Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1996 B 5 - kjarni málsins! ö —__ 4’ — SJAÐU j\ Laugavegi 40, sími 561-0075. Nýmodelftá /. a. E ye works / Qg -TiCeo hjá okkur... Komdu og SJÁÐU! FUTURA STERKT KALK Fyrir konur eldri en 35 ára, þungaðar konur og konur meb barn á brjósti. DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Rannsókn bendir til að umhverfið hafi áhrif á alzheimersjúkdóminn ÞÓTT fátækt og menntunarleysi sé áhættuþáttur Alzheimersjúkdómsins hefur komið í ljós að sjúkdómurinn er fjórum sinnum algengari meðal svertingja í Indíana í Bandaríkjunum en meðal fólks af sama uppruna, sem býr í Ibadan í Nígeríu. Þessar niðurstöður alþjóðlegs hóps vísindamanna birtust nýverið í bandaríska geðlæknatimaritinu (American Journal of Psychiatry) og þóttu vera á skjön við fyrri kenning- ar um áhættuþætti sjúkdómsins. í Ibadan búa svertingjar við afar bág kjör auk þess sem flestir eru ólæsir, eða 85%, en fólk af sama kynstofni í Indíana er menntunar- og fjárhags- lega mun betur í sveit sett. Niðurstöðurnar segja vísinda- mennirnir að hljóti að benda til að einhverjir umhverfisþættir séu helstu áhrifavaldar sjúkdómsins. Þeir vita samt ekki enn hvort Níger- íumennirnir borði almennt „heila- vænlegri" mat en Bandaríkjamenn eða hvort annað i lifnaðarháttunum forði þeim frá þessum andlega hrörnunarsjúkdómi. ■ Kílóin U ndr asúpukúrinn Undrasúpan 3 stórir laukar 1 stór dós tómatar 1 lítið grænkál 2 paprikur 1 búnt sellerístangir 4 gulrætur 2 pakkarlauksúpa Skerið grænmetið smátt út í stóran pott. Blandið lauksúpunni saman við og hellið vatni yfir svo að fljóti yfir grænmetið. Látið sjóða í klukkustund. Það má bragðbæta súpuna með sojasósu ef þörf krefur. Það má borða ótakmarkað magn af þessari súpu. Hún er uppistaðan í kúrnum og það má borða hana hvenær sem er. Þvi meira sem maður borðar af henni því hraðar renna kílóin af manni! Vatn og tómatar í morgunmat. Stærk Kalk 400 Í£Hum+phosphor+dautamin TYGGETABLETTER 75 gavner kroppens kalkbalance Kalk er uppistöðuefni í beinum og tönnum en einnig nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi taugakerfisins, samdráttarhæfni vöðva, eðlilegan hjartslátt og margt fleira. Skortur á kalki getur leitt til beinþynningar síðar á ævinni. FUTURA STERKT KALK inniheldur hreint kalk (Ca+2) 400 mg, fosfór 60 mg og D vítamín 5 míkrógrömm en sú samsetning tryggir bestu nýtingu kalksins fyrir líkamann. burt á 7 dögum FITUSNAUÐAR mjólkurafurðir, fitulaust kjöt, skinnlaus kjúklingur, heilhveiti- og hrökkbrauð, ávextir, grænmeti (kartöflur en ekki avókadó), grænmetissafi, soja, tófú og fiskur er allt ljómandi fæða sem enginn fítnar af, ef borðað er í hófí. Maður þarf að gæta sín á mjólk og mjólkurostum, laxi, fransk- brauði, kartöflumús, ólífum, smjöri, sultu, hunangi, kaffi og svörtu te. Rjómi, ijómaostar, feitt kjöt, beikon, pylsur, franskar kartöflur, kartöfluflögur, fíturík brauð, pasta- réttir, sykraðir ávextir, hnetur, maj- ónes, sykur, sælgæti, tertur, smá- kökur, sætt kex, súkkulaði og syk- urríkir drykkir eru fitandi - eins og allir vita! Hjálp fyrir feitlagin börn Nokkrar lífsreglur fyrir feitlagna; borða 5 til 6 sinnum á dag, bara borða við matarborðið, hafa það notalegt við matarborðið, ekki tala eingöngu um át og mat, ekki byija að borða fyrr en allir eru sestir og geta byrjað að borða og ekki starida upp frá borðum fyrr en allir eru búnir, borða hægt og yfírvegað, borða með ánægju en ekki af græðgi og taugaspennu, drekka vatn og sykurlaus te, borða mikið af græn- meti og ávöxtum, borða frekar dökkt brauð en hvítt á hveijum degi, borða kjöt bara einu sinni á dag, draga úr fítu- og sykurmagni í fæð- unni, ákveða fyrirfram hvaða sæt- indi á að borða - það er í lagi að borða ís, súkkulaði og kökur af og til í hófí. Sjö tii tíu prósent barna og unglinga í Sviss eru of feit. Það þýðir 1 til 2 við sjálfa sig, hvort sem þeir eru feitir eða grannir. Lífshamingjan leynist ekki í megrunarkúr. Þátttakendur í námskeiðunum halda neysludagbók í upphafi til að átta sig á matarvenjum sínum. Dagbókin sýnir oft hvar er hægt að leiðrétta hluti á auðveldan hátt, til dæmis drekka meira vatn eða borða oftar á dag (sama magn borðað í fimm máltíðum í stað tveggja eða þriggja er ekki eins fitandi). Þeir ákveða síðan að breyta einhveiju í matarvenjum sínum, til dæmis að borða hægar eða fá sér bara einu sinni á disk- inn. Foreldrar og börn segja ekki hvert öðru hveiju þau ætla að breyta og verða að finna það út með að fylgjast með hvert öðru. Þetta ber oft góðan árangur og hjálpar öllum að verða meðvitaðri um hvað og hvernig þeir borða. Mikill og góður matur er oft not- aður til að gleðja aðra eða halda upp á eitthvað í fjölskyldum. For- eldrum feitra barna er bent á að gera sér heldur dagamun með því að fara út í göngutúr, bíó eða leik- hús. Þeim er einnig bent á að láta mat og sætindi ekki liggja frammi. Það er borðað meira af því sem blas- ir við en því sem þarf að sækja eða er alls ekki til. Námskeiðin bera yfirleitt góðan árangur. Börnin læra að umgangast mat og takast á við eigin vandamál. Foreldrarnir læra að skilja þau betur. Flest hafa hald- ið þyngdinni í skefjum og lést þegar sálfræðingurinn heldur síðustu fundina með þeim, hálfu ári og einu ári eftir að námskeiðinu lýkur. g AB SEXTÍU og fímm kíló. Það er há- markið. Ég get sætt mig við 65,8 en 66, 67, 68, svo ekki sé talað um 69 kíló - þá er ég hlaupin í spik. Yfírleitt nægir að draga úr narti á milli mála og skera niður súkkulaði- át og kílóin hverfa smám saman. Ég hef litla trú á megrunarkúrum. Þeir bera skammvinnan árangur og eru oft svo flóknir að ég nenni ekki að fylgja þeim. En þessi undra- súpukúr höfðar til mín. Líklega af því að mér finnst grænmetissúpa, hrátt og soðið grænmeti, ávextir og nautakjöt allt mjög gott og ég hlakka til að borða það. Svo ég ætla að prófa kúrinn og sjá hvað mörg kíló hverfa. Ég byija kúrinn á sunnudegi svo ég þurfi ekki að vera í honum heila helgi. Borða vel á laugardeginum og hlakka til veislumatar næsta sunnudag. Sunnudagur: 67,00 kg á nátt- fötunum fyrir morgunmat. Ég borð- aði appelsínu á meðan hveitibrauðs- smjörflétta, sem við borðum að svissneskum sið á sunnudags- morgnum, hitnaði í ofninum og lagði smjör, sultu og ost á borðið. Flýtti mér svo út áður en maðurinn minn fór að gæða sér á kræsingun- um. Það þýðir ekkert að stinga upp á því við hann að fara í kúrinn með mér. Hann hefur minna álit á megr- unarkúrum en ég. Hann sleppir bara hádegismat í nokkra daga og hreyfir sig meira en venjulega og aukakílóin hverfa. Verslanirnar á aðalbrautarstöð- inni í Zúrich eru þær einu í borg- inni sem mega vera opnar á sunnu- dögum. Ég varð að kaupa í súpuna þar. Það var hvorki til sellerí, Idagur: Ávextir (allar gerðir nema bananar). Það má borða eins mikið af ávöxtum og maður vill. Melónur henta vel af því að þær hafa næstum eng- ar hitaeiningar. Þeir sem borða bara súpu og melón- ur í heilan dag geta losnað við 1,5 kiló. 2dagur: Grænmeti (allar gerðir nema baunir og maís). Það má borða ótakmarkað magn af hráu eða soðnu grænmeti. Það má auðvitað ekki setja neina sósu, ost eða smjör á grænmetið. 3dagur: Ávextir og grænmeti (ekki bananar og kartöflur). 4dagur: Bananar og mjólk. Það má borða 8 ban- ana og drekka 8 glös af fitusnauðri (2%) mjólk. Bananar eru samansettir úr hitaeiningum, kolvetn- um og kalsíum. 5dagur: Nautakjöt og tómatar. Það má borða 8 tómata og 200 til 300 grömm af grilluðu kjöti. 6dagur: Nautakjöt og grænmeti. Eins mikið af grilluðu kjöti og hráu eða soðnu grænmeti og maður vill. Engar kartöflur! - Drekkið að minnsta kosti 8 glös af vatni á kjöt- dögunum til að losa sýru úr líkamanum. 7dagur: Brún hrísgrjón, grænmeti og sykurlaus ávaxtasafi. Svart kaffi og te að lyst. Brauð er bannvara alla vikuna. Þegar garn- irnar fara að gaula fær maður sér súpu. Höfundur kúrsins fullyrðir að maður geti losnað við 5 til 8 kíló á viku án þess að líða illa eða vera svangur. Það er óhætt að vera á þessum kúr svo vikum skiptir. Hann á ekki að stofna heilsunni í hættu. Morgunblaðið/AB SÚPAN er holl og það er fljótlegt að búa hana til. Það er ágætt að nota súputeninga í stað lauksúpu. Góður matur og grannur líkami feitir í hveijum bekk. Sum börn líða ekki fyrir aukakílóin, eru sjálfsör- ugg og lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir þau. Önnur þjást. Þeim er strítt, þau eru einmana og mörg leita sér hugg- unar í því að troða í sig meiri mat. Yfirskólalæknirinn í Basel reið á vaðið og hélt námskeið fyrir feitiag- in börn og foreldra þeirra fyrir 16 árum. Barnaspítalinn í St. Gallen og Migros-samtökin í Zúrich standa nú einnig fyrir námskeiðum fyrir böm á aldrinum 11 til 15 ára. „Við getum aðeins hjálpað ef foreldramir eru reiðubúnir að sækja námskeiðið með börnunum," sagði Robert Sempach, sálfræðingur og stjórn- andi námskeiðanna í Zúrich. „Það er ekki hægt að leysa vanda barn- anna án fulls stuðnings foreldr- anna.“ Mamman vildl mjóan son Námskeiðin standa í níu mánuði og kosta 1.500 franka eða 82.500 íslenskar krónur. Sjúkra- og félags- tryggingar hjálpa í sumum tilfellum. Yfírleitt sækja fleiri um en komast að á hvert námskeið. Það er pláss fyrir 21 bam í Zúrich. „Börnin verða að líða fyrir fítuna og vera ákveðin í að taka námskeiðið alvarlega," sagði Sempach. „Einn drengur sem var feitur en ekki mjög miður sín út af því komst til dæmis ekki að. Móðir hans sótti um fyrir hann. Hún rekur tískuverslun og var óánægðari með útlit drengsins en hann sjálfur." Námskeiðið gengur út á að hjálpa börnunum með aðstoð foreldranna að ná tökum á matarvenjum sínum og þyngd. Börnin og foreldrarnir mæta á tveggja tíma fundi aðra hverja viku í níu mánuði og þar að auki fara börnin í tveggja vikna sumarbúðir. Þar er þeim kennt að borða holla fæðu, þau eru látin hreyfa sig og flest koma léttari til baka. Læknir, heimilisfræðingur, næringarfræðingur og leikfimis- kennari standa að námskeiðinu með sálfræðingnum. „Börnin koma frá alls kyns flöl- skyldum,“ sagði Sempach. „í um helmingi tilfella er annað foreldrið eða bæði of þung og um helmingur foreldranna eru einstæðir. Bömin eiga oft við erfíðleika að etja í skól- anum eða heima fyrir. Við reynum að átta okkur á vandanum í viðtals- tímum. Einn drengur léttist til dæm- is á skömmum tíma og hefur haldið sér grönnum síðan hann flutti frá móður sinni sem hafði lítinn tíma fyrir hann til föður síns og vinkonu hans.“ grænkál né lauksúpa. Ég keypti pakka af grænmetissúpu í staðinn og sleppti bara selleríinu og kálinu. Og notaði tvær 400 g dósir af tómötum í súpuna af því að það var ekki til stór tómatadós. Ég hef fengið betri súpu. Mánudagur: 66,8 kg. Samt borðaði ég bara ávexti og súpu, drakk vatn og tvo eða þijá tebolla. Og fór í tæplega þriggja tíma göngutúr. Súpan var vond (pakkasúpan var mistök) svo ég hellti henni í sigti og borðaði grænmetið kalt - fyrstu skeiðina í morgunmat! Ég bjó til nýja súpu með grænkáli og selleríi, bara einni 400 g dós af tómötum en gleymdi að kaupa paprikur svo þær vantar í þennan súpuskammt. Ég fékk ekki lauksúpu _________ svo ég notaði 4 grænmet- issúputeninga í staðinn. Súpan er góð. Toblerone súkkulaði var á útsölu svo ég keypti nokkur stykki. Ég fór inn í rúm að lesa þegar mað- urinn minn byijaði að hakka þau í sig eftir kvöldmatinn - soðið fenkál og súpu. Þriðjudagur: 66,8 kg. Ég trúði varla mínum eigin augum. Fór aft- ur á vigtina eftir heitt bað og þá var ég 66,4 kíló. Svo náttfötin mín eru 400 grömm. Gott að vita það! Það er auðveldara að borða epli og grape í morgunmat en grænmeti. Ég var ekki svöng en hlakkaði til að fá súpu í hádegismat. Bílastæð- in við sundlaugina voru öll upptekin svo ég ók heim án þess að hreyfa mig og var búin með hálft súkkul- aðistykki áður en ég vissi af. En GRILLAÐ nautakjöt og tómatar, ágætis (megrunar)fæða. Morgunblaðið/AB Skólaöi í vatni og var alsæl meö eigin sjólfsstjórn ég gafst ekki upp á kúrnum. Borð- aði afganginn af fenkálinu og súpu í kvöldmat. Og enn eitt eplið. Miðvikudagur: 65,6 kg. Égnaut þess að borða banana og drekka mjólkurglas í morgunmat. Þó fínnst mér mjólk yfirleitt ekki góð nema með sætmeti eða kjötbollum. Ég reri fimm kílómetra og borðaði banana og súpu, drakk mjólk og vatn. Ég er óvenju þyrst þessa daga og drekk mikið vatn. Það er annað hvort súpunni eða sykurlausa tyggjóinu sem ég tygg allan daginn um að kenna. Ég var í vondu skapi seinni partinn. Kannski af því að ég þurfti að strauja heilan helling, nema kúrinn sé farinn að fara í taugarnar á mér. Fimmtudagur: 65,8 kg. Ég hefði ekki átt að borða súkkulaðið á þriðjudaginn! Ég hef uppgötvað að morgunverðurinn skiptir mig mjög miklu máli. Mér fannst hræði- legt að hugsa til þess að byija dag- inn á tveimur tómötum og vatns- glasi. En það gekk. greipaldin eru vinsæll morgunmatur í megrunar- kúrum. Ég man að Scarsdale-kúr- inn, sem var vinsæll fyrr á öldinni, (upp úr 1980) og ég prófaði, mælir með hálfu greipaldin og tveimur þurrum, brúnum, ristuðum brauð- sneiðum í morgunmat. Ég myndi borða það og annars halda mér að mestu við súpukúrinn ef ég vildi fara rólega niður í 60 kíló. Drakk piparmyntute og reri 17 km. Ég hef snert af masókisma. Mér fannst steik og tómatar ekki nógu spenn- andi handa manninum mínum og bjó til ijómasósu og franskar kart- öflur. Og tók upp rauðvínsflösku. Ég þefaði bara af sósunni og víninu og stakk ekki einni franskri upp í mig þótt nokkrar dyttu fram hjá þegar ég mokaði þeim á diskinn. Ég skálaði í vatni og var alsæl með eigin sjálfstjórn. Föstudagur: 65,0 kg. Mig svimaði þegar ég stóð of snöggt upp. Reri 8 km með tvær gulrætur og vatn í maganum. Borð- aði rauðbeður og súpu í hádeginu en datt í rauðvín, grappa og súkkul- aði þegar óboðinn gestur kom í kvöldheimsókn. Laugardagur: 64,4 kg. Það var ágætt að geta þambað appelsínu- safa í morgunmat. En mig langaði í epli. Hingað til hef ég haft súpuna þunna og borðað grænmetið í henni í bitum. En í morgun púrraði ég grænmetið og þykkti súpuna með því. Það er ágæt tilbreyting. í kvöld borða ég hrísgijón en á morgun brauð, smjör, ost . . . 2,6 kg á einni viku. Það er ekki svo slæmt. Og súpan er góð. ■ Anna Bjarnadóttir Morgunblaðið/AB ROBERT Sempach hjálpar feitum börnum að ná tökum á eigin matarvenjum og að sætta sig við sjálf sig. Raunhæf takmörk Sempach skrifaði doktorsritgerð um mismunandi getu einstaklinga að grenna sig. Hann segir þijú und- irstöðuatriði mjög mikilvæg til árangurs: Einstaklingurinn verður að viðurkenna að hann ber sjálfur ábyrgð á eigin þyngd. Það bætir enginn aukakílóum á hann og það losnar enginn við þau fyrir hann. Neysluákvarðanir verða að vera raunhæfar. Það er auðveldara að standa við ákvörðun um að borða osta og/eða sætindi bara einu sinni til tvisvar í viku en aldrei framar. Einstaklingar verða að vera sáttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.