Morgunblaðið - 23.02.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 23.02.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 B 7 DAGLEGT LÍF KOLBRÚN Baldursdóttir sál- fræðingur þýðir fjórða hluta bókarinnar Unglingsárin - *** handbók fyrír foreldra og ungi- inga, sem Forlagið var að gefa út. Hún segir að efni bókarinnar falli vel að íslenskum ungmennum og að ýmislegt hafi verið staðfært fyrir ís- lenskar aðstæður, eins og um heil- brigðis- og skólakerfið. Aftast í bók- inni má til dæmis finna lista yfir stofnanir í landinu sem starfa fyrir unglinga og fjölskyldur. „Bókin er fýrst og fremst uppsláttarrit handa þeim sem vilja kynna sér unglingsár- in betur,“ segir Kolbrún. „Það sem er sérstakt við bókina er að sjónarmið beggja, unglinga og foreldra, birtast í henni. Hvítu síð- urnar eru ætlaðar foreldrum og þær bláu unglingum. Einnig eru mörg samtöl og reynslusögur sem lýsa kvíða og áhyggjum foreldra og ungl- inga,“ segir hún. Bókin er bæði fræðandi og ráðgef- andi, að mati Kolbrúnar, og vanda- málin ekki í brennidepli heldur al- menn samskipti og líðan. Hinn dæmi- gerði unglingur ætti að geta notað hana. íslenskur hraði og krafan um að þekkja hið nýja Eru aðstæður íslenskra unglinga að einhverju leyti sérstakar? „Hér gengur allt mjög hratt fyrir sig, nýjungar fara um eins og eldur í sinu og fólk þarf að tileinka sér þær strax. Einnig er vinnudagur for- eldra langur. Við gerum miklar kröf- ur til lífsgæða og valmöguleikamir em miklir, en launakjör ekki full- næjgjandi. I raun glíma unglingar hér við það sama og í öðmm löndum. Foreldrar hafa tilhneigingu til að reikna með að unglingarnir hafí sömu skoðanir og þeir. En það skapar ólgu því ung- mennin em að þróa sína eigin ímynd og sjálfsmynd. Þau tileinka sér oft annan smekk en foreldrarnir hafa. Unglingarnir em að slíta sig frá foreldrunum sem hingað til hafa sagt þeim hvemig þeir eigi að hegða sér, hvar og hvenær hitt og þetta er við- eigandi. Árekstrar verða vegna þessa á ákveðnu tímabili eða þegar þroska- skeiðið knýr á um sjálfstæði og ungl- ingarnir verða djarfir og forvitnir. Þeir fara að taka meiri áhættu en áður og því má segja að áhættuhegð- un þeirra sé meiri en foreldranna og hætta fyrir hendi að þeir fari sér að voða.“ Kolbrún segir að foreldrar ungl- inga séu oft áhyggjufullir og í þeim togist á þörfín til að stjóma og ótt- inn við að þeir séu ekki nógu þrosk- aðir. Hún segir mikla vídd vera í unglingahópnum, krakkamir séu ólíkir innbyrgðis og þroskinn mis- munandi. Öfgakennt uppeldl getur haft afdrífaríkar afleiðingar Er ef til viil nær að tala um for- eldravandamál en unglingavandamál eins og svo oft er gert? Unglingar djarfir og forvitnir þurfa aðhald og frelsi „Vandamál eiga sér iðulega aðdraganda og það eru meiri líkur á samskiptaerfíðleikum ef uppeldið hefur verið öfgakennt: Frá stífni og ósveigjanleika til þess að vera of eftirgefan- legt. Unglingum fínnst í raun best að vera inn- an ákveðins ramma sem kveður á um aðhald en skapar líka svigrúm til að taka eigin ákvarðan- ir og hreyfa sig. Það þarf að finna eitthvert jafnvægi sem gefur unglingum færi á að stjórna sjálfum sér að einhverju leyti.“ Kolbrún telur mikilsvert að for- eldrar leggi sig fram við að hlusta á unglinginn og halda með því sam- skiptaleiðunum opnum. Ef hægt er að tala saman er oft hægt að leysa ágreininginn. Foreldrar þurfa að hlusta til að skilja og veita aðhald en líka frelsi. Það er mikilvægt, að Kolbrún Baldursdóttir mati Kolbrúnar, að for- eldrar reyni að kanna hvemig baminu líður og hvemig sjálfsmatið sé . Þeir mega heldur ekki bregðast ókvæða við þótt unglingurinn skammist sín fyrir þá. Hún heldur líka að ef sjálfsmynd foreldra sé í lagi taki þeir því ekki illa. Vantar skýra stefnu um einelti Finnst þér nógsam- lega tekið á einelti hér á landi? „Það vantar skýra stefnu um hvernig eigi að meðhöndla einelti. Það þurfa að vera skýrar línur um hvað eigi að gera og hvernig eigi að vinna með krökkinum, kennumm og foreldrum. Markviss vinnsla á málinu er það eina sem dugar, barn sem þarf að upplifa einelti í mörg ár getur nefni- lega stórskaðast.“ Kolbrún telur að stefna í eineltis- málum þurfí að koma frá stjórnvöld- um. Ráðuneyti þurfa að samræma stefnuna sín á milli og fýlgja henni eftir inn í skólana. Það þarf að greina vandann og finna út hvað valdi ein- eltinu í hveiju tilfelli fyrir sig eftir kerfisbundnum leiðum. Kolbrún þýðir fjórða hluta bókar- innar sem nefnist Unglingar í vanda, en hinir þrír fjalla um unglinga og foreldra í eðlilegum aðstæðum. Hún segist bera kvíðboga fyrir unglingum í vanda vegna flutnings skólans yfír til sveitarfélaganna, því hún viti ekki hvemig sveitarstjómamenn ætli að byggja upp sálfræðiþjónustuna. Unglingar. og foreldrar þeirra þurfa að eiga greiðan aðgang að skólasálfræðingum, að hennar mati, en til að svo geti verið þurfa sálfræð- ingar viðunandi aðstöðu og kjör. „Stundum þarf ekki nema eitt viðtal hjá sérfræðingi til að leysa málið á byijunarstigi. Ef það er hægt að grípa strax inn í málið, er hægt að koma í veg fyrir alvarleg vandamál,“ segir Kolbrún að lokum. ■ GH Gallabuxur sem GALLABUXUR og alls konar gallaflíkur hafa um alllangt skeið notið mikilla vinsælda hjá fólki á öllum aldri. Sum- um fínnst tilheyra að fatn- aðurinn sé snjáður og slit- inn eða jafnvel götóttur. Þeim sem ekki sættá sig við slíkan útgang og ætla i að fleygja flíkum sem eitthvað sér á skal bent á að hægt er að nýta þær til híbýlaprýði, t.d. rúmá- breiður, púða, húsgagnaá- klæði og sitthvað fleira eins og sést á meðfýlgjandi myndum. Hugmyndin virð- ist í anda nýtni og spar- semi, en trúlega þarf lipra fingur til að útfærslan verði eins vel heppnuð og sjá má á með- fylgjandi myndum. ■ Skírlífi til ófrjósemi MARGT bendir til að ung hjón og pör á framabraut, sem langar að eignast barn en eru of þreytt til að stunda kynlíf, leiti til læknis vegna ófijósemi þrátt fyrir að ekkert annað komi í veg fyrir að þau geti eignast barn. í það minnsta segist yfírmaður ófíjósemis- deildarinnar við Churschill Clinic í Lundúnum, Rajat Goswamy, sjá tvö dæmi þessa í hveijum mánuði. Hann segir að þegar farið sé að ræða við hjónin komi í ljós að sum þeirra hafa ekki stundað kynlíf í nokkum tíma vegna ýmissa kynlífsvandamála sem oft stafa af streitu. ■ Tilbrigði við hefðbundinn karlmannanærfatnað SVOKALLAÐAR samfellur hafa verið nokkuð vinsælar sem nær- klæðnaður kvenna um alllangt skeið. Auglýsingar þekktra nærfatafram- leiðenda í er- lendum tíma- ritum benda nú til að slíkar flíkur eigi al- veg eins heima á karlmanns- kroppum. Þar sem nærplögg karla hafa hvorki tekið stórstígum né nýstárlegum breytingum í áranna rás, kunna karlar að táka þessari nýjung fagnandi, að minnsta kosti má ætla að framleið- endur hafí kannað hug einhverra þeirra áður en þeir settu framleiðsl- una á markað. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.