Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR17.FEBRÚAR1996 C 7 Nýjar bækur Verndun ís- lenskrar náttúru UMHVERFISRETTUR - Verndun náttúru íslands eftir Gunnar G. Schram er komin út. í þessu nýja riti er að finna heildar- yfírlit um öll lög og reglur sem hér á landi gilda um náttúruvernd og verndun landsins og lífríkis þess gegn mengun og öðrum umhverfis- spjpllum. í bókinni er fjallað um öll ákvæði laga um náttúruvernd, mengun láðs og lagar, veiðar fiska og dýra og skipulagsmál í þéttbýli og á miðhá-' lendinu. Jafnframt er í fyrsta sinn gerð grein fyrir skuldbindingum íslands í umhverfismálum samkvæmt EES- samningunum og allir alþjóðasamn- ingar skýrðir sem ísland er aðili að í þeim efnum. Sérstakur kafli fjallar um alþjóðlegan umhverfisrétt. „Bókin er mikilvægt upplýsingarit fyrir alla áhugamenn um náttúru- vernd en einnig nauðsynleg handbók fyrir alla þá sem starfa að umhverfis- málum hér á landi," segir í kynn- ingu. ítarleg laga- og atriðisorðaskrá er í bókarlok. Háskólabútgáfan gefur út í sam- vinnu við Landvernd. Gunnar G. Schram er prófessor í þjóðarrétti qg stjórnskipunarrétti við Háskóla ís- lands. Hann var formaður undirbún- ingsnefndar Islands fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1992 í Ríó um umhverfis- og þróunarmál og hefur meðal annars gefið út bækumar Verndun hafsins og Framtíð jarðar. Bókin er 408 bls. að lengd ög kostar 4.490 kr. ogfæst íöllum helstu bóka- verslunum. JÓHANN Sigurðarson og Ingvar E. Sigurðsson í Don Juan. Morgunblaðið/Þorkell JÖRUNDUR Guðmundsson frá Háskólaútgáfunni, Auður Sveinsdótt- ir, formaður Landverndar, Gunnar G. Schram höfundur bókarinn- ar, Svanhildur Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Síðustu sýningar á Don Juan NÚ ERU aðeins tvær sýningar eftir í Þjóðleikhúsinu á gaman- leikritinu Don Juan eftir Moliere. Þessi uppfærsla litháíska leik- stjórans Rimas Tuminas hefur vakið athygli, sýningin er að margra áliti einstakur listviðburð- ur, þar sem listform leikhússins er nýtt á meistaralegan hátt, seg- ir í kynningu. Leikendur í Don Juan eru fjöl- margir og með nokkur helstu hlut- verk fara Jóhann Sigurðarson, Sigurður Sigurjónsson, Edda Heiðrún Backman, Halldóra Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson, Hilmar Jónsson, Helgi Skúlason, Edda Arnljótsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir. Síðustu sýningar á Don Juan verða 18. og 23. febrúar. Fiskarnir í sjónum ÁRDÍS Olgeirsdóttir leirlistakona opnar sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti í dag, laugardag. Árdís sýnir verk úr steinleir með silki- þrykki og verk úr svartbrenndum leir, myndmálið er sótt til fískanna í sjónum, hreyfmga þeirra og útlits. Þetta er fyrsta einkasýning Árdís- ar en áður hefur hún sýnt verk á samsýningu óháðu listahátíðarinnar sem stóð yfir sumarið 1995. Árdís er fædd 1967 og stundaði nám við MHÍ leirlistadeild og útskrif- aðist þaðan 1991. Sýningin stendur til 3. mars. ? ? ? Myndlistarsýning á Kaffi Óliver Á KAFFI Óliver við Ingólfsstræti stendur nú yfir sýning á myndum eftir Kristberg Ó. Pétursson. Það eru meðal annars málverk, grafíkmyndir og teikningar, alls 13 verk gerð á árunum 1987-1994. Kvikmyndaleikstjór- inn Mai Zetterling Margot Wallström menntamálaráð- herra Svíþjóðar Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Media hátíð þar sem sýndar eru á annað hundrað myndir í fullri lengd, víðs- vegar úr heiminum auk fjölda stuttmynda. Yfirleitt eru tvær til þrjár sýn- ingar á hverri mynd. Sýningargest- ir urðu að þessu sinni um 115.500, sem samtals keyptu rúmlega hund- rað þúsund bíómiða á sýningar hátíðarinnar. íslenskir „úlfar", dúfa á ferð og Jón Kadett... Daglega voru haldnir opnir um- ræðufundir þar sem gestir hátíðar- innar, einkum leikstjórarnir, sátu fyrir svörum, þar á meðal þrír ís- lenskir af þeim fimm sem áttu myndir á hátíðinni. Þeir birtust fyrir alvöru á sjöunda degi hátíðar- innar og þar voru á ferðinni Þráinn Bertelsson, Hilmar Oddsson, Gísli Snær Erlingsson og samstarfs- maður hans, Baldur Hrafnkell Jónsson, framleiðandi myndarinn- ar Benjamín Dúfa. Sú mynd var raunar á leiðinni til Berlínar að spreyta sig í alþjóðlegri keppni á Berlínarhátíðinni, en fékkst fyrir náð og miskunn sýnd þrisvar sinn- um í Gautaborg á leiðinni. Föstudaginn 9. febrúar sat Sig- ríður Margrét Vigfúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Media upplýsinga- þjónustunnar á íslandi, við ræðu- púltið.og gaf upplýsingar og góð ráð mörgum þeim er hugðust stíga fyrstu skrefin í kvikmyndabrans- anum og veltu því fyrir sér hvers væri að vænta af styrkjum og stuðningi sunnan úr Eyrópu. Að- spurð um það hvernig íslendingar færu að lét Sigríður það svífa, að íslenskir kvikmyndagerðarmenn hefðu í sjálfsbjargarviðleitni sinni „breyst í úlfa", einfaldlega vegna þess að „neyðin kennir naktri konu að spinna". Hún benti hinum ungu Svíum á að það þyrfti að vinna fyrir velgengni í kvikmyndabrans- anum og það hörðum höndum og huga, svo og hvernig. Island var í „fókus" þennan dag og í Drekanum, dagblaði hátíðar- innar, birtist viðtal við klippara að nafni Kerstin Eiríksdóttir. Hún hélt því fram að Svíar væru dreif- býlislegri en íslendingar, sem væru mun alþjóðlegri — en þó trúir landi sínu. í kynningu viðtalsins segir: „Það er ekki óhugsandi að klippar- inn Kerstin Eiríksdóttir hafi verið íslensk álfkona í fyrra lífi. // Tvær af íslensku myndunum á íslenska deginum eru „hennar", Benjamín dúfa og Tár úr steini. Kerstin, sem hefur klippt báðar þessar myndir, vann lengi hjá Ing- mar Bergmann sern skripta, reynd- ar líka hjá Lárusi Ými Öskarssyni við Andra Dansen, en menntaðist síðan í klipparastarfið. Hún segir svo frá að þegar hún var á íslandi ásamt Donya Feuer að taka á móti verðlaunum fyrir heimildar- myndina Dansarinn á norrænni kvikmyndahátíð í Reykjavík, þá hafi hún hitt Baldur Hrafnkel Jóns- son. Afleiðingin varð vinnutörn, enn á ný í íslensku klippiherbergi. Loks kemur fram að í ár muni Kerstin spreyta sig á leikstjórn í fyrsta sinn og að Götafilm fram- leiði þá mynd, sem fjalli um sam- band deyjandi móður við dóttur og dótturdóttur, eftir handriti Elisa- beth Lee. Á þessum sérstaka íslandsdegi hátíðarinnar voru allar myndirnar fimm sýndar hver á eftir annarri í Bio Capitol, sem í huga Gauta- borgarbúa er gæðamyndahús númer eitt. Auk keppnismyndar- innar Tár úr steini, sem síðar kom í ljós að kosin var „besta norræna myndin", eins og greint hefur ver- ið frá hér í blaðinu, voru þá sýnd- ar Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson, Einkalíf eftir Þrá- inn Bertelsson, Nei er ekkert svar eftir Jón Tryggvason og Benjamín dúfa eftir Gísla Snæ Erlingsson. Friðrik Þór og Þráinn eru engir nýliðar í augum Svía og uppselt var á mynd Friðriks Þórs löngu áður en að sýningum kom. Reynd- ar rak ég mig á að ógjörningur var að ferðast lengi um hátíðar- svæðið án þess að heyra nafn hans nefnt og myndum hans hrós- að. Það kom hins vegar skemmti- lega á óvart á miðjum föstudegi að sjá fólk fyrir utan Bio Capitol veifandi skiltum með áletruninni: Miði óskast á Benjamín dúfu! Aðferðin er síðasta ráð hinna ófor- sjálu, sem þó gefast ekki upp þótt uppselt sé á myndina og stundum hefur einhver ætlað að vera einn af fjórum og svo koma bara þrír. Hin tvö hundruð og fimm rauð- klæddu bíósæti voru setin áhorf- endum úr flestum aldurshópum þegar Gísli Snær kynnti myndina, allt frá því að hún „fæddist á ser- véttu" sem hugmynd og lét vita að þetta væri í fyrsta sinn sem Benjamín dúfa væri sýnd utan íslands. Myndin um strákana sem vildu vinna með réttlæti gegn óréttlæti. Viðbrögð áhorfenda að lokinni sýningu lýstu sér í tilþrifamiklu lófaklappi og síðan í hrópuðum orðum eins og „exellent movie!" Frábær mynd. Svo komu spurning- ar frá áhorfendum, lagðar fyrir höfundinn. Ég hef áður séð góðar myndir frá Islandi. Hvernig stendur á því? Gísli Snær svaraði á þá leið, að á íslandi lærir maður snemma að bera virðingu fyrir þeim sem geta sagt sögu. Um miðnættið átti ég tal við ungan Stokhólmara, sem hafði tek- ið lestina til Gautaborgar um morguninn. Hann var ásamt kunn- ingjum sínum að koma af mynd Jóns Tryggvasonar Nei er ekkert svar. Hann var hress með þá skemmtun og sagði svo í óspurðum fréttum að íslenskar myndir væru í tísku. — Jæja? — Já. Þær eru það. — Og hvernig lýsir það sér? — Mér finnst það. Allir tala um það. Þú heyrir það. Ekki talað um annað en íslensk- ar myndir. Það er eitthvað töff. Annað mál er það að sænskir kvikmyndagerðamenn eiga það til að sækja sögur og myndefni til íslands. Meðal þeirra er Maj Wech- selmann sem átti tvær myndir á kvikmyndahátíðinni, báðar gerðar í samvinnu við íslenska sjónvarpið; heimildarmyndin „Rapport frán de ' drunknade och döda" (1995) og „Synden ar listig och lömsk" (1996). Hin síðarnefnda er kynnt sem ljóðræn heimildarmynd um Jón Kristoffer Sigurðsson „kadett í hernum", — heimildir með leikn- um atriðum í stórbrotnu íslensku landslagi, sem enn virðist ala hið furðulegasta fólk — hljómar í kynningartexta. — Það stóð lítið um Jón Kristoffer í minni íslandssögu. — Já, en þú hlýtur að hafa sungið um hann í skólanum, ljóð Steins Steinars! segir Maj Wechlmann. Þeir voru vinir. MENNINO/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarsson til 18. febr." og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn íslands Ný aðföng III til 25. febr. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms út mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Norræna liúsið Samsýning myndlistarmanna frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi til 10. mars. Gerðarsafn Thomas Huber sýnir til 10. mars. Gallerí Sólon fslandus Birgir Andrésson sýnir. Ingólfsstræti 8 Hrafnkell Sigurðsson sýnir til 3. mars. Gallerí Sævars Karls Kristján Guðmundsson sýnir ti! 13. mars. Gallerí Úmbra Anna Maria Sigurjónsdóttir sýnir ljós- myndir til 21. febr. Galleri Fold Jónas Guðvarðsson sýnir og János Probstner í kynningarhorni til 18. febr. Nýlistasafnið Hlynur Helgason, Sigríður Hrafnkels- dóttir og Lothar Pöbberl sýna til 18. febr. Gestur í setustofu, Gallerí Gúlp! Listhús 39 Þórdís Árnadóttir sýnir til 19. febr. Gallerí Greip Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir til 18. febr. Gallerí Stöðlakot Árdís Olgeirsdóttir sýnir til 3. mars. Gallerí Onnur hæð Vincent Shine til 6. mars. Hafnarhúsið Sýning á lokaverkefnum nýútskrif- aðra arkitekta til 25. febr. Myndás Ljósmyndasýning Páls Guðjónssonar til 2. mars. Slunkariki Kristinn E. Hrafnsson og Þór Vigfús- son sýna til 3. mars. Laugardagur 17. febrúar Málmblásarakvintettinn PIP heldur tónleika í Laugarneskirkju kl. 17. Karlakór Reykjavíkur; Sönghátfð í Háskólabíó kl. 16. Tjarnarkvartettinn í Borgarleikhúsinu kl. 16. Sunnudagur 18. febrúar Vörðukórinn i Gerðubergi kl. 16; Dagskrá með verkum skáldanna Hall- dórs Kiljan Laxness og Davíðs Stef- ánssonar. Áttunda stigs söngprófs- tónleikar; Birna Ragnarsdóttir í sal Nýja tónlistarskólans kl. 17. Þriðjudagur 20. febrúar Ljóðatónleikar Gerðubergs í Borgar- leikhúsinu; Kristinn Sigmundsson, Arnar Jðnsson og Jónas Ingimundar- son kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Þrek og tár fim. 22. febr., lau. Kardemommubærinn lau. 17. febr., sun., lau. Don Juan sun. 18. febr., fös. Glerbrot lau. 17 febr. Kirkjugarðsklúbburinn lau. 17. febr., sun., mið., fös. Leigjandinn lau. 17. febr., sun., fös. Ástarbréf sun. 18. febr. Borgarleikhúsið íslenska mafian lau 17. febr., lau. Lína Langsokkur sun. 18. febr. BarPar lau. 17. febr., fös., lau. Konur skelfa lau. 17. febr., fim., fös., lau. Við borgum ekki, við borgum ekki fös. 23. febr. Höfundasmiðja LR; einþáttungurinn Hvernig dó mamma þín?, ásamt Tjarnar- kvartettinum. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Girnd lau. 17 . febr., lau. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör lau. 17. febr., fös. lau. Loftkastalinn Rocky Horror fös. 23. febr., lau. Kafnieikhúsið Sápa þrjú og hálft lau. 24. febr. Kennslusumdin fim. 22. febr. Grískt kvöld lau. 17. febr., sun., mið., fös. MöguJeikhúsið Ævintýrabókin lau. 17. febr., lau. Ekki svona! frums. fim. 22. febr. Leikfélagið Snúður og Snælda Einþáttungarnir; Veðrið klukkan 18 og Háttatími. Sýningar í Risinu, Hverfisgötu 105, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 16. KVIKMYNDIR MIR „Dersú Úzala sun. 18. febr. kl. 16." LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Galdra-Loftur mán. 19. febr. kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.