Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 2

Morgunblaðið - 30.01.1996, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBIjAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Handknattleikslandslið karla á Lottó-Cup í Nore 31. janúar til 4. febrúar 1 Laugardaguf3. febrúar J* ISLAND - Danmörk Sunnudagur 4. febrúar ÍSLAND - Júgóslavía Lillehamme*' Miðvikudagur 31. janúar Noregur - ÍSLAND r ^Stange Föstudagur 2. febrúar ÍSLAND - Rúmenía Haugasund Þátttökulið: Noregur - ÍSLAND - Júgóslavía - Rúmenía - Danmörk UÐSSTYRKUR Verður Julian Duranona orðinn hvalreki á fjörur landsliðsþjálf- íslenskur landsliðsmaður í arans ef umræddur leikmaður ■ RÚNAR Sigtryggsson, lands- liðsmaður í handknattleik, sem hef- ur verið í Danmörku í vetur, er kominn heim og gengið aftur til liðs við Víkinga. Rúnar mun leika sinn fyrsta leik með Víkingi gegn Gróttu á miðvikudaginn. ■ GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir, þjálfari og leikmaður með Fram, gefur kost á sér í landsliðið, sem leikur gegn Rússlandi tvo leiki í Evrópukeppni landsliða um næstu helgi. ■ SKAGAMENN létu allir klippa sig fyrir bikarúrslitaleikinn í körfu- knattleik gegn Haukum á sunnu- daginn. Voru þeir allskrautlegir, allt frá því að hafa látið rétt særa af hárinu til þess að hafa látið krúnuraka sig. ■ MILTON Bell var eini leikmaður ÍA sem gladdi augað stöku sinnum, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks er hann varði skot frá Sigfúsi Giz- urarsyni með miklum tilþrifum. ■ BAYERN Miinchen er byijað leita að nýjum leikmönnum fyrir næsta keppnistímabil. Liðið hefur hug að fá Matthias Sammers, landsliðsmann hjá Dortmund, sem fengi það hlutverk að taka við stöðu Lothar Matthaus. Þá hafa þeir Thomas Hássler og sænski lands- ítfffMR FOLK liðsmaðurinn Martin Dahlin verið nefndir, en þeir hafa sýnt áhuga á að fara til Bayern. ■ TOTTENHAM hefur augastað á þýska landsliðsmanninum Ulf Ki- ersten hjá Bayer Leverkusen. ■ ÞAÐ gengur illa hjá Kristjáni Arasyni og lærisveinum hans hjá Dormagen, sem eru í neðri hluta 1. deildarkeppninnar í handknattleik í Þýskalandi, eftir tap gegn Magde- burg, 17:22. ■ MAGDEBURG hefur tryggt sér þýska landsliðsmanninn Stefan Kretzschmar frá Gummersbach fyrir næsta keppnistímabil. Þetta hefur komið mjög á óvart, en hann átti erfitt með að hafna mjög góðu boði frá Magdeburg. ■ „EF Atletico Madrid leikur áfram eins og liðið gerði gegn okk- ur, stöðvar það enginn. Meistaratit- illinn fer til liðsins," sagði Dragoslav Stepanovic, þjálfari Bilbao, sem tapaði stórt fyrir Atletico, 1:4, á Spáni um helgina. ■ ENSKA blaðið The Daily Mirror tók vel á móti Kólumbíumanninum Asprille fyrir helgi, með því að birta mynd af honum berum að ofan á bakslðu, ásamt tveimur fyrrum vin- konum hans. Blaðið sagði að hann ætti yfir höfði sér fangelsisdóm, eft- ir að byssa fannst í bifreið hans I Kólumbíu. Gula pressan I Englandi er söm við sig. ■ LEIKMENN Chicago gera ós- part grín að leikmönnum New York þessa dagana, en undanfarin ár hafa liðin verið aðalkeppinautarnir á austurströndinni í NBA-deildinni. Chicago vann stórsigur, 99:79, á New York í sl. viku, eftir að hafa mest verið 30 stigum yfir. Michael Jordan segir að New York-liðið sé ekki það sama eftir að Pat Riley hætti sem þjálfari liðsins. Dennis Rodman tók dýpst í árinni og talaði um New York raggeitur. „Leik- mennirnir eru gungur, sem settu höfuðið á milli fótanna þegar við vorum að rúlla yfir þá.“ ■ ÞORIR Hergeirsson, sem er þjálfari norska kvennaliðsins Gjer- pen í handknattleik, er komið með líð sitt í úrslitaleik norsku bikar- keppninnar. Liðið mætir Larvík. handknattleik áður en langt um líður? Það hlýtur að vera spuming sem brennur á vörum handknatt- leiksáhugamanna eftir að Kúbu- maðurinn lýsti áhuga á því í við- tali við Morgunblaðið á sunnudag- inn. Umræddur leikmað- ur hefur sannarlega slegið í gegn hér á landi í vetur. Alfreð Gíslason og félagar í KA tóku taisverða áhættu þegar þeir ákváðu að slá til og semja við hann. Duranona hafði ekki sést á alþjóðavettvangi misserum saman eftir að hann ákvað að yfirgefa heimaland sitt. Hann var meiddur er hann kom til KA- manna sl. vor en Alfreð hafði trú á honum, lét slag standa og Kúbumaðurinn hefur nú ríkulega endurgoldið traustið. Síðasta dæmið er frábær frammistaða hans í bikarleiknum gegn Selfyss- ingum á laugardaginn, þar sem segja má að hann hafi tekið leik- inn í sínar hendur þegar mest á reið og komið KA í úrslit nánast upp á eigin spýtur. Duranona er athyglisverður leikmaður. Ummæli Þorbjöms Jenssonar, landsliðsþjálfara, um hann í blaðinu á sunnudag eru eftirtektarverð: „Það sem mér fmnst jákvæðast við Duranona er að nákvæmlega ekkert fer í taugarnar á honum. Hvort sem dómgæslan er á móti honum eða hann verður fyrir mótlæti frá andstæðingunum er ekkert sem raskar ró hans og ég held að margir leikmenn mættu taka hann sér til fyrirmyndar að þessu leyti; hann notar alla sína orku í leikinn, ekki í að karpa við and- stæðingana eða dómarana." Þetta eru orð að sönnu. Augljóst er að það yrði mikill yrði löglegur með liði hans. Stór- skyttur era ekki margar í íslensk- um handknattleik, og því hefur það eflaust yljað mörgum unn- endum íþróttarinnar um hjarta- rætur að sjá til Kúbumannsins í leiknum á Selfossi. Hann getur stokkið upp langt fyrir utan punktalínu og skorað — nokkuð sem því miður er alltof sjaldséð hérlendis um þessar mundir. Embættismaður I stjómarráði íslands segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að ákveðnar meg- inreglur gildi þegar útlendingar sæki um íslenskan ríkisborgara- rétt, en ekki þurfí að fara eftir þeim. „Þetta er matsatriði hjá alþingismönnum hveiju sinni og ekkert sem segir að þeir megi ekki víkja frá þessari meginreglu eins og þeir vilja,“ segir hann. Það er alþekkt víða um lönd að snjallir íþróttamenn skipti um ríkisfang og auðvelt að nefna mörg dæmi þar um. Einn besti handknattleiksmaður heims, Tal- ant Dujshebaev er frá Kírgístan en fékk spænskan ríkisborgara- rétt skömmu fyrir HM á íslandi og lék með Spánveijum hérlendis. Þá eru bandarískir körfuknatt- leiksmenn í landsliðum nokkurra Evrópuþjóða. Er ekki sjálfsagt og eðlilegt að Julian Duranona verði íslensk- ur ríkisborgari og fái að spreyta sig í landsliðsbúningnum áður en langt um líður? Skapti Hallgrímsson Er ekki sjátfsagt að Duranona fái að spila með landsliðinu? GerirAkureyringurinn HEIÐARINGIÁGÚSTSSOIM gæfumuninn fyrirSR? Geri vonandi eitthvert gagn HEIÐAR Ingi Ágústsson, leikmaður með íshokkfliði Skautafé- lags Reykjavíkur, gerði þrennu gegn sínu gamla félagi, Skauta- félagi Akureyrar, i'leik liðanna á íslandsmótinu um helgina. SR vann leikinn 8:1 og hefur aldrei áður unnið SA með svo miklum mun. Heiðar Ingi var markahæsti leikmaður íslandsmótsins í fyrra - gerði 30 mörk og stefnir að því að endurtaka leikinn í vetur þótt hann sé kominn í annað félag. Hann hefur þrívegis verið kjörinn íshokkímaður ársins; árið 1992,1994 og 1995. hefur ekki eitt einasta ár dottið úr hjá mér.“ - Nú hefur þú unnið nokkra íslandsmeistaratitla með SA, hefur þú töiu á þeim? „Ég er ekki alveg með töluna á hreinu, en ætli þeir séu ekki orðn- ir fímm eða sex Islandsmeistarat- itlarnir." - Þið sigruðuð Iið SA stórt um helgina. Er stefnan að taka titilinn a f gömiu félögunum frá Akureyri? „Já, auðvitað er stefnan sett á að vinna titilinn. Ég hafði lúmskt gaman af þessum sigri um helg- ina. Ég náði að strlða þeim og skora þrennu en það var samt svo- lltið sérstök tilfínning að skora hjá gamla góða félaginu. Ætli þessi lið leiki ekki til úrslita um titilinn I rnars." - Hvernig stóð á því að þú komst suður og gekkst til iiðs við SR? Morgunblaðið/Kristinn HEIÐAR Ingi Ágústsson hefur verið bestl íshokkímaður landsins síðustu árin. Hann gerði þrennu fyrír SR gegn SA um helgina. Hér er hann vlð störf í verslunlnni 4 You í gær. Heiðar Ingi, sem starfar I versl- uninni 4 You I Reykjavík, verður 28 ára 10. júní I sumar. Hann er giftur Signeu Viðarsdótt- ur, fyrrum skíða- konu frá Akureyri. Þau eiga tvær dæt- ur, Irisi Köra, 6 ára, og Sunnu Rún, sem er fímm mánaða. Heiðar Ingi segist hafa farið fyrst á skauta þegar hann var sex ára gamall: „En ég hef verið svona átta ára þegar ég fór að æfa að einhveiju gagni á tjörninni I inn- bænum á Akureyri. Þetta þróaðist síðan þannig að ég fór að fara inn I hringinn og þar er ég enn.“ - Hvenær byrjaðir þú að æfa fyrir alvöru? „Ég byijaði að æfa fyrir alvöru þegar ég var tíu ára gamall og hef stundað íshokkí stíft síðan. Það Eftir ValB. Jónatansson „Atvinnumálin spiluðu þar stórt hlutverk og svo er alltaf gaman að breyta til. Ég fór frá Skautafé- lagi Akureyrar I góðu.“ - Er mikill uppgangur í íshokkí hér á landi um þessar mundir? „Já, þetta er allt á uppleið. Það er mikill áhugi, sérstaklega hjá þeim yngstu. Við fáum fleiri áhorf- endur en áður og eins hefur áhug- inn aukist eftir að Stöð 3 fór að sýna klukkutíma þátt á sunnudög- um frá NHL-deildinni I Bandaríkj- unum.“ - Hvað æfið þið oft í viku hjá SR og hvernig er æfingaaðstaðan í Laugardalnum? „Við æfum þrisvar I viku, rúm- lega klukkutíma I senn. Það er mikið álag á svellinu og erfitt að fá fleiri æfingatíma þó svo að við vildum. Þetta er vandamál, sér- staklega á sunnudögum því þá er svellið notað mjög mikið yfír dag- inn og er illa l’arið á kvöldin þegar við æfum. Það er orðið tímabært að byggja annað svell I Laugard- alnum og þá svell fyrir æfíngar og íshokkíleiki." - Attu þér einhverja fyrirmynd í íþróttinni? „Já, ég hef lengi haldið upp á Kanadamanninn Wayne Gretzky og Rússann Sergi Feterov. Ég hef fylgst með þeim I leikjum I NHL- deildinni og reynt að læra af þeim. Ég gef mér góðan tíma til að skoða myndbönd með leikjum og ég er viss um að það er hægt að læra mikið af því að horfa á ís- hokkí.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.