Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 1
■ BYLTING IGRANDASKÓLA/2 ■ STAÐA KOMUMMAR ER Á STJÓRIMARHEIM- lLIIMU/4 ■ TÆKNIFRJÓVGUN/4 OG IMAFNLEYND/5 ■ SAMKVÆMISFÖRÐUN OG HARGREIÐSLA/6 ■ UIMGLIIMGSÁRIN/7 ■ OFURFYRIRSÆTUR/8 ■ Lífiö Samanburður á orkukosínaði rafbíls og bensínbíls RAFBILAR, m.v. 10 þús. km akstur á ári Almennur taxti, A.1, orkugjald 4 m 1 2 m*:m Rof, 2x2 klst. í nóy.-feb. 6 7kr./km 8 Fadtur skattiir, kr. 3,26 2.1 Forsendur rafbíls: Orkunotkun 0,6 kWh/km (meðalnotkun rafbíls HÍ). Orkuverð, taxti B.1 er ársmeðalverð. Þungaskattur er km-verð. Fast gjald yrði 47.991 kr./ár. BJÁLKARIT, upplýsingar unnar af prófessor Gísla Jónssyni. ^ 2 ÞUNGASKATTUR, kílómetragjald og fast næturgjald Raf- magnsveitunnar gera rafbílinn óhagstæðan í rekstri á ís- landi, eins og bjálkaritið sýnir. Hins vegar sýna stjórnvöld þjóða, sem vilja minni koltvísýringsmengun í andrúmslofti, viðleitni til að gera rafbílinn ökumönnum meira freistandi. í viðtölum við helstu sér- fræðinga þjóðarinnar í raf- bílum kemur fram hvers vegna rafbílar ættu að vera góður kostur á ís- landi, og að reynsla þeirra af áhuga stjórnvalda til að breyta kerfinu þessum umhverf- isvænu farar- tækjum í vil, sé i góð. ■ Fjölbreytni, sterkir litir og frelsi í fasi TISKUVERSLANIR borgar- innar eru óðum að fyllast af vor- og sumarfatnaði. í kven- fataverslunum virðast fínlegar, dömulegar dragtir í ljósum lit- um eiga töluvert upp á pall- borðið. Flíkur í sterkum appel- sínugulum og grænum litum eru innan um og saman við og lífga þær óneitanlega upp á ásamt öðrum, sem eru svartar og hvít- ar og minna svolítið á íþróttafatnað. Af greiðslustúlk- ur í ýmsum kven- fataverslunum sögðu að engin ein tískubóla væri alls- ráðandi, fjöl- breytnin réði ríkj- um en þó virtist kvenleikinn ætla að vera í fyrirrúmi. Sumar sögðu að áhrifa látinna kvik- myndastjarna eins og Grace Kelly og Audrey Hepburn gætti svolítið í tísk- unniog dragtir líkar þeim sem fyrrverandi forsetafrú Banda- ríkjanna, Jackie Kennedy, gekk I , • er retti tíminn til að læra Ósvífinn bófi kynntur til sögunnar í skáldverki og kvikmynd MORGUNDAGURINN er tileinkaður sí- menntun á Islandi og verða um fjörutíu skólar og fræðslustofnanir um land allt opn- ar almenningi milli kl. 13 og 17. Markmið dagsins er að vekja umræðu um gildi símenntunar, að hún sé í raun æviverk. Nálgun skálds og leikstjóra Menntaskólinn við Hamrahlíð er dæmi um fræðslustofnun sem opin —■ ■ verður á morgun. Wincie Jóhanns- dóttir enskukennari við skólann segir að hver kennslustund verði í tuttugu mínútur, og áherslan á afmarkaða og skemmtilega þætti úr mörgum námsgreinum. Wincie mun til að mynda flytja brot úr Kynning á fræðslu um land allt áfanga um bókmenntir og kvikmyndir og bera saman hvernig höfundur skáldsögu annarsvegar og kvikmyndar hinsvegar kynna bófann Max Cady til sögunnar, en Robert De Niro lék hann í kvikmyndinni Cape Fear, sem nefnd var Víg- höfði á íslensku. Hún skoðar aðferðina sem skáld notar til að lýsa bófanum og hvaða tilfínningar hann reynir að vekja hjá lesandanum og síðan kannar hún aðferðir leikstjórans. Wincie segir að námsráðgjafí verði í skólanum og kjörið til dæmis fyrir tíundu bekkinga grunnskóla að vera á ferðinni á morgun og kynna sér framhaldsnám víða um land. ■ oft í væru sumardragtirnar núna. Útstilling í Joe’s er svolítið nýstárleg, sterk-appelsínugul- ar og grænar herrabuxur, bol- ir, skyrtur og peysur. Aðspurð- ur sagði verslunarsljórinn, Hörður Ólafsson, að íslenskir karlar væru stundum tregir til að klæðast slíkum fatnaði, en þessir litir væru mikið í tisku og færu einkar vel við svart, t.d. svarta skó, skyrtu og fylgi- hluti. Annars sagði Hörður að svartar, gráar og hvítar lita- samsetningar væru áberandi. Léttar bómullarpeysur og peysusett, oft með rennilás, í slíkum litum, taldi hann verða ríkjandi í sumar. Gunnar Hilmarsson, verslun- arstjóri í Hanz, tók í sama streng og Hörður varðandi litina, og bætti við að sterku litimir væru svolítið í anda tískunnar í kvik- myndinni Saturday Night Fever og jafnframt efnin í skyrtunum sem stundum væru úr næloni og pólýester. Gunnar sagði jakkafót karla ekki hafa tekið miklum breytingum frá í fyrra; há í háls- inn og jafnan með vesti. Hann sagði þó meira um að skyrtur væru ekki gyrtar ofan í buxurnar heldur hafðar utan yfir og þá niður undan vestunum og einnig að kragamir á skyrtunum væm hafðir utan yfir jakkana, þ.e. þegar ekki væru notuð bindi. Hörður féllst á að sitja fyrir i þeim fatnaði, sem hann taldi meðal helstu nýjunganna í sumar. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.