Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 12
vœsrapn/joviNNuuF FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 Stjórnunarfélag Islands leggur aukna áherslu á námstefnur fyrír stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja Ekki aðeins fróð- leikur heldur einnig góð landkynning fót alþjólegri sköpunarmiðstöð. „Þessi hugmynd er alveg á byij- unarstigi en engu að síður hefur hann varpað henni og vill gjaman taka mjög virkan þátt í henni. Hans hugmjmd er sú að hér verði miðstöð skapandi hugsunar, eins og hann ne&iir það. Þessari mið- stöð verði stýrt þannig að hingað komi leiðtogar, hver á sínu sviði í stjómun með margvíslega þekk- ingu, til þess að ráða ráðum sínum og funda um nýjar hugmyndir." Árni segir þetta vera dæmi um þann áhuga sem þessir erlendu fyrirlesarar hafi sýnt landinu eft- ir komu sína hingað. „Kenichi Ohmge greiddi t.d. götu Lindu Pétursdóttur í Japan fyrir nokkr- g þannig mætti áfram telja.“ Aburdene. Warren Bennis, stjómunarfræðingur í Kalifomíu, skrifaði greinar í þarlend stjóm- unartímarit um reynsluna af ís- landi og þessa tilfínningu smá- þjóðar og hvaða þátt hún spilaði í samhengi þjóðanna. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvemig þessir menn hafa tekið okkur og það gerir það líka að verkum að mun auð- veldara verður að fá hingað fyrirlesara. Við fínnum því fyrir þessum áhrifum líka sem ég held að séu langtímaáhrif sem komi til með að skila okk- ur mjög miklu í framtíðinni." Unnið að alþjóðlegri sköpunarmiðstöð Árni Sigfússon um áram ot STJÓRNUNARFÉLAG íslands hefur á undanförnum misserum verið að snúa aftur til uppruna síns með auk- inni áherslu á námskeið fyrir stjórn- endur fyrirtækja. Félagið hefur staðið fyrir ýmsum námstefnum í tengslum við þessa áherslubreytingu og fengið hingað til lands fjölda þekktra erlendra fyrirlesara. Ámi Sig- fússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags- ins, segir þessa áherslubreytingu hafa gefið mjög góða raun. „Við höfum með þessum hætti boðið ís- lenskum stjórnendum og starfsfólki fyrir- tækja upp á fyrirlestra þekktra fyrirlesara, auk þess sem okkur hefur tekist að ná kostn- aði við komur þessara manna verulega nið- ur. Það er staðreynd að þegar íslendingar sækja slíka fyrirlestra erlendis nálgast kostn- aðurinn við slíkar ferðir 400 þúsund krónur. Við höfum hins vegar náð mjög hagstæðum samningum við þessa aðila sem veldur því að við getum boðið fólki upp á slíkar náms- stefnur á 5-10% af þessum kostnaði. Því hefur verið mjög vel tekið og við fínnum að hér emm við að mæta mikilli þörf.“ Góð landkynning Ámi segir að ávinningurinn af slíkum nám- stefnum einskorðist ekki við það gagn sem innlendir stjómendur hafí af þeim. Raunin sé sú að þjóðin hafí með þessum hætti eignast íjölmarga íslandsvini sem hafí kynnt landið í fyrirlestrum og bókum erlendis. „Hingað kom til dæmis John Naisbit, en hann fjallaði nýlega um Island og forseta okkar Vigdísi Finnboga- dóttur, í Megatrends for women, bók sem hann skrifaði ásamt eiginkonu sinni Patriciu Fyrir skömmu var staddur hér á landi Edw- ard D’Bono, sem hefur sérhæft sig í skapandi hugsun í viðskiptum. Ámi segir að D’Bono hafí sýnt þvi mikinn áhuga að koma hér á Aukin áhersla á innlenda sérfræðinga Árni segir Stjómunarfélagið hafa í auknum mæli verið að leita til íslendinga sem náð hafí árangri erlendjs. „Við höfum reynt að' fá þá hingað til lands til þess að halda nám- stefnur. Guðfinna Bjarnadóttir er eitt dæmi þar um en einnig höfum við augastað á fjöl- mörgum öðrum aðilum.“ Hann segir að um 6 fyrirlesarar muni koma hingað til lands á þessari önn og fjöldi annarra sé í farvatninu fyrir komandi haust. „Það má segja að það sé tveggja ára vinna fólgin í því að fá erlendan fyrirlesara hingað til lands. Þeir sem við höfum verið í viðræðum við að undanförnu eru m.a. Michael Porter og við erum að láta okkur dreyma um að hann svari okkur á næstunni. Þá höfum við einnig haft mikinn áhuga á því að fá hingað til lands John Kotter sem hefur fjallað um nýjar reglur í árangursstjórnun. Þá höfum við einnig verið að skoða möguleikann á því að fá hingað til lands Ricardo Semler, sem skrifaði bókina Maverick. Þar er hann í raun að stokka alveg upp hugmyndafræðina á bak við fyrirtækjarekstur þar sem hver starfs- maður innan fyrirtækisins er í raun eigin atvinnurekandi. Þetta eru þau nöfn sem meðal annars koma til greina nú næsta haust.“ Árni segir að samkeppnin á námskeiða- markaði hafi harðnað mjög á undanförnum árum og verði Stjórnunarfélagið t.d. vart við að ýmsar stofnanir og félagasamtök sem njóti niðurgreiðslna frá hinu opinbera séu farin að færa sig meira inn á þetta svið. „Það hefur orðið mun erfiðara að beijast á þessum markaði þar sem við njótum ekki opinberra styrkja. Við höfum þurft að aðlaga okkur að þessum staðreyndum en höfum nú snúið vörn í sókn.“ Sááfund semfínnur —góða aðstöðu! SCANDIC L O F T L E I Ð Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 f ER RÁÐSTEFNA, FUNDUREÐA MANNFA6NAÐUR FRAMUNDANt í ORUfiCUM HONDUM - FYRIR MIKILVÆCAR STUNDIR! 1 Ráðstefnusalir ■ Fundarsalir ■ Veislusalir ■ Alhliða veisluþjónusta 1 Veglegar veitingar, vönduð þjónusta ■ Aðgangur að sundlaug og sauna • Stórt svið í aðalsal • Útvegum nauðsynlegan búnað ■ Næg bílastæði I NÍl^ | Veisluþjónusta Viðskiptalífsins^ L Félagaheimilið Soltjarnarneai • Sími 5B1 -6030 Torgið Hlutabréfamarkaður enn ekki slitið barnsskónum ÍSLENSKUR hlutabréfamarkaður hefur tekið stakkaskiptum frá því fyrstu verðbréfin voru skráð þar árið 1985. Viðskipti með hlutabréf hafa stóraukist og það er löngu lið- in tíð að það eitt að viðskipti hafi átt sér stað teljist fréttnæmt. Hins vegar hefur íslenskur hlutabréfa- markaður ekki enn slitið barns- skónum og enn virðist nokkuð langt í land með það að hér á landi sé starfræktur þroskaður markað- ur með hlutabréf. Landsbréf hf. héldu á dögunum ráðstefnu um leið fyrirtækja inn á hlutabréfamarkað. Var þar rætt um þann uppgang sem verið hefur á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri og þörfina á því að fleiri fyrirtæki skráðu hlutabréf sín á markaði. Þessi ráðstefna var áhugaverð í Ijósi þess raunveru- leika sem við upplifum nú á hluta- bréfamarkaði. Þingvísitala hluta- bréfa hefur hækkað um tæp 17% frá áramótum samanborið við 36% allt síðasta ár. í desember síðastliðnum heyrð- ust raddir um að nú hefði hluta- bréfaverð náð hámarki og leiðin gæti aðeins legið niður á við. Sú hefur alls ekki orðið raunin heldur hafa hlutbréf í flestum fyrirtækjum hækkað verulega og hafa sjávarút- vegsfyrirtækin leitt þessa miklu hækkun, en hlutabréfavísitala sjáv- arútvegsfyrirtækja hefur nú hækk- að um ríflega 23% frá áramótum. Það sem hins vegar veldur áhyggj- um nú er að hluta þessara hækk- ana virðist fremur mega skýra með of litlu framboði af hlutabréfum en góðu gengi viðkomandi fyrirtækja, þó svo að það sé auðvitað mis- jafnt. Þetta skekkir nokkuð þá verð- myndun sem þarna á sér stað og virðist markaðsvirði sumra fyrir- tækja vera alveg úr takt við innra virði þeirra eða afkomu. Bjarni Brynjólfsson hjá Lands- bréfum gerði umfang hlutabréfa- markaðarinns og framtíðarhorfur að umræðuefni í erindi sínu á ráð- stefnunni. Benti hann á að mikill vöxtur hefði verið á markaðnum að undanförnu. Velta á Verðbréfa- þingi og Opna tilboðsmarkaðnum á síðasta ári hefði numið röskum 3,5 milljörðum króna auk þess sem hlutafjárútboð fyrirtækja á árinu hefðu numið 2,9 milljörðum. Heild- arveltan hefði því verið um 6,4 milljarðar króna. Þetta er umtals- verð aukning miðað við undan- gengin ár og sagði Bjarni að hækk- un hlutabréfavísitölunnar hefði án efa ýtt undir vaxandi áhuga manna á hlutabréfamarkaði. Á síðasta ári hækkaði vísitalan um 36% sem er langt umfram þá ávöxun sem aðrir fjárfestingakostir hafa gefið. Bjarni benti þó á að talsvert svig- rúm væri fyrir hlutabréf fleiri fyrir- tækja á markaðnum. Sagði hann að erlendis væri markaðsvirði skráðra fyrirtækja að jafnaði um 70% af vergri landsframleiðslu en hér á landi væri hlutfallið um 13%. Miðað við þetta ætti markaðsvirði þeirra fyrirtækja sem skráð væru á hlutabréfamarkaði því að vera um 322 milljarðar króna en væri „aðeins'* 1 um 60 milljarðar í dag. Styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækja Bjarni nefndi nokkur fyrirtæki sem hugsanlegt væri að ættu eftir að sjást á hlutabréfamarkaði á næstu árum, svo sem Landsbank- ann og Búnaðarbankann, Lands- virkjun, Póst og Síma, ÍSAL og Járnblendifélagið. Sagði hann það vera mikið framfaraskref ef slík stórfyrirtæki myndu skrá bréf sín á markaði hérlendis. Stefán Halldórsson, forstöðu- maður Verðbréfaþings íslands, ræddi um hversu lítil hreyfing væri á hlutabréfum á Verðbréfaþingi. Benti hann á að hér væri veltu- hraði bréfanna um 6% á ári á sama tíma og í nágrannaríkjum okkar væri þessi veltuhraði um 40-60%. Þá ræddi Stefán um helstu kosti þess fyrir fyrirtæki að skrá hluta- bréf sín á markaði. Benti hann á að kaupendahópurinn að hluta- bréfum fyrirtækisins stækkaði við þetta skref, m.a. þar sem flestir lífeyrissjóðir takmörkuðu hluta- bréfakaup sín við skráð fyrirtæki. Þá fengist með þessum hætti betra verðmat á fyrirtækið, aukið aðhald við stjórnendur þess, fjáröflun væri auðveldari og hagur hluthafa batn- aði. Þá benti Stefán réttilega á að augu fjölmiðla beindust fremur að fyrirtækjum sem væru skráð á hlutabréfamarkaði, m.a. þar sem upplýsingaflæði frá þessum fyrir- tækjum væri reglubundnara og háð skilyrðum og eftirliti sem gerði það að verkum að upplýsingarnar væru áreiðanlegri. Þessar lýsingar benda til þess að nú sé lag fyrir ný fyrirtæki að koma inn á markaðinn og hlutafjár- aukningu þeirra sem þar eru fyrir. Með lítið framboð á hlutabréfum og mikinn áhuga fjárfesta á mark- aðnum ætti að reynast auðvelt fyr- ir ný fyrirtæki að safna þeim fjölda hluthafa sem settur er sem skilyrði fyrir skráningu. Kostirnir eru ótví- ræðir fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Á síðasta ári fjölgaði fyrir- tækjum á Verðbréfaþingi einungis um þrjú, en fyrirtækjum á Opna tilboðsmarkaðnum eitthvað meira. Það væri óskandi fyrir íslenskan hlutabréfamarkað að fjölgunin yrði meiri í ár. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.