Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 16. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Glæpir gegn menningunni Þýskir nasistar drýgðu glæpi gegn mannkyn- inu í morðæði sínu og ekki síst glæpi gegn menningunni. Árni Matthíasson kynnti sér útgáfu á tónlist sem þeir bönnuðu sem úr- kynjaða, en flest tónskáldanna enduðu ævina í útrýmingarbúðum. GÖTUMYND frá Terezín, teikning eftir Fritz Taussig. VILLIMENNSKA Þjóðveija á stríðsárunum beindist ekki síst að listamönnum; til viðbótar við glæpi gegn mannkyninu má bæta glæpum gegn menningunni á syndaregistrið. Bækur gyðinga voru brenndar 1933 skömmu eftir að Hilter komst til valda, 1937 var framúrstefnulist úthrópuð og 1938 var röðin komin að tónlistinni. Á ríkistónlistarhátíðinni í Dusseldorf 1938 var meðal helstu atriða kynning á „úrkynjaðri tón- list“, Entartede Musik, sem ætlað var að sýna og sanna hvernig gyðingleg tónskáld og sporgöngu- menn þeirra höfðu afskræmt þýsk- an tónlistararf og bætt í „úrkynj- aðri“ svertingjatónlist vestan frá Bandaríkjunum og innblæstri frá bolsévikkum í austri. í þartilgerð- um klefum var fólki gefinn kostur á að setjast og hlýða á hnignunina og fyrir vikið var aðsókn óvenju mikil, enda var þetta eini staðurinn þar sem heyra mátti vinsæla sí- gilda tónlist í Þýskalandi á þeirri tíð. Að þeirri kynningu lokinni hófust handtökur og síðan morð á tónskáldum. Samkvæmt saman- tekt tónlistarfræðingsins Albrechts Dumlings, sem hefur rannsakað þetta niðurlægingar- tímbil þýskrar menningar, voru 180 tónskáld sett á útrýming- arlista þegar árið 1938, þegar Þýskaland hernam Austurríki og Súdetahéruð Tékkóslóvakíu, en 1945 voru þau orðin 300. Flest eru þau gleymd í dag og þó menn minnist hremminga þeirra sem komust undan, Schoenbergs, Alb- ans Bergs, Pauls Hindemiths, Kurts Weills, Hans Eislers og Antons Webems, fer minni sögum af Hans Krása, Leo Ascher, Berth- old Goldschmidt, Wilhelm Groz, Pavel Haas, Ernst Krenek, Erick Wolfgang Korngold, Franz Schrecker, Victor Ullmann og Alexander Zemlinsky. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að menn hafa dustað rykið af verkum þeirra, sem margir hverjir létu líf- ið í útrýmingarbúðum nasista. „Úrkynjuð tónlist" Fyrir rúmum þremur árum hrinti Decca-útgáfan breska af stað merkri útgáfuröð undir heit- inu Entartede Musik. Markmið þeirrar raðar er að gefa út helstu verk þeirra sem urðu fyrir barðinu á þýskum nasism'a, eða eins og forsvarsmaður útgáfunnar, Mich- ael Haas, orðar það: „Tónlistin sem verður fyrir valinu er tónlist sem ekki fékk að hljóma af pólít- ískum eða þjóðernislegum ástæð- um eða vegna smekks þess sem á hélt, en_ ekki vegna listrænna gæða.“ Á fyrstu útgáfunum lagði fyrirtækið nokkra áherslu á þau verk eða þá listamenn sem teknir voru sem dæmi um úrkynjaða list á áðurnefndri sýningu, en eftir því sem fram hefur liðið hafa fleiri bæst í hópinn. „Sýndarfangabúðir“ Liður í áróðursstríði Þjóðveija var að settar voru upp sýndar- fangabúðir, ef svo má að orði kom- ast, sem áttu að sanna að vel væri farið með gyðingana sem smalað var saman „af öryggis- ástæðum“ og „þeim til verndar“. Þessar fangabúðir voru í Theresi- enstadt skammt norður af Prag, sem kallast Terezín á tékknesku. Útsendurum Rauða krossins var þannig boðið í búðirnar til að sýna að ekki væsti um fangana; þar mátti sjá fólk ganga erinda sinna eins og í hveiju þorpi, verslanir voru opnar og listalíf blómstraði. Þrátt fyrir það voru íbúar Terezín ekkert betur staddir en kynbræður þeirra í öðrum fangabúðum, van- næring var landlæg, hreinlæti ábótavant og fangarnir beittir svo miklu harðræði þegar gestirnir útlendu voru farnir að fjórðungur þeirra lést innan veggja Terezín. Þeir sem lifðu dvölina af voru síð- an sendir í útrýmingarbúðir, enda var Terezín bara biðstöð á leiðinni í dauðann. Margir helstu lista- menn Tékkóslóvakíu áttu eftir að gista Terezín og sumir lifðu til að segja frá, þar á meðal Karel Anc- erl, sem varð síðan aðalstjórnandi tékknesku þjóðarfílharmóníunnar þar til illþýði úr annarri átt, Sovét- menn, hröktu hann úr starfi eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968. Rithöfundurinn Ivan Klíma var einnig í Terezín sem ungur maður og hefur lýst örvæntingunni. Dansað undir gálganum í þessum biðsal dauðans blómstraði listalíf og listrænt frelsi var meira en nokkurs staðar í Evrópu; það var dansað undir gálganum. Þar mátti leika úrkynj- aða tónlist og gyðingatónlist; Off- enbach og Mendelssohn og verk tónskáldanna sem biðu þar eftir dauðanum. Þar mátti meira að segja finna jassveit sem hélt úti- tónleika að segja á hveijum degi. Vitað er um tuttugu og fimm tónlistarmenn sem dvöldust í Terezín og þeirra á meðal voru fjögur tónskáld af sömu kynslóð; Viktor Ullmann, Hans Krása, Pav- el Haas og Gideon Klein. Þeir áttu allir eftir að'láta lífið í útrýmingar- búðum Þjóðveija og eru týnd kyn- slóð tékkneskra tónskálda, arftak- ar Janáceks. Eftir að Þjóðveijar hröktust frá Tékkóslóvakíu fund- ust handrit tónskáldanna í komp- um og kimum í Terezín, aukinheld- ur sem ýmsu var smyglað út fyrir búðirnar, en rannsóknir á verkun- um hófust ekki að viti fyrr en Konrad Richter, rektor tónlistar- háskólans í Stuttgart, tók upp á arma sína verk Ullmanns og áður- nefndur Albrecht Dumling end- urgerði sýningu ríkistónlistarhá- tíðarinnar í Diisseldorf 1938 á fimmtíu ára afmæli hennar. Merkast þessara tónskálda er Viktor Ullmann og merkasta verk- ið sem samið var í Terezín er eft- ir hann, óperan Keisari Atlantis. Ullmann var lærisveinn Schoen- bergs, þó tónlist hans svipi frekar til Zemlinskys, og fyrir stríð hafði hann samið tvær óperur, strengja- kvartetta og ljóðabálka. Hann var 44 ára þegar hann var sendur til Terezín og varð þegar áberandi í tónlistarlífinu þar, skrifaði tónlist- argagnrýni, skipulagði tónleika og samdi tónverk, en alls samdi hann tuttugu verk í Terezín. Þrátt fyrir „frelsið“ í Terezín, eða réttara sagt afskiptaleysi Þjóðveija, þótti vörðum ópera Ullmanns ganga of langt, en aðalpersóna í henni er geggjaður einræðisherra og í verk- inu má meðal annars heyra lagt út af sálmi Lúthers, Vor guð er borg á bjargi traust, stef úr Das Lied von der Erde eftir Mahler, stef engils dauðans úr Asrael eftir Josef Suk og loks afskræmingu þýska þjóðsöngsins. Fyrir viktð var verkið bannað skömmu fyrir frum- sýningu og Ullmann auðnaðist því ekki að sjá það á sviði. Meðal síð- ustu verka Úllmanns er píanósón- ata sem er samtímis skrifuð út sem sinfónía, en tónskáldin í Terezín urðu að hafa það sem hendi var næst í hljóðfæraskipan. Þau verk komu út á vegum Bayer útgáfunn- ar þýsku fyrir tveimur árum og leikur Konrad Richter á píanó. I útgáfuröð Decca hefur Keisari Atlantis fengið afbragðsdóma, Lothar Zagrosek stýrir hljómsveit- inni og einsöngvarar eru m.a. Mic- hael Kraus, Franz Masura, Martin Petzold, Christiane Oelze og Walt- er Berry. Það gefur uppfærslunni aukinn drunga að brot úr ræðum Hitlers eru notuð sem áhrifshljóð. Haas og Krása Þó Ullmann háfi verið merkasta tónskáld sem Þjóðveijar myrtu í Auschwitz stóðu landar hans Pa- vel Haas og Hans Krása honum lítt að baki. Decca sendi frá sér disk með strengjakvartettum þeirra, en þeir áttu furðu líka ævi; fæddir á sama ári, áttu áþekkan námsferil, vöktu báðir athygli fyrir óperuverk, voru báðir sendir til Terzín 1941 og enduðu ævina í gaskefa í Auschwitz sama dag 1944. Haas er líklega frum- legra tónskáld og strengjakvartett hans sem kom út í fyrsta sinn á áðurnefndum Decca-disk er bráð- j skemmtilegt verk. Kvartett Krása er ekki síður merkileg upgötvun, en ólíkt Haas, sem dregur nokkurt dám af læriföður sínum Janácek, lærði Krása hjá Zemlinsky og er því af Vínarskólanum. Mörg tónskáld fleiri úr þessum hópi hefur Decca kynnt fyrir tón- listarunnendum og öll vel þess '!< virði að kynnast þeim. Nægir að nefna Berthold Goldschmidt, sem n'; búið hefur í einskonar útlegð í Lundúnum frá því í stríðinu, öllum gleymdur, en hefur haldið áfram 'f að semja fram á þennan dag, kom- inn hátt á níræðisaldur. Hann lifði sem betur fer að sjá helstu óperu sína, Der gewaltige Hahnrei, A Kokkállinn stórkostlegi, setta á svið í Lundúnum fyrir tveimur árum og gefna út við einróma hrifningu gagnrýnenda. Einnig má nefna Fasistakantötu Hans Eislers, Jasskonserta Erwins Schulhoffs og diskinn Tanz Grot- esk, sem á er balletttónlist þriggja tónskálda sem þýskir nasistar bönnuðu; Franz Schreckers, áður- jI: nefnds Erwins Schulhoffs og Pauls Hindemiths. Schrecker náðu að sjá „j verk sín bönnuð áður en hann lést langt fyrir aldur fram, Schulhoff ji lést í fangabúðum, en Hindemith, ,' sem ekki var gyðingur, komst undan til Bandaríkjanna og er einn af helstu tónjöfrum þessarar ald- ar. Til viðbótar við útgáfu Decca, sem er kveikja þessara skrifa, má nefna að Koch hefur hafið útgáfu- röð sem á að ná yfir alla tónlist sem til er frá Terezín og ætlar útgáfan að hún komist á níu diska. Byggt meðal annars á BBB Music < Magazine, Grammophone, Focus og fl. 1 heimildum. Einfalt Himnaríki LEIKUST F j ö 1 b r a u t a s k ó 1 i n n í B r e i ö h o 11 i SKVALDUR eftir Michael Frayn. Leikstjóri Valur Freyr Einarsson. Þýðandi Ámi Ib- sen. Leikmyndahönnuður Kristján Bjöm Þórðarson. Þriðjudagur 12. mars. RÁMAR þig eitthvað í kvik- mynd á Stöð 2 sem hét Noises Off? Var hún ekki með Michael Caine og Superman, Christopher Reeves? Fannst þér hún ekki léleg? Það fannst mér, og nú veit ég hvers vegna. Hún var unnin uppúr samnefndu leikriti eftir Bretann Michael Frayn. Hollywood-liðið gerir ekkert betur en nauðga góð- um verkum,. bókum eða leikritum, með slappri handritsgerð. Aristó- fanes, leiklistarfélag Fjölbrauta- skólans í Breiðholti, frumsýndi leikritið föstudaginn 8. marz. Ég skellti mér á það á þriðjudaginn, á þriðju sýningu. í íslenzkri þýðingu Árna Iþsens kallast leikritið Skvaldur. Ég er viss um að hugmynd hans að Himnaríki, sem Hermóður og Háðvör er að sýna í Hafnarfirði, hafi kviknað þegar hann var að þýða Skvaldur. Skvaldur er ein- falt Himnaríki, eða öllu heldur; Himnaríki er tvöfalt Skvaldur. Áhorfendur fylgjast með upp- færzlu leikritsins Allslaus, leikrits sem hið raunverulega leikrit fjall- ar um, og sjá generalprufu og líf- ið baksviðs þegar leikritið er kom- ið af stað, á einu sviði. Sviðs- myndinni var einfaldlega snúið við þegar leikurinn barst bak- sviðs, áhorfendum var ekki smal- að í annan sal. í sjálfu sér var hún senuþjófur- inn, sviðsmyndin. Við fyrstu sýn var hún bara hvítmálaður veggur, ekkert sem maður tekur sérstak- lega eftir, svona þannig, en þegar krakkarnir tjökkuðu hana upp og sneru við þá tók ég eftir henni, vá, Aristófanes fær tíu fyrir sviðs- myndina. Ég á í örlitlum vandræðum með að mynda mér skoðun á leik. Leik- arar Litla leikhópsins, þess sem setur upp leikritið í leikritinu, voru svo fáránlega slappir að annað eins hefur varla sést. En í Aristófanesi var fólk sem með smá rækt og æfingu getur kannski orðið alvöru leikarar. En það er bara eitt. Allir fram- haldsskólar á landinu leggja mik- ,v ið á sig við að koma upp sýningum og gefa sig alla í það. Hvers vegna byija þeir ekki á grunninum og setja upp frumsamið verk? Á ís- landi er nefnilega fullt af mönnum (konur eru líka menn) sem geta skrifað leikrit, og gerðu það ef þeir væru beðnir. Thalía í MS er bezjta sönnun þess. Ég varð bara að minnast á MS, þetta er nú einu sinni FB sem ég er að fjalla um. Heimir Viðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.