Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 5

Morgunblaðið - 05.03.1996, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 B 5 HANDKNATTLEIKUR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ BLAK KA deildarmeistari ífyrsta sinn. Alfreð Gíslason, þjálfari Stoltur af strákunum „OLEI, Olei, við erum deildarmeistarar," sungu „gulir og glaðir“ stuðningsmenn KA við raust, að leikslokum í leik KA og Víkings. Hetjurnar þeirra höfðu lagt gestina að velli, 24:20, og um leið tryggt sér deildarmeistaratitilinn. „Ég er stoltur af strákunum og mjög ánægður með að við höfum tryggt okkur deildarmeistaratitilinn með sigrinum,11 sagði Alfreð Gíslason þjálfari KA. „Mótið er búið að vera mjög stíft eftir áramótin og það er komin þreyta í liðið eins og mátti sjá á leiknum. Við þurfum að nota næstu daga vel til að hvíla okkur fyrir átökin framundan og það er gott að þurfa ekki að fara í síðasta leikinn undir mikilli pressu. Við stefnum að sjálfsögðu að þvf að vinna þrefalt, en það er langur vegur eftir að þvítakmarki.11 Þróttur bikar- meistari í 11. sinn Bikarmeistarar ÍS1996 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson EFRI röð frá vlnstri: Zdravko Demirev þjálfari, Sigríður Kjartansdóttir, Vllborg Einarsdóttir, Agnes Benediktsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir og Jóhanna Erla Jóhannesdóttlr. Neðri röð frá vinstri: Evgenyia Demireva, dóttir Zdravko, Friðrika Marteinsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Jóna Harpa Viggósdóttir fyrirliði og Þorbjörg Jónsdóttir. Bikarmeistarar Þróttar 1996 Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson EFRI röð frá vinstri: Ólafur Daði Jóhannesson, Matthías Bjarki Guðmundsson, Áki Thoroddsen Elnar Hilmarsson, Arngrímur Arngrímsson og Leifur Harðarson þjálfari. Neðrl frá vinstrl: Fanna Orn Þórðarson, Magnús Helgi Aðalsteinsson, Valur Guðjón Valsson, Ólafur Heimlr Guðjónsson fyrirliði, og Jón Árnason. skrifar frá Akureyri KA hóf leikinn af miklum krafti og gerði hvert markið á fætur öðru án þess að gestirnir næðu að svara og um miðjan ReynirB. hálfleikinn var stað- Eiríksson an orðin 7:1 og greinilegt í hvað stefndi. Víkingar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og náðu að komast inn í leikinn og munurinn var tvö mörk þegar gengið var til hálfleiks. í síð- ari hálfleik hafði KA ávallt forystuna en Víkingar náðu að minnka muninn í eitt mark í tvígang. Lengra komust þeir ekki og þegar upp var staðið var munurinn fjögur mörk, KA í hag. KA-liðið hefur oft ieikið betur og virtust sumir lykilmanna liðsins ekki spila af fullri getu og er greinilegt að þreytu er farið að gæta hjá lið- inu. Guðmundur í markinu varði ágætlega, Björgvin var sterkur og Patrekur átti góða spretti. Víkingar komust seint í gang í leikum og hafði það vissulega mikið að segja. Þeir áttu nokkra möguleika til þess að jafna en þá skorti herslu- muninn. Þá má segja að lánleysi Víkinga hafi verið mikið því um miðjan síðari hálfleik meiddist Reyn- ir Þór Reynisson, besti maður liðs- ins, og var borinn af leikvelli og litlu síðar þurfti Rúnar Sigtryggsson að yfirgefa völlinn meiddur eftir að hafa leikið „á annarri" um langa hríð í seinni hálfleik. Hlutskipti Vík- inga í þessum leik var líkt og margra liða sem berjast við fall, lánleysi. Þeir eiga þó ennþá möguleika á að halda sér í deildinni en þeir eru tveimur stigum á eftir ÍBV og verða því að vinna leik sinn gegn Val, ásamt því að ÍBV tapi á sama tíma fyrir KA. Verði Víkingur og ÍBV jöfn að stigum verða liðin að leika aukaleiki um sætið í deildinni. Spenna á Hlíðarenda Afturelding hirti annað stigið af Valsmönnum, og þar með möguleika þeirra á deildarmeistara- titlinum. Leikurinn var hnífjafn allt frá fyrstu mínútu og endaði 23:23 sem verða að teljast sanngjörn úrslit. „Eg er nú bara nokkuð montinn af strákunum mínum. Þeir stóðu sig vel og með smá heppni hefði sigur- inn getað endað okkar megin. Varn- arleikurinn gekk vel upp og við sýnd- um að við getum spilað góðan bolta,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar. Valsmenn komu ákveðnir til leiks. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður höfðu Valsarar ekki klúðrað sókn og voru komnir með 9 mörk á móti 5. Sigfús Sigurðsson línumaður Valsara átti þar stóran þátt. Aftur- elding me'ð Jóhann Samúelsson í fararbroddi náði að halda í við Val og minnka muninn í tvö mörk fyrir hlé, í 13:11. Til síðari hálfleiks komu Aftureld- ingarmenn fílefldir. Með góðri mar- kvörsiu Sebastians, sem meðal ann- ars varði fjögur af fyrstu fimm skot- um Vals, skoruðu þeir 4 mörk í röð og breyttu stöðunni í 13:15. Þegar um 10 mín. voru til leiksloka hafði Afturelding náð þriggja marka mun 18:21. Þá var tveimur leikmönnum Aftureldingar vikið af leikvelli. Vals- menn gengu á lagið og náðu að jafna. Afturelding var síðan á undan að skora síðustu tvö mörkin. Þegar Sindri Bergmann Eiðsson skrifar mínúta var eftir hafði Afturelding boltann og alla möguleika sín meg- in. En með slöppu skoti Jóhanns framhjá gerðu þeir út um þá. Val- garð Thorodsen átti síðan skot í slá, úr frekar slöppu færi, þegar 3 sek. voru eftir, og þar fór möguleiki Vals á deildarmeistaratitii. Leikurinn var hinn skemmtileg- asti á að horfa og spennandi. Aftur- elding átti einn af sínum betri dög- um. Hjá Val voru það hins vegar Sigfús og Ólafur Stefánsson sem héldu upp heiðrinum. Stjarnan skaust í þriðja sætið Stjörnumenn skutust upp í 3. sæti með sigri á ÍR 17:19. Stjarnan hóf leikinn á flatri vörn og spilaði með tvo línu- Hörður menn í sókninni. Magnússon Þetta gekk alls ekki skrifar 0g þegar Filipov kom inn á um miðjan fyrri hálfleik fóru hlutirnir að ganga bet- ur, sérstaklega í vörninni. Stjömumenn spiluðu_ þá mjög framarlega í vörninni og ÍR var ráða- laust gegn þessari vörn og tókst ekki að skora mark í 15 mínútur í fyrri hálfleik og upphafi þess síðara. Samt sem áður tókst Stjörnunni mjög illa upp í sóknarleiknum og nýtti sér þetta ekki sem skyldi. Markverðir liðanna vörðu mjög vel í fyrri hálfleik en lítið í þeim síðari. Vendipunkturinn kom í stöðunni 15:15 og 10 mín. eftir. Þá var Sig- urði Bjarnasyni vikið af leikvelli og í kjölfarið fékk þjálfari Stjömunnar, Viggó Sigurðsson, rauða spjaldið fyrir mótmæli. Við þetta urðu Stjörnumenn tveimur færri næstu mínúturnar. Þótt ótrúlegt megi virð- ast tókst Stjörnumönnum að skora tvö mörk, þótt þeir væru tveimur færri, án þess að heimamenn svör- uðu fyrir sig. Þessi munur hélst til leiksloka. Leikur liðanna var ekkert augna- yndi, reyndar afspymuleiðinlegur lengst af. Það sem gladdi augað var snillingurinn Filipov sem vann leikinn fyrir Stjömuna. Liðið fær þó hrós fyrir góðan vamarleik, reyndar gegn iiði sem vissi ekki hvort það var að koma eða fara í sóknarleiknum. IR átti afleitan dag, sérstaklega sóknarlega, varnarleikurinn ágætur lengst af og Magnús Sigmundsson góður í markinu í fyrri hálfleik. Lið- inu tókst ekki að leysa vörn Garðbæ- inga og verður það að hluta til að Skrifast á stjórnendur liðsins. Þá var furðulegt að sjá þá taka Sigurð Bjarnason úr umferð í síðari hálf- leik, en ekki Filipov. Vinnusígur FH-inga Það var ekki rismikill handbolti sem boðið var upp á í Kapla- krika er FH fékk Gróttu í heimsókn og var sigur heima- Sævar nianna öruggur, Hreiöarsson 27:21, eftir eins skrifar marks forustu í leik- hléi, 12:11. Greinilegt var frá byijun að leik- menn voru ekki vel upplagðir þetta kvöld. Þeir virkuðu stirðir og þungla- malegir og mistökin voru mörg. Gróttumenn byijuðu þó betur með markvörðinn Sigtrygg Albertsson í aðalhlutverki. FH náði aðeins að skora eitt mark á fyrstu níu mínút- unum en síðan fór þeim að ganga betur. Með sterkum varnarleik náðu þeir að fiska sóknarbrot á gestina og fengu að launum hraðar sóknir. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson VALGARÐ Thoroddsen stekkur hér inn úr horninu og reynir að koma boltanum framhjá Bergsveinl Bergsveinssynf í markinu, en það tókst ekkl að þessu sinni. Leikurinn leystist upp í hálfgerðan skrípaleik á tímabili og var vart að merkja að þarna væru 1. deildarlið á ferð. í upphafi síðari hálfleiks gerðu FH-ingar út um leikinn. Vörnin var þétt með Hans, Hálfdán og Gunnar fremsta í flokki og FH skoraði sex fyrstu mörkin. Eftir það var aldrei spurning hvar sigurinn lenti og nán- ast formsatriði að klára leikinn. Jónas Stefánsson varði vel í marki FH, sérstaklega í síðari hálfleik, og Guðjón Árnason og Sigurður Sveins- son tóku á skarið þegar þurfti í sókn- arleiknum. Vörnin var þó aðalsmerki liðsins og náði að loka algjörlega á Júrí Sadovski, leikstjórnanda Gróttu. Gestirnir voru því sem höfuðlaus her og sóknarleikur liðsins tilviljana- kenndur. Vörnin var slakari en oft- ast áður en Sigtryggur Albertsson stóð þó fyrir sínu milli stanganna. „Þetta var ekki besti handbolti sem hægt er að sýna en sumir kalla svona sigra vinnusigra og ég held að það lýsi þessum leik ágætlega,“ sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH. „Við erum á réttri leið fyrir úrslita- keppnina því þó svo að sóknarleik- urinn hafi hikstað vorum við að spila ágætis vörn,“ sagði fyrirliðinn. Músin breyttist í kött KR-ingar hafa í vetur yfirleitt verið í hlutverki músarinnar sem lítið erindi hefur átt við köttinn í viðureignum vetr- fvar arins. En á sunnu- Benediktsson dagskvöldið tóku skrifar mýsnar stakkaskipt- um þegar þær mættu Eyjapeyjum í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Segja má að þær hafi verið í hlutverki kattarins allan leikinn og leikmenn ÍBV voru mýsn- ar sem nauðsynlega þurftu á stigi að halda til að tryggja áframhald- andi veru í deildinni. KR-ingar, í sínu nýja hlutverki, tóku strax í upphafi öll völd á vellinum og léku sér að hinu unga liði ÍBV eins og köttur að mús nær allan tímann og ólíkt því sem gerist í ævintýrunum um Tomma og Jenna þá tókst mús- inni ekki að koma fram hefndum fyrir leikslok heldur hélt kötturinn sínu striki og fagnaði tíu marka sigri, 30:20 að leikslokum. Eyjamenn voru heillum horfnir í öllum aðgerðum sínum strax í upp- hafi. Sóknarleikurinn fálmkenndur og fátt sem gekk sem skyldi. Varn- arleikurinn var opinn í báða enda og KR-ingar gátu gert það sem þeim sýndist í sóknarfærum sínum. Sigur- páll Aðalsteinsson skoraði er honum líkaði og Hrafn Margeirsson varði sem berserkur í marki KR. Staðan í hálfleik 15:9. Hafi einhver Eyjamaður vonað að síðari hálfleikur myndi bera í skauti sér betri tíð með blóm í haga, þá skjátlaðist honum. Baráttuglaðir KR-ingar sem fallnir eru héldu sínu striki og bættu við forskot jafnt og þétt. Eyjamönnum tókst að klóra í bakkann eftir miðjan leikhlutann fljótt sótti í sama farið og KR fögn- uðu verðskulduðum stórsigri, þeim fyrsta í tuttugu og einni viðureign. Baráttuglaðir Selfyssingar Haukar máttu þola tap á Selfossi 28:25 í miklum baráttuleik lið- anna eftir að hafa verið yfir 11:14 í hálfleik. Sigurður „Þetta var auðvelt Jónsson hjá okkur í fyrri hálf- skrifar leik og menn áttuðu frá Selfossi sjg svo ekki á því að Selfyssingar voru að beijast fyrir lífi sínu og voru miklu hungraðri en við. Það hefði verið gaman að vinna en við lékum ekki nógu vel,“ sagði Gústaf Bjarnason fyrirliði Hauka. Haukar voru mun betri í fyrri hálfleik og skoruðu í hverri sókninni eftir aðra og héldu Selfyssingum vel niðri en hjá þeim mistókst hver sókn- in eftir aðra. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik að Selfyssingar réttu úr kútnum og sýndu snerpu, baráttu- grimmd og ákveðni sem kom Hauk- unum greinilega í opna skjöldu. Heimamenn voru komnir yfir 19:18 áður en hálfleikurinn var hálfhaður. Það var hreinlega eins og Haukarn- ir væru heillum horfnir það gekk ekkert upp og þegar svo Hallgrímur hrökk í gang og lokaði marki Sel- fyssinga þá gekk ekkert upp hjá Haukum og hver sóknin eftir aðra mistókst. í liði Selfyssinga voru þeir bestir Björgvin, Erlingur og Einar Gunnar, sem átti margar góðar sendingar inn á línu til Erlings sem skoraði fimm mörk af línunni. Hjá Haukum var það Gunnar Gunnarsson sem hélt uppi baráttuandanum og rak sína menn áfram og gerði sjálfur gullfal- leg mörk með gegnumbrotum. Baumruk mátti líta rauða spjaldið eftir þriðju brottvísun en hann sýndi allt of grófan leik, var árásargjam og olnbogaði sig áfram sem endaði með þremur brottvísunum. Brot hans ollu miklu uppnámi og frekjuleg framkoma hans á vellinum var ekki í takt við reynslu hans í íþróttinni. ' Selfossliðið náði upp þeim bar- áttuanda sem nauðsynlegur er til að komast í hóp hinna átta útvöldu og víst er að nái liðið inn í úrslita- keppnina þá verður það erfitt nái Valdimar þjálfari að kynda baráttu- eldinn í liðinu. Það var grimmd ljóns- ins sem kom þeim áfram á sunnu- dagskvöldið. LIÐ Þróttar R. tryggði sér bikarmeistaratitilinn í elléfta sinn þegar félagið lagði HK úr Kópavogi fþremur hrinum gegn engri, 15:11,16:14 og 15:3, á aðeins 75 mínútum. að var aldrei nein spurning hvar sigurinn myndi hafna. Leikmenn Þróttar léku við hvem sinn fingur í leiknum og liðið var mun sprækara en Kópavogsliðið, sem sýnilega hefur dalað verulega í vetur. Fyrsta hrinan fór rólega af stað en það kom fljótt í ljós að slagkrafturinn var mun meiri hjá leikmönnum Þróttar, sem af- greiddu fyrstu hrinuna sannfær- andi þrátt fyrir að sjö uppgjafir hafi farið forgörðum. í annarri hrinunni fengu leik- menn HK tækifæri til þess að setja mark sitt á leikinn en liðið komst yfir á lokakafla hrinunnar, 14:13. Vonarneistinn slokknaði hins veg- ar fljótt í framhaldinu þegar sókn- in hjá HK brást tvívegis í lok hrin- unnar, fyrst þegar Jóhann Sig- urðsson skellti út og svo aftur þegar hann skellti beint í hávörn- ina og Þróttur fékk sextánda stig- ið. Þriðja hrinan var hvorki fugl né fiskur. Leikmenn HK voru greinilega búnir að missa viljann og það var eins og við manninn mælt að Þróttarar voru ekki lengi að nýta sér það. Hver glæsisóknin gekk rakleitt í gólfið hjá Kópa- vogsliðinu og Ólafur Heimir Guð- TÚDÍNUR byijuðu bikarúrslita- leikinn mun betur en stöllur þeirra úr Þrótti í Neskaupstað sem voru að mæta í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn. Stúdínur leiddu leikinn 2:0 þegar Þróttarastúlkur náðu sínum besta kafla og vom hárbreidd frá því að ■ tryggja sér oddahrinu. Heilladísirnar vom hins vegar með Stúdínum í lok fjórðu hrinu og þær tryggðu sér sætan sigur, 3:1. Stúdínur komu vel stemmdar til leiksins og skelltu andstæðingunum sannfærandi í fyrstu tveim hrinunum 15:12 og 15:8 og léku virkilega vel. Eftir slaka byijun leit út fyrir að Þróttarastúlkur væru að missa af lest- inni, en annað kom á daginn. Búlg- arski leikmaðurinn Miglena Apo- stolova kom inn í staðinn fyrir hina rússnesku Svetlönu Mohroskinu sem hafði sýnt misjafna takta. Innkoma Miglenu hafði góð áhrif og Þróttara- stúlkur unnu þriðju hrinuna 15:9 og leikurinn tók nýja stefnu. Fjórða hrinan var sannkölluð bar- áttuhrina og hún var jafnframt sú lengsta í leiknum, en Þróttarastúlkur voru yfir allan tímann allt þar til í lokin að allt hrökk í baklás. Stúdínur skoruðu hvert stigið af fætur öðru og jöfnuðu 12:12 en Þrótt- arastúlkur komust aftur yfir, 14:12 og hefðu tryggt sér oddahrinu þegar hávörn þeirra varði sóknarskell Stúd- ína beint í gólfíð en hún snerti jafn- framt netið í leiðinni og í staðinn fyrir að krækja í úrslitahrinu sátu þær eft- ir með sárt ennið því Stúdínur skoruðu næstu fjögur stig og tryggðu sér bikar- meistaratitilinn í ár. Þetta var jafn- framt áttundi bikarmeistaratitill ÍS í kvennaflokki. Stúdínur léku flestar hveijar vel og miðjan var sterk með þær Jónu Hörpu Viggósdóttur og Ingibjörgu Gunnars- dóttur fremstar í flokki. Sesselja Jóns- dóttir, uppspilari Stúdína, lék einnig vel en hún setti móttökuna oft úr skorðum hjá Þróttarastúlkum með góðum uppgjöfum. í liði Þróttar lék Miglena vel eftir að hún kom inn á og Unnur Ása Atladóttir átti ágætar rispur inn á milli en Dagbjört Víg- lundsdóttir náði sér hins vegar aldrei almennilega á strik og það'hafði sitt að segja. „Ég er mjög ánægður að stelpurnar skyldu klára leikinn en ég reiknaði þó alltaf með því. Sérstaklega er ég ánægður með lokakaflann þar sem lið- ið lék mjög háum gæðaflokki en eins og staðan var í lokin þá þurftu þær að gera það til að vinna og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Búlgarinn Zdravko Demirev, þjálfari Stúdína, eftir leikinn. Ólafur Heimir Guðmundsson mundsson, „ofurbombarinn“ sem allt snýst um í liði Þróttar, bauð til sýningar á lokakaflanum þegar hann skemmti áhorfendum með stórglæsilegum afturlínuskellum og undirstrikaði að þegar hann nær sér á strik þá er hann besti smassari landsins um þessar mundir. Sterkir Þróttarar Lið Þróttar hafði allnokkra yfir- burði í leiknum, ekki bara á leik- vellinum heldur hafði liðið mikla hæðaryfírburði með hávaxnari menn. Hávörnin var gífurlega öflug hjá Þrótti og kantskellar HK áttu í erfiðleikum með að skila sóknunum og það fékk Stefán Þ. Sigurðsson, HK, að reyna en há- vörn Þróttar kaffærði hann hvað eftir annað. Skellir Þróttara voru kraftmiklir og munaði mestu að leikmenn liðsins vissu greinilega að hávörnin var ekki upp á marga fiska hjá HK. Guðbergur Egill Eyjólfsson, uppspilari HK, náði sér aldrei vel á strik í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða, en það gerði andstæðingur hans Valur Guðjón Valsson hjá Þrótti hins vegar og útfærði góðar sóknir fyrir sitt lið. .. . Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson ÞORBJORG Ólöf Jónsdóttir IS smassar á móti hávörn Þróttarastúlknanna Miglenu Apostolovu og Petrún- ar Jónsdóttur í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. „Þetta var of auðvelt“ „ÞEIR áttu möguleika á að vinna aðra hrinuna en við náðum að snúa henni okkur í hag og þeir áttu síðan ekkert svar,“ sagði hinn 20 ára fyrir- liði bikarmeistara Þróttar, Olafur Heimir Guðmundsson, sem er jafnframt sonur hins kunna blakmanns Guðmundar EIís Pálssonar sem gerði garðinn frægan í liði Þróttar á árum áður. „Ég bjóst við þeim sterkari. Þeir hafa spilað lélega deildarleiki en síðan náð að rífa sig upp í mikil- vægum leikjum. Ég hlakka til að sjá framhaldið en við selj- um stefnuna núna á að vinna tvöfalt og ef við spilum eins og við höfum gert undanfarið þá getur það orðið. Ég býst nú við meiri mótstöðu í úrs litakeppninni og eins og málin líta út í dag þá mætum við ÍS.“ ÓLAFUR Heimfr Guðmunds- son, fyrirliðí Þróttar R. kampa- kátur með bikarinn í leikslok. Reynsla Stúdína vó þungt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.