Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóðatón- leikar í Safnaðar- heimilinu GUÐRÚN Edda Gunnarsdótt- ir mezzósópransöngkona og Iwona Jagla píanóleikari halda tónleika í Safnaðar- heimili Akraneskirkju, sunnu- daginn 17. mars nk. klukkan Í6. Á efnisskrá eru verk eftir Pál ísólfsson, Markús Krist- jánsson, Jórunni Viðar og Hildigunni Rúnarsdóttur. Síð- an flytja þær kunnar perlur eftir Gabriel Fauré og Richard Strauss. Þá kemur röðin að verkum eftir frönsku tón- skáldin André Caplet og Jacques Ibert sem ekki hafa verið flutt hér á landi fyrr. Að lokum verður haldið til Bandaríkjanna þar sem skuggi blúsins svífur yfír lög- um tónskáldsins John Musto við áleitna ljóðatexta blökku- mannsins góðkunna, Langs- ton Hughes. Guðrún Edda lauk masters- prófi í söng frá New England Conservatory of Music í Bos- ton árið 1992. Hún hefur hald- ið tónleika bæði þar og hér heima og sungið með fjölda sönghópa, m.a. Hljómeyki og í Kór íslensku óperunnar í La Traviata sl. vor. Iwona Jagla lauk masters- og einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarakademíu Gdansk í Póllandi árið 1983. Eftir að hfa gegnt starfi sem æfíngastjóri við Baltik óper- una til 1990 kom hún hingað til lands og hefur starfað hjá íslensku óperunni undanfarin ár. Hún kennir nú við Söng- skólann í Rekjavík. Miðaverð er 1.000 kr., 500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Nemendatón- leikar í Breið- holtskirkju TÓNSKÓLI Eddu Borg stend- ur fyrir nemendatónleikum í dag, laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur Tónskólans leika í Breiðholts- kirkju og verða að þessu sinni femir tónleikar kl. 13., 14., 16. og 17. Fjölbreytt efnisval verður á tónleikunum því fram koma forskólanemendur, einleikarar og ýmsir samleikshópar s.s. samleikur á 10 þverflautur, strengjasamspil, lúðrasveit skólans og fl. sem leika bæði lög eftir nemendur skólans svo og þekktari verk. Foreldrafélagið verður með kaffisölu milli kl. 15 og 17 í safnaðarsalnum í kjallara kirkjunnar. Allir em velkomnir og að- gangur ókeypis. Kristín Arn- grímsdóttir sýnir hjá Sævari Karli NÚ stendur yfir sýning Krist- ínar Arngrímsdóttur í Galleríi Sævars Karls. Þetta er önnur sýning Kristínar í Galleríi Sævars Karls, en 'hún samanstendur af teikningum. Stutta hugleiðingu lista- mannsins um sýninguna er að finna í sýningarskránni. Sýningin stendur til 10. apríl. Sigríður Ella og Gerrit Schuil í Listasafni Kópavogs SIGRÍÐUR Ella Magnús- dóttir messósópransöng- kona heldur tónleika í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni sunnudaginn 17. mars kl. 20.30. Við píanóið verður Gerrit Schuil. Flutt verða verk eftir Mozart, Beethoven, Mandelsohn, Schubert, Wolf, Tomas og Britten svo eitthvað sé nefnt. „Það er okkur ánægju- efni að Sigríður Ella, sem er ein úr framvarðasveit íslenskra söngvara, eins og flestir vita, og hefur borið hróður landsins víða, skuli halda hér tónleika. Sigríður Ella er hér í stuttri heimsókn, en hún er búsett í London. Sérstaklega er það gleðiefni að hún skuli velja að syngja í Listasafni Kópavogs en hér bjó hún á æsku- og ungl- ingsárum sínum, áður en hún fór tilsöngnáms erlendis. Sigríður Ella syngur reglu- lega í kirkjutónverkum víðs- vegar um Bretland og tekur þátt í flutningi nýrra verka. Á sl. ári söng hún í óperunum Brúðkaupi Fígarós, Aidu og Orfeusi og Evridisi. í desember sl. var hún meðal söngvara við vígslu nýs tónleikasalar í Suð- ur-Englandi. Hún mun ásamt eiginmanni sínum, Simon Vaug- han, halda tónleika í London í apríl nk. Gerrit Schuil píanóleikari er fæddur í Hollandi og hóf nám í píanóleik ungur að árum og vakti þá athygli fyrir óvenjulegar tónlist- argáfur. Hann stundaði nám í Rotterdam og síð- an framhaldsnám í píanóleik í London og París. Gerrit Schuil hef- ur haldið tónleika í flest- um löndum Evrópu og í Bandaríkjunum og kom- ið fram á alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Árið 1978 hóf hann nám í hljómsveitarstjórn. Frá árinu 1979 stjórnaði hann Sinfóníuhljómsveit hollenska ríkisútvarps- ins sem jafnframt var aðal- hljómsveit hollensku ríkisóper- unnar og gerði það í mörg ár. Hann hefur og stjórnað hljóm- sveitum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Eftír fyrstu tónleikaferð sína til Islands hausið 1992 varð hann fyrir svo sterku áhrifum af landinu að hann ákvað að setjast hér að og er hann nú búsettur í Reykaj- vík,“ segir í frétt frá safninu. Vetrarmávur Þorkels og Jóns úr Vör TÓNLISTARSAM- BAND alþýðu, Tónal, heldur 20 ára afmælis- tónleika í Háskólabíói í dag kl. 14. Á tónleikunum munu kórar og lúðrasveit sam- bandsins flytja fjöl- breytta efnisskrá, ýmist einir sér eða í samein- ingu. Alls munu koma fram þrettán kórar og ein lúðrasveit. Af sam- eiginlegum verkum má nefna „Hver á sér fegra föðurland“ í flutningi lúðrasveitar og karla- kórs Tónal, „Kvenna- slagur“ í flutningi kvennakórs Tónal og „Steðjakórinn" úr II Trovatore í flutningi allra þátt- takenda, um 300 manna kór og lúðrasveit. Jón Þorkell úr Vör Sigurbjörnsson Frumflutningur verður á lagi eftir Þorkel Sigurbjörns- son við ljóð eftir Jón úr Vör, „Vetrarmávur". Lag þetta samdi Þorkell sérstaklega fyr- ir Tónal í tilefni 20 ára afmælistónleikanna. Flytjendur eru allir kór- ar Tónal og lúðrasveitin. Sigrún Hjálmtýsdóttir mun flytja tvö verk eftir Mozart. Einsöngslag, Tilbrigði eftir Adam við stef eftir Mozart, við undirleik píanós og flautu og síðan mun hún ásamt blönduðum kór Tónal við undirleik klarinettu, flautu og fagotts flylja verkið Laudate Dominum, Lof- ið þér Drottin Guð. Flutningur síðara verks- ins er tileinkaður minningu móður Sigrúnar, Margrétar Matthíasdóttur, en hún sat i stjórn Tónal um árabil. Mar- grét lést síðastliðið haust. ORGEL Digraneskirkju í Kópavogi 25. september 1994. Orgelið ber ópus- töluna 11 frá orgelverk- stæðinu á Blikastöðum í Mosfellsbæ. Orgeltón- leikar í Digranes- kirkju WOLFGANG Tretzsch heldur orgeltónleika í Digraneskirkju sunnudaginn 17. mars kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir Petr Eben, Dezsö Antalffy-Zsiross, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Johann Sebastian Bach og Di- etrich Buxtehude. Eftir Petr Eben spilar Wolfgang Tretzsch verkið Momenti d’organo frá ár- inu 1994 en það verk fluttu orgel- nemendur Harðar Áskelssonar nýlega á tónleikum í Akureyrar- kirkju og var það frumflutningur verksins á íslandi. Wolfgang Tretzsch er fæddur í Auerbach í Þýskalandi árið 1937. Hann hefur haldið orgel- tónleika víða um Evrópu og einn- ig á íslandi. Wolfgang starfaði sem organisti á ísafirði 1992 en starfar nú sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Mývatnssveit- ar. Orgel Digraneskirkju er 19 radda, smíðað á orgelverkstæðinu á Blikastöðum í Mosfellsbæ og var það vígt 25. sept. 1994. Digraneskirkja hefur verið mjög rómuð fyrir góðan hljómburð og einnig hefur orgelið fengið mjög góða umfjöllun. Sigurður Sigurðsson í Gerðarsafni í LISTASAFNI KÓPAVOGS verður opnuð sýning á landslagsmyndum og portrettum eftir Sigurð Sigurðsson listmálara í dag, laug- ardag, kl. 16. Sigurður er fæddur 1916. Hann stundaði myndlistamám í Kaupmannahöfn, og var yfirkennari í mál- un við Myndlista- og handíðaskóla íslands um árabil. „Hann hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis. Sig- urður er einn þeirra málara sem hvað mesta tryggð hafa haldið við sígilda landslagshefð og hann er einn merk- asti portrettmálari síns tíma. Sigurður var formaður Félags íslenskra mynd- listarmanna í áratug og hann sat í stjóm Lista- og menningarsjóðs Kópavogs frá stofnun hans 1965 til ársins 1981. Á þessum ámm átti hann stóran þátt í að marka stefnu sjóðsins í listaverkakaupum. Hann sat í stjóm og byggingamefnd Listasafns Kópavogs 1978-1981. Það er því safninu sérstakt ánægjuefni að sýna úrval eldri og nýrri verka Sigurðar," segir í frétt frá safninu. Sýningin stendur til 8. apríl. MorgunDiaoio/sig. jons. ELFAR Guðni við myndir sínar í sýningarsal Set hf. á Selfossi. Afmælistónleikar Karlakórsins 4K KARLAKÓR Kjalamess og Kjósar, 4K, hélt upp á fimm ára afmælið með veglegri samkomu í Félags- heimilinu Fólkvangi á Kjalamesi laugardaginn 2. mars síðastliðinn. Veislan var jafnframt til fjáröflunar vegna fyrir- hugaðrar söngferðar til Þýskalands um mánaða- mótin mars-apríl. Heiðursgestir kvölds- ins voru Árni M. Mathie- sen þingmaður og kona hans. Félagar í kórnum eru flestir úr Kjalames- hreppi, Kjósarhreppi, Þingvallahreppi og Mosfellsbæ og eru um 40 talsins. Kórinn var stofn- aður af nokkmm’ áhugamönnum veturinn 1991. Fór starfið rólega af stað til að byija með en segja má að eftir að kórinn söng í Viðey á 80 ára afmæli Bún- aðarsambands Kjalar- nesþings 1992 hafi starfið hafist fyrir al- vöra. Síðan hefur kór- inn komið víða fram við ágætan orðstír. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Páll Helga- son og formaður er Bjöm Jónsson sem jafnframt var helsti hvatamaður að stofn- un hans. Elfar Guðni sýn- ir í Sethúsinu Selfossi. Morgunblaðið. ELFAR Guðni listmálari opnar sýningu í dag klukkan 14 á efri hæð nýs skrifstofuhúss, Set hf., á Eyravegi 41 á Selfossi. A sýningunni eru fjörutíu myndir af öllum stærðum og meðal þeirra myndir málaðar með olíulitum á krossvið, mason- ítt og tré auk vatnslitamynda. Sýning Elfars er opin alla daga klukkan 14-18 og henni lýkur sunnudaginn 24. mars. Þetta er 28. einkasýning Elfars Guðna, sem hefur fengist við málun í 30 ár. KARLAKÓR Kjalarness og Kjósar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.