ar sérstaka viðurkenningu fyrir
ötult starf í 10 ár. Fyrir hönd
hljómsveitarinnar veitti Elfa Rún
Kristinsdóttir, 10 ára fiðluleikari,
viðurkenningunni viðtöku.
Á myndinni fyrir ofan til vinstri
afhendir Hinrik Ólafsson dag-
skrárgerðarmaður á Klassík FM
Guðnýju Guðmundsdóttur blóm-
vönd og smellir kossi á kinn og á
hinni myndinni tekur Elfa Rún
Kristinsdóttir við viðurkenningu
og blómvendi úr hendi Randvers
Þorlákssonar útvarpssljóra
Klassík FM.
álíka miklum hæfileikum gæddur.
Aukaleikararnir eru mun skemmti-
legri og halda raunar myndinni á
floti. Sérstaklega eru Harvey Fier-
stein og Steven Tobolowsky góðir
og mjólka allt sem þeir geta útúr
sínum rullum með ágætum árangri.
Myridin býður upp á nokkrar
tölvutæknibrellur þegar umbreyt-
ingin úr manni í konu á sér stað
og neglumar lengjast, hárið síkkar
og brjóstin skjótast út og maður
kemst ekki hjá því að hugsa að það
sé fyrst og fremst í kringum þessar
tölvuteikningar sem myndin er
hönnuð. Það er ’svo sáralítið annað
sem gleður augu og eyru.
Arnaldur Indriðason
Vismdamaður
og voðakvendi
aðeins mjög lauslega tengd Steven-
son að því er fram kemur í kynn-
ingu en myndin hefði vel mátt
sleppa þeim tengslum alveg Steven-
sons vegna.
Kroppaskipti er vita ófyndin
gamanmynd fyrir þijú-sýningar um
ungan vísindamann hjá stórfyrir-
tæki er kemst yfir formúlu sem
breytir honum ekki í voðamenni
heldur í voðakvendi. Leikkonan
Sean Young fer með það hlutverk
og reynir mjög að vera framagjöm
tæfa sem ætlar að komast áfram á
kroppnum innan fyrirtækisins að
hætti Demi Moore í „Disclosure“.
Young er takmörkuð leikkona og
virðist alls ekkert erindi eiga í gam-
anmyndir auk þess sem þunnildis-
legt handritið, soðið upp af fjórum
höfundum, býður ekki upp á mikil
tilþrif í gamanleik. Tim Daly leikur
vísindamúnninn og er einkar líkur
gamanleikaranum John Ritter og
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bókabúðir
og kaffihús
Ef hugmyndin um hið ljúfa líf er einhvers
staðar síbreytileg og fljótandi þá er það
í Norður-Ameríku, segir J6n Ólafsson,
sem meðal annars veltir fyrir sér ýmsum
flötum á hinu ljúfa lífí í pistli sínum í dag.
Hann segir að nú vilji menn vinnusemi
og reglusemi. Hinu ljúfa lífí sé jafnvel
lifað í faðmi fjölskyldunnar, í fúlustu
alvöru. í New York beri venjur manna
breyttum hugmyndum vitni.
ÞAÐ FER alltaf eftir tíðarandanum
í hveiju menn telja að hið Ijúfa líf
hljóti að felast og hvaða augum
allur þorri manna lítur það. Senni-
lega er hið Ijúfa líf oftast munaður
af einhveiju tagi, jafnvel óhóf. Mig
minnir að mér hafi verið sagt það
í skólanum þegar ég var lítill að
Rómveijar til foma hefðu notað
strútsfjaðrir til að kitla sig í kverk-
unum þegar þeim var orðið bumb-
ult af ofáti. Þá gátu þeir kastað
upp og síðan haldið áfram að raða
í sig kræsingunum. Og sögunni
fylgdi að óhóf í mat, drykk og ásta-
' lífi hafi einmitt verið hugmynd
manna um hið ljúfa líf á hnignunar-
tíma Rómarveldis. Þessi hugmynd
hafi raunar einmitt verið ein aðal-
ástæða hnignunarinnar.
Síðar kynntist ég allt annarri
hugmynd um hið ljúfa líf og mun
hverdagslegri. Það var meðal Rússa
í Moskvu fyrir fáeinum árum. Á
þeim tíma virtust margir telja hið
ljúfa líf fólgið í því að ganga um í
æfingagalla, reykja marlboro,
drekka kókakóla úr dós og hafa
enga fasta vinnu. Rússneska hug-
myndin um hið ljúfa líf hefur sann-
arlega breyst síðan þá. Aukið sam-
band við Vesturlönd hefur gert lífs-
„nautnirnar flóknari og dýrari.
Ef hugmyndin um hið ljúfa líf
er einhvers staðar síbreytileg og
fljótandi þá er það í Norður-Amer-
íku. Það er heldur ekki að undra.
Bandaríkin eru land verslunar og
viðskipta. Og ef menn ætla sér að
þéna á viðskiptum í slíku landi verða
þeir að vera snöggir að skynja ríkj-
andi tísku og viðhorf og helst að
hitta naglann á höfuðið um hvernig
hægt.sé að hafa áhrif á viðhorf
manna um hver séu helstu hjálpar-
'tæki lífsnautnanna.
í þessu er New York að sjálf-
sögðu miðpunkturinn. Hér verður
tískan til. Það er við New York sem
aðrir geta miðað sig, sótt hugmynd-
irnar og stílinn, eða það vilja New
York-búar að minnsta kosti meina.
Og hvort sem það er nú réttilega
eða ekki, telja menn sér mikla
ábyrgð á herðar lagða, því lífið
f annars staðar í heiminum sé ekki
nema dauf eftirmynd þess lífs sem
lifað er í New York.
Hvað hið ljúfa líf varðar er auð-
vitað mikið til í þessu. Það þarf
ekki annað en að líta á amerískar
kvikmyndir síðustu áratuga til að
fá staðfestingu á því. Þótt kvik-
myndaiðnaðurinn sé löngu fluttur
frá New York og vestur til Kaliforn-
íu, stendur New York alltaf hjarta
kvikmyndanna næst. Og í kvik-
myndunum er New York oftar en
ekki staður hins ljúfa lífs, munað-
ar, lífsnautna, óhófs, svalls.
En nú er af sem áður var. Kvik-
myndirnar eru hættar að flytja
málstað hins ljúfa lífs í mynd flott-
ræfilsháttar eða ofsafenginna og
langvinnra skemmtana. Ahugamál
áhorfendanna hafa breyst. Nú vilja
menn vinnusemi og reglusemi. Hinu
ljúfa lífi er jafnvel lifað í faðmi fjöl-
skyldunnar, í fúlustu alvöru. í New
York bera venjur manna breyttum
hugmyndum vitni. Staðirnir sem
fólkið sækir á kvöldin eru ekki leng-
ur gjálífishús, diskótek og barir,
heldur hafa bókabúðir og kaffihús
tekið við. Og einsog alltaf er í
Ameríku; seljist hugmyndin yfir-
leitt, kaupa hana allir. Stóru bóksal-
arnir einsog Barnes og Noble opna
nú hveija stórverslunina á fætur
annarri, ekki bara í New York held-
ur líka á vesturströndinni og víðar
í Bandaríkjunum. Þetta eru engar
venjulegar bókabúðir, heldur vist-
legar risastofur þar sem hægt er
að sitja langtímum saman, skoða
bækurnar og fletta þeim að vild.
Enginn skiptir sér af því þótt menn
lesi bækurnar í búðinni, þvert á
móti, það er hægt að
velja um hægindastól
eða skrifborð.
í Bames- og Noble-
búðunum í New York
eru þar að auki mestu
fyrirmyndar kaffiter-
íur þar sem hægt er
að setjast niður, með
bók, hvort sem maður
er búinn að kaupa hana
eða ekki og fá sér
næstum hvað tegund
af kaffi sem vera skal,
því þessari bókabúðaástríðu fýlgir
líka sérstök virðing fyrir kaffi. Eng-
inn er maður með mönnum nema
hann hafi kynnt sér nákvæmlega
kosti og galla hinna mismunandi
kaffitegunda og kaffilagana.
í teffgslum við Bames- og Noble-
búðirnar starfa raunar kaffihús,
líka um öll Bandaríkin, sem heita
Starbuck. Þar er úrvalið ekki síður
fjölbreytt. Nú er svo komið að á
Manhattan þarf maður yfirleitt ekki
að ganga nema fáeinar mínútur til
að finna annaðhvort Starbuck-
kaffihús eða Barnes- og Noble-
bókabúð eða hvorttveggja og allt
er þetta opið fram á rauða nótt.
Og því er það nú svo, þegar fólk
er velta því fyrir sér hvernig það
eigi að veija föstudags- eða laugar-
dagskvöldinu, eða hvaða kvöldi sem
er ef svo ber undir, þá er einn
möguleikanna sá að gera það í
bókabúð og á kaffihúsi. Það er
ævinlega múgur og margmenni á
þessum stöðum á kvöldin og um
helgar og enginn vafi á því að þessi
ódýra skemmtun, það er svo fremi
sem menn hafa stjórn á kauphvöt-
inni, er orðinn ómissandi hluti af
því sem fólk telur felast í hinu ljúfa
lífi, að minnsta kosti hvað New
York varðar og þá ef að líkum læt-
ur, afganginn af heiminum.
Það sem kemur manni hvað eftir
annað á óvart í Bandaríkjunum er
máttur tískubundinna viðhorfa.
Kaffihús og bókabúðir, þar sem
svokallaðir gáfumenn héldu til lang-
tímum saman, hafa alltaf verið til
í Evrópu og þótt tilheyra einhvers-
konar lífsstíl. í Ameríku hafa kaffi-
húsin verið fátíðari og
bókabúðir haft allt
annað yfirbragð. En
svo gerist það skyndi-
lega, án þess að nokk-
ur viti af hveiju, að
kaffihús og bókabúðir
taka að spretta upp
einsog gorkúlur. Og þá
er það ekki bara ein-
hver afmarkaður hóp-
ur manna sem fer að
sækja þessa staði,
heldur allir sem eru
með á nótunum.
Og annað sem einkennir þessa
þróun er að þótt allir vilji nú vera
á kaffihúsum og í bókabúðum, er
ekki þar með sagt að það sé hvaða
kaffihús sem er eða hvaða bókabúð
sem er. Það eru keðjumar sem ná
markaðnum, Barnes og Noble og
fleiri svipaðar í bókunum, keðjur á
borð við Starbuck í kaffinu. Það
virðist ekki vera nein sérstök þörf
fyrir lítil vinaleg kjallarakaffihús
eða búðarholur þar sem hægt er
að gramsa tímunum saman í ryk-
föllnum bókum, heldur vill fólk
ganga að því sem vísu að sömu
bækur fáist í New York og fást í
Los Angeles, eða hvar sem menn
kunna nú að vera niðurkomnir og
að kaffið sé eins á bragðið hvort
sem það er drukkið á vesturströnd-
inni eða austurströndinni.
Frá mannlegu sjónarmiði getur
maður ekki varist undrun, þótt
hagfræðin eigi vafalaust sínar
skýringar á öllu saman. Verslunar-
færni Bandaríkjamanna byggist
náttúrlega ekki síst á því hversu
langt þeir hafa náð í að versla með
lífsstíl. Hér spyija sölumennirnir
ekki bara: Hvað viltu fá? Heldur
ekki síður: Hvernig viltu vera?
Kannski mannkynið sé, með
Bandaríkjamenn í broddi fylkingar,
að þróast í átt að því að allir séu
manngerðin sem hagfræðingar
hafa löngum notað í útreikningum
sínum, það er að verða skynsamir
neytendur og að hugmyndir um
hið ljúfa líf verði skynsamlegri að
sama skapi, en kannski dálítið
hversdagslegar.
N E W
Y O R K