Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR7. MARZ1996 D 5 HANDKIMATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn ÞRÁTT fyrir tap fyrir UMFA að Varmá I gærkvöldi gátu leikmenn Selfoss fagnað sæti í átta liða úrslitum. Hér þakka Finnur Jóhannsson og Sigurjón Bjarnason stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn en Grímur Hergeirsson og Valdimar Grímsson virðast annars hugar. Eyjamenn héldu sætinu með því að leggja KA MT Eg er mjög ánægður með að okkur tókst að halda okkur í Sigfús Gunnar Guömundsson skrifar frá Eyjum deildinni. Við vissum að veturinn yrði erfiður enda var okkur spáð 12. sætinu. Við höfum verið óheppnir með meiðsli í vetur, en þetta tókst allt og við mætum sterkari næsta vetur — reynslunni ríkari, sagði Þorbergur Aðalsteins- son, þjálfari Eyjamanna, eftir 28:26 sigru ÍBV á deildar- og bik- armeisturum KA. Sigurinn tiyggði ÍBV áframhaldandi veru í 1. deild- inni. Það sást strax í upphafi á Eyja- mönnum að þeir vissu hvað var í húfi. Þeir börðust vel en KA-menn voru engu að síður sterkari til að bytja með og gerðu fyrstu þijú mörk leiksins eftir hraðaupphlaup. Heimamenn urðu fyrir áfalli er tíu mínútur voru til leikhlés er Viktor Berg meiddist á ökkla og kom ekki meira við sögu. Aðrir leikmenn virt- ust eflast við mótlætið og þeir Arnar Pétursson og Svavar Vignis- son fóru fremstir í flokki í sókninni og gerðu fímm mörk hvor fyrir hlé, en fyrri hálfleikurinn fór að mestu í að vinna upp forystu KA. í síðari hálfleik hélt KA foryst- unni allt fram í miðjan hálfleikinn. Þá gerðu Eyjamenn fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 22:20, er tíu mínútur voru eftir. Eftir leikhlé settu KA-menn sína leikreyndustu menn inná, en þeir höfðu hvílt bróðurpartinn af síðari hálfleiknum. Allt kom fyrir ekki hjá KA þrátt fyrir að Duran- ona gerði fímm mörk á lokakaflan um. Haukar náðu fjórða Höröur Magnússon skrifar ÍR-ingar sitja eftir í níunda sæti Haukar tryggðu sér fjórða sætið í deildinni með öruggum sigri gegn ÍR, 26:20. Þar með er það ljóst að Hafnarfjarð- arliðin, FH og Haukar mætast í átta liða úrslitum í fyrsta skipti frá því að úrslitakeppni var komið á lag- gimar. ÍR situr hinsvegar eftir með sárt ennið í níunda sæti. Breiðholtsliðið hóf leikinn vel, skoraði tvö fyrstu mörkin. Hauk- amir náðu þó fljótlega að jafna leik- inn og komast yfír. Bjarni Frosta- son, markvörður Hauka var gestun- um óþægur ljár í þúfu, varði oft frábærlega, staðan í hálfleik 12:10. Síðari hálfleikur byijaði rólega, en eftir að ÍR-ingar misstu tvo menn útaf með stuttu millibili náðu Hauk- arnir afgerandi forskoti sem þeir juku hægt og bítandi allt til loka leiks. Haukaliðið lék ágætlega í þess- um leik, sérstaklega í síðari hálf- leik. „Við lékum ágætlega hér í kvöld, það var mikið í húfi fyrir bæði lið. Þetta verða hörkuleikir gegn FH, þeir voru kannski ekki óskamótherjar en nálægt því. Þeir era orðnir svo gamlir," sagði Gunn- ar Gunnarsson, þjálfari og leikmað- ur Hauka eftir leikinn og glotti. Haukamir léku ágæta vörn með Bjarna Frostason í miklum ham. Halldór Ingólfsson var dijúgur og sömuleiðis Gústaf Bjarnason sem skoraði góð mörk eftir einstaklings- framtak. Þá gerði Óskar Sigurðsson lagleg mörk í horninu. Athygli vakti að Aron Kristjánsson, leikstjórnandi lék lítið sem ekkert með. Haukarn- ir eru til alls líklegir í úrslitakeppn- inni og með Bjarna í þessu bana- stuði, þurfa FH-ingar heldur betur að vera á varðbergi. Keppnistímabili IR-inga er lokið að þessu sinni. Þeir virkuðu baráttu- lausir og úrræðalitlir í þessum leik. Vandræðalegur sóknarleikur lengst af. Njörður Arnason var þeirra best- ur, gerði gullfalleg mörk úr horn- inu. Þá varði Magnús Sigmundsson ágætlega í síðari hálfleik. Þjálfari ÍR-inga, Eyjólfur Bragason vildi ekki tjá sig við undirritaðan eftir leikinn. Steinar hefur engu gleymt STEINAR Birgisson, fyrrum landsliðsmaður úr Víkingi, sem er á 41. aldurs- ári, tók létt dansspor í Víkinni í gærkvöldi er hann lék með félagi sínu gegn Val. Árni Indriðason kallaði á þennan gamla ref til að veita hinum ungu leik- mönnum Víkings styrk á örlagastundu. Steinar svaraði kallinu og sýndi að hann hefur engu gleymt - hann var sterkur í vörninni og gaf landsliðsmönn- um Vals ekkert eftir. Steinar fiskaði knöttinn tvisvar rétt eftir að hann kom inn á, brunaði fram í sókn og sendi knöttinn til Knúts Sigurðssonar, sem skoraði tvö mörk af línu og kom Víkingum yfir 9:7; Þess má geta að Steinar lék á árum áður í hinu sigursæla liði Víkings með Árna, þjálfara Víkings, og Páli Björgvinssyni, aðstoðarmanni hans. Steinar lék í gærkvöldi með syni Páls, Guðmundi, sem er átján árum yngri en Steinar - var ekki fæddur þeg- ar Steinar lék með pabba hans. Á myndinni að ofan á Steinar í höggi við Ólaf Stefánsson. FH-ingum varð að ósk sinni; mæta Haukum Létt hjá Stjömunni gegn FH og liðið mætir Aftureldingu Skúli Unnar Sveinsson skrifar Stjarnan sigraði FH ótrúlega auðveldlega, 29:22, í síðustu umferðinni og tryggði sér þar með þriðja sætið í deild- inni. Það má í raun segja að FH-ingum hafi orðið að ósk sinni. Þeir töpuðu og fá Hauka í úrslitakeppninni. „Ég er mjög ánægður með leik- inn og vel sáttur við þriðja sætið,“ sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér sýnist liðið á góðu róli og við erum tilbúnir í hvað sem er,“ sagði Viggó og bætti því við að sigurinn hefði verið stærri en hann hefði. búist við, því alltaf mætti búast við erfið- um leik gegn FH. Leikurinn byijaði vel og í raun sáust góðir kaflar hjá báðum Iiðum fram í miðjan fyrri hálfleik. Þá voru Guðjón, Sigurjón og Sigurður teknir út af hjá FH og við það hrundi leikur liðsins eðlilega, en ekki var þeim félögum skipt inn á aftur. Stjaman breytti stöðunni úr 10:8 fyrir FH í 15:11 sér í hag. „Við töpuðum þessu alls ekki viljandi,“ sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH, en samþykkti að það mætti orða það þannig að FH-ing- ar hefðu ekkert á móti því að mæta Haukunum i úrslitakeppn- inni. „Það er gott fyrir okkur að fá Hauka og sérstaklega skemmti- legt fyrir Hafnfírðinga," sagði Guðjón. Stjarnan lék ljómandi vel að þessu sinni. Viðar var sterkur á línunni, Filippov stjórnaði af festu og öryggi, Konráð var illviðráðan- legur í horninu og Magnús átti góðar rispur. Hjá FH vantaði allan neista, enda fannst mönnum greinilega ekki skipta máli hvort liðið hafnaði í þriðja sæti eða því fimmta. i !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.