Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 2

Morgunblaðið - 07.03.1996, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fimm bankar til liðs við Chase Investment Bankum fjármögnunlU Eykur lána- möguleikana Samnetið Tengt við út- lönd PÓSTUR og sími hefur opnað fyrir gagnasendingar til út- landa um Samnetið en það hefur verið í notkun hér innan- lands frá því um miðjan febr- úar. Tengingin við útlönd gef- ur kost á mjög hraðvirku upp- hringisambandi fyrir tölvunot- endur sem hafa til þess gerðan búnað. Venjulegir notendur í Sam- netinu fá aðgang að tveimur 64 kb. rásum. Það gerir kleift að senda 128 kb. á sekúndu en hingað til hefur hraðinn verið 28 kb á sekúndu gegnum venjulegt mótald. Fyrst í stað verður einungis hægt að hringja til útlanda en ekki þaðan til íslands. Meðal notenda Samnetsins hér innanlands eru auglýs- ingastofur sem hafa notfært sér mikinn gagnaflutnings- hraða undanfarið til að senda auglýsingamyndir í prent- smiðjur. Þá er tengitíminn við Samnetið mun styttri en í al- menna símkerfinu. Penninn í Hafnar- fjörð PENNINN mun opna nýja verslun við Strandgötu í Hafn- arfirði í næstu viku. Verslunin verður í sama húsnæði og bókabúð Olivers Steins en starfsemi hennar var hætt fyr- ir skömmu. í nýju versluninni verða sem fyrr seldar bækur en aukin áhersla verður nú lögð á skrif- stofu- og tölvuvörur að sögn Gunnars Dungals, forstjóra Pennans. Bókabúð Olivers Steins hef- ur verið starfrækt ásamt bóka- forlaginu Skuggsjá um ára- tugaskeið. Rekstri bókabúðar- innar var hætt fyrir skömmu en rekstri bókaforlagsins verð- ur hins vegar haldið áfram. Verslunin í Hafnarfirði verður íjórða Pennaverslunin og hin fyrsta utan Reykjavík- ur. Hinar þrjár eru í Hallar- múla, Austurstræti og Kringl- unni. ÍSLENSKA útvaipsfélagið hf. fékk mjög hagstæð kjör á 2,4 milljarða króna lánsfjármögnun gegnum Chase Investment Bank, að sögn Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns félagsins. Bandaríski bankinn hefur nú samið um endurfjármögnun á láninu við fímm aðra banka, þ.á m. Sparisjóðabankann og Búnaðar- bankann, eins og auglýst var í við- skiptablaði í síðustu viku. „Það er algengt erlendis að end- urfjármagna lán með því að dreifa því á nokkra banka,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „I okkar tilviki koma sex bankar að láninu og þar með erum við ekki með einn banka sem lánveitanda. Þetta er jákvætt fyrir okkur. Núna höfum við mun meiri lánamöguleika hjá Chase en áður ef við þurfum á frjár- magni að halda í framtíðinni." Aðspurður sagði Jón að Chase yrði ekki með minna en 20% af fjár- mögnuninni en þar að auki hefðu JÁKUB Jacobsen, eigandi Rúm- fatalagersins, opnaði verslun í Vancouver í Kanada 10. febrúar undir heitinu Jysk Linenen Furn- iture. Verslunin er um 1.700 fer- metrar að flatarmáli eða um þre- falt stærri en sú sem fyrirtækið rekur í Holtagörðum. Þar eru á boðstólum sambærilegar vörur og hér á landi. Jákub sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið hug- myndina að þessari verslun eftir að samstarfsaðili hans í Dan- mörku, Jysk sengetojslager, opn- aði verslun í Bandarikjunum fyr- ir þremur árum. Núna væri verið komið að lánveitingunni bankar sem ekki hefðu áður átt viðskipti á íslandi eins og t.d. NM Rothschild & Sons Ltd. og MeesPierson NV. Þá hefði Mitsubishi Trust einu sinni veitt lán til íslands vegna flugvéla- kaupa Flugleiða. „Ég held að margt af því sem tengist viðskiptum okkar við Chase sé nýjung á íslandi og íslenskir bankar hafa örugglega lært eitthvað af því. Öllum íslensku bönkunum var boðin aðild að láninu en Búnaðarbankinn og Sparisjóða- bankinn ákváðu að taka þátt.“ að undirbúa opnun á fimmtu versluninni. „Eg fór að líta í kringum mig í Kanada og komst að raun um að þar væri mjög spennandi markaður. Þar er mik- ið af fólki sem ættað er frá Skandinavíu og íslandi. Þá hafa margir Kínverjar frá Hong Kong flust til Vancouver og þeir virð- ast hafa smekk fyrir skandinav- ískum vörum. Við ætlum að reka þessa búð í tvö ár til reynslu og ef það gengur vel munum við opna fleiri búðir en loka henni ella.“ Hann sagði að viðtökur hefðu verið góðar hingað til, en sam- Um 13% aukning á áskriftum Stöðvar 2 í fyrra Lánið er til átta ára en Jón segir að félagið hafi getu til að greiða það upp á fjórum og hálfu ári þann- ig að greiðslustaðan sé mjög rúm. Þá hafi allri gengisáhættu verið eytt með gjaldeyrisskiptasamningi enda hafi félagið engar tekjur í gjaldeyri. Búið sé að festa gengið í íslenskum krónum í átta ár með samningi við Chase en slíkir samn- ingar hafi ekki verið gerðir til jafn- bærilegar verslanir væru ekki starfræktar í Kanada. „Ég var mjög heppinn með starfsfólk strax. Hins vegar var erfitt að finna gott húsnæði vegna þess að mörg bandarísk fyrirtæki hafa verið að setja upp verslanir í Kanada.“ Jákub hefur fleiri áform í pokahorninu því stefnt er að því að opna 2 þúsund fermetra versl- un í Smárahvammi í nýju versl- unarhúsnæði næsta haust. Sú uPPhygging hefur átt sér stað í samvinnu við Bónus sem jafn- framt mun opna verslun á þess- um stað. langs tíma hingað til á íslandi. 011 útistandandi lán félagsins hafa verið endurljármögnuð með þessu stóra láni að undanskilinni fjármögnun á myndlyklakerfinu. 1 því tilviki tóku nókkur fjármálafyr- irtæki sig saman á sínum tíma og stofnuðu sérstakt félag, Lyngháls hf., um verkefnið. Jón segir að ís- lenska útvarpsfélagið muni kaupa þetta lán undir lok ársins. „Það vekur athygli að bankarnir skuli endurfjármagna félagið á sama tíma og ný samkeppni er komin til skjalanna. Þetta sýnir hvaða trú þeir hafa á því sem við erum að gera. Félagið er með 13% aukningu í áskriftum á síðasta ári og það sem af er þessu ári erum við með 4% aukningu miðað við sömu mánuði í fyrra. Afkoma fé- lagsins á síðasta ári er í líkingu við það sem við höfðum áætlað,“ sagði hann. Danól haslar sér völl á vínmarkaði Tryggir sér fjölda umboða Danól hf. hefur keypt hlutafélagið Lind ehf. af Birgi Hrafnssyni fram- kvæmdastjóra. Lind hefur umboð fyrir fjölda áfengistegunda og með kaupunum er Danól því að hasla sér völl á vínmarkaði. Danól hf. er í sjötta sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu heildverslanir landsins. Það er um- fangsmikið á matvörumarkaði en hefur hingað til aðeins haft umboð fyrir eina áfengistegund, Jágermeist- er. Með kaupunum á Lind bætast við fleiri tegundir, t.d. Holsten bjór, Bell’s og Dimple viskí, og Stolic- hnaya vodka. Það hefur einnig um- boð fyrir léttvínstegundirnar Mou- ton-Cadet, Santa Rita og Marques de Riscal. Lind ehf. mun flytjast til Danóls hf. á næstunni og verður rekin sem sjálfstætt fyrirtæki innan þess. Birg- ir Hrafnsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri og eigandi Lindar, mun veita því forstöðu áfram. Framtíð í vínsölu Danól hf. ákvað að kaupa Lind ehf. vegna þeirra framtíðarmögu- leika, sem eru á sviði vínsölu að sögn Októs Einarssonar hjá Danól. „Á síð- ustu mánuðum hafa orðið nokkrar breytingar á innflutningi og sölu áfengis. Vonandi þróast þessi mál þannig að farið verði að líta á sölu áfengis eins og hver önnur viðskipti og matvöruverslunum verði falið að selja bjór og léttvín." Rúmfatalagerinn opnar. verslun í Kanada fSSmuammw S TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA HLUTABRÉF í BORGEY HF. I Hcildamafnverð: Sölugéngi: Sölutímabil: Söluaðili: Umsjón með útboði: Forkaupsréttur: 60.000.000.- kr. 1,25 í forkaupsrétti og 1,25 í almennri sölu nema markaðsgengi sé hærra. Forkaupsréttartímabil er til 22. mars 1996 og almcnnt sölutímabil ffá 25. mars til 17. maí 1996. Borgey hf. er söluaðili á forkaupsréttartímabili og Landsbréf hf. á almennu sölutímabili. Landsbréf hf. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé tii og með 22. mars 1996 í hlutfalli við cign sína. Áskriftir skuiu berast skrifstofu Borgeyjar hf, Krossey, 780 Höfn. Útboðslýsing vcgna ofangrcindra hlutabréfa liggur frammi hjá Borgcy hf. og Landsbréfúm hf. DoRGEy hf & . LANDSBRÉI Hl'. - 'Toftx- Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFARINGIÍSLANOS. I Hagnaður Þróunarfé- lagsins 220milljónir HAGNAÐUR Þróunarfélags íslands hf. á síðasta ári nam 220 milljónum króna en hagnaður félagsins á árinu 1994 nam 14 milljónum króna. Þessi mikla aukning skýrist að stærstum hluta af mikilli hækkun sem varð á hlutabréfum félagsins á árinu, að því er segir í frétt frá Þróunarfélaginu. Þar kemur ennfremur fram að stefnt sé að því að skrá félagið á Verðbréfa- þingi íslands á þessu ári en hluta- bréf þess eru í dag skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. í árslok átti Þróunarfélagið hluta- bréf í 45 félögum að verðmæti tæp- ar 700 milljónir króna. Raunávöxtun hlutabréfaeignarinnar á árinu nam samtals tæpum 54% en raunávöxtun skuldabréfaeignar fyrirtækisins Stefnt að skrán- ingu á VÞÍ á þessu ári nam á sama tíma rúmum 8%. Þróunarfélagið keypti meirihluta í Draupnissjóðnum hf. í upphafi síð- asta árs og voru félögin sameinuð í kjölfarið. Á árinu 1995 keypti fé- lagið hlutabréf í 18 félögum að fjár- hæð 123 milljónir króna en seldi hins vegar hlutabréf í 22 félögum alls að fjárhæð 188 milljónir króna. Heildareignir Þróunarfélagsins í árslok námu 1.345 milljónum og var um helmingur þeirra í hlutabréfum, tæp 40% í skuldabréfum og 12% í öðrum eignum. Eigið fé félagsins í árslok nam 1.077 milljónum króna sem samsvarar 80% eiginíjárhlut- falli. Hlutafé félagsins er 645 milljón- ir króna og er innra virði bréfanna í dag 1,67 en síðustu viðskipti með bréfin áttu sér stað í lok febrúar á genginu 1,50. Hluthafar í Þróunarfé- laginu eru 78 talsins og eiga tveir yfir 10% hlut en það eru Iðnþróunar- sjóður með 16,9% og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 12,7%. Aðalfundur Þróunarfélagsins verður haldinn þann 18. mars nk. og liggur fyrir honum tillaga um að hluthöfum verði greiddur 10% arður og hlutafé verði aukið um 25% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.