Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 10
10 D FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ u Kistill, koff- ort, kista Smiðjan Sá sem gerír við gamlan gríp, verður að hafa næma tilfinningu fyrir honum, segir Bjami Olafsson. Það má ekki bara smíða gripinn upp að mestu leyti úr nýju timbri. DÝRGRIPIR geta það verið sem við höfum geymt úti í rakri og kaldri geymslu. Við vildum ekki henda þessum gripum, ætluðum jafnvel að taka okkur til og gera við þá sjálf. Svo líða vikur og mán- uðir, jafnvel mörg ár án þess að við tökum þessa dýrgripi inn til við- gerðar. Eyðileggingin magnast. Raki og mygla verður að fúa. Samsetningar og límingar bila. Ef við loks mönn- um okkur upp til að fara með grip- inn í viðgerð þá eru þarna kannski bara nokkrar sundurlausar spýtur og þá spyrjum við okkur sjálf: Get- um við verið þekkt fyrir að koma með þessar ljótu spýtur til viðgerð- ar á verkstæði? Sem betur fer er ég að mála of dökkum litum, margir fara betur með eigur sínar. Á mörgum heimil- um gefur að líta fallega gamla muni og einnig vel og fallega við- gerða. Tilboð í smiðjugrein um viðgerð á gömlum stól ræddi ég um að rétt væri að leita eftir föstu og bind- andi tilboði í viðgerðina hjá þeim sem tekur að sér að gera við grip- inn. Það er bæði seinlegt og vanda- samt að gera við gömul húsgögn og búsmuni. Sá sem gerir við gam- alt verður að hafa næma tilfinn- ingu fyrir þeim grip sem hann er að gera við. Það má ekki bara smíða gripinn upp að mestu leyti úr nýju timbri. Þvert á móti ber að halda í gömlu spýturnar eftir föngum, bæta í þær og gera við. Þess háttar vinnubrögð kosta tíma og peninga. Einnig þarf að gera grein fyrir til hvers er ætlast í sambandi við viðgerðina. TEIKNING nr. 1 kistill, koffort og kista. Teikning nr. 2 sýnir viðgerð við geirneglingu á horni og Hvernig sponsað er yfir kvist- gat. Maður byrjar á að búa litla kubbinn til og hliðar hans halla örlítið inn, þ.e. hann er fleygmyndaður. Síðan er strikað eftir minni fletinum, sem snýr niður, og gatið höggvið með spoijárni, frekar of þröngt en of stórt. Spons-kubburinn er svo límdur á sinn stað og heflaður niður jafn fjölinni. Það er gott að vita hve mikla peninga maður þarf að hafa með- ferðis þegar gripurinn er sóttur. Þá er um að ræða fyrirfram gerðan samning og maður hefur fulla heim- ild til að gera sér góðar vonir um góða viðgerð. Konidu og skoðaðu í... Það þykir fallegt að hafa einn Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali. Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-18, laugardaga kl. 11-14. ATHUGIÐ! Yfir 600 eignir á Rvíkursvæð- inu á söluskrá FM. Skiptimöguleikar yfir- leitt í boði. SELBRAUT — SELTJIM. 7872 Áhugav. vel byggt 302 fm einb. Hús sem gefur mikla mögul. Sérinng. í kj. Innb. bílsk. Eignarlóð. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. FM. Áhugavert verð. MOSFELLSDALUR 7638 Til sölu áhugavert hús í Mosfellsdal. Um er að ræða einb. úr timbri ásamt bílsk. Stærð samt. um 190 fm. Sólpallur um 80 fm. Húsinu fylgir um 1,5 ha eignar- land. Fráb. staðsetn. MOSFELLSBÆR 7679 Til sölu 135 fm einb. á einni hæð. Húsið stendur á góðum útsýnisst. rétt v. Kaupf. í Mosbæ. Laust nú þegar. Verð 9,9 millj. Raðhús/parhús SUÐURÁS 6422 Glæsil. raðh. á eínní haeð með irmb. bflsk. samt. 137,5 fm. Húsinu skilaö fullb. að utan með grófjafnaðri lóð en fokh. að innan. Traustur selj- andi. Afh. strax. Mjög hagstætt verð 7,3 millj. Hæðir TJARNARGATA 5372 Áhugav. 6-7 herb. íb. í steinh. Stærð 121,4 fm. íb. er hæð og ris og töluv. endurn. Fráb. útsýni. FLÓKAGATA 5353 FRÁBÆR STAÐSETNING Áhugaverð 150 fm 2. hæð í góðu húsi v. Flókagötu. 4 svefnherb., þvhús og geymsla í íb. Stórar suð- ursvalir. Einnig ca 23 fm bílsk. Steerð samt. 172,4 fm, Getur verið laus strax. BARMAHLÍÐ 5373 Til sölu áhugaverð 95 fm efri hæð við Barmahlíð. íb. fylgir hálfur kj. þar sem m.a. er íb. sem leigö er út. KÁRSNESBRAUT 5375 Til sölu áhugaverð hæð í tvíbh. á glæsil. útsýnisstað við Kársnesbraut. Stærð 121,3 fm auk 30 fm bílsk. 3 rúmg. svefn- herb., tvær stofur, lítið vinnuherb. og rúmg. eldh. Sérinng. Góöur bílsk. v. 4ra herb. og stærri ESKIHLÍÐ 2857 Stórgl. 102 fm íb. v. Eskihlíð. íb. hefur mikið verið endurn. m.a. eldhús, gólfefni sem er parket og granít, hurðir, gluggar og gler. íb. fylgir 1 herb. í risi sem mætti nýta sem vinnuherb. Eign í sérfl. V. 8,2 m. VESTURBERG 4111 Til sölu 4ra-5 herb. íb. í litlu fjölb. við Vesturberg. Stærð 97,6 fm. 3 góð svefnh. öll með skápum. Rúmg. og björt íb. með fallegu útsýni yfir borgina. Verð 6,9 m. GARÐABÆR M. BÍLSK. 3641 3ja-4ra herb. 92 fm glæsil. íb. m. suð- ursv. á 2. hæð í litlu fjölb. íb. er öll hin vandaðast m. nýl. eikarparketi og flísum á gólfum. íb. fylgir innb. bílsk. Mjög góð sameign. ENGIHJALLI 3638 Til sölu 97 fm íb. á 3. hæð í góðu fjölb. Lyfta. 3 svefnherb., rúmg. stofa m. svöl- um. Þvhús á hæðinni. Verð 6,7 millj. HÁALEITISBRAUT 3568 Góð 102 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð í góðu fjölb. 23 fm bílsk. fylglr. Frá- bært útsýni. Laus. Verð 7,8 millj. RAUÐARÁRSTÍGUR 3565 Til sölu nýl. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. íb. er á tveimur hæðum og skemmtil. innr. Parket á gólfum. Bílskýli. Góð sameign. ÁLFHEIMAR 3634 Ágæt ib. í góðu fjölb. Ib. er 97,2 fm. Gler og gluggar endurn. Falleg viðarinnr. i eldh. Áhv. veðdlán 3,5 millj. Verð 7,5 mitlj. EYRARHOLT - HF. 3639 Til sölu glæsil. 3ja-4ra herb. 113 fm íb. á 1. hæð í fallegu lyftuh. 2 svefnherb. m. skápum, stofa og borðstofa. Sérþvhús. Sjónvarpsdyrasími. Parket og flísar. Lyklar á skrifst. Verð 8,9 millj. 3ja herb. ib. LAUGARNESVEGUR 2851 3ja herb. íb. á jarðh., ekki niðurgr., m. sérinng. Nýl. standsett m. góðum innr. Bílskréttur. Húsið nýl. viðg. og mál. að utan. Áhv. 4,0 millj. Verð 6,5 millj. ARNARSMÁRI - KÓP. 2849 Vorum að fá í sölu nýja og glæsil. 3ja herb. 84 fm íb. á 3. hæð. Vandaðar innr. og tæki. Fallegt eldh. og baöherb. Áhv. 4,4 millj. húsbr. íb. getur verið laus strax. STELKSHÓLAR 2867 Mjög snyrtil. 76,4 fm íb. á 1. hæð í nýl. viðg. húsi. Áhv. 4,5 millj. Verð 6,5 millj. MJÖLNISHOLT 2866 Mjög rúmg. og mikið endurn. 84,4 fm 3ja herb. íb. í tvíbhúsi. Parket á gólfum. Áhv. veðd. 3,1 millj. m. 4,9% vöxtum. BARMAHLÍÐ 2852 Mjög góð 3ja herb. íb. 66,7 fm sem töluv. hefur verið endurn. m.a. gler, gluggar og baðherb. Áhv. rúml. 3,0 millj. hagst. langtlán. Verð 5,5 millj. Laus. BARMAHLÍÐ 2844 Til sölu falleg 61 fm kjíb. í góðu fjórb- húsi. Fallegur garöur. Ról. gata. Áhuga- verð íb. RAUÐÁS 2685 Glæsil. 77 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð með sérgarði. Parket og flísar. Áhv. 2,2 millj. Verð 6,2 millj. FRÓÐENGI 2743 87 fm 3ja herb. íb. í nýju fjölb. á fráb. útsýnisstað. íb. skilast tilb. til innr. Verð 6,3 milij. 2ja herb. i'b. GAUKSHÓLAR 1607 Mjög góð 2ja herb. íb. á 1. hæð. Stærð 54,8 fm í snyrtil. fjölb. Áhv. 2,5 millj. hagst. langtlán. Verð aðeins 4,5 millj. ÁSVALLAG AT A 1626 Snyrtil. 2ja herb. kjíb. um 50 fm á þessum vinsæla stað. Verð 3,8 millj. VEGHÚS - HAGST. LÁN 1614 Áhugaverð, falleg 60,4 fm 2ja herb. íb. í góðu fjölbýli. Parket og flísar. Góðar innr. og tæki. Áhv. um 4,8 millj. byggsj. með 4,9% vöxtum. Hagst. verð 6,4 millj. Nýbyggingar EIÐISMÝRI 6421 Nýtt glæsil. 200 fm raðh. m. innb. bílsk. á eftirsóttum stað á Seltjn. Hægt að fá húsið afh. á ýmsum byggstígum. Teikn. á skrifst. Húsið getur verið til afh. strax. SUÐURÁS 6422 Glæsil. raðh. á einni hæð með innb. bílsk. samt. 137,5fm. Húsinuskilað fullb. að utan með grófjafnaðri lóð en fokh. að Innan. Traustur selj- andi. Afh. strax. Mjög hagstætt verð 7,3 mlllj. Atvinnuhúsnæði o.fl. FOSSHÁLS 9053 Neðri hæðin í þessu áhugav. húsi á einum besta stað v. Fossháls er til sölu. Um er að ræða 1069 fm m. 150 fm millilofti sem má stækka. Tvennar stórar innkdyr (geta verið fl.). Lofthæð um 4,5 m. Gott malbik- að upphitað bílaplan. Eign sem býður upp á mikla mögul. Teikn. á skrifst. FM. FAXAFEN 9256 Til sölu 829 fm lagerhúsn. m. góðum innk- dyrum. Um er aö ræða kj. í nýl. húsi. Snyrtil. húsnæði. 4 m lofthæð. SUÐURLANDSBRAUT 9205 Til sölu á hagst. verði um 900 fm hús- næði á 2. hæð v. Suöurlandsbr. Húsn. þarfn. lagf. en gefur ýmsa mögul. Góð staðsetn. ÍÞRÖTTASALIR 9224 Til sölu um 870 fm husnæði m. 2 iþrsöl- um, gufubaði, búningskl. o.fl. Ýmsir aðrir notkunarmögul. Teikn. á skrifst. FM. GRENSÁSVEGUR 9162 Til sölu um 400 fm skrifstofuhúsn. á 2. hæð í vel staðsettu húsi. Eignin barfn. lagfæringar en gefur mikla möguleika. Teikn., lyklar og nánari uppl. á skrifst. Landsbyggðin ÖNDVERÐARNES 13292 Vorum að fá í sölu mjög fallegt sumarhús í landi Öndverðarness í Grímsnesi á þess- um eftirsótta stað. Húsið er allt viðar- klætt að utan sem innan m. góðum sól- palli. Landið er eignarland. Verð 4,0 millj. ATHUGIÐ! Á söluskrá FM er mikill fjöldi sumarhúsa og bújarða og annarra eigna úti á landi. Fáið senda söluskrá. eða fleiri gamla muni með nýjum húsgögnum á nútíma heimili og gamalt ferðakoffort er bæði gott til að setjast á og til geymslu á dagblöðum, eða smádóti. Eg þarf ekki að reka áróður fyrir þessum dýrgripum. Aftur á móti ef lesandi minn hefur alls ekki ráð á að kaupa við- gerð á gömlum gripum en langar þess í stað að gera sjálfur við vil ég gefa nokkur ráð um leið og ég hvet til vandvirkni. Ef það borgar sig að vinna verkið þá borgar sig að vinna það vel! Við byijum á að athuga hvar helst þarf að gera við. Hugsanlegt að botninn sé bilaður. Rifa hefur myndast á milli fjalanna. Stundum hafa þær blotnað á ferðalögum, eða í rakri geymslu, svo þegar þær þorna dragast þær saman, mjókka, svo að rifa myndast á milli þeirra. Ef hægt er að losa botnfialirnar án þess að brjóta þær eða kljúfa út frá nöglum, þá borgar sig að losa þær. Það er helst að miðfjöl (fjalir) megi vera óhreyfð. Til þess að fjalirnar klæði fulla breidd getur verið nauð- synlegt að líma mjóan lista á eina fjölina, áður en hún verður fest aftur neðan á. Einnig kann að vera farin flís úr þessum botnfjölum og verður auðvitað að fella í slíka galla. Hið sama á við ef kvistur hefur losnað úr, þá þarf að sponsa í gat- ið. Að sponsa í merkir að fella litla bót í gatið. Þegar búið er að hefla og pússa yfir botninn er hann fest- ur á sinn stað, límdur og skrúfaður. Allar hliðar Það sama á raunar við um allar hliðar og lok á þessum þremur ílát- um, kistli, kofforti og kistu. Það þarf að fella í rifur og það þarf að gera við þar sem flísast hefur úr efninu, og eftir að búið er að líma lista eða bót í efnið verð- ur að stijúka yfir viðgerðina með beittum handhefli. Þá er umfram lím tekið burtu um leið og sam- skeytin heflast jöfn. Síðan er gott að pússa yfir með fíngerðum sand- pappír. Stundum eru þessir gripir með sérstökum hólfum- að innan. Það ber við að lok yfir handraða er brotið, jafnvel horfið og týnt. Æskilegt er að smíða nýtt, þegar svo er. Það er fremur einfalt mál. Að vísu getur verið að litlir tappar á lokinu hafi gengið inn í göt á kistunni og þá virkað sem hjarir á lokið. Þar sem svo hagar til'fer helst til ráða að búa tappana til lausa frá lokinu og líma þá svo á lokið, þegar það er komið á sinn stað. Þarf að mála? Rétt er að hugsa sig vel um þeg- ar kemur að því að ákveða hvort þörf er á að bera lakk, olíu eða málningu á svona grip eftir að tré- viðgerð er lokið. Algengt var að ferðakoffortin væru máluð. Þetta voru gripir sem oft voru fluttir langa leið, annaðhvort bornir á baki eigandans eða reiddir á hestbaki. Þess vegna þóttu þeir veijast betur bleytu og hrakningum í illviðri ef þeir voru málaðir. Ekki var það þó undantekningalaust, stundum var koffortið olíuborið, vegna þess að eigandinn átti kannski ekki til lit til að láta í olíuna, eða hafði hreint og beint ekki auraráð til þess að kaupa sér málningu. Hvað sem þessu Iíður þá finnst mér fallegt að sjá gamlan og lúinn grip eins og koffort eða kistu með upphaflegri málningu, jafnvel þótt hún sé máð af á köflum. Gömul málning lifnar líka dálítið við að borin sé yfir hana línolía. Ef koffort- ið hefur verið ómálað er óhætt að hafa það þannig áfram en einnig má vel stijúka yfir það með línolíu, blandaðri með dálítilli terpentínu. Lakk ætti ekki að nota á gamalt koffort, kistil eða kistu. Ef einhvern langar til að gefa viðnum áferð eins og hann hafi verið lútaður, þá er fáanlegur í sumum málningaiversl- unum kalklútur ætlaður til þess að bera á furu. Einnig má blanda kalki í dálítið vatn og bera þá blöndu yfir viðinn. Það skaðar ekki að setja svolitla grænsápu saman við. Eftir slíka yfirferð er hægt að setja línolíu yfir, en því má jafnvel sleppa. Þess skal þó gætt að bursta eða þurrka kalkið vel af öllum flöt- um svo að það setjist ekki í föt. i í ) I > > > > ) t) > I I > í : i? I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.