Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Umhverfismál hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Virkjun vatnsafls norðan Vatna- jökuls og sala á raf- magni um sæstreng til Evrópu hefur vakið margar erfiðar spum- ingar um viðhorf okkar tii hálendisins. Gunnar Hersveinn kynnti sér áætlanir og ólík viðhorf manna gagnvart réttinum til að beisla kraftinn og hafa þannig meiriháttar áhrif á staði og dýralíf. „ Morgunblaðið/RAX JÖKULSA á Fjöllum andartaki áður en vatnið steypist niður Dettifoss. Virkjun árinnar hefur óhjákvæmilega áhrif á rennslið. ÍSLENDINGAR standa frammi fyrir stórri spurningu sem erfitt er að svara til fulls: „Eigum við að virkja vátnsaflið norðan Vatnajökluls; Jök- ulsá á fjöllum og Jökulsá á Brú?“ Áhrifin eru víðtæk, meðal annars á gróður, fossa, hreindýr, heiðagæs, Dettifoss, ferðamennsku, Lagarfljót og strendur Héraðsflóa og Öxar- fjarðar. Orkugeta Jökulsánna er álíka og öll önnur vatnsorka sem nú er virkj- uð á íslandi, eða um 4.000-4.500 gígavött á ári. Orkuna má nota und- ir nýja stóriðju eða selja hana gegn- um sæstreng til Evrópu. íslendingar er nú bæði í sam- starfi við Hollendinga (Icenet) og Skota um möguleika á útflutningi raforku um sæstreng. Þetta er tæknilega framkvæmanlegt og talið fjárhagslega hagkvæmt miðað við horfur í markaðsmálum. Áhugi er- lendra þjóða á íslenskri raforku hef- ur farið vaxandi á undanfömum árum og erlendir fjárfestar ættu að öllum líkindum eignarhlut í virkj- unum. íslendingar gætu verið búnir að hagnýta orkulindir sínar í stórum stíl eftir 10-15 ár. Hinsvegar eru skiptar skoðanir um hvort þeir ættu að gera það. Verðum að nýta orkulindir til að uppfylla kröfur um lífsgæði Jakob Björnsson orkumálastjóri sagði á ráðstefnu Verkfræðingafé- lags íslands um virkjanir norðan Vatnajökuls á síðasta ári að íslend- ingar þurfi að nýta allar tiltækar auðlindir í landinu til að halda hlut sínum og dragast ekki aftur úr ná- grannaþjóðum sínum efnahagslega. Hann sagði að tilgangurinn væri að styrkja til frambúðar efnahags- grundvöll okkar og búsetu í landinu, annars gæti farið fyrir okkur eins og Færeyingum og landflótti brysti á. Aðrir telja að um of áhættusama starfsemi sé að ræða sem gæti koll- steypt efnahag landsins. Einnig væri ímynd Islands um ósnortið há- lendi í hættu. Meðlimir áhugahóps um verndun hálendis íslands hefur ályktað um virkjanir norðan Vatnajökuls og sagt að framkvæmdirnar muni ganga freklega á náttúruauðlindir landsins. Náttúrulindirnar væri nær að nota ósnortnar í þágu ferðaþjónustunnar, og þannig mætti koma í veg fyrir tjón á til dæmis Dimmugljúfrum við Kárahnjúka og Dettifoss. Einnig er bent á neikvæð áhrif á fisk- og ræk- justofna við Öxarfjörð og Héráðsflóa en þangað renna Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal. í skýrslu sem iðnaðarráðuneytið gaf út árið 1994 „Virkjanir norðan Vatnajökuls" stendur að Alþingi hafi heimilað miðlunarlón á Eyja- bökkum árið 1981 og að virkjunar- leyfi ráðherra liggi fyrir. „Fljótsdals- virkjun með miðlun á Eyjabökkum er sem stendur eini stóri virkjunar- kosturinn sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara." Gert var ráð fyrir að lónið gæfi 11-1.200 gígavoltsstundir en hugsanlega mætti hækka það og breyta í 3.000 gígavoltstundir. Mikilvægt land fyrlr heiðagæsir og hreindýr? Gagnrjmi á þessa virkjun snýst mest um að þarna er mesti fjöldi heiðagæsa í sárum í heiminum, en 13.000 gæsir hafa talist þar. Svæðið hefur verið sagt ein gröðursælasta vin hálendisins og hafi alþjóðlegt verndunargildi. Umhverfismats hef- ur verið krafist en gallinn er að lög um umhverfismat voru ekki sam- þykkt fyrr en 1993. En við umhverf- ismat er leitað til sem flestra til að vega og meta áhrif virkjunarfram- kvæmda á mann og náttúru. Næsti virkjunarkostur er Jökulsá á Brú og Hálslón yrði til, en það myndi færa í kaf helsta burðarsvæði hreindýra á íslandi. Þegar hreindýr voru flutt til landsins var þeim dreift á suðvesturhornið, í Mýrasýslu, Þin- geyjarsýslu og 1787 til Vopnafjarð- ar, en það eru einu dýrin sem eftir lifa. I hörðum árum er eini auði blett- urinn í Hálsinum, þar sem lónið er ráðgert, staðurinn sem kýrnar bera. Skrúfað frá rennsli í Dettifoss yfir sumartímann Arnardalslón mundi myndast ef Jökulsá á Fjöllum verður virkjuð og áhrifin af rennsli í Dettifoss myndu minnka verulega en áætlanir miða þó að því að tryggja lágmarks- rennsli um fossinn á 70 daga tíma- bili yfir sumartímann. Rennslinu yrði með öðrum orðum stjómað. í skýrslunni um virkjanir norðan Vatnajökuls stendur að „Yrði ákveð- ið að virkja Jökulsá á Fjöllum mætti hugsanlega beina rennsli betur um fossinn með aðgerðum ofar í farveg- inum þannig að útlit hans þurfi ekki að breytast mikið við það sem það er nú þótt sumarrennslið minnki." Ef Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú verða virkjaðar er gert ráð fyrir að árfarvegi þeirra verði breytt og vatninu miðlað út í Lagarfljót. Þetta hefur meðal annars í för með sér að Jökulsá á Fjöllum hættir að renna í Öxarfjörð og Jökulsá á Dal í Héraðsflóann. Miðlunarvatnið færi í Héraðsflóann um Lagarfljót sem þyrfti að dýpka neðan við Lagar- fljótsbrú, ofan flóðgáttanna við Lag- arfoss og rýmka fai-veginn við Straum. Einnig að gera nýja virkjun við Lagarfoss. Þannig mætti stýra vatnsborðshæðinni í fljótinu. Sjórinn í Öxarfirði og Héraðsflóa næði undirtökunum og naga landið til dæmis um 600 metra á 100 árum við Héraðsflóa. Heimamenn hafa töluverðar áhyggjur af þessum áhrif- um og að breyta Lagarfljóti í miðlun- arvatnsrennsli og hafa spurt um áhrifin á hitastigið og gróðurinn. Einnig að með breyttum farvegi hverfi ein fallegasta fossaröð lands- ins frá Eyjabakkafossi undir Snæ- felli niður í NorðurdaH Fljótsdal. Gildi öræfanna í íslenskri þjóðarvitund STARFSMENN Siðfræðistofnun- ar Háskóla íslands hafa undanfar- in ár sinnt nokkuð umhverfissið- fræði, og meðal annars staðið fyr- ir ráðstefnu um siðfræði náttúr- unnar og gefið út bókina Náttúru- sýn árið 1994. Einnig hafa þeir haldið kvöldnámskeið um hugtok þessarar siðfræði. Páll Skúlason, heimspekingur og forstöðumaður Siðfræðistofn- unar, hefur hugsað um þessi orku- mál. Hann segir verkvit mannsins komið Iangt fram úr siðvitinu, og því sé þörf að hægja á. „Hagsmun- ir komandi kynslóða felast meðal annars í að við gerum ekki of mikið,“ segir hann. „Verksvitið spyr: Af hverju ekki að gera það sem við getum fyrst við höfum tæknina, en siðvitið spyr aftur á móti um rökin.“ Réttur komandi kynslóða og annarra lífvera „Við þurfum að velta fyrir okk- ur gildi óbyggðanna í íslenskri þjóðarvitund. Landið, öræfin, mót- ar hugsun okkar meira en við átt- um okkur á. Ef hálendið er lagt undir virkjanir, er það grundvall- arbreyting gagnvart íslendingn- um sem upplifir sig í landi villtrar náttúru sem hann hefur ekki vald yfir. Þess vegna þurfum við að spyija: Hvernig viljum við að börnin okkar upplifi landið? Hafa þau ekki líka rétt til að vera með í ákvörðunum sem spjúa að því að virkja náttúruna?“ Páll telur engan hafa skilyrðis- lausan rétt til eins eða neins gagn- vart umhverfinu og þvi þurfi að spyija um rétt annarra lífvera. „Það þarf að ríkja virðing gagn- vart lífverum og stöðum, og við þurfum að hafa virkilega góðar ástæður til að breyta einhveiju í lífkerfinu. Þekking okkar til verklegra framkvæmda er mikil og við vitum nú meira um afleiðingar gerða okkar en áður. Þess vegna eigum við ekki að láta skammtímahags- muni ráða. Líf-, verndar- og frið- arstefna þarf að ríkja, annars getum við glatað verðmætum end- anlega." Páll segist ekki vera á móti virkjunum á hálendinu, heldur Ljósmynd/Skarphéðinn Þórisson HREINTARFUR á Fljótsdalsöræfum. te(ji hann rétt að fara sér hægt og hugsa til hlítar um gildi þess sem tapast. Hann segir hentugt að skipta skynjun okkar á náttúr- unni í þrennt: Huglæga vitund sem vi(ji njóta hennar, verklega sem vi(ji leggja hana undir sig og sið- fræðilega sem vilji skilja manninn sem hluta af henni. Tvísýn hugsun í stað einsýnnar í grein sinni Maðurínn íríki núttúrummr hafnar Páll Skúlason einsýnum eða róttækum viðhorf- um til manns og náttúru sem snú- ast annars vegar um að upphefja manninn úr náttúrunni og hins- vegar uin að njörva hann niður í hana: „ Allt orkar tvímælis, og ein- göngu tvísýn hugsun, hugsun sem kann að skoða hlutina frá tveimur andstæðum sjónarmiðum, er lík- leg til að ráða við úrlausnarefni manna á sviði náttúru- og menn- ingarmála." ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.