Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF RHESUSAPAR glíma við reiknispróf rannsóknarmanna. Apar taka próf í reikningi og þykja standa sig vel RHESUSAPAR eru betri í reikn- ingi en smábörn, samkvæmt nýjum bandarískum rannsóknum, en þeir eru apategund, lifa aðallega í Asíu og eru af ætt markatta. Niðurstöð- urnar gefa til kynna að hæfileikinn til að draga frá og leggja saman hafi komið fram snemma í þróun- arsögunni og hafi verið undanfari þróunar tungumálsins. Marc Hauser sérfræðingur i vís- indum hugarstarfsins við Harvard háskólann, telur að hæfileikarnir til að tala og reikna hvíli á sömu lögmálum. Báðir felast í hugrænni útleggingu eftir reglum talnareikn- ings og málfræði. Hauser vildi grafast fyrir um hvort hæfileikinn til að reikna hafi þróast á undan tungumálinu. Smábörn byija að hjala og mynda málhijóð fyrirhafnarlaust og hafa til að bera lágmarkshæfni í reikningi. Þau undrast drykklanga stund við aðstæður sem virðast stærðfræðilega ómögulegar. Dæmi: Barn situr með tvær dúkkur sem eru svo settar bak við tjald. Þegar tjaldinu er lyft liggur bara önnur dúkkan á gólfinu. Viðbrögð barnsins sýna að því finnst eitthvað athugavert við þetta. Rhesusapar betri í reikningi en börn undir 10 mánaða Eldri rannsóknir hafa sýnt að önnur fremdardýr búi einnig yfir góðri hæfni í reikningi. Árið 1989 birti Sally Boysen við Ohio State háskólann í Columbus niðurstöður um að simpansar gætu lært að telja upp á átta. Þess ber að geta að langt nám lá að baki þessari kunnáttu apanna. Hauser, aftur á móti, hafði meiri áhuga á ólærðri viðleitni hins nána ættingja manns- ins; apans. „Sér dýrið aðeins banana?“ spyr Hauser, „eða getur það hugsað eitt- hvað á þessa leið: „Þarna er einn banani og ef ég næ öðrum, þá verða þeir tveir?““ Hauser ákvað því að endurtaka tilraunina með dúkkun- um tveimur fyrir rhesusapana. Marc Hauser fór ásamt rann- sóknarfólki frá Harvard og Rad- cliffe College í Cambridge, Mass- achusetts til eyjarinnar Cayo Sant- iago í nánd við Puerto Rico, til að rannsaka rhesusapa. Rannsóknarfólkið notaði hvert tækifæri til að leggja reiknispróf fyrir apana. Stórum botnlausum kassa var stillt upp og inn í hann settar tvær eggaldinjurtir, en ap- arnir lifa á ávöxtum. Hula var svo lögð yfir og svipt aftur af en þá kom í ljós að önnur plantan var horfin. Þrettán fullorðnir apar sem upp- lifðu þennan galdur störðu furðu- lostnir og helmingi lengur en 48 félagar þeirra sem sáu aðra jurtina hverfa. Aparnir urðu einnig undr- andi við aðrar tilraunir sem byggð- ust á svipuðum galdrafrádrætti til- raunamanna. Mannanna börn ná ekki svona reiknisprófum í frá- drætti fyrr en um tíu mánaða ald- ur, að sögn Hausers. Leiðir forfeðra manna og rhes- usapa á þróunarveginum skildu fyrir meira en tíu milljón árum og rannsóknir á meðfæddri reiknis- kunnáttu sýna að hæfileikinn til að telja hefur þróast fyrir þennan aðskilnað, að mati Hausers. Hvaða hæfileiki kom manninum á sigurbrautina? „Nú hefur komið í ljós að óþjálf- uð dýr eru næm á tiltekinn fjölda hluta í umhverfi sínum og það er þýðingarmikil niður- staða,“ segir Sally Boysen um rannsókn Hausers. Hún vill samt gera fyrir- vara við að um „frádrátt“ og „samlagningu" sé að ræða hjá öpunum, og láta hann standa þangað til tilraunirnar hafa verið endurteknar nógu oft og fjölbreytileikinn verði meiri. Hauser er sammála því að endurtaka verði þessar til- raunir á hæfileika apa til að reikna. „En ef hæfileikinn til að reikna einföld dæmi er almennur meðal fremdardýra,“ segir hann, „verða vísindamenn að leita að öðrum hugrænum hæfileika en þessum, sem skýringu á aðskilnaði manns frá sínum nánustu ættingj- um í náttúrunni á sínum tíma.“ En hæfileiki mannsins á sviði stærðfræði hefur einmitt verið til- nefndur sem ástæða fyrir sigur- braut mannsins á jörðinni. „Ef það var ekki þessi einfalda reiknishæfni sem gerði gæfumuninn milli manns og annarra æðri spendýra, hvað var það þá? spyr Hauser að lokum. New Scientist, marz 1996 „ÉG ER ein af þeim sem geng meðfram veggjum þegar einhver mér tengdur missir ástvin sinn,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, eig- andi Hugmynda- og hönnunarstofu Ragnheiðar og lætur fara vel um sig í djúpum, grænum sófa á Hót- el Borg. Falleg, gamaldags hús- gögnin og rauðir veggirnir gefa salnum rólyndislegan blæ og mynda hlýlega umgjörð utan um glæsilega konu. Ragnheiður er að segja frá sorg- ar- og samúðarmerki sem hún hannaði _og var sett á markað í vetur. „Ég vildi þess vegna geta borið eitthvað á mér sem sýndi syrgjendum að ég væri með þeim í sorginni, að ég samhryggðist þeim,“ segir Ragnheiður og bætir við að það geti einn- ig auðveldað fólki sem syrgir að nálgast fólk og ræða um sorgina ef það ber merkið á sér. Flestir hafi ríka þörf fyrir að tala um sorgina og þann sem syrgður er og merkið geti hjálp- að til við að bijóta ísinn. „Við eig- um svo mörg orð og látbragð til að tjá gleðina. Gleðin og sorgin eru systur en samt verðum við orðvana þegar sorgin kveður dyra.“ Vogun vinnur... Ragnheiður starfaði áður sem búningahönnuður hjá Stöð 2 og við ýmsar sjónvarps- og kvikmynd- ir, svo sem Karlakórinn Heklu, Nonna og Manna og Börn náttúrunnar. Fyrir einu ári langaði hana að breyta til og finna sér eitthvað - nýtt að gera. „Vinkona mín var að stofna fyrir- tæki og ég ákvað að leigja með henni skrif- stofuaðstöðu. Hún spurði mig hvað ég ætlaði að fara að gera og ég sagðist finna eitthvað,“ segir Ragnheiður sem var hvergi bangin þó hún á þessum tíma væri nýbúin að kaupa sér fokhelda íbúð og væri ein- stæð móðir þriggja unglinga. „Ég er í rauninni að selja á mér hausinn. Ég fæ hugmyndir, kem þeim á framfæri og hrindi þeim í framkvæmd. Ég hef aidrei tekið námslán og ákvað að stofnun fyrirtækisins yrði minn skóli. Ég tók lán til að koma mér af stað og ákvað að gefa mér tvö ár í þetta. Ef reksturinn gengur ekki upp greiði ég bara af lánunum eins og hveijum öðrum námslánum." Fyrir mörgum árum fór hún á námskeið í stofnun fyrirtækis hjá í rúmið með Ralph Lauren ÞAU rísa úr Ralph Lauren rekkju voðum, slétta úr Calvin Klein rúm- ábreiðunni, hengja Lacroix-nátt- sloppana á Gaultier-herðatrén, fara í sturtu, þurrka sér með Dior-hand- klæðum, íeggja borðdúkinn frá Ninu Ricci á borðið og drekka kaffi úr Versace bollum. Slík morgunstund þykir sumum efalítið merki um fágun og smekkvísi, enda prýða nöfn fræg- ustu tískuhönnuða heims áhöld og húsbúnáð. Gúrúar hátískunnar eru í auknum mæli að færa út kvíarnar og láta til sín taka við hönnun af ýmsu tagi. Húsbúnaður og húsgögn er þeim hugleikið viðfangsefni og trúlega er framleiðsla slíks varnings ágætis búbót, a.m.k. veltir bandaríski tísku- kóngurinn Ralph Lauren um 500 milljónum dollura á ári á svokallaðri heimilislínu sinni. Landi hans, tísku- hönnuðurinn Calvin Klein, sagði ný- verið að hátískuiðnaðurinn hefði lengi verið í dauðateygjunum enda tímdi fólk ekki að borga eins mikið fyrir fatnað og áður. Christian Lacro- ix telur að þeir sem hanni tískufatn- að þurfi einnig að huga að. öðrum þáttum eins og hvernig fólk prýði híbýli sín. Hér gefur að líta nokkur sýnishorn af hugmyndum þeirra, sem lengst af hafa lagt línurnar varðandi fata- tísku karla og kvenna. ■ Iðntæknistofnun og segist hún búa að því nú. „Þar fékk maður innsýn í ýmislegt sem ekki gleymist, ekki frekar en að maður gleymir því hvernig á að hjóla hafi maður einu sinni lært það.“ Allur ágóöi rennur tii líknarmála „Mig hafði lengi langað að koma almennu sorgar- og sam- úðarmerki á framfæri og ákvað að byija á því,“ segir Ragnheið- ur enda hafði hugmyndin að merkinu verið fullmótuð í kollinum á henni í mörg ár. Hún þurfti því aðeins að fara á stúfana og leita að rétta efniviðnum, borða, nælu, spjaldi til að tylla merkinu í og söluramma. Síðan tók það átta mánuði að koma hugmyndinni á framfæri. Fangar í kvennafangels- inu í Kópavogi setja merkið saman en Styrktarfélag krabbameins- sjúkra þarna, Lionsfélagið Njörður og Hjálparstofnun kirkjunnar sjá um dreifingu þess og fá allan ágóða af sölunni. „Vjð höfum mjög hrein verka- skipti,“ segir Ragnheiður. „Ég sé um alla framkvæmdahlið málsins, styrktarfélagið sér um dreifingu merkisins á bensínstöðvar, Njörður um blómaverslanir og hjálpar- stofnunin sér um söluna í kirkju- húsinu og víðar. Seljendurnir taka ekkert fyrir söluna. Síðan höldum við fundi mánaðarlega þar sem við förum yfir gang mála.“ Hvergi til nema hérlendis Ragnheiður hefur í hyggju að koma merkinu á framfæri víðar og hefur nú þegar sótt um hönn- unarleyfi í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og Bandaríkj- unum. „Svona merki er hvergi til í heiminum nema hér en ég vona að íslendingar kunni að meta það, gangi á undan með góðu fordæmi og noti það. Merkið kemur í stað- inn fyrir svartan sorgarklæðnað sem við erum að mestu hætt að Hugmyndirnar svífa í andrúmsloftinu og það er bara spurning hver nær að grípa þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.