Morgunblaðið - 30.01.1996, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996
MQRGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
„Lífiðer
línudans"
ÞAÐ má með sanni segja að
„lífið sé línudans" hjá leik-
mönnum Víkings og Fram.
Þeirra sterkustu vopn eru
línumennimir Birgir Sig-
urðsson og Rússinn Oleg
Titov, sem háðu harða
rimmu — bæði í sókn og
vörn. Birgir hafði gætur á
Titov og öfugt. Leikmenn lið-
anna byggja leik sinn mikið
upp á því að senda knöttinn
inn á línuna til þessara
snjöllu leikmanna og þá má
segja að þeir hafi gert „stór-
meistarajafntefli" — báðir
skomðu þeir fimm mörk,
báðir þijú af línu og tvö úr
vítaköstum.
Stöðva þarf
„lendinga-
leyfi“
SVOKÖLLUÐ „lendinga-
Ieyfi“ handknattleiksmanna
em orðin óþolandi — I leik
Fram og Víkings vom fjögur
mörk skoruð, eftir að leik-
menn höfðu stigið á gólfið
innan vítateigs, áður en þeir
losuðu sig við knöttinn og
sex sinnum vom menn lentir,
án þess að þeir náðu að
skora. Þetta er orðin lenska
í handknattleiknum á Is-
landi, hjá hornamönnum,
línumönnum og jafnvel úti-
spilurum — þegar þeir ná
gegnumbrotum. Dómarar
em ekki nægilega vakandi
fyrir þessum ósóma — þeir
geta eins tekið á honum og
þeir taka á of mörgum skref-
um leikmanna. Þá þarf einn-
ig að taka á brotum, þegar
leikmenn fara út gegn mót-
heijum með knöttinn og
hanga á þeim — Jeiðinlegur
ávani, sem þarf að uppræta.
Víkingar fagna
Morgunblaðið/Kristinn
FOGNUÐUR Víklnga var mikill í Framhúsinu, eftir að þeir
voru búnir að tryggja sér rétt til að leika bikarúrslitaleiklnn.
Fyrir miðri mynd fagna Friðleifur Friðleifsson og Hjörtur Örn
Arnarson — veifa til stuðningsmanna.
Ólrúlegar
sveiflur
„Nádum að brjóta
leik okkar upp“
Mm
FOLK
■ DAVOR Kovcevic hjá Víkingi
kom aðeins þrisvar við sögu í leik
liðsins gegn Fram, í öll skiptin til
að taka vítaköst. Hann skoraði úr
tveimur fyrstu, Þór Björnsson
varði það þriðja.
■ LEIKMENN Víkinga virtust
vera að missa trúna á að þeir gætu
skorað, þegar þeir höfðu ekki skor-
að mark í 15,13 mín. gegn Fram.
Þá fengu þeir vítakast og var það
hinn reyndi Birgir Sigurðsson,
sem gekk þá fram til að taka það
og skoraði. Áður höfðu þeir látið
verja frá sér tvö vítaköst í leiknum.
■ HLYNUR Morthens, vara-
markvörður Víkinga, kom þrisvar
inn á til að veija vítaköst — hann
varði tvö fyrstu; frá Oleg Titov og
Jóni Þ. Jónssyni.
■ GUÐMUNDUR Guðmunds-
son, þjálfari Fram, kom inn á und-
ir lok leiksins — og lék að sjálf-
sögðu í vinstra hominu. Hann lék
stutt og náði ekki að breyta gangi
leiksins.
- þegar Víkingar lögðu Fram að velli 19:16
ÉG HEF oft orðið vitni að mikl-
um sveiflum í handknattleik,
en þó aldrei eins og í bikarleik
Fram og Víkings, þar sem Vík-
ingar voru sterkari á loka-
sprettinum og náðu að tryggja
sér sigur, 16:19, og þar með
rétt til að leika úrslitaleikinn
gegn bikarmeisturum KA f
Laugardalshöllinni.
Víkingar höfðu yfir 9:11 í leik-
hléi og þeir skoruðu tvö fyrstu
mörkin í seinni hálfleik, 9:13, þann-
ig að staða þeirra
var örðin vænleg.
Framarar, sem vora
oft á tíðum mjög
ráðvilltir í sóknar-
leik sínum, náðu ekki að skora
mark fyrr en 8,32 mín. vora liðnar
af seinni hálfleiknum. Það var þá
sem Framarar sögðu lok, lok og læs
— skorðuðu sex mörk í röð, komust
yfir 15:13 á 20 mín. Á þessum tíma
léku þeir mjög hreyfanlegan og
sterkan vamarleik og Þór Björnsson
fór á kostum í marki þeirra, varði
níu skot.
Víkingar virtust ekki eiga neitt
svar til, sóknarleikur þeirra var
vægast sagt vandræðalegur. Þeir
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
Tíundi úrslitaleikur Víkings
VÍKINGAR leika sinn tíunda bikarúrslitaleik, þegar þeir mæta KA.
Víkingar, sem urðu bikarmeistarar 1978 og 1979, unnu bikarinn
síðan fjórum sinnum í röð — 1983-1986. Þeir hafa þrisvar tapað
úrslitaleikjum, fyrst 1978 og í tvö síðustu skiptin sem þeir hafa leik-
ið— 19:20 fyrir Val 1990 og 22:26 fyrir Eyjamönnum í sögulegum
leik 1991. KA leikur þriðja bikarúrslitaleik sinn í röð.
skoruðu ekki mark í 15,13 mín.,
það var ekki fyrr en á 21,11 mín.
að fyrirliði þeirra, Birgir Sigurðs-
son, skoraði úr vítakasti, að þeir
náðu að bijóta ísinn. Framarar náðu
ekki að fylgja leik sínum eftir, Birg-
ir jafnaði, 15:15, úr vítakasti þegar
átta mín. vora til leiksloka og í kjöl-
farið skoraði Hjörtur Örn Arnarsson
úr horni, Knútur Sigurðsson með
gegnumbroti og Hjörtur Örn eftir
gegnumbroti, auk þess sem Reynir
Þór Reynisson varði vítakast og
Víkingar voru komnir yfir 15:18
þegar ein mín. var til leiksloka og
sigur þeirra kominn í örugga höfn.
Þegar Hilmar Bjarnason skoraði
sextánda mark Framara, höfðu þeir
ekki skorað í 9 mín., þannig að
sveiflurnar í leiknum voru ótrúleg-
ar. Birgir Sigurðsson gulltryggði
sigur Víkinga, 16:19, með marki
af línu.
Sóknarleikur beggja liða ein-
kenndist af því að leikmenn liðanna
reyndu hvað sem þeir gátu til að
koma knettinum inn á línu — Fram-
arar knettinum til Oleg Titov og
Víkingar til Birgis Sigurðssonar.
Bæði liðin eru skyttulaus, sem sést
best á því að aðeins þrjú mörk voru
skoruð með langskotum — Hilmar
Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir
Fram og Árni Friðleifsson eitt fyrir
Víking.
Titov og Þór Björnsson vora
bestu leikmenn Fram — Þór varði
mjög vel. Bestir hjá Víkingi voru
Birgir, Iljörtur Óm Arnarson,
Reynir Þór Reynisson og Knútur
Sigurðsson.
„SVEIFLURNAR voru miklar í leiknum, sem gerðu hann skemmtilegan
á að horfa. Það komu upp kringustæður, sem maður varð að bregðast
við, breyta og útfæra leikinn öðruvísi. Við skoraðum tvö fyrstu mörkin
í seinni hálfleik, en síðan tók við löng bið eftir marki. Það er alltaf svo að
lið detta niður þegar þau ná góðri forustu, eins og við gerðum — náðum
fjögurra marka forustu. Þá var eins og mínir menn héldu að þeir gætu
leyft sér þann munað að slappa af, en Framarar eru með lið sem getur
refsað fyrir kæraleysi, eins og þeir refsuðu okkur,“ sagði Árni Indriða-
son, þjálfari Víkinga.
„Varnarleikur Framara var mjög góður á þessum leikhluta — þeir stöðv-
uðu sóknarleik okkar og þegar við komumst í gegn, reyndist markvörður
þeirra okkur erfiður," sagði Árni, sem bað um leikhlé í stöðunni 12:13, en
þá höfðu Víkingar ekki skorað mark í átta mínútur og rúmar þrettán mín.
til leiksloka. „Eg óskaði eftir leikhléi til að koma nýrri hugsun í leik okk-
ar. Það var greinilegt að við urðum að bijóta leik okkar upp — og þá
var spurningin hvort það myndi duga, því að það dugar ekki alltaf að
bijóta leik liðsins upp á viðkvæmum augnablikum. Ég er mjög ánægður
með að við náðum að rífa okkur aftur upp, þó að lítið hafi verið eftir
af leiknum — ég er virkilega ánægður,“ sagði Árni Indriðason.
Samstaða Hauka
gerði gæfumuninn
jjaráttan var í algleymi er Haukar
Ivar
Benediktsson
skrifar
tóku á móti Aftureldingu
Hafnarfirði. Leikmenn tóku rösklega
hver á öðrum og
markvarslan var í
góðu lagi lengst af.
Að sama skapi var
sóknarleikurinn oft á
tíðum brokkgengur. Eftir að Mosfell-
ingar höfðu náð frumkvæðinu um
miðjan síðari hálfleik og leitt með
tveimur mörkum í leikhléi, 9:11, þá
gengu Haukar rösklega til verks í
upphafi þess síðari. Þeir náðu forystu
og létu hana aldrei af hendi og upp-
skáru sigur, 24:21, og þriðja sæti
deildarinnar, stigi á undan Stjörn-
unni.
Sterk vörn og afbragðsmark-
varsla einkenndi leikinn framan af
og reyndar svo mjög að leikmönnum
gekk mjög illa að setja mark sitt á
leikinn. Eftir sextán mínútur leiddu
Haukar með einu marki 4:3. Heldur
losnaði um er á leið og baráttuglaðir
Mosfellingar sigu fram úr og náðu
á tíma þriggja marka forystu.
Messuhald Gunnars Gunnarsson-
ar, þjálfara Hauka, í leikhléi bar ti-
lætlaðan árangur því hans menn
komu mun yfirvegaðri til sóknar í
síðari hálfleik. Þeir voru búnir að
jafna leikinn að loknum tveimur mín-
útur og náðu fímm mínútum síðar
frumkvæði, 14:13, er Mosfellingar
voru einum leikmanni færri. En leik-
menn UMFA voru ekki tilbúnir að
gefa eftir og voru í seilingarfjar-
lægð. Þeim tókst þó aldrei að jafna
þrátt fyrir að nokkrum sinnum hafi
lítið vantað upp á en eins og nokkru
áður var það sóknin sem ekki skilaði
sínu. Bjarni Frostason var dijúgur í
marki Hauka í leiknum og Áron
Kristjánsson átti einnig góðan leik.
Þá var Baumruck sterkur í síðari
hálfleik. Annars var það samstæður
hópur sem óx eftir því sem á leikinn
leið sem var aðal Hauka.
Það veikir óneitanlega lið UMFA
mikið um þessar mundir að Gunnar
Andrésson á við meiðsli að stríða í
hné og í nára og getur ekkert tekið
þátt í sóknarleiknum. Þá er Ingi-
mundur Helgason einnig meiddur í
hné og getur lítið beitt sér. Berg-
sveinn var góður í fyrri hálfleik en
datt niður í þeim síðari, Vörnin var
sterk og Páll Þórólfsson, Bjarki Sig-
urðsson og Þorkell Guðbrandsson
léku ágætlega og Róbert Sighvatsson
stóð fyrir sínu.