Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Hvaða lið Dagskrá undanúrslitanna í handknattleik komast í úrslit? Á þessu stigi er hægt að velta fyrir sér hvaða lið keppa í Evrópukeppninni. Niðurstaðan er háð því hvaða lið verður íslandsmeistari. Möguieikunum er hér raðað eftir stafrófsröð. Þriðjudagur Valur - Afturelding Miðvikudagur KA-FH Fimmtudagur Afturelding - Valur Föstudagur FH-KA Ef þörf er á oddaleik Laugardagur Valur Afturelding Sunnudagur KA-FH í fyrra vann Valur Aftureldingu í undanúrslitum, 2: 0, og KA vann Víking, 2 :1 Evrópu- keppni meistaraliða Afturelding íslands- meistari? FH íslands- meistari? KA íslands- meistari? Valur íslands- meistari? Evrópu- keppni bikarhafa KA KA Víkingur KA IHF- keppnin Valur Valur Valur Stjarnan Evrópu- keppni borgaliða FH Afturelding Afturelding eða FH Afturelding eða FH ís Z •J ’ «If ■ BIRNA Björnsdóttir úr SH fékk astmakast eftir 200 metra fjórsund- ið á innanhússmeistaramótinu í sundi í Vestmannaeyjum á föstudag- inn þar sem hún varð önnur á eftir Sigurlín Garðarsdóttur, UMFS. Flytja varð Birnu á sjúkrahús og keppti hún ekki meira á mótinu. ■ OMAR Þorsteinn Árnason úr Óðni á Akureyri varð tvítugur á síðasta degi mótsins og af því tilefni kallaði kynnirinn, Smári Harð- arson, hann upp á lokahófinu og lét hann syngja afmælissönginn sjálfum sér til heiðurs. ■ RÍKARÐUR Ríkharðsson úr Ægi, sem sigraði i 100 metra skrið- sundi á sunnudeginum lenti í smá vandræðum í undanrásum þess sunds því hann missti sundhettuna og drengurinn, sem er vel hærður, sá ekki mikið eftir það en hann náði þó næst besta tímanum í undanrás- um og varð síðan ekki fyrir neinum skakkaföllum í úrslitasundinu og sigraði__þar. ■ BJÖRN Björnsson varamark- vörður handboltaliðs KA kom í tví- gang inn á leikvöliinn gegn Selfossi á föstudagskvöldið og varði bæði skiptin vítakast. Er hann varði síð- toómR FOLK ara vítið undir leikslok fór hann á handahlaupum útaf. ■ SIGURJÓN Arnarsson, kylfirig- ur úr GR, varð í 21. sæti af 90 á móti sem fram fór í Florída, og er í Tommy Armour mótaröðinni banarísku, um helgina. Hann lék á 73 + 72 höggum eða samtals 145 höggum, sem er einu höggi yfir pari Ridgewood Lakes-vallarins. Sigurvegarinn lék á 134 höggum ■ DANÍEL Jakobsson, skíða- göngumaður úr Leiftri, hafnaði í 9. sæti fjöldagöngu í Svíþjóð um helgina þar sem gengið var frá bænum Storlien til Ánn, um 40 km leið. Daníel var í 4. sæti þegar 37 km voru búnir af göngunni, en þá missti hann fimm keppendur framúr sér. ■ VALA Sva varsdóttir frá Ólafs- firði tók þátt í Vasa-göngunni frægu í Svíþjóð fyrir skömmu. Hún gekk 90 km á átta og hálfum klukkutíma og var fyrst íslenskra kvenna til að ganga þessa leið. ■ BJÖRN Dæhlie frá Noregi og Manuela De Centa frá Ítalíu eru heimsbikarmeistarar 1996 í skíða- göngu karla og kvenna. Síðasta göngumót vetrarins fór fram í Osló um helgina. Dæhlie hlaut 1.110 stig og Vladimir Smirnov frá Kasakst- an annar með 1.034 stig og voru þeir í sérflokki því Finninn Jari Isometsa, sem varð þriðji, var með 617 stig. De Centa var með 1.004 stig og Elena Vaelbe, Rússlandi, varð önnur með 945 stig. ■ PAUL-Erik Hoyer Larsen frá Danmörku sigraði í einliðaleik karla á opna enska meistaramótinu sem lauk á sunnudag. Hann vann Ras- hid Sidek frá Malasiu í úrslitum, 15/7 og 15/6. ■ LARUS Orri Sigurðsson og fé- lagar hans í Stoke, áttu möguleika á að komast í 3. sæti 1. deildarinnar ensku með sigri á Huddersfield á laugardaginn. Stoke skoraði aðeins eitt mark, en átti auk þess þijú stangarskot. Huddersfield jafnaði tveimur mínútum fyrir leikslok. DEILDIN Nú er úrslitakeppnin komin í fullan gang, bæði í hand- knattleik og körfuknattleik. Loksins, loksins, segja eflaust margir, því úrslitakeppni síðustu ára hefur verið gríðarlega skemmtileg og spennandi. Ur- slitakeppni sem nú er nýhafin virðist ekki ætla að verða nein undantekning þar á. Spenna fram á síðustu sekúndu, fram- lenging og sigurmark, eða karfa, gert um leið og flauta tímavarðar gellur. Fólki sem illa þolir spennu er jafnvel ráðlagt að fara ekki á leikina. En því miður verðum við vænt- anlega að bíða í heiit ár til að fá að sjá svona spennandi leiki aft- ur. Deildarkeppnin, bæði í hand- og körfuknattleiknum, er þannig að mikill hluti leikjanna skiptir ekki nokkru máli. Þessu til stað- festingar þarf aðeins að skoða hvaða lið eru komin lengst í úr- slitakeppninni. í handknattleik karla er Afturelding, sem var í 6. sæti, komin í undanúrslit og mætir Íslandsmeisturum Vals. Afturelding lagði Stjömuna, sem varð í þriðja sæti. FH-ingar, sem urðu í 5. sæti, lögðu Hauka, sem voru sæti ofar. Bikarmeistarar KA eru komnir áfram eftir þijá leiki við Selfyssinga, sem urðu í áUunda sæti. í fyrra munaði aðeins sekúndu- broti að KA yrði íslandsmeistari, en Akureyringar urðu að játa sig sigraða I fimmta úrslitaleiknum gegn Val. Hlíðarendastrákarnir jöfnuðu er rúm sekúnda var eftir af leiknum og sigruðu síðan í framlengingunni. Valsmenn urðu deildarmeistarar í fyrra en KA varð í sjötta sæti. Hjá konunum hefur flest verið eftir bókinni nema hvað KR- stúlkur knúðu fram oddaleik gegn Fram, nokkuð sem ekki var búist við eftir frammistöðu lið- anna í deildarkeppninni. Vest- mannaeyingar leika oddaleik gegn Vfkingum en þessi lið urðu í fjórða og fímmta sæti. Úrslitakeppnin í körfuknatt- Mikill hluti leikja í deildarkeppninni skiptir engu máli leiknum hefur einnig borið þess merki að deildarkeppnin skiptir þvf miður litlu máli. Haukar, sem urðu í öðru sæti, lentu í mikilli rimmu gegn ÍR-ingum og höfðu betur eftir þijár viðureignir, en það munaði aðeins þremur stigum á liðunum að loknum leikjunum þremur. Keflvíkingar, sem urðu í íjórða sæti, hafa vænlega stöðu gegn deildarmeisturunum úr Njarðvík. Það sem af er úrslitakeppninni lofar góðu og því rík ástæða að hvetja fólk til að fjölmenna á þá leiki sem eftir eru og styðja sín lið. Það er fátt skemmtilegra en spennandi íþróttakappleikur, og þá sérstaklega í þeim tveimur greinum sem hér hefur verið rætt um, því þar er hraðinn mik- ill. Hraða og spennu fylgir oft að leikimir eru ekki ýkja vel leiknir, en þegar í boði er jafn mikil spenna og undanfarin ár þá er leikmönnum fyrirgefið. Menn era tilbúnir að gleyma gæðum leiksins ef þeir fá spennu og hasar í staðinn. Á það hefur ekki skort undanfarin ár og ekki heldur það sem af er úrslita- keppni þessa árs. Skúli Unnar Sveinsson Gerði sundkappinn LOGIJES KRISTJÁIVISSON sérvonirum að bæta íslandsmetin? Eðvarð hvatti mig til dáða LOGI Jes Kristjánsson kom, sá og sigraði um helgina á innan- hússmeistaramóti íslands i' sundi en það var haldið í heimabæ hans, Vestmannaeyjum. Hann sló met Eðvarðs Þórs Eðvarðs- sonar í 100 og 200 metra baksundi, en þau höfðu bæði stað- ið óhreyfð lengi. Þetta eru fyrstu íslandsmetin sem hann setur í fullorðinsflokki en hann á eitt met f piltaf lokki, í 50 m skriðsundi. „Það er nú kominn tími til að einhver bæti það,“ sagði hann. Logi Jes er 23 ára gamall Eyjamaður í húð og hár. Hann hefur æft sund í 11 ár og stefnir á þátttöku í ofan- greindum greinum á Ólympíuleikunum í Atlanta ísumar. Logi Jes hefur síðastliðin þijú ár lagt stund á nám í graf- ískri hönnun við háskóla í Arizona í Bandaríkjunum Eftir og á rúm tvö ár fvar eftir af námi sínu. Benediktsson Hann er í keppn- isliði háskólans ásamt mörgum landsliðsmönnum frá hinum ýmsu heimshornum, en enginn bandarískur landsliðsmað- ur er í liðinu. En átti hann von á að slá met Eðvarðs í þessari stuttu heimsókn sinni til bernskustöðv- anna? „Ég átti ekki von á þessum árangri þó að ég vissi að líkam- lega væri ég í góðu formi. Þó taldi ég fyrirfram að möguleikinn á að ná metinu í tvö hundruð metrunum væri meiri. Þolið er í góðu lagi en snerpan gæti verið meiri og hana hélt ég að mig vantaði til að ná metinu í eitt hundrað metrunum. Ég hef æft mikið upp á síðkastið og hvíldi mig nær ekkert fyrir keppnina. Síðan bætti ég metið í tvö hundr- uð metrunum á laugardaginn og þá setti ég stefnuna á metið í hundrað metrunum daginn eftri og það tókst.“ Það hefur ekki spillt gleðim að slá metin í Eyjum? „Alls ekki. Það skipti mikl máli að setja metin heima. Ég e styrktur til æfínga frá fyrirtækj- um hér í Eyjum meðal annars og það skiptir miklu máli að sýna þeim að ég er á réttri braut.“ Eðvarð Þór hafði samband við þig eftir að þú hafðir slegið metin hans, hvernig var hljóðið íhonum? „Hann óskaði mér innilega til hamingju og sagðist vera ánægð- ur en jafnframt fylgdi söknuður siujx)1 Morgunblaðið/Sigfús Gunnar LOGI Jes Kristjánsson var ánægður með dvölina á heima- slóðum, þar sem hann settl tvö íslandsmet í baksundi. því að missa metin. Síðan hvatti hann mig áfram á þessari braut og nú væri næstá verkefni að ná lágmörkunum fyrir Ólympíuleik- ana í fimmtíu metra laug.“ Stefnir þú að því að ná lág- mörkunum á mótum í Bandaríkj- unum? „Nei, ég stefni ekki á neitt mót þar. Ég ætla með hinum í íslenska ólympíuhópnum til Mónakó í síð- ari hluta maí þar sem reynt verð- ur við lágmörkin í fimmtíu metra laug. Þangað til einbeiti ég mér að æfingum og að vera í sem bestu formi er á hólminn verður komið.“ Telur þú þig eiga góða mögu- leika á að ná lágmörkunum? „Ég hef hingað til ekki hugsað um annan kost en að ná lágmörk- unum og við það situr.“ Er í mörgu frábrugðið að æfa úti í Bandaríkjunum eða hér heima? „I ýmsu er það ekki svo frá- brugðið. Æfíngar og útfærsla þeirra er ósköp svipuð en á móti kemur að samkeppni á æfingum er mjög mikil. Þá er æft í fimm- tíu metra útilaug og veðrið er það gott að yfirleitt bærist ekki hár á höfði. Og þó æft sé úti þá er æfingum aldrei frestað nema ef hætta er á eldingum. Slíkt gerist ekki nema í hæsta lagi einu sinni annað hvert ár.“ Er oft keppt á skólamótum? „Það er keppt tvisvar til þrisvar í mánuði og oftast er um að ræða einvígi á milli skóla. Það er hörku- puð að keppa svona oft frá októ- ber og fram í mars, en hvert mót er mikil reynsla."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.