Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR5. MARZ 1996 B 3
KNATTSPYRNA
United varðist af festu og
Cantona gerði eina markið
Liverpool afgreiddi Aston Villa á fyrstu átta mínútunum á Anfield
Fögnudur
LIVERPOOL þurfti ekki
að bíða lengi eftir fyrsta
markinu gegn Aston Villa
í fyrradag en Steve
McManaman skoraði
þegar á annarri mínútu.
Hér fagnar hann markinu
með Stan Collymore til
vlnstri og Jason McAteer
í mlðjunni.
MANCHESTER United sigraði
Newcastle 1:0 ítoppslagnum
í ensku úrvalsdeildinni í gær-
kvöldi. Það var Frakkinn Eric
Cantona sem gerði eina mark
leiksins í upphafi síðari hálf-
leiks. Þar með munar aðeins
einu stigi á liðunum og New-
castle á leik til góða, en barátt-
an á lokasprettinum virðist
ætla að verða spennandi.
Leikmenn Newcastle sóttu mikið
í fyrri hálfleik og áttu gestirn-
ir í vök að veijast. Peter Schmeich-
el, markvörður United, varð að taka
á honum stóra sínum á upphafs-
mínútunum og leikmenn United
voru ánægðir með að fara til bún-
ingsherbergja í leikhléi án þess að
fá á sig mark. Cantona skoraði síð-
an snemma í síðari hálfleik og eft-
ir það lagðist liðið í vörn og hélt
fengnum hlut enda voru sóknarað-
gerðir Newcastle vandræðalegar
og hugmyndasnauðar.
Fyrri hálfleikur var skemmtileg-
ur og fjörugur en sá síðari mun
síðri enda lék Manchester af mik-
illi varkámi og skynsemi og átti í
raun aldrei í vandræðum gegn sókn
Newcastle.
Liverpool fór á kostum fyrstu
átta mínúturnar gegn Aston Villa,
gerði þá þijú mörk og eftir það var
formsatriði að ljúka leiknum. Villa
hafði fengið fæst mörk á sig í deild-
inni fyrir leikinn en Liverpool, sem
hefur leikið 16 leiki í röð án taps,
sá til þess að þar varð breyting á,
hefur nú gert flest mörk og fengið
fæst á sig ásamt Villa. Steve
McManaman gerði glæsilegt mark
þegar á annarri mínútu eftir gott
spil og sendingu frá John Barnes.
Robbie Fowler bætti öðru marki
við á fimmtu mínútu og var það
ekki síður glæsilegt. Hann lék
snyrtilega á mótheija með hæl-
spyrnu og skoraði af öryggi. Þrem-
ur mínútum síðar fékk hann
stungusendingu inn fyrir vörn gest-
anna og skoraði úr þröngri stöðu.
Mark Bosnich var í boltanum en
hélt honum ekki og Fowler fagnaði
29. marki sínu á tímabilinu. „Við
verðum að halda áfram á þessari
braut og vona að liðin tvö fyrir
ofan okkur fari út af sporinu,“
sagði Fowler sem var kjörinn mað-
ur leiksins á Anfield.
Tottenham vann Southampton
1:0. Jason Dozzell skoraði með
skalla um miðjan seinni hálfleik og
er Spurs í ágætri stöðu en South-
ampton er í þriðja neðsta sæti.
Everton vann Middlesbrough
2:0. Brasilíski varnarmaður Branco
lék síðustu 10 mínúturnar með
Boro og átti eitt skot naumlega
framhjá í þessum fyrsta leik sínum
með liðinu.
Arsenal og QPR gerðu 1:1 jafn-
tefli og er QPR í næst neðsta sæti.
Nottingham Forest hitaði upp
fyrir Evrópuleikinn gegn Bayern
Múnchen í kvöld og vann Sheffield
Wednesday 3:1. Þetta var fyrsti
útisigur Forest í deildinni síðan í
október. Ian Woan, Andrea Silenzi,
Steve Stone og Stuart Pearce léku
ekki með Forest vegna meiðsla en
verða væntanlega með í Múnchen.
Stephen Howe var í byijunarliði
Forest í fjórða sinn og opnaði
markareikninginn en Paul McGreg-
or og Bryan Roy skoruðu einnig
fyrir Forest. „Eg var ánægður með
ungu mennina," sagði Frank
Clarke, knattspyrnústjóri Forest.
„Þeir stóðu sig mjög vel.“ Roy hef-
ur átt í erfíðleikum að undanförnu
en hefur verið að sækja í sig veðr-
ið. „Bryan Roy lék mjög vel gegn
Tottenham og frammistaða hans
bendir til að hann sé aftur að ná
sér á strik,“ sagði Clarke.
Reuter
George Weah var
allt í öllu hjá Milan
George Weah var allt í öllu þeg-
ar AC Milan vann Vicenza
4:0 í ítölsku deildinni um helgina.
Hann lagði upp þijú mörk á stund-
aríjórðungi. Fyrst fyrir Dejan
Savicevic í byijun seinni hálfleiks.
Fimm mínútum síðar hristi hann
af sér tvo mótheija áður en hann
gaf á Marco Simone sem þurfti
ekki að hafa mikið fyrir því að
skora. Á 58. mínútu var brotið á
Weah, víti dæmt og Simone skoraði
úr vítaspyrnunni. Paolo Di Canio
innsiglaði síðan sigurinn eftir ein-
leik.
AC Milan hefur oft átt í erfiðleik-
um með lakari lið á San Siro leik-
vanginum og var lengi í gang.
Giamiero Maini skaut í stöng
heimamanna þegar á fyrstu mínútu
og Vicenza stóð í heimamönnum í
hálfleiknum en sá ekki til sólar
þegar Weah tók til sinna ráða eftir’
hlé.
Luca Bucci tryggði Parma 1:1
jafntefli á heimavelli gegn Roma
en hann varði vítaspyrnu á síðustu
mínútu. Daniel Fonseca frá Urugu-
ay skoraði fyrir gestina á þriðju
mínútu en Nestor Sensini frá Arg-
entínu jafnaði á 45. mínútu. Mass-
imo Crippa hjá Parma og Fonseca
lenti saman og var vikið af velli.
Alessandro Del Piero gerði tvö
mörk þegar Juventus vann Padova
5:0 á útivelli. Hann gerði fyrsta
mark leiksins úr aukaspyrnu um
miðjan fyrri hálfleik, Attilio Lomb-
ardo bætti öðru marki við og Del
Piero gerði í raun út um leikinn
með þriðja marki liðsins. Michele
Padovano gerði síðan tvö mörk
undir lokin.
Fiorentina og Sampdoria gerðu
2:2 jafntefli og er Fiorentina sjö
stigum á eftir AC Milan. Sampdor-
ia komst í 2:0 með mörkum frá
Roberto Mancini um miðjan fyrri
hálfleik og Christian Kerembeu í lok
hálfleiksins en Rui Costa minnkaði
muninn á 48. mínútu og Anselmo
Robbiati jafnaði stundarfjórðungi
fyrir leikslok. Tveggja mínútna töf
varð í seinni hálfleik á meðan gert
var að sárum annars línuvarðarins
eftir að áhorfandi hafði kastað ein-
hverju í höfuð hans.
Bayemerá
góðri siglingu
Bayern Múnchen sigraði 1860
Múnchen með glæsibrag um
helgina og er í efsta sæti þýsku
deildarinnar. Júrgen Klinsmann og
Alexander Zickler gerðu sín tvö
mörkin hvor á fyrsta hálftímanum
í 4:2 sigri. Klinsmann braut ísinn á
sjöundu mínútu, Zickler bætti öðru
marki við tveimur mínútum síðar
og var aftur á ferðinni á 20. mínún-
útu en Klinsmann átti síðasta orðið
sex mínútum síðar. Eftir þetta tók
Bayem lífínu með ró og Olaf Bodd-
en minnkaði muninn fyrir gestina.
Mínútu síðar lenti hann í átökum
við Oliver Kahn, markvörð heima-
manna, og var báðum vikið af velli.
Bemhard Winkler bætti öðm marki
við fyrir Múnchen eftir hlé en liðið
komst ekki nær heimamönnum.
Meistarar Dortmund gerðu 2:2
jafntefli við Gladbach á útivelli og
em í öðm sæti. Svo virtist sem leik-
menn Dortmund væru með hugann
við Evrópuleikinn gegn Ajax á
morgun en varnarmaðurinn Júrgen
Kohler tryggði stigið á 89. mínútu.
Svíinn Martin Dahlin skoraði fyr-
ir Gladbach um miðjan fyrri hálfleik
en Karlheinz Riedle, sem skipti við
Heiko Herrlich í hléinu, jafnaði
snemma í seinni hálfleik. Stefan
Effenberg stjómaði spili Gladbachs
sem herforingi og Dahlin skoraði
öðm sinni um miðjan hálfleikinn.
Stuttgart vann Kaiserslautem 2:0
og fór í þriðja sæti. Giovane Elber
og Marco Haber gerðu mörkin.
Atletico færist
nær titlinum
ATLETICO Madrid náði aðeins
jafntefli gegn Deportivo Cor-
una en helstu keppinautarnir í
toppbaráttunni töpuðu stigi eða
stigum og er liðið með átta stiga
forystu í spænsku deildinni.
Búlgarinn Lyuboslav Penev
kom Atletico yfír skömmu fyrir
hlé þegar hann skoraði með skalla
eftir homspymu frá Serbanum
Milinko Pantic. Varamaðurinn
David jafnaði snemma í seinni
hálfleik en Pantic náði aftur for-
ystunni fyrir gestina með marki
úr vítaspyrnu um miðjan hálfleik-
inn. Skömmu síðar var vamar-
manninum Miroslav Eljukic þjá
heimamönnum vikið af velli en
þegar fimm mínútur vora eftir
jafnaði Rússinn Dimitry Radt-
chenko eftir undirbúning Davids.
Barcelona náði aðeins marka-
lausu jafntefli gegn Athletic
Bilbao. Gestirnir réðu ferðinni en
heimamenn áttu hættulegar gagn-
sóknir og fengu betri marktæki-
færi.
Real Madrid vann Salamanca
5:0. Raul Gonzalez, Michael
Laudrup og Luis Enrique Martinez
gerðu sitt markið hver en Ivan
Zamorano skoraði tvisvar. Raul
tókst ekki að skora úr vítaspymu
í seinni hálfleik.
Sevilla vann Espanyol óvænt
1:0 á útivelli. Arteaga Moises
skaut í slá hjá gestunum sem sneru
vöm í sókn og Pepelu Paimundo
skoraði í byijun seinni hálfleiks. í
næstu sókn fékk Espanyol dæmda
vítaspymu en Monchi Rodriguez
varði frá Javi Garcia.
FOLK
ANDREI Kanchclskis hjá Ever-
ton þykir hafa kynnt Rússland er-
lendis betur en nokkur annar knatt-
spyrnumaður og verður sérstaklega
verðlaunaður þess vegna í Moskvu
í vikunni. Viktor Chernomyrdin,
forsætisráðherra, afhendir honum
verðlaunin.
■ HOWARD Kendall, stjóri
Sheffield United, var kjörinn knatt-
spyrnustjóri 1. deildar i febrúar. Ray
Clemence hjá Barnet fékk sömu
viðurkenningu í 3. deild.
■ IGOR Protti skoraði úr víta-
spyrnu fyrir Bari í 4:2 tapleik gegn
Cagliari og er markahæstur í ít-
ölsku deildinni með 17 mörk. Hins
vegar er Bari í botnsætinu.
■ INTER vann Lazio 1:0 í Róm
og er aðeins stigi frá fimmta sætinu
sem veitir þátttökurétt í Evrópu-
keppni félagsliða í haust.
■ GIANLUCA Vialli, fyrirliði Ju-
ventus, fór meiddur af velli um miðj-
an fyrri hálfleik í leik Juve og
Padova og er óvíst hvor hann verð-
ur með í fyrri leiknum gegn Real
Madrid í átta liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu á morgun.
■ WALTER Smith stjómaði
Rangers í 200. sinn í skosku deild-
inni og fagnaði 2:0 sigri gegn Hi-
bernian. Rangers er með þriggja
stiga forystu á Celtic sem hefur
leikið 25 leiki í röð án taps.
■ ERIK Bo Andersen frá Dan-
mörku lék fyrsta leik sinn með
Rangers.
■ RAI frá Brasilíu tryggði PSG
1:0 sigur gegn Rennes í frönsku
deildinni og er liðið með fímm stiga
forystu á Auxerre.
■ CORENTIN Martins, leikstjóm-
andi Auxerre, var með þrennu þeg-
ar liðið vann Martigues 5:0.
■ PSV Eindhoven vann Roda JC
Kerkrade 3:0 og er efst í hollensku
deildinni, stigi á undan Ajax sem
tapaði óvænt 2:1 fyrir Vitesse Arn-
hem en á tvo leiki til góða. PSV
mætir Barcelona í Evrópukeppni
félagsliða í kvöld.