Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ „Ég trúi á spriklið í til- vemnni“ Einn góðra gesta á dönskum bókmenntadög- um Norræna hússins er danska ljóðskáldið Benny Andersen. Verk hans hafa selst í tugþúsundum eintaka og við sum kvæðanna hefur hann samið lög. Sigrún Daviðsdóttir segir frá þessum erki Dana, sem bæði segir löndum sínum til syndanna og hrósar þeim og undrast yfír lífinu og tilverunni. EF EITTHVERT danskt skáld á skilið heitið þjóðskáld, þá er það Benny Andersen. Það vita líklega nokk- urn veginn allir Danir hver Benny Andersen er og geta sungið um Svante hans og Nínu. Danir koma vart svo saman á góðri stund að þeir kyrji ekki vís- una um Svante, sem hugleiðir að hamingj- an sé ekki það versta sem til sé, meðan hann borðar brauðið sitt með ostinum, þegar kaffið er næstum til og Nína er í baði. Eins og ónafngreindur aðdáandi hafði skrifað eina bóka hans á bóka- safninu, þá er hann listamaður hvunndagsins og þess sem manni gæti yfirsést. „Hann gerir heim- inn stærri". Einmitt það gerir hann með því að dvelja við andar- tök hvunndagsins og veita lesend- um sínum og áheyrendum hlut- deiid í því sem við tækjum annars ekki eftir. Auk þess að ráða við orðin, er hann einnig píanóleikari og tón- skáld og hefur því samið lög við marga af textum sínum, sem trúbadúrinn Povl Dissing hefur flutt af snilld í þijá áratugi. Að koma sjálfum sér á óvart í meira en fjóra áratugi hefur Benny Andersen verið að, en í upphafi beindist brautin þó annað. Hann fæddist 1929 og ólst upp innan um iðnaðar- menn, þar sem vart kom annað til greina en að hann færi sömu leið. Æsku sinni hefur hann oft gert skil og segir á einum stað að hann minnist hennar sem eins langs sumardags, þar sem hann sat á skurðarbarmi og fyigdist með skordýrum og froskum. En hann braust út úr þessu um- hverfi, lagði stund á píanóleik, tók stúdentspróf úr öldungadeild, flakkaði um sem píanóleikari, auk Benny Andersen BENNY Andersen (við píanóið) ásamt Povl Dissing og Jens Jefsen. þess sem hann tók að birta kvæði í bókmenntatímaritinu Heretica 1952. Fyrsta ljóðabókin hans kom út 1960. Síðan fylgdu fleiri ljóða- söfn, en einnig greinar og greina- söfn, barnabækur, leikrit og kvik- myndahandrit. Fráhvarf frá hefðbundnum leiðum og löngunin til að bijóta sér leið sjálfur hefur löngum ein- kennt líf og verk Benny Anders- ens. „Ef einhver gæti sagt mér,“ sagði hann eitt sitt, „hvað sann- leikurinn væri eða gæti vísað mér leiðina til hans, myndi ég strax hlaupa í gagnstæða átt... Ég trúi á spriklið í tilverunni, á glaðan efa og á hið gagnstæða. Eg trúi því að maður geti brotist út úr umhverfi lítilla sæva og lítilla sanda. Það gerði ég sjálfur, þrátt fyrir allar reglur og ráð. Það skiptir sköpum að hafa kraft til að gera annað en það sem búist er við af manni... Fyrir mér eru skriftirnar að þora, að freista þess að búa til eitthvað sem ég hef ekki gert áður... Ég verð að koma sjálfum mér á óvart. Það er driffjöðurin.“ Hið mögulega og ómögulega verður honum því iðulega hug- stætt: Ég þrái hið ómöplega ekki aðeins hið nokkurn veginn möplega heldur lengra vel áleiðis handan við hefðbundin mörk hins mögulega Það er ekki í stíl Benny Anders- ens að slá um sig með nöfnum merkra andans jöfra. En efa- hyggja hans endurspeglar tilvist- arstefnu æskuára hans, eins og hún birtist í frönsku rithöfundun- um Albert Camus og Jean-Paul Sartre. Þeir áttu efahyggju sína ekki síst að þakka landa Benny Andersens Sören Kierkegaard, sem var svo efagjam að hann kallaði eina af bókum sínum Ann- aðhvort eða. Tónn hans hreif fljótt landa hans, því einfaldleiki ljóða hans kom við marga, líka þá sem ekki áttuðu sig á hve hugsandi skáldið er. „Af hverju er alltaf mánudagur á mánudögum“ Árið 1967 voru Benny Andersen og trúbadúrinn Povl Dissing leidd- ir saman í útvarpsþætti, þar sem hugmyndin var að leiða saman skáld og einhvern, sem flutt gæti texta þess. Þau kynni tókust svo vel að þeir hafa unnið saman síðan og sungið sig inn í hug og hjörtu landa sinna. Plötur með þeim hafa verið gefnar út í belg og biðu og hafa selst í hátt á annað hundrað þúsund eintaka. Þegar þeir Dissing kynntust var Benny Andersen farinn að semja ljóð, sem báru í sér visun til persónunnar, sem kom fram í Vísum Svantes 1972. Svante Svendsen er sænskættaður trúbadúr og óstöðugur náungi, sem endurspeglar þætti í fari meistara síns. Faðir skáldsins hét Svend og var tónelskur og móður- amma Benny Andersen var sænsk. Ramminn um vísurnar er frásögn skrásetjarans Benny Andersen af Svante, gömlum fé- laga sínum. Svante er kvalinn af margvíslegum hugsunum og sjálfstraustið er í lágmarki: Líf mitt er varl’upp á eina flösku ég er hér aðeins sem pant En Svante kann líka að njóta augnabliksins og þar birtist hinn „bennyski“ tónn af fullum krafti. Önnur hlið af næmni Benny Andersens fyrir hvunndeginum er hæfileiki hans til að undrast. Og enn eru það ekki hinar stóru furð- ur heimsins, sem hann undrast, heldur bara einfaldir hlutir: „Af hveiju er alltaf mánudagur á mánudögum“ veltir hann fyrir sér. Annars staðar segist hann undrast tíunda hvert ár yfir því að hann skuli vera til. Dyggðir og ódyggðir landans Annað efni, sem stöðugt hefur skotið upp kollinum í verkum Benny Andersens síðan á áttunda áratugnum er heimaland hans og landar. Hann kann að meta ýmis- legt í fari þeirra, en það vantar heldur ekki gagrýnistóninn: Hér er það dyggð jafnvel fyrir þá hálærðu að láta sem þeir hvorki kunni að lesa eða skrifa Bækur hafa komið út í tugþús- undum eintaka, ljóð hans eru lestr- arefni í skólum og á bókasöfnun- um eru verk hans sjaldnast inni. í veislunni, sem markaði opnun evrópska menningarársins í Kaup- mannahöfn var Povl Dissing auð- vitað fenginn til að syngja um Svante og Nínu fyrir Danadrottn- ingu og önnur fyrirmenni og und- ir síðasta versið getur hvern ein- asti Dani tekið bæði vakinn og sofinn... og því ekki að heyra það á þeirra eigin máli...: Se hvilken morgenstund! Solen er röd og rund. Nina er gáet i bad. Jeg spiser ostemad. Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar. (Textabrotum er snarað af greinarhöfundi.) Skáld fárra orða en margra lesenda Skáldið Inger Christensen er þekkt langt fyrir utan landsteinana og á sér tryggan lesendahóp í hinum þýskumælandi heimi. Sigrún Davíðsdóttir segir frá skáldinu, sem skynjar með líkamanum og notar orð- in til að komast lengra. HÚN ER skáld fárra orða en margra lesenda. Bækur hennar hafa selst í tuttugu og þijátíu þúsunda eintaka upplögum, en ljóðabækumar era hvorki digrar né margar. Sú síðasta kom út 1991, Fiðrildadalurinn. Sálu- messa og hlaut mikið lof gagn- rýnenda heima og heiman. Inger Christensen er einna þekktust danskra ljóðskálda erlendis og þá ekki síst á þýska markaðnum. Hún er verðlaunuð í bak og fyrir og hefur hlotið allar helstu viður- kenningar, sem skáld og rithöf- undar eiga kost á. Hin hvunndagslega viðmiðun Inger Christensen fæddist á Jótlandi 1935, fór í kennaraskóla og gaf út fyrstu ljóðabók sína 1962. Auk þess að skrifa, hefur hún ritstýrt tímaritum, verið bók- menntaráðgjafi bókaforlaga og síðast en ekki síst verið mikilvirk- ur þýðandi. En textar hennar hafa einnig orðið öðrum lista- mönnum innblástur. Danska tón- skáldið Ib Nörholm hefur notað mörg verka hennar í verk sín, meðal annars í kammeróperu. Rokksöngkonan Anne Linnet, sem er á sérstökum stjörnustalli heima fyrir, hefur notað texta hennar í tónlist sinni og söngkon- an Pia Raug söng heila ljóðbók, det, inn á plötu, sem hefur selst í yfir 30 þúsund eintökum. Þó Inger Christensen sé fyrst og fremst þekkt sem ljóðskáld hefur hún einnig skrifað nokkrar skáldsögur. Ein þeirra, Det malede værelse, sem kom út 1976 kom út í nýrri útgáfu á síðasta . ári. Bókin, sem höfundurinn kall- ar reyndar ekki skáldsögu, heldur frásögn, fjallar um ítalska endur- reisnarmálarann Andrea Man- tegna. Hann var uppi 1431-1506 og starfaði við hirð eins af helstu furstum ítalska endurreisnar- tímans, Ludovico Gonzaga, ásamt öðrum andans mönnum sam- tímans. Það er líf og andi þessa tíma, þegar heimsmyndin stækk- aði og aukið var í listina, sem vekur forvitni Inger Christensens og fær hana til að spinna sögur. Inger Christensen hefur einnig skrifað smásögur og samið leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Strax í fyrstu bókinni kvað við módemískan tón, sem aldrei hefur þagnað. Ljóð hennar eru orðfá og knöpp. Þau hefjast oft við hvunndagslegar aðstæður, þar sem hún stendur kannski í eldhús- inu sínu, en heldur síðan þaðan út í heim eða inn í orðin og skynj- ar með öllum líkamanum. Þannig man hún ömmu sína, sem sauð apríkósusultu í eldhúsinu sínu: ég veit hún er dáin, en ilmurinn er svo sterkur, að líkaminn skynjar hann, verður sjálfur að ávexti... Viðvera hennar sjálfrar í ljóð- unum er oft svo sterk, því hún er þar ekki sem óskilgreint ég, heldur er líkamlega til staðar: ég skrifa eins og vindurinn sem skrifar með rólegri skrift skýj- anna ' ég skrifa eins og hjartað sem slær skrifa hróp blóðsins og frumanna þess séða grátsins og tungunnar Hið trygga og ótrygga í umfjöllun um verk Inger Christens- en hefur gjarnan ver- ið bent á að í þeim takist á tryggir mannheimar, heimur hvunndagsins og hins vegar ótrygg veröld sköpunar, þar sem ríkir óró, áhætta og inn- blástur. Heimurinn, sem skáldið þráir en hræðist um leið og mörg kvæða hennar fjalla um þrá eftir frelsi og að rífa sig lausa. Þessi þrá hennar er einnig þrá eftir að halda lengra og til þess notar hún orðin og undrun sína: ég verð að skapa mína eigin undrun eða eiga á hættu að hverfa í málinu eiijs og síðar í dauðanum Eins og svo mörg skáld er tungumálið og orðin henni eilíf uppspretta undrunar og við- fangsefna, takmörk orðanna gagnvart hinum stóru viðfangs- efnum. í sambandi við útgáfu ljóðasafnsins det 1969 skrifaði hún í blaðagrein: „Það eru að- eins fáir hlutir, sem eru þess virði að tala um og þá tölum við ekki um, þá getum við ekki talað um, til dæmis lífið, dauð- ann og ástina. Við köllum þetta stór, dýr orð og eigum þá við eitthvað í átt- ina við kjól, sem er svo fínn að við vilj- um helst ekki ganga í honum, við erum feimin, við erum hrædd og þá tölum við ekki meira um það. Slík orð geta fengið að hanga inni í skáp, meðan við notum stillt og venjuleg og þó umfram allt brúkleg orð til að umgangast hvert annað dags daglega.“ Þeir sem fara til fundar við Inger Christensen þurfa því ekki að velkjast í vafa um að hún hik- ar ekki við að fara í sparifötin og draga áheyrendur með sér þangað, sem við -þyrðum kannski ekki annars... (Textabrotum er snarað af greinarhöfundi.) Inger Christensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.