Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 B 5 DAGLEGT LÍF HILDIGUNNUR HUDAR 51 ARS OG BIRGIR DAGFINNSSON 54 ARA Morgunblaðið/Kristinn FEÐGARNIR, Birgir og Birgir Örn, eru Hildigunni til halds og trausts við eldamennskuna. Þróast í fastar skorður vegna mismunandi áhuga og vinnutíma H | ILDIGUNNUR Hlíðar, lyfjafræðingur, og Birg- ir Dagfinnsson, tann- læknir, giftust árið 1967, eða um sama leyti og ungar konur vöknuðu í auknum mæli til vitundar um að engin nátt- úrulögmál kvæðu á um að þær þyrftu að feta í fótspor mæðra sinna og formæðra. Persónulegar aðstæður fremur en almenn vit- undarvakning kvenna á þeim tíma höguðu því þó þannig að Hildi- gunnur ákvað á unga aldri að taka sér móður sína til fyrirmyndar og ganga menntaveginn. Ólíkt uppeldi „Mamma var hjúkrunarkona, sem kom sér vel þegar pabbi dó og hún þurfti að sjá fyrir okkur systrunum fímm. Ég var þá þrett- án ára og gerði mér fullkomlega grein fyrir hversu illa við hefðum verið settar ef mamma hefði ekki haft starfsmenntun. Við systurnar þurftum að taka til hendinni heima fyrir, enda vann mamma langan vinnudag og óreglulegan. Ég lærði vitaskuld að bjarga mér en uppeld- ið beindist ekki markvisst að því að gera mig að almennilegri hús- móður.“ Gagnstætt Hildigunni segist Birgir hafa verið dekurbam í æsku og aldrei þurft að sýna tilþrif í heimilisstörfum. Sem einkabarn foreldra sinna í níu ár, áður en hann eignaðist systur, á heimili þar sem einnig bjuggu amma og ömmusystir segist hann helst hafa verið notaður í sendiferðir endrum og sinnum. „Hins vegar voru engar konur til að stjana við mig á námsárum mínum í Noregi. Þá þurfti ég að taka mér tak og sjá um mig sjálfur. Ég held að ég hafi bara verið orðin fær í flestan sjó þegar Hildigunnur tók við mér.“ Ein af þeim heppnu „Mér var ljóst að ég þyrfti að taka málin föstum tökum í upp- hafi. Ég er ein af þessum heppnu konum, því Birgir hefur verið eink- ar meðfærilegur alla tíð,“ segir Hildigunnur og brosir undurblítt til bónda síns. Birgir kinkar kolli til samþykkis og bendir á að stjórn- semi sé eiginkonu sinni í blóð bor- ið, en hann kunni því afar vel. Hildigunnur og Birgir eiga þijú börn á aldrinum 7-26 ára og eitt bamabarn. Þau segja heimilishald- ið hafa þróast í fastar skorður, sem helgist fyrst og fremst af mismun- andi áhugasviði og vinnutíma beggja. Hildigunnur á hægara um vik að skjótast úr vinnunni á for- eldrafundi og þess háttar, auk þess HEIMASÆTAN, Anna Guðrún, gerir heita pottinn kláran fyrir pabba sinn. sem hún vinnur klukkutíma skem- ur en Birgir og sér því yfirleitt um matarinnkaupin. Smám saman hafa skapast ýmsar hefðir sem bæði segast geta vel við unað. í grófum dráttum er bíllinn, garður- inn, uppvaskið og viðhald hússins í verkahring Birgis, en elda- mennskan, blómin og þvotturinn að mestu í höndum Hildigunnar. „Ég gæti ekki hugsað mér Birgi vasast í þvotti og þvíumlíku," seg- ir Hildigunnur og þótt hún hvessi augun á Birgi vogar hann sér að halda því fram að viðhald hússins sé karlmannsverk. Hann bætir við að trúlega myndi líða yfir sig af undrun ef hann sæi Hildigunni bóna bílinn. Hildigunnur minnir hann á að hún hafi ekki verið nein liðleskja þegar þau byggðu húsið sitt fyrir nokkrum árum. „Húsbyggingin var sameiginlegt fjölskylduframtak þar sem a'lir lögðu hönd á plóg; hreinsuðu timb- ur myrkranna á milli, smíðuðu, múruðu, máluðu og sitthvað fleira," segja þau. Með móðurlegu stolti upplýsir Hildigunnur að eldri sonurinn, sem er farinn að búa og nýbúinn að eignast barn, sé jafnhagur og duglegur við eldamennsku og bleyjuskipti, dóttirin, 18 ára, gangi til allra verka og sonurinn, 7 ára, sé farinn að bijóta saman fötin sín. Ekki smámunasöm Hildigunnur og Birgir segja mikið verk að halda húsinu hreinu og fínu, en í þeim efnum séu þau ekki ýkja smámunasöm. Þeim finnst gaman að halda veislur og þá lætur fjölskyldan hendur standa fram úr ermum áður en gestina ber að garði. „Ég hef stundum ymprað á því við Birgi að fá heimilishjálp, en þá verður hann skyndilega eins og ham- hleypa til húsverkanna, því honum geðjast ekki áð því að fá ókunn- uga manneskju til slíkra starfa.“ Þótt hjónabandið hafi ekki allt- af verið algjörlega snurðulaust, segja þau að ágreiningsmálið hafi aldrei verið hver ætti að gera hvað, hvenær og hvernig. Verktilhögun hafi bara ráðist af aðstæð- um hveiju sinni, en ekki einstrengings- legri verkaskiptingu. Hildigunni finnst gaman að matreiða og Birgi líkar vel að dunda við að ganga frá eftir matinn ....enda miklu meiri snyrtipinni en ég, þótt hann kunni ekki að búa um rúm,“ segir Hildigunnur. Hnallþórur og flatkökur Birgir eldar stundum þegar frú- in bregður sér af bæ, en honum finnst ósköp þægilegt ef hún ákveður hvað hann eigi að elda. „Mér finnst Hildigunnur stundum vera með full mikið stúss af litlu tilefni. Ef hún á að mæta með köku eða meðlæti á einhvern fund, bakar hún óskaplegar hnallþórur, en ég læt mér nægja að smyija flatkökur með hangikjöti og þær gera bara heilmikla lukku á Odd- fellowfundunum.“ Hildigunnur segir að lík'lega dekri Birgir meira við hana en hún við hann. „Honum er eðlislægara en mér að vera huggulegur í sér og óumbeðinn færir hann mér oft rauðvínsglas, bjór eða kaffi þegar ég ligg uppi í sófa og slappa af á kvöldin.“ Birgi finnst frammistaða sín í dekrinu ekki umtalsverð og Hildigunnur óvenju hæversk um sinn hlut því oft sé hún búin að láta renna í heita pottinn þegar hann komi heim úr vinnunni. ■ + ÞEGAR konur tóku af sér svunturnar og flykktust út á vinnumarkaðinn á sjöunda ára- tugnum sköpuðust ýmis vandamál, sem kröfð- ust róttækra breytinga á heimilishaldinu. Körlum, sem áður voru alla jafna einu fyrir- vinnur heimilisins, varð ekki vært að liggja eins og hrúgöld upp í sófa að vinnu lokinni, dotta þar í værðarlegum friði eða lesa dagblöð- in meðan konur stússuðu yfir pottum og pönn- um eftir jafnlangan vinnudag. Herlúðrar rauðsokkanna vöktu hinar væn- ustu eiginkonur af þyrnirósarsvefni og ýfðu upp hjá þeim vonir og væntingar um annað hlutskipti en matartilstand, uppvask, þvotta, barnauppeldi og bleyjuskipti um ókomna framtíð. Jafnvel þótt þær ynnu ekki utan heim- ilis þótti þeim nóg komið og full ástæða til að karlarnir tækju til hendinni og sinntu búi og börnum í auknum mæli. Vegna þessa hefur togstreita efalítið skapast milli hjóna á hinum bestu bæjum, því vitaskuld vörðust sumir karl- ar dyggilega og ríghéldu í þær hefðir og venj- ur, sem þeir ólust upp við, enda hið ljúfasta hlutskipti að þeirra mati. Launamisrétti og mismunun í tengslum við stöðuveitingar hefur jafnan borið hæst í um- ræðunni og þykir ávinningur kvenna ekki eins Hver gerir C J _ hafa hvað? og best verður á kosið eftir áratuga baráttu. Margir segja að til að tryggja jafna stöðu karla og kvenna til frambúðar þurfi að byija innanfrá; á heimilunum, viðhorfsbreytinga sé þörf í takt við breytta tíma og tíðaranda, og núna snúist málið ekki um kvennabaráttu heldur jafnrétti eða mannréttindi. Þótt kvennabaráttan eigi sér lengri sögu en tekur til síðastliðinna þriggja áratuga, hefur hún trúlega sjaldan verið háværari og almennari á opinberum vettvangi sem og á heimilunum. Karlar hafa undanfarið tekið meiri þátt í umræðunni út á við og benda á að konur hafi ýmis réttindi umfram þá, til dæmis varðandi forræði barna og þvíumlíkt, og séu afar ófúsar að jafna stöðuna í þeim málum. En skyldi heimilishald landsmanna hafa tekið umtalsverðum breytingum í kjöl- far kvennabaráttunnar? Halda konurnar fremur um stjórnartaumana á heimilunum, eða eru þau rekin í sameiningu á jafna ábyrgð beggja hjónanna með ákveðinni og sann- gjarnri verkaskiptingu? Daglegt líf heimsótti þrenn pör á mismunandi aldri til að forvitn- ast um hvort viðhorfin væru þau sömu þrátt fyrir uppvöxt á ólíkum tímum; fyrir daga rauðsokkanna róttæku, þegar þær höfðu mestan hljómgrunn, eða á níunda áratugnum þegar ætla mætti að skilningur á jafnræði hefði aukist. ■ VaIgerðurÞ. Jónsdóttir JOHANNA VILHJALMSDOTTIR 25 ARA OG GUÐLAUGUR ÞOR ÞORÐARSON 28 ARA Við erum orðin nokkuð útjónarsöm með val tilbúnum réttum Morgunblaðið/Þorkell ÞÁ vikuna sem Anna Björk dvelur hjá mömmu sinni og Guðlaugi Þór, er heit máltíð á hveijum degi. AHEIMILI stjórnmálafræði- nemanna Jóhönnu Vil- hjálmsdóttur, sjónvarpsþulu ' og sumarflugfreyju til nokkurra ára, og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, eru heimilisstörfin ekki þungamiðja tilverunnar. Bæði segjast hafa í mörgu öðru að snúast, þátttaka þeirra í stjórnmálastarfi taki ærinn tíma á kvöldin og um helgar og sama máli gegni um þulustarf Jó- hönnu. í uppvextinum vandist Jóhanna því að móðir sín, sem var kennari, sæi um heimilisstörfin. „Pabbi var alltaf í vinnunni og á fundum á kvöldin, enda upptekinn af stjórnmálum. Ég var sext- án ára, systir mín tólf og bróðir minn tíu þegar mamma ákvað að halda utan til náms í innanhússarkitekt- úr.' Þá kom í hlut pabba að gæta bús og barna næstu árin. Hann kunni lítið fyrir sér í eldamennsku og hafði sloppið vel við þrif og þess háttar. Medisterpylsur og tilbúin kart- öflumús voru oft á borðum, en þetta bjargaðist allt saman og núna er pabbi með snert af tiltektaræði.“ Hvorugt hefur yndi af húsverkum Guðlaugur Þór ólst upp í Borgar- nesi til fimmtán ára aldurs. Hann er einkabarn foreldra sinna, sem báðir voru útivinnandi. „Mamma vann skrif- stofustörf hjá hreppnum og pabbi var lögregluþjónn í vaktavinnu. Þau hjálp- uðust að við heimilisstörfin, sem ég held að hafi þó hvílt meira á herðum mömmu. Eg var sæmilega sjálfbjarga með að fá mér samloku og þess hátt- ar og þótti stórfurðulegt þegar vinir mínir sátu heima hjá sér og biðu eftir að mamma þeirra smyrði brauðið fyr- ir þá á drekkutímum. Mér var ekki þrælað út við heimilisstörfin, en hafði þó ýmis störf á minni könnu til dæm- is að fara út með ruslið og slá garð- inn.“ Þótt Jóhanna og Guðlaugur Þór hafi ekki búið saman ýkja lengi köm fljótt í ljóst að hvorugt hafði yndi af húsverkum. Þau segja að deila megi um hvort sé framtakslausara, verka- skipting sé fremur laus í reipunum en Jóhanna hafi þó tekið að sér yfir- umsjón með þvottavélinni eftir að hafa komist að því Guðlaugur Þór litla biður eftir matnum. hafði ekki rænu á að stilla hitastigið rétt. Þau eiga sitt hvora sambúðina að baki og Jóhanna á tveggja og hálfs árs dóttur, Önnu Björk. Hún deilir forræðinu með föður hennar og hefur hana því hjá sér aðra hveija viku. „Þá vikuna reynum við að hafa meiri reglu á hlutunum; vera meira heima og elda heita máltíð á hveijum degi. Annars erum við orðin nokkuð útjónarsöm með val á tilbúnum réttum, sem bjóð- ast í ágætu úrvali.“ Guðlaugur Þór er áhugamaður um matargerð, en segist ekki hafa mikinn tíma til að sinna slíku. Hann upplýsir að Jóhanna verði svöng á hinum und- arlegustu tímum sólarhringsins og þá rölti hann oft inn í eldhús og útbúi eitthvað ljúffengt handa henni. „Hann er þá bara að friðþægja sjálfan sig af því hann finnur að hann er ekki nógu duglegur við heimilisstörfln," segir Jóhanna, sem þó viðurkennir að hún kunni vel að meta framtakið. Viðhorf smám saman að breytast Jóhanna og Guðlaugur Þór segja að þótt heimilishaldið hjá þeim sé ekki til fyrirmyndar og eftirbreytni og fátt sé komið í fastar skorður, finn- ist þeim tvímælalaust að ábyrgð á heimili og barnauppeldi eigi að vera jafnt hjá konum og körlum. Þau segja að ríkjandi viðhorf séu smám saman að breytast og vonandi líði ekki á löngu þar til sjálfsagt þyki að mæður og feður skipti fæðingarorlofi á milli sín án þess að vera litin hornauga. „Það er alltof algengt," segir Jó- hanna, „að konan láti menntun sína og starfsframa sitja á hakanum meðan hjónin eru að koma undir sig fótunum fjárhagslega. Konan sinnir þá oft barnauppeldinu ein meðan karlinn menntar sig og vinnur sig upp í starfi. Mér finnst nauðsynlegt að ungt fólk geri sér grein fyrir að þessi staða gæti komið upp ef málin eru ekki skipulögð og rædd í tíma.“ Jóhönnu finnst að enn hafi margir foreldrar tilhneigingu til að hlífa son- um sínum fremur en dætrum við að taka til hendinni heima fyrir og því séu strákar oft með ólíkindum ósjálf- bjarga. „Húsverk, uppeldisstörf og hannyrðir eru fjarri því að vera með- fæddir hæfileikar kvenna þótt þær hafi, ljúft sem leitt, þurft að sinna þessum störfum meira en karlarnir í áranna rás. Þótt heimilið sé ekki stórt gæti ég vel hugsað mér að fá konu til að þrífa einu sinni í viku,“ segir Jóhanna. „Jó- hanna mín, af hveiju viltu ekki alveg eins fá karl til að þrífa hjá okkur,“ segir Guðlaugur Þór sposkur á svip og Jóhanna þarf að eyða miklu púðri í að útskýra að hún hafi misst þetta út úr sér vegna þess að konur hafi nánast eingöngu sinnt heimilishjálp fram til þessa. | MÆÐGURNAR spjalla saman meðan sú DAGLEGT LÍF GUÐRUN GUNNARSDOTTIR 38 ARA OG GUSTAF BJÖRNSSON 38 ARA Morgunblaðið/Kristinn ÞÓTT Gústaf hafi meira gaman af eldamennskunni en Guðrún sameina þau krafta sína á háannatímanum. Gunnar Óli fylgist áhugasamur með. Sjálfsagt að sinna öllum störfum jafnt ^eða eftir aðstæðum ASJÖUNDA áratugnum var ekki algengt að mæður virkjuðu syni sína í heimilisstörfum, en Gú- staf Björnsson, fræðslu- stjóri KSÍ, bræður hans þrír og syst- ir þurftu þó að ganga í þau verk, sem til féllu, enda foreldrarnir úti- vinnandi. Gústaf var því vel liðtæk- ur þegar hann hóf búskap með eiginkonu sinni, Guðrúnu Gunnars- dóttur, íþrótta- og sérkennara, sem segist afar þakklát fyrir uppeldið sem eiginmaðurinn hlaut í foreldra- húsum. „Þar sem mamma vann vakta- vinnu þurfti pabbi oft að koma heim í hádeginu og gefa hópnum að borða. Vinum mínum þótti fýrir- komulagið hið undarlegasta, enda voru viðhorfin önnur þá og pabbarn- ir héldu sig yfirleitt fjarri eldhús- inu,“ segir Gústaf. Þótt móðir Guðrúnar væri heima- vinnandi og bæri hitann og þungann af heimilishaldinu segist Guðrún oft hafa rétt hjálparhönd og haft ýms- um skyldum að gegna, sem aðallega fólust í að fara út í búð og passa systkini sín. Aldrei togstreita Þegar Guðrún og Gústaf giftust fyrir fímmtán árum var aldrei rætt sérstaklega um hvernig heimilis- haldinu skyldi háttað. Þeim fannst sjálfsagt og eðlilegt að sinna öllum störfum jafnt eða eftir því sem verk- ast vildi og togstreitu segja þau aldrei hafa komið upp að því leyti. Bæði hafa verið á kafi í íþróttum frá blautu barnsbeini og eru enn. Gústaf þjálfar drengjalandsliðið í knattspyrnu og Guðrún þjálfar 5. flokk kvenna í handbolta í Fram og fer þjálfunin að mestu leyti fram á kvöldin og um helgar. Annars er hefðbundinn vinnudagur beggja frá átta á morgnana, Gústaf vinnur til fimm, en Guðrún til tvö og á auk þess frí á fimmtudögum. Þau eiga þijú börn, þriggja til tólf ára, og viðurkenna að róðurinn hafí þyngst eftir því sem Ijölskyldan stækkaði og skipulagning tímans orðið æ mikilvægari. „Með samvinnu gengur dæmið upp þótt erillinn sé oft nokkuð mik- ill. Eins og flestir sem hafa stundað íþróttir eitthvað að ráði erum við mjög skipulögð og nýtum tímann • vel. Við getum tekið krakkana með á æfingu, ef á þarf að halda, og eigum góða að.“ Skipulagshæfileikar Guðrún og Gústaf taka greinilega ekki of djúpt í árinni um skipulags- hæfileika sína. Klukkan 6.45 vaknar Gústaf, vekur Guðrúnu og saman hafa þau til morgunmatinn, vekja börnin klukkan 7.15 og eru öll kom- in út úr húsi hálftíma síðar. Börnin eru keyrð í skólann og að loknum vinnudegi, klukkan 17, sækir Guð- rún bónda sinn. Háannatíminn er milli 17 og 20, þá er börnunum hjálpað við námið, stússað við þvott og hafist handa við matarundirbún- ing, borðað, gengið frá og synirnir baðaðir. Bæði eru jafn liðtæk til allra þessara verka, en þó segir Guðrún að Gústaf hafi óneitanlega meiri ánægju en hún af matargerð. Formlega verkaskiptingu segja þau í lágmarki, en Gústaf sjái þó um bílinn og bílskúrinn, Guðrún strauji og sjái um stofublómin og dútlið í garðinum, þótt Gústaf stjórni yfirleitt slátturvélinni. Guð- rún segist oftast þrífa húsið sæmi- lega á fimmtudögum, en fjölskyldan sameinist um að betrumbæta verkið um helgar. Auk þess sem heimasæt- an, Kristín Brynja, tólf ára, sér um herbergið sitt, fær hún 2.500 kr. á mánuði fyrir að ryksuga, skúra og hengja upp þvott. Gunnar Óli, 6 ára, fær 100 kr. á viku fyrir að taka allt dót af gólfinu, en Ragnar Freyr, 3 ára, leggur sitt af mörkum til að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi örlítið meira fyrir stafni. Þar sem íþróttir eru fyrirferðar- miklar í lífi fjölskyldunnar segja Guðrún og Gústaf að þvotturinn sé oft mikill. Guðrúnu leiðist óskaplega að strauja og segist stundum trassa að ganga frá þar til hlaðinn á borð- inu sé farinn að byrgja útsýnið út um gluggann. Grjónagrautur og slátur Einn af föstu punktunum í tilver- unni hjá þeim Guðrúnu og Gústafi er hádegisverður á laugardögum hjá foreldrum Gústafs, en þar hittist stórfjölskyldan, ailt frá tíu til tutt- ugu manns. Grjónagrautur og slátur er jafnan á borðum og oft er glatt á hjalla. Þeim hjónum fínnst þetta góður siður og til þess fallinn að ' styrkja fjölskylduböndin. Aðspurð hvort þau liggi aldrei í leti segja þau að hjá þeim sé sjaldan dauð stund, því vinnan, heimilis- haldið og íþróttimar taki allan þeirra tíma. Guðrún viðurkennir að sér finnist gott að lúra örlítið frameftir um helgar. Þá komi Gústaf, sem er mikill morgun- hani, jafnan færandi hendi með kaffi og með- læti á bakka. Hún kann vel að meta viðurgjörn- inginn, en man í svipinn ekki eftir neinu sem flokkast gæti undir gagnkvæmt dekur af t sinni hálfu. Guðrún lítur spurnaraugum á eigin- manninn, sem segir að hún verði að svara þessu sjálf og endilega nefna eitthvað því annars komi hann alltof vel út úr viðtalinu miðað við hana. Mlkil breyting Guðrún og Gústaf telja að rekstur heimila hafi breyst mikið í áranna rás. Flestir séu farnir að sjá að far- sælast sé að hjónin hafi eins mikla samvinnu og við verði komið og engin sanngirni sé í að konan hafí yfirumsjón og verkstýringu með höndum. Gústaf segist þekkja dæmi þess að eiginkonum hætti til að fjasa út af smámunum, til dæmis ef þeim fínnst verklag karlanna í einhverju ábótavant. Slíkt segir hann vísustu leiðina til að gera þá andsnúna þátt- töku í heimilisstörfum. Þótt Guðrún þurfí ekki að standa í jafnréttisbaráttu heima við segist hún fylgjast vel með umræðunni. Henni fínnst súrt í broti að enn skuli konur hafa lægri laun en karl- ar og hversu lág laun tíðkast í störf- um á sviði uppeldis- og umönnunar- mála, enda henni málið skylt sem kennara. Þau hjónin eru sammála um að enn eigi sjórnvöld langt í land með að aðlaga skólakerfið og ýmsa aðra þætti þeim breytingum sem urðu er konur hófu atvinnuþátttöku til jafns við karla. ■ GUÐRÚN aðstoðar við heimanámið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.