Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 B 3 DAGLEGT LÍF einnig les- og skrifblind og að hún hafi þurft að beijast lengi fyrir því að þörfum þeirra væri sinnt í skóla. Árangur af þeirri baráttu segist hún sjá fyrst nú þeg- ar yngsta barnið hennar er komið í menntaskóla. Ragnheiður segist hafa verið svona hugmyndarík frá því hún man eftir sér. Hún á sjö hálfsystkin og tvær alsystur og segir að þau sé öll miklu jarðbundn- ari en hún. Hún ólst upp ásamt alsystrum sínum hjá móður sinni en föður sinn missti hún þegar hún var barn. „Ég tók snemma að mér karimannshlutverkið á heimilinu, lagaði það sem laga þurfti, skipti um perur og lagaði pípulagnir. Mér hefur alltaf fundist ég skilja karlmenn betur en konur. Konur fara oft í kringum hlutina en karlar ganga beint til verks og það hentar mér betur,“ segir Ragnheið- ur sem er þó afar kvenleg kona. Morgunblaðið/Kristinn „Ég vildi geta borið eitthvað á mér sem sýndi syrgjendum að ég samhryggðist þeim,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, eigandi Hug- mynda- og hönnunarstofu Ragnheiðar. ganga í þegar við förum að jarðar- förum eða syrgjum. Það að bera svona merki er í raun alveg sam- svarandi því að kveikja á kerti í minningu látinna.“ Hugmyndirnar svífa allt um kring , Ragnheiður segist hafa mikið af hugmyndum í pokahorninu sem hún eigi eftir að koma á framfæri en einhverra hluta vegna snúa margar þeirra að líknarmálum. Sumar hug- myndirnar segir hún að séu þess eðlis að það sé ekki tímabært að ýta þeim úr vör fyrr en eftir nokk- ur ár, aðrar séu tilbúnar og hún sé að vinna að því að koma þeim á framfæri. „Þetta er eins og með- ganga og fæðing og meðgangan er mismunandi löng. Síðan fæðist hugmyndin og þá þarf að finna henni réttan farveg,“ segir hún og bætir við: „Það er eins og nýjar hugmyndir svífi um í andrúmsloft- inu og bara spurning hver nær að grípa þær. Oft fæ ég hugmyndir sem eru ekki tímabærar. Fyrir nokkrum árum fékk ég til dæmis þá hugmund að steypa engla úr gifsi og mála þá gyllta. Ég keypti mér latex og eyddi Gúrúar hátískunnar eru í auknum mæli að færa út kvíarnar og láta til sín taka við hönnun af ýmsu tagi. drjúgum tíma í að búa til mót til að steypa þá í og síðan reyndi ég að koma þeim á framfæri við litlar undirtektir. Tveimur árum síðar var síminn minn rauðglóandi því allir vildu kaupa englana. Þá var ég löngu hætt að hugsa um þá. Oft fæ ég hugmyndir sem ég held að sé búið að koma á framfæri. Síðan sé ég þær löngu seinna sem ein- hveija nýjung og hugsa með sjálfri mér: Hvað, var ekki búið að finna þetta upp fyrir löngu?“ Þá segir hún að hugmyndir sem hún fái séu venjulega fullskapaðar en erfiðast sé að koma þeim sem og allri nýsköpun á framfæri. Treystir innsæinu Ragnheiður segist ekki vera í minnsta vafa þegar henni finnist hún hafa fengið góða hugmynd. „Ég veit hvenær hugmynd ér full- mótuð, ég get treyst innsæinu og ég geri það.“ Þennan eiginleika telur Ragnheiður að hún eigi að þakka það að hún er bæði les- og skrifblind. Það hefur aldrei háð henni en hún segir að tvö af bömuin sínum séu Handrit og herðatré Og veganestið úr móður- húsum hefur nýst henni vel. Hún hefur tekið sér margt fyrir hendur á lífsleiðinni, allt frá hárgreiðslu til hótelstjórnunar. Um tíma rak hún ráðningaskrifstofuna Vettvang í félagi við vinkonu sína auk fyrirtækisins Vörumiðlunar sem sá um kynningar á vörum í verslunum. Dag einn var komið frá Sjónvarpinu með handrit og herða- tré og hún beðin um að hanna búninga fyrir sjónvarpsþátt. Hún lét slag standa og breytti fyrirtækj- unum í saumastofu á kvöldin. Það varð úr að vinkonurnar báðar snéru sér að búningahönnun og nú hefur Ragnheiður enn skipt um starfsvettvang. Hönnunin á hug hennar allan og nýjar hugmyndir fæðast á degi hveijum. í næsta sal Hótel Borgar er Helga Möller, farin að syngja lög Marilynar Monroe og fleiri góðra kvenna við undirleik píanós og kontrabassa. Enn einn dagurinn er að kvöldi kominn og mál til komið að tygja sig til brottfarar. En það er erfitt, stólarnir eru djúp- ir, söngurinn fallegúr og gaman að spjalla við fólk sem hefur svona mikla orku eins og Ragnheiður. ■ mhg AÐ OFAN frá vinstri svefnherbergi að hætti Calvin Klein, lampi frá Jean Char- les de Castelbajac og náttsloppar og handklæði frá Lacroix. Á HINNI síðunni frá vinstri diskur frá Gianni Versace, rekkjuvoðir frá Ralph Lauren, rúiná- breiða frá Versace, stóll frá Jean Charles de Castelbajac og glös hönnuð af Calvin Klein. 40% fæðunnar fita en samt verða þeir manna langlífastir í álfunni LANGLÍFI Grikkja í sveitum og á Krít er talið eiga rætur að rekja til fjölbreytilegs mataræðis segir í The European Magazine nýverið. Slíkt langlífi þekkist ekki annars staðar í Evrópu. Dr. Serge Renaud faralds- fræðingur segir að fylgnin milli lang- lífis og neyslu svipaðra fæðutegunda þar um slóðir sé óyggjandi vísbend- ing um hollustu fæðunnar. Dr. Re- naud hefur rannsakað mataræði í löndunum við Miðjarðarhafið og er jafnframt höfundur bókarinnar „Le régime santé“ sem þýða mætti sem „Heilsumegrun" sem senn kemur út í Englandi. Fitan innbyrt með osti og jógúrt í rannsókn sem gerð var á Krít og þremur þorpum í grennd við Aþenu kom, öllum til undrunar, í ljós að maturinn var afar fituríkur. Daglegur kaloríuskammtur hvers íbúa var að jafn- aði um 40% fita, sem er langt umfram þau mörk sem kveður á um í leiðbeiningarritum um næringarfræði. Mestur hluti fitunnar var innbyrtur með osti og jógúrt en afar lítill hluti með smjöri og n\jólk, og kann sú sam- setning að ráða úrslit- um varðandi langlífið. Vísindamenn geta enn ekki skýrt hvers vegna hinar ýmsu afurðir úr mjólkurkúnum hafa mismunandi áhrif. Dr. Renaud giskar þó á að breytingar sem verða við geijun á jógúrt og osti kunni að vera skýringin. Dimitrios Trichopoulos, sem vann að rannsóknunum, telur að laktósi, sem er prótín í mjólkinni, hafí einhver áhrif. Hollt mataræði talið yfirbuga óhollustu reykinga Hvað sem veldur langlífinu þykir ljóst að mataræði hefur mikil áhrif. Finnar, sem hafa hæstu tíðni hjarta- sjúkdóma í Evrópu, drekka fjórum sinnum meira af mjólk og neyta jafn- framt fjórum sinnum meira af smjöri en Grikkir. Rannsókn Trichopoulos leiddi í ljós að margir þátttakendur hátt á áttræðisaldri voru keðjureyk- ingamenn, en tóbak er mikill áhættu- þáttur hjartasjúkdóma og lungna- krabba. Trichopoulos telur ekki ólík- legt að mataræði Grikkjanna sé með slíkum eindæmum hollt að það yfir- bugi jafnvel óhollustu reykinga. Mikið magn þráavarnarefna eða svokallaðra andoxunarefna í fæðunni kann að minnka eituráhrif tóbaksins. Sýnt hefur verið fram á að andoxun- arefni og vítamín, sem aðallega eru í ávöxtum og grænmeti, minnka hættu á hjartasjúkdómum og ýmsum öðrum sjúkdómum. Hóflega drukklð vín Rannsóknin bendir einnig til að vín sé mikilvægur þáttur í töfraform- úlu Grikkjanna. Trichopoulos varar við og segir að víndrykkja verði að vera í hófi og á vissum tímum. Fólk- ið sem var rannsakað hafi drukkið reglulega en hóflega og eingöngu með máltíðum. Niðurstaðan styður italska rannsókn, sem sýndi fram á að dánartíðni þeirra sem drukku milli mála var hærri en þeirra sem eingöngu drukku með mat. Munurinn var jafnvel fjórfaldur hjá konum. Þótt Trichopoulos vilji ekkert full- yrða velta menn nú vöngum yfir hvort leyndardómurinn sé fólginn í ólífuolíunni, sem þátttakendur neyttu allir ríkulega. Síðasti hlekkurinn í þessari næringarfræði- legu ráðgátu kann að vera svokölluð alfa-lín- ólsýra, sem er nauðsyn- leg fitusýra og finnst í hnetum sem sveitafólk í Grikklandi leggur sér til munns í ríkum mæli. Samkvæmt rannsókn Renaud getur sýra þessi komið í veg fyrir hjartasjúkdóma. íbúar á Krít innbyrða að jafn- aði um 68% meira af henni en aðrir Evr- ópubúar, en álíka mikið og Japanir, sem einnig hafa lága sjúkdómatíðni. Trichopoulos segir misvísandi að einblína á eina fæðutegund sem töfralausn, nær væri að líta á mat- aræðið í heild sem líklega skýringu á góðu heilsufari og langlífi. ■ vþj PARKETSLÍPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 ImEIRIHÁTTAR C-VÍTAMÍN ESTER C'vrtomin MEÐ KALKI Fólk kaupir med calcium EgTER Vilamin- og iríneialpræparai C-Vitm. Urr* aftur og aftur. | Fæstí I * HD-^FFEKTIV heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. IBIO-SELEN UMB.SIMI 557 6610 Langlífi Grikkj- anna í þorpunum þremur í grennd við Aþenu og á Krít er talið eiga rætur að rekja til mataræðis, sem að miklu leyti byggist upp á af- urðum mjólkur- kýrinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.