Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 B 9 KNATTSPYRNA Reuter Mætast United ogCity? Ef Manchester City nær aðJeggja Coventry að velli í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, mætir liðið nágrönnum sínum Manchester Un- ited á Old Trafford. Liðin hafa að- eins fjórum sinnum leikið saman í 214 ára sögu bikarkeppninnar — það var 1926 og 1955, árin sem City fagnaði sigri og 1970 og 1987, árin sem United fagnaði. Ef Coventry vinnur, mun Ron Atkin- son stjórna liðinu gegn United, sem undir hans stjórn varð bikarmeist- ari 1983 og 1985. Liðin sem mætast í 16-liða úrslit- um, eru: Shrewsbury eða Liverpool - Charl- ton eða Brentford Nottingham Forest eða Oxford - Tottenham eða Wolves Bolton eða Leeds - Everton eða Port Vale Ipswich eða Walsall - Aston Villa Swindon eða Oldham - Southamp- ton eða Crewe Manchester United - Coventry eða Manchester City. Huddersfield eða Peterborough - Middlesbrough eða Wimbledon West Ham eða Grimsby - QPR eða Chelsea Leikirnir fara fram um miðjan febrúar. TERRY Sheringham, markaskorarinn mikli hjá Tottenham, átti í erfiðleikum með varnarleik- menn Úlfanna og náði ekki að skora. Hér sækir hann að Eric Young. Everlon enn í kröppum dansi Bikarmeistararnir gerðu jafntefli við Port Vale. Tottenham náði ekki að leggja Úlfana að velli á White Hart Lane BIKARMEISTARAR Everton lentu enn einu sinni í kröppum dansi á Goodison Park, þar sem þeir urðu að sætta sig við jafntefli, 2:2, gegn 1. deildarliði Port Vale, eftir að varamaður- inn lan Bogie skoraði jöfnunar- markið. Everton gerði einnig jafntefli á heimavelli í 3. umferð — 2:2, gegn Stockport, en náði síðan sigri á ævintýralegan hátt á útivelli, 3:2. Tottenham varð einnig að sætta sig við jafntefli heima, 1:1, gegn Úlfun- um á laugardaginn, en þá varð að fresta ellefu bikarleikjum þar sem „Síberíuveður" var á Bretlandseyjum - snjóstormur gekk yfir aðfaranótt laugar- dagsins. Það voru 33.168 áhorfendur komnir saman í kuldanum á Goodison Park og sáu þeir hreint ótrúlegan lokakafla leiksins. Allt leit út fyrir að Skotinn Duncan Tveir leikmenn Rang- ers með þrennu TVEIR leikmenn Glasgow Rangers, Ian Ferguson og Alec Cle- land, skoruðu þrjú mörk þegar Rangers vann stórsigur, 10:1, á utandeildarliðinu Keith frá Hálöndunum, sem lék heimaleik sinn fyrir framan 14.000 áhorfendur á heimavelli Aberdeen. Brian Laudrup var allt í öllu í leik Rangers, sem lék án Pauls Gascoigne, í leikbanni, og Ally McCoist, sem er meiddur. Leikmenn Rangers náðu ekki að selja nýtt liðsmet, eða vinna með tólf marka mun, eins og Rangers gerði 1934, er liðið vann Blairgowrie 14:2! Línuvörður fékk smápen- ing í andlitið STÖÐVA þurfti leik Reading og Manchester United um tíma, eða eftir að áhorfandi kastaði smápeningi sem hafn- aði í andliti annars línuvarð- arins. Peningurinn lenti rétt við vinstra auga línuvarðar- ins. Eftir að búið var að gera að sárum hans hélt leikurinn áfram. Enska knattspyrnu- sambandið mun taka málið fyrir og er reiknað með að Reading fái harða refsingu. Ferguson væri búinn að tryggja Everton sigur tveimur mín. fyrir leikslok — þegar hann skoraði eftir mistök markvarðarins Paul Muss- elwlúte, sem sofnaði á verðinum þegar Andreas Limpar sendi knött- inn fyrir markið. Stuðningsmenn Everton voru enn að fagna þegar Ian Bogie þrumaði knettinum af 35 m færi að marki Everton, knött- urinn fór yfir Neville Southall og f netið. Áður hafði Nígeríumaðurinn Daniel Amokachi skorað fyrir Ever- ton rétt fyrir leikhlé og Martin Fo- yle jáfnaði fyrir Port Vale með skalla í seinni hálfleik. 14.780 áhorfendur fylltu heima- völl Reading, Elm Park, fyrir vestan London, þegar Manchester United kom þangað í heimsókn. Heima- menn veittu United harða keppni í byrjun, en Ryan Giggs braut ísinn á 36. mín. og síðan skoraði bakvörð- urinn Paul Parker annað markið á 56. mín., aðeins þremur mín. eftir að hann kom inn á sem varamaður — hans fyrsta mark í þrjú ár. Eric Cantona gulltryggði síðan sigurinn, 3:0, á síðustu mín. leiksins. Tottenham varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Úlfunum, þar sem gestirnir náðu að halda 33 marka miðheijadúettinum Teddy Sheringham og Chris Armstrong niðri. Það var varnarleikmaðurinn Clive Wilson sem skoraði mark heimamanna á 13. mín. Úlfarnir náðu að jafna fimmtán mín. síðar þegar Gary Mabbutt náði ekki hárri fyrirgjöf sem kom fyrir mark Tott- enham, þar sem Steve Bull, 30 ára, sem lék sinn fyrsta leik White Hart Lane, náði knettinum og sendi hann til Don Goodman, sem skoraði sitt sextána mark á keppnistímabilinu. Tottenham þurfti einnig tvo leiki gegn Hereford í 3. umferð — gerði jafntefli, 1:1, úti, en vann síðan stórsigur heima, 5:1. Dwight Yorke tryggði Aston Villa sigur á Sheff. Utd. með marki úr vítaspyrnu á 63. mín. 0:1. Yorke, sem skoraði sigurmark Villa gegn Tottenham 2:1 í sl. viku, sendi markvörðuinn Alan Kelly til hliðar og vippaði knettinum síðan i mitt markið, rétt fyrir neðan þverslá. Vítaspyrnan var dæmd þegar Serb- inn hjá Villa, Savo Milosevic, var felldur. Leikmenn Sheff. Utd., sem lögðu Arsenal að velli í 3. umferð, sitja eftir með sárt ennið — þeir fengu mörg gullin tækifæri til að tryggja sér sigur. Urslit / BIO Charlton er tilbúinn í slaginn JACK Charlton, fyrrum landsliðsþjálfari Irlands, sagði á sunnudaginn að hann væri tilbúinn að taka við starfi landsliðsþjálfara Englands, ef enska knattspyrnusambandið mundi óska þess. Charlton, sem er sextíu ára, lék með heimsmeistaraliði Englend- inga á HM í Englandi 1966. „Ef þeir koma og óska eftir því að ég taki við starfinu, gæti ég ekki sem Englending- ur sagt nei,“ sagði Charlton, sem lék 35 landsleiki fyrir England. Þess má geta að Charlton sótti um þjálfarastarfið 1980, en þá var honum ekki svarað. Hann hefur náð frábærum árangri með írska landsliðið — kom því í Evrópukeppnina í Þýskalandi 1988, HM á Ítalíu 1990 og Bandaríkjunum 1994. Zubizarreta frá vegna meiðsla ANDONI Zubizarreta, lands- liðsmarkvörður Spánverja, missti af sínum fyrsta leik í fimmtán ár vegna meiðsla, þegar Valencia vann stórsig- ur á Merida, 4:1. Zubizarreta hefur leikið 534 deildarleiki með Athletic Bilbao, Barcel- ona og Valencia. Zubizarreta meiddist á hásin og mun hann líklega missa af vináttulands- leik Spánveija gegn Norð- mönnum 7. febrúar, þannig að Jose Canizares, markvörð- ur Real Madrid, fær tækifær- ið sem hann hefur lengi beðið eftir. Mandela segirWeah stolt Afríku NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, sagði á laugar- daginn að Knattspyrnumaður heims 1995, George Weah frá Líberíu, væri stolt Afríku. „Það er mikill heiður fyrir mig að bjóða George velkom- inn, hann er stolt Afríku í íþróttum," sagði Mandela þegar hann tók á móti lands- liðsmönnum Líberíu, sem eru úr leik í Afríkukeppninni. Weah sagði að það værí draumur hans að leika með Líberíu í HM í Frakklandi 1998. Weah borgar sektina LÍBERÍUMENN voru sektað- ir um 455 þús. ísl. kr. í Afríku- keppninni, fyrir að George Weah lék bæði í peysu númer 9 og 14, en leikmenn verða að leika með það númer á bakinu, sem þeir voru til- kynntir með fyrir keppnina. Weah mun borga sjálfur sekt- ina, en það er einmitt hann sem sér um að fjármagna landslið Liberíu, sér um bún- inga- og skókaup á leikmenn, ásamt. því að sjá um að fjár- magna ýmsan annan kostnað liðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.