Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1996, Blaðsíða 5
4 C LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1996 C 5 AÐAL góðra hljómsveita þótti eitt sinn fólgið í sérkennum þeirra. Franskar hljómsveitir bjuggu yfir sterkum hljómi léttleika, sem rekja mátti til horna og básúna, í Mið-Evrópu réð íburður Habs- borgaranna áferð strengjanna, þýskar hljómsveitir báru vitni járnaga og fengu sýslumanns- þunga frá kontrabössunum og hornablástur hinna bandarísku þótti vafningalaus og jaðra við að vera áreitinn í New York. Nú er tíðin önnur. Píanóleikar- inn Andras Schiff hefur leikið með flestum frægustu hljómsveit- um heims og segir að sennilega sé Vínarfílharmónían eina hljóm- sveitin, sem hann þekki úr. Hann er ekki sá eini, sem hefur áhyggj- ur af uppgangi alþjóðahyggju í klassískri tónlist. Málmblásarar tékknesku fílharmóníunnar báðu nýverið bandaríska hljómsveitar- stjórann Leonard Slatkin að sýna sér hvernig ætti að spila eins og Sinfóníuhljómsveitin í Chieago. „Ef ég vildi ná þeim hljómi færi ég til Chicago," var svar Slatkins. Þáttur hljóðfæranna Hljóðfærin eru stór þáttur í að skapa sérstöðu hljómsveitar. Al- gengt var að notuð væru minni munnstykki I málmblásturshljóð- færi í Þýskalandi og Bandaríkjun- um, en í Austur-Evrópu og á Bret- landi og gaf það skærari tón. Franskir kontrabassabogar eru léttari en þýskir og þeim er hald- ið öðru vísi. Þeir eru enn í metum í Frakklandi, en öðru máli gegnir um franska fagottið, sem hefur mikið til vikið fyrir þýskri gerð þess. Gæði blásturshljóðfæra hafa reyndar aukist, en því er ekki að heilsa með strengjahljóðfæri. Sú tækni, sem hefð var komin fyrir í Mið- og Austur-Evrópu, geldur nú fyrir það að mjög góð hljóð- færi eru fátíð og mörg hver horf- in vestur á bóginn, ýmist með hæfum eigendum eða án. Alþjóðlegur blær á tónlistarkennslu Hefðir í kennslu hafa einnig átt þátt í því að hljómsveitir hafa haft sín einkenni. Hlýleg Ijáning tékkneskra biásara hefur verið rakin til þess að í 200 ár var lúðra- hljómsveit í hveijum smábæ og þekkingin gekk frá manni til manns. Hljóðfæraleikarar Vínar- fílharmóníunnar hafa kennt eftir- mönnum sínum í eina og hálfa öld og hljómsveitin er full stolti. Eitt sinn var aðalhljóðfæraleikari hljómsveitarinnar spurður hvað gestastjórnandi hygðist leika það kvöldið. „Ég hef ekki hugmynd, en við ætlum að spila 40. sinfóníu Mozarts," var svarið. Annars stað- ar er hefðin ekki jafn sterk, en þó er hana að finna í Dreseden og Fíladelfíu. Tónlistarkennsla er að fá á sig leikum. Breska tímaritið The Economist fjallaði um þessa þróun í þessari viku. alþjóðlegan blæ. Bandaríski selló- leikarinn Lynn Harrell stýrði ný- verið Konunglegu tónlistaraka- demíunni í London og þóttu strengjahljóðfæraleikarar verða sýnu kröftugri í leik sínum fyrir vikið. Skiptinemar og kennarar á faraldsfæti verða sífellt algeng- ari. Breskir nemar læra einleiks- tilþrif Frakka og franskir stúdent- ar nema samleik í Þýskalandi. Hæfileikaflótti er brostinn á í Rússlandi og hefur kennslu þar hrakað. Ungir hljóðfæraleikarar á Vesturlöndum búa við óöryggi í atvinnumálum, jafnvel þótt þeir spili af snilld. Hljóðfæraleikarar þurfa því að vera fjölhæfir svo að þeir geti leikið í auglýsingum auk þess að koma fram í hefð- bundnum hljómsveitum. Þeir eru þjálfaðir til að geta komist að hvar sem er í heiminum og við slíkar aðstæður er byrjað á að kasta sérkennunum fyrir borð. Útgáfa á tónverkum stuðlar meira að segja að því að þjóðar- einkenni hljómsveita eru að þurrkast út, þótt hægt væri að réttlæta linnulausar upptökur af sama verkinu með því að leggja áherslu á sérkenni hljómsveita. Stúdentar og atvinnumenn geta nú fundiðsér áhrifavald á geisla- diski. Sæti í sinfóníuhljómsveit Chicago er jafn eftirsótt í Tékk- landi og á Bretlandi. Ekkert útilokar að hljómsveit, sem er samsett eins og Sameinuðu þjóðirnar, geti markað sér bás með sínum sérkennum. Bestu bandarísku hljómsveitirnar voru afrakstur slíkrar sambræðslu. Stofnendur þeirra sóttu hljóð- færaleikara víðs vegar til Evrópu og samt tókst hljómsveitunum í Boston, Chicago og Cleveland að skapa sinn sérstaka tón og Fíla- níuhljómsveitir brátt líkastar spiladósum og mun einu gilda hvort farið er til London, Parísar, Tókýó eða Reykjavíkur til að heyra verk meistaranna á tón- LEOrOLD btokowski stjornar b ílharmoniuhljomsveit r íladelriu. Á hans dögum höföu hljómsveitir sýnu meiri sérkenni. Af hveiju eru sinfóníu- hljómsveitir allar eins? Stórar hljómsveitir þykja hver annarri líkari og tónlistarmenn leita að sama tóninum í stað þess að reyna að fínna sinn eigin. Samkvæmt því verða sinfó- HELDUR þann versta en þann næstbesta. Snæfríður og Magnús í Bræðratungu. Morgunblaðið/Kristinn ÞEIM var ekki skapað nema skilja. Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki Snæfríðar Islandssólar og Kristján Franklín Magnús í hlutverki Árna Arnasonar. Heldur þann versta en þann næstbesta Hið ljósa man er táknmynd þess sem okkar beygða þjóð á að vera; fögur, greind og umfram allt staðföst. Bríet Héðinsdóttir * hefur gert leikgerð af Islandsklukku Halldórs Laxness sem verður frumsýnd í Borgarleik- húsinu í kvöld. Þröstur Helgason fylgdist með æfingu á verkinu og ræddi við Bríeti, sem leikstýrír einnig verkinu, og Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur sem fer með hlutverk Snæfríðar íslandssólar. delfíuhljómurinn varð altalaður. LykiIIinn var fólginn í sljórn- endunum. Leopold Stokowski hafði hljómgæði á heilanum og sendi trompetleikara sinn í Fíla- delfíu eitt sinn til hljóðfærasmiðs til að láta smíða nýtt munnstykki til þess að hann gæti náð einni nótu. Hann hvatti tréblásturs- hljóðfæraleikara sína til að hætta hefðbundinni öndunartækni og leyfði fiðluleikurum að beita bog- um sínum án þess að hreyfingar væru samræmdar. Hann gerði linnulausar tilraunir með sæta- skipan til að breyta samsetningu tónlistarinnar. Ungverski fiðlu- leikarinn Eugene Ormandy tók við af honum og hvatti strengja- hljóðfæraleikara sína miskunnar- laust áfram. Ormandy sagði að „Fíladelfíuhljómurinn“ og hann væru eitt og hið sama. Þessir tveir menn stjórnuðu hljómsveitinni samanlagt í 60 ár og í báðum tilfellum komust fáir aðrir stjórnendur að. Enginn stjórnandi í dag hefur slíkt sam- band við hljómsveit sína. Eina sambærilega dæmið á undanförn- um 30 árum er Herbert von Karaj- an og Berlínarfílharmónían, sem uppnefnd var Karajansirkusinn. Meira að segja Simon Rattle hefur ákveðið að draga úr því nána sam- starfi, sem hann hefur átt með hljómsveitinni í Birmingham í 15 ár og skaut hvorum tveggja upp á stjörnuhimininn. Áhersla á staðbundin einkenni? Það veltur á hljómsveitunum að skapa sér sérstöðu á okkar tím- um. Slatkin segir að hljómsveitir geti náð upp staðbundnum ein- kennum með því að leika meira tónlist heimamanna. Slík stefna myndi hins vegar aðeins vera vænleg til árangurs í þýskumæl- andi ríkjum, ef þar. Vínarfílharm- ónían hefur oft verið gagnrýnd fyrir þröngt og íhaldssamt verk- efnaval. Yfirleitt reyna hljóm- sveitir, sem vilja skapa sér tónlist- arlega sérstöðu, að gæta þess að nýir hljóðfæraleikarar falli inn í heildina. Þessi viðleitni getur orð- ið frábærum hljóðfæraleikurum fjötur um fót. Oft eru hljóðfæra- leikarar beðnir um að leika í hljómsveitum til reynslu og geta væntanlegir samstarfsmenn þá sett þá undir smásjánna. Þetta fyrirkomulag er að ryðja sér til rúms í auknum mæli í Bandaríkj- unum. Uppörvandi vísbendingu um einstaklingshyggju er að finna í Frakklandi um þessar mundir. Þar hefur samtökum til verndun- ar franska fagottinu orðið nokkuð ágengt í baráttunni fyrir blástri með frönskum blæ. Hljómsveit Bastilluóperunnar hefur nú orðið sér úti um tvö fagott, sem eru svo frönsk að það er hvítlaukslykt af þeim. „ÍSLANDSKLUKKAN er svo auðug bók að það væri hægt að gera úr henni margar og gerólíkar leikgerð- ir. Maður verður þó alltaf að tak- marka sig á einhvern hátt, þrengja sjóndeildarhringinn og við höfum valið að segja hina margbrotnu ör- lagasögu Snæfríðar íslandssólar,“ segir Bríet Héðinsdóttir, sem er höfundur leikgerðar og leikstjóri Hins ljósa mans, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. íslandsklukkan eftir Halldór Lax- ness kom út á árunum 1943 til 1946 í þremur bindum. Sagan ger- ist á 18. öld og fjallar um íslensku þjóðina og var ætlað að blása í hana lífi og baráttuanda við upphaf sjálf- stæðistímans. Hið ljósa man, Snæ- fríður íslandssól, er eins konar tákn- mynd þess sem okkar beygða þjóð á að vera. Hún er óskabarn; fögur, greind og umfram allt staðföst. Hún verður ástfangin af glæsilegum manni, Árna Arnasyni, sem gefur henni hring. En þeim var ekki skap- að nema skilja. Árni fórnar ást sinni fyrir dýrmætustu eign þjóðarinnar, bækurnar, og Snæfríður velur held- ur þann versta en þann næstbesta. Örlög þeirra tvinnast þó saman með ýmsum hætti; þau eiga nætur sam- an í Skálholti og í Kaupmannahöfn en eru samt pólitískir andstæðing- ar. Samskipti þeirra eru því ekki öll á einn veg heldur einkennast af vissri togstreitu. Var næstum því dáin íslandsklukkan var fyrst sett á svið við opnun Þjóðleikhússins árið 1950. Halldór Laxness skrifaði sjálfur leikgerðina sem gefín var út á bók undir heitinu, Snæfríður íslandssól. „Þetta er hin klassíska leikgerð sögunnar,“ segir Bríet, „sú sem liggur öllum öðrum leikgerðum af skáldsögunni til grundvallar. Sjálf var ég svo heppin að vera á frumsýningunni á henni við opnun Þjóðleikhússins. Ég var bara krakki og var næstum því dáin því allt var svo stórkostlegt, húsið og sýningin." Verkið hefur síðan margoft verið sett upp, bæði í atvinnuleikhúsum og af áhugaleikhópum um allt land. Fyrir rúmum tíu árum leikstýrði Bríet uppfærslu á leikgerð Halldórs í nemendaleikhúsinu; þar lék Sigrún Edda Björnsdóttir Snæfríði unga en hún fer nú með hlutverk Snæfríðar. „Ég lék reyndar öll kvenhlutverk í uppfærslunni í nemendaleikhúsinu nema móður og konu Jóns Hregg- viðssonar," segir Sigrún Edda og skellir upp úr. Saga hins ljósa mans Sigrún Edda er á sviðinu allan tímann í hlutverki Snæfríðar enda er þetta umfram allt saga hennar. „Klassíska leikgerðin spannar öll þijú bindin," segir Bríet, „en stiklar náttúrlega á stóru fyrir vikið. Hún fer til dæmis mjög hratt yfir sögu í miðhlutanum, Hinu ljósa mani. Við förum hins vegar þá leið að einbeita okkur að sögu Snæfríðar. Við vörpum ef til vill ekki nýju ljósi á söguna en maður sér hana út frá öðru sjónarhorni. Þetta kostar vit- anlega miklar fórnir á bókinni, menn eins og Jón Marteinsson og Grindvíkingurinn koma ekki fram bara vegna þess að Snæfríður þekkti þá ekki.“ Sigrún Edda segir að þótt ýmis- legt detti út úr sögunni bætist líka ýmislegt við sé horft á hana frá þessum sjónarhóli. „Höfuðkostur þessarar leikgerðar er að hún er mjög heilsteypt; hún gefur mjög heilsteypta mynd af persónu Snæ- fríðar og hvernig hún og Árni vefj- ast inn í örlög hvors annars." „En við erum ekki að gera neitt nýtt“, bætir Bríet við, „við erum bara að segja söguna með annarri áherslu. Ég lít enda ekki á þetta sem sjálfstætt verk á neinn hátt heldur sem leikstjórnarhandrit.“ Stækkar mann En er það ekki mikil áskorun fyrir leikkonu að takast á við hlut- verk Snæfríðar? Sigrún Edda kveður já við því. „Ég lít svo á að það séu forréttindi og heiður fyrir mig að takast á við þetta verkefni. Þetta er mikill skáld- skapur og glíman við hann stækkar mann. Það er hins vegar oft svo að þegar af sviðinu er komið veit mað- ur ekki hvað maður á að gera af sér eða segja; öll okkar hversdags- legu orð virðast svo lítilvæg í sam- anburði við þennan skáldskap." En eru konur eins og Snæfríður til? „Já, þær eru að minnsta kosti til í skáldskapnum,“ segir Sigrún Edda. „Og þótt hún sé sérkennileg að vissu leyti þá skilur maður hana því hún er samkvæm sjálfri sér. Og saga hennar höfðar til okkar.“ Allir eiga að hafa lesið íslandsklukkuna! Aðspurð hvort það sé betra, eða jafnvel nauðsynlegt, að hafa lesið íslandsklukkuna áður en maður sér leikgerðina segir Bríet að það þurfi allir að hafa lesið þessa bók, hvort sem þeir ætli í leikhúsið eða ekki. „Og þeir sem eru ekki búnir að því eiga að drífa í því. Og ef sýningin verður erfið fyrir áhorfendur og þeir neyðast til að lesa bókina í framhaldi þá er það vel,“ segir Bríet og hlær. „Það er auðvitað ljóst að þessi leiksýning verður krefjandi fyrir áhorfendur enda er þetta marg- brotin saga,“ bætir Bríet við. „Hún mun hins vegar alveg örugglega skilja eitthvað eftir sig líka.“ Á þriðja tug leikara koma fram í sýningunni en í aðalhlutverkum auk Sigrúnar Eddu eru Pálína Jóns- dóttir, sem leikur Snæfríði unga, Kristján Franklín Magnúsar, sem leikur Assessor Arnas Arnæ- us/Árna Árnason, Þröstur Leó Gunnarsson, sem fer með hlutverk eiginmanns Snæfríðar, Magnús í Bræðratungu, Þorsteinn Gunnars- son, sem leikur vonbiðilinn sr. Sig- urð dómkirkjuprest, Sigurður Karlsson, sem leikur föður Snæ- fríðar, Eydalín lögmann, og Guð- mundur Ólafsson, sem leikur Jón Hreggviðsson. Frumsamin tónlist er eftir Jón Nordal. Búninga hannaði Messíana Tómasdóttir og leikmynd gerði Stígur Steinþórsson. Lýsingu ann- ast Davíð Walters. Meistaralegnr leikur ljóss o g skugga BðKMENNTIR Skáldsaga ANGELS OF THE UNI- VERSE Angels of the Universe (Englar al- heimsins) eftir Einar Má Guðmunds- son. Ensk þýðing Bemards Scudd- ers. Útgefandi Shad Thames. 1995. HVER getur haldið fullum söns- um í vitskertum heimi er spurt í „Englum alheimsins“ og svarið er þetta: Þeir geðveiku, sem hafa flúið inn í sjálfa sig, og bömin, sem heim- urinn hefur ekki enn náð að spilla. í skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar um dreng, sem vex úr grasi og verður geðveikinni að bráð, er bijálsemi heimsins'tekið sem allt of sjálfsögðum hlut. Aftur á móti lýsir hún gleði æskunnar og dapur- legu hlutskipti geðsjúklingsins á kíminn og nærfærinn hátt, sem kitl- ar ímyndunaraflið. Það er gömul klisja í bókmenntum að útmála bemskuna sem eins konar töfraveröld. Nægir í því sambandi að nefna „Le Grand Neaulnes" eftir Alain-Foumier, „Tom Sawyer" eftir Mark Twain, .bámið í sögu Words- worths, sem kemur í heiminn á dýrð- arskýi, og þessi upphafsorð E.P. Hartleys: „Æskan er annar heimur." Og mörg ljóð eftir William Blake. Sú hugmynd, að geðsjúkt fólk sé gætt sérstakri innri birtu er líka gamalkunn og skýtur meðal annars upp kollinum í „Hjartakóngnum“, kvikmynd, sem var vinsæl fyrir 30 árum. Fyrir rithöfundinn getur það verið jafn erfitt að forðast klisjumar og fyrir fjallgöngumanninn að forðast Everest. Klisjurnar eru leiðsögu- mennimir, sem smala okkur saman í anddyri Parþenons, Meyjarhofsins. Ráðið er ekki, þvert ofan í það, sem sjá má í mörgum annars flokks, síðmódernískum verkum, að sleppa Parþenon og skoða í staðinn gríska plastverksmiðju, heldur að fínna sinn eigin inngang. Yfírleitt fer Einar Már sínar eigin leiðir og fínnur sinn eigin inngang. Einu sinni eða tvisvar kann lesandinn að finna fyrir leið- sögumannseinkennunum. Geðsjúkl- ingur, sem kallar sig Baldvin Breta- kóng, kjáir utan í Pál, sögumanninn og aðalpersónuna, þegar hann er barn í vagni og segir, að yfír honum vaki englar. Fulltíða maður, eftir margar ferðir á geðspítalann og eft- ir hafa verið í strætinu, hittir Páll Baldvin aftur og fær þessa kveðju: „Þú hefur ekki gætt englanna þinna.“ Þetta má kalla innsæi með ábæti (alltaf dálítið freistandi þegar skrifað er um böm og geðsjúklinga). Svona eins og til að slá botninn í aðfínnslurnar má líka nefna, að lesandinn fær ekki næga tilfinningu fyrir ástæðum sálarbrestsins, sem hrekur Pál af leið. Til að skilja og finna til samúðar með örlögum hans þarf maður að skynja með einhveij- um hætti þá myrku martröð, sem að baki býr. í sögunni er ástæðan miklu áþreifanlegri: Hættan á heims- stríði og sú táknræna tilviljun, að Páll var fæddur í sömu viku og ís- land gekk í NATO. Þetta er hug- mynd, jafnvel hugmynd, sem má veija, en ekki mjög skáldleg. Einari Má tekst í það minnsta ekki að gera hana það. Henni má líkja við veigalít- inn ramma um merkilegt málverk. Skáldsaga Einars Más Guð- mundssonar er málverk í bestu merkingu þess orðs. Myndirnar, sem hann dregur upp, eru eftirminnileg- ar, margar ógleymanlegar. í fyrsta hluta bókarinnar um æskuár Páls eru litirnir bjartir en jafnvel þar gægist fram grunurinn um myrkrið. Strax í fyrstu setningunni er minnst á “Klepp, geðspítalann sem stendur einsog risastór höll við hafið“. Að tengja saman mynd af höll og geðspítala er hluti af þeim meistara- lega leik að ljósi og skugga, sem sagan býður upp á: Hve skelfileg er ekki veröldin ef hæli hinna geð- veiku býr yfir þvílíkri reisn. Síðan segir frá Páli, litlum dreng, sem stendur einn regngráan þoku- dag fyrir utan heimili sitt og horfir — í þessu eilífa tímaleysi æskunnar — á “húsin og pollana". Þá kemur maður út úr einu hús- anna, sveittur og eins og á barmi örvænting- ar, og með honum son- ur hans, sem hann ýtti á undan sér eftir göt- unni. Hann var að fara með hann á Klepp. Augu drengsins virtu fyrir sér það, sem gerð- ist á götunni, og í þeim spegluðust hans eigin örlög. Kleppur skýtur upp kollinum í endurminn- ingum drengsins hér og þar, ekki þannig, að hann sé þar einhver miðpunktur, heldur sem hluti af landslaginu. Hann og vinir hans leika sér þar í grenndinni. Einu sinni ýta þeir frá landi á pramma og þegar þokan leggst að er það göm- ul kona, vistmaður á Kleppi, sem gerir viðvart um þá. í annað sinn kemur lögreglan með nýjan sjúkling en Daníel og Skúli, sem seinna verða bílasalar, hafa mestan áhuga á að skríða undir lögreglu- bílinn til að skoða hjóla- búnaðinn og púströrið. Æskan er tími upp- götvananna. Páll og vinir hans flakka um holtin og móana fyrir ofan Reykjavík eins og væru þeir einir til ásamt veröldinni. Framtíðin birtist í til- viljanakenndum mynd- um, sem lýsa eins og leiftur í hugskoti barnsins. Skúta siglir inn og Siggi er heillað- ur; hann mun seinna fara á sjóinn. Á prammasiglingunni segir Gulli í gamni, að rauður kollurinn á tveim- ur drengjanna muni áreiðanlega lýsa í gegnum þokuna; hans bíður að leggja fyrir sig málaralist. Höfundinum tekst ekki jafn vel upp þegar hann segir frá unglings- árum Páls og sumarið í sveitinni og manndómsvígsla hans með bóndadótturinni er eins og ofnotað Einar Már Guðmundsson stef. Það sama á við um sársauka- fullt ástarsamband hans og hástétt- arstúlkunnar, sem þykist vera í uppreisnarhug en hafnar honutn síðan til að taka saman við háskóla- félagana. Lýsingarnar á lífinu með öðrum utangarðsmönnum sýna hins vegar vel ömurleikann og óbærilega þjáninguna. Þegar frásögninni víkur að vist Páls á Kleppi öðlast hún aftur fyrri ljóma og lit, grunnurinn dökkur og gleypir loks alla myndina. Hann dregur upp myndir af öðrum sjúkl- ingum: Pétri, sem segist hafa feng- ið doktorsgráðu við háskólann í Peking fyrir ritgerð um Schiller og safnar skuldum með því að hringja til Kína og Þýskalands til að reyna að sanna sitt mál; af Viktori, sem er sannfærður um, að hann sé Adolf Hitler; Ola, sem gengur heim að Bessastöðum, fær kaffi hjá forset- anum og fær hann til að fallast á, að hann taki næst við embættinu. Forsetinn _ samþykkir meira að segja, að Qli fái bilinn nokkru fyrr. Þetta er gamanleikur, sem býr sér til sinn eigin heim eins og börn- in, þetta er hryllingur. í einni setn- ingu birtist endurminning frá spít- alavistinni. Það er kalt, í íjarska byltast hvítir öldufaldar á svörtum sjónum og ljósin glitra í myrkrinu. Inni eru “kuldaleg ljósin á ganginum og augu konunnar í gættinni, kulda- leg lyfin á bakkanum". Þannig er teikningin og Einar Már Guðmundsson lýkur henni með meistaralegu málverki, sem tengir saman geislaglóð æskunnar og tóm- ið, sem mun gleypa hann. Berg- steinn, faðir Gulla, vinar hans (mál- arans tilvonandi), var sjálfur aðdá- andi listagyðjunnar og fór um helg- ar út í náttúruna að mála. Hann var raunsæismaður — það voru flugur í kyrralífsmyndunum hans — og Kleppur átti sinn stað í því við- fangsefni, sem honum þótti vænst um. Málverkasalinn, sem dáist að verkum Bergsteins, spyr hvort hon- um detti í hug, að nokkur heilvita maður vilji hafa Kleppsspítala hang- andi uppi á vegg hjá sér. “Kleppur er alls ekki ósnotur bygging, ekki svo ólík höll,“ svaraði málarinn og neitaði að setja kú í staðinn. Þetta eru björtu tónamir í mál- verki Einars Más, listilega dregnir: Gamanleikur ásamt nöpru háði. (Fyr- ir alla muni, felum ekki aðeins ljót- leikann í veröldinni, heldur líka það, sem vitnar um hann, Klepp). Dökku tónarnir, kolsvörtu tónamir, birtast á léreftinu aðeins íjómm blaðsíðum síð- ar. Aftur koma málverkin hans Berg- steins upp í hugann en ekki eins og einhver æskuminning. í köldu, hvítu herberginu á Kleppi reynir Páll að imynda sér með hvaða pensildráttum lífið er litað. í hrollköldu en meistara- legu máli, sem steypir saman bam- æsku og bijálsemi og lifandi dauðan- um í milli segir hann okkur: “Ég virði fyrir mér víðáttumar, sé svartan sjóinn, myrkrið, kuldann og ljósin. Nú er ég inni í höllinni, sem Bergsteinn stóð og málaði þegar sól- in skein, innan hringsins, bak við myrkrið í gluggunum, handan pensil- dráttanna.“ Richard Eder

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.