Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 INNANHÚSSMEISTARAMÓTIÐ í SUNDI MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Eydís og Logi Jes stigahaest STIGAHLÆSTU sundmenn mótsins voru Eydís Konráðsdóttir og Logi Jes Kristjánsson. Eydís hlaut 843 stig fyrir 200 metra skriðsund og Logi hlaut 908 stig fyrir 200 metra baksund. Þau hlutu einnig ferð á vegum Flugleiða hvort, á hvaða leið félagsins sem er, fyrir að hafa flest stig samanlagt úr 2 sundum. Eydís fékk samtals 1.648 stig fyrir 200 skrið og 100 flug og Logi Jes var með tamtals 1700 stig fyrir 100 og 200 bak- sund. Kolbrún Ýr og Arnar Már efnilegust EFNILEGASTA sundfólkið var valið af þjálfurum liðanna, þau komu frá Akranesi og Keflavik. Hjá stúlkunum var það Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, og hjá piltunum var það Arnar Már Jónsson. Þungur en nældi í 3 gull ARNAR Freyr Ólafsson, Þór, sem er við sundæfingar í Alabama, virkaði nokkuð þungur á mótinu en þrátt fyrir það nældi þessi mikli sundmaður sér í 3 gull og 1 silfur. Aniar Freyr lagði ekki mikla áherslu á þetta mót og hef- ur verið mikið í lyftingum, undanfarið og verður örugglega í toppformi þegar okkar bestu sundmenn spreyta sig á lágmörkum fyrir Ólympiuleikana. Góðir tímar Eydísar og Loga Jes TÍMI Eydísar Konráðsdóttur í 100 metra flugsundi hefði sett hana í 41. sæti heimsafrekalista síðast árs í því sundi ogtími Loga Jes Kristjánssonar í 200 metra baksundi hefði sett hann í 49. sæti heimsafrekalistans í því sundi og tími Loga í 200 metra baksundi hefði sett hann 149. sæti heimsafreka- listans í því sundi. Sex Islandsmet féllu * Logi Jes og Eydís bættu gömul met Eðvarðs Þórs og Bryndísar Olafsdóttur Heimsmet Ólafs ÓLAFUR Eiríksson, SH, bætti eigið heimsmet í flokki fatlaðra S9. „Það hefur lengi verið takmarkið hjá mér að bæta þetta met,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í Eyjum. ,,Eldra metið setti ég einnig héma í Eyjum fyrir fjórum árum. Eg hef ekki verið að synda nálægt þessum tíma lengi, en þetta tókst Ioksins núna og þetta lofar góðu fyrir Ólympíumótið þar sem ég kem til með að keppa í 5 greinum og þar legg ég mesta áhersluna á 50 og 100 metra skriðsundið sem og 100 flugsund og að sjálf- sögðu stefnir maður alltaf á toppinn,“ sagði Olafur Eiríksson. ur, Keflavík, henni finnst líklega ekki taka því að stinga sér til sunds nema slá met og það gerði hún í 200 metra skriðsundinu, synti geysivel á tímanum 2.04,40 og bætti 9 ára gamalt met Bryndísar Ólafsdóttur um 30/100 úr sekúndu. Þau sem einnig kræktu sér í ís- landsmeistaratitla á laugardeginum voru í 400 metra fjórsundi Hákon Örn Birgisson, Ægi, hjá körlum og Lára Hrund Bjargardóttir félagi Hákonar hjá Ægi sigraði hjá kon- um, Magnús Konráðsson, Keflavík, sigraði síðan í 100 metra bringu- sundi karla og Halldóra Þorgeirs- dóttir hjá kpnum. Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir, ÍA, sigraði í 200 metra baksundi kvenna, Arnar Freyr Ól- afsson, Þór, vann 200 m skriðsund karla og í lok dagsins sigraði A- sveit SH í 4x100 metra fjórsundi karla og A-sveit Ægis sigraði í sama sundi hjá konunum. Æsispennandi Sunnudagurinn hófst á æsi- spennandi 400 metra skriðsundi karla þar sem Arnar Freyr Ólafsson Þór sigraði á endasprettinum en aðeins munaði 16/100 úr sek. á honum og Richard Kristinssyni, Ægi, sem varð annar, Hildur Ein- arsdóttir sigraði svo örugglega hjá konum í sama sundi. Því næst sigr- aði Magnús Konráðsson, Keflavík, örugglega í 200 m bringusundi og Halldóra Þorgeirsdóttir tryggði Ægismönnum eitt gullið þegar hún sigraði örugglega í 200 m bringu- sundi. Davíð Freyr Þórunnarson flaug fyrstur í mark í 200 metra flugsundi og það_ sama get'ði Eydís Konráðsdóttir, ÍBK, þegar hún tryggði sér þriðja gull sitt og var þó ekki hætt. Þá var komið að Loga Jes Kristjánssyni, ÍBV, hann synti 100 metra baksundið vel án harðrar keppni og krækti í langþráð met þegar hann bætti nær 10 ára gam- alt met Eðvarð Þórs Eðvarðssonar um 3/100 úr sekúndu, annað ís- landsmet Loga og þar með steypti hann með íslenska baksundskóng- inum til margra ára af stallinum. Að þessu loknu var Eydís Konráðs- dóttir, Keflavík, mætt enn á ný og tryggði sér fjói'ða sigur sinn er hún sigraði örugglega í 100 metra bak- sundi. Ríkarður Ríkarðsson Ægi sem setti Islandsmet í 100 metra flugsundi á laugardag synti einnig fyrstur í mark í 100 metra skrið- sundi sló þó ekki Islandsmet hann synti á 52,40 sek. og bætti eigin tíma um 1,4 sekúndur, Elín Sigurð- ardóttir, SH, synti í mark í 100 metra skriðsundi rétt á undan Hildi Einarsdóttur, Ægi, og Elín tryggði sér þar sitt annað gull. Þá vat' kom- ið að A-karlasveit Ægis að setja íslandsmet. Hún bætti rúmlega 5 ára gamalt met SFS í 4x200 metra skriðsundi, sem sett var í Eyjun, um rúma eina og hálfa sekúndu. A-kvennasveit Ægis lauk svo mót- inu með öruggum sigri í 4x200 metra skriðsundi. ■ Úrslit / B6 Morgunblaðið/Sigfús Gunnar EYDÍS Konráðsdóttir setti tvö íslandsmet í Eyjum um helgina — í 100 metra flugsundi og 200 metra skriðsundi — og fagn- ar hér er hún kom í mark í fyrrnefndu greininni. SEX íslandsmet voru sett á innanhússmeistaramótinu í sundi, sem haldið var í Vest- mannaeyjum um helgina. Logi Jes Kristjánsson, ÍBV, og Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, settu tvö hvort, Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, setti eitt sem og boð- sundssveit Ægis í 4x200 metra skriðsundi. Þá gerði Ólafur Ei- ríksson sér lítið fyrir og bætti eigið heimsmet í flokki fatlaðra og einnig voru margir sund- menn að bæta sig. Mótið þótti því takast mjög vel og sund- fólkið virðist vera á góðu róli. Sundfólkið fór frekar rólega af stað á föstudeginum miðað við það sem átti eftir að koma. Ekkert íslandsmet Sigfús G. var sett á þann dag, Guömundsson en Kolbrún Ýr Krist- skrifarfrá jánsdóttir, ÍA, setti þó telpnamet þegar hún varð önnur í 50 metra skrið- sundi, synti á 28,60 sek. og bætti eldra met um 11/100 úr sekúndu. Annars urðu úrslit nokkuð eftir bókinni, Arnar Freyr Ólafsson, Þór, sigraði í fyrstu greininni, 200 m ■ijórsundi, eftir harða keppni frá Magnúsi Konráðssyni Keflavík. Sigurlín Garðarsdóttir, UMFS, sigr- aði í 200 m ijórsundi kvenna, Sigur- geir Þ. Hreggviðsson, Ægi, varð lang fyrstur í 1500 m skriðsundi karla, Kristín Minney Pétursdóttir, ÍA, sigraði í 800 m skriðsundi og Elín Sigurðardóttir, SH, varð fyrst hjá stúlkunum í 50 m skriðsundi og í lokin sigruðu A-sveitir Ægis ör- ugglega í 4x100 m skriðsundi karla og kvenna. Byrjað á heimsmeti Sundfólkið fór sannarlega réttu megin fram úr rúminu á laugar- dagsmorgninum. Ólafur Eiríksson byijaði á því að setja heimsmet fatlaðra í undanrásum, í flokki S9, þegar hann synti 100 metra flug- sund 1.04,10 og bætti þar eigið heimsmet um 14/100 úr sekúndu en eldra metið setti Ólafur í Eyjum fyrir fjórum árum. Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, gaf fyrirheit um að spennandi yrði að Morgunblaðið/Sigfús Gunnar LOGI Jes Kristjánsson fagnar íslandsmeti sínu í 100 metra baksundi, en gamla metið hafði staðið í nærri tíu ár. Á neðri myndinni er sveit Ægis, sem setti íslandsmet í 4x200 metra skriðsundi, f. v.: Ríkarður Ríkarðsson, Sigurgeir Þór Hregg- viðsson, Richard Kristinsson og Hörður Guðmundsson. met hennar var 1.02,48 sett í nóv- ember í fyrra, hún bætti sig því um 23/100 úr sek. Eydís var rétt komin upp úr laug- inni þegar Logi Jes Kristjánsson, ÍBV, lagði af stað í 200 metra bak- sund. Hann hefur gert nokkrar harðar atlögur að íslandsmeti Eð- varðs Þórs Eðvarðssonar í þessu sundi án þess að ná setti marki en oft verið ansi nálægt, en nú var komið að því. Logi Jes synti af krafti og kom í mark á 2.00,37 og bætti þar með met Eðvarðs Þórs, sem hefði orðið fimm ára gamalt daginn eftir, um 18/100 úr sekúndu. Þama voru komin 3 íslandsmet í þremur sundum í röð og góð stemmning í sundhöllinni í Eyjum. Síðan komu 2 sund þar sem ekki voru slegin met, en í 200 metra skriðsundi var aftur komið að Eydís Konráðsdótt- fylgjast með úrslitum í 100 metra flugsundi því hann varð aðeins 25/100 frá íslandsmeti í undanrás- unum. Þetta voru ekki fölsk fyrir- heit hjá Ríkarði því hann synti geysivel í. úrslitunum og bætti ís- landsmet Magnúsar Más Ólafssonar sem rétt var orðið 5 ára gamalt. Ríkarður synti á 56,69 sek. og bætti þar með met Magnúsar svo um munaði eða um 48/100 úr sek- úndu. „Stefnan var sett á þetta því kominn var tími á metið hans Magn- úsar Más. Ég er í toppformi núna enda stílað inná þetta mót og svo er bara að reyna við 100 metra skriðiö á morgun," sagði Ríkarður eftir fyrsta íslandsmet mótsins. En þetta var aðeins byijunin því strax í næsta sundi bætti Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, eigið ís- landsmet þegar hún synti 100 metra flugsund á 1.02,25 en eldra Átli ekki von á metunum núna Eydís Konráðsdóttirsetti íslandsmet í 100 metra flugsundi og 200 metra skriðsundi EYDIS Konráðsdóttir, Keflavík, setti tvö Islandsmet á laugardeginum, í 100 metra flugsundi og 200 metra skrið- sundi. „Ég hafði sett mér það tak- mark að sigra í einstaklingsgrein- unum, það tókst kannski ekki alveg þar sem ég sleppti 200 metra baksund- inu til að geta einbeitt mér betur að 200 metra skriðsundinu. En ég átti alls ekki von á að ná þessum metum núna, sérstakþega ekki í 200 metra skriðsundinu. Ég hvíldi mig ekki fyrir þetta mót,_ kom aðallega bara til að vera með. Ég er búin að vera að byggja mig upp því ég hafði hvílt fyrir mót fyrir rúmum hálfum mánuði. Á næst- unni verður einblínt á að ná Ólympíu- lágmarki í 200 metra flugsundi í Frakklandi í maí. Ég á best 20/100 frá lágmarkinu og ég ætla að ná því, því ég ætla ekki að fara að sitja heima svona stutt frá lágmarkinu. Það yrði mjög sárt,“ sagði Eydís Konráðsdóttir. Það er mikill sundáhugi hjá fjöl- skyldu Eydísar. Magnús Konráðsson er systkinanna elstur og er á kafi í sundinu og er þar meðal þeirra allra fremstu, ^Eydís ér orðin sundkvenna fremst á íslandi og svo er yngsta syst- irin, á þrettánda ári einnig á kafi í sundinu. „Við erum þijú systkinin og höfum öll mikinn áhuga á sundinu og foreldrar okkar hafa alltaf stutt vel við bakið á okkur. Ég fylgdi í kjölfar Magnúsar og svo hefur yngsta systir- in Hanna Björg fylgt í kjölfar okkar. Ætli við smitum ekki hvert annað af áhuganum. Hanna Björg var nú í annað sinn á innanhússmeistaramóti. Hún hefur mikinn áhuga og er mjög dugleg og það verður ábyggilega ekki langt að bíða þar til hún fer að veita mér harða keppni," sagði Eydís að lokum. I ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 B 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Ótrúleg spenna Morgunblaðið/Einar Falur DAVÍÐ Grissom lék mjög vel í liöi Keflvíkinga. Hér er hann í skotstööu og Páll Kristinsson of seinn til varnar. Ohætt er að segja að síðustu mín- útur leiks Grindavíkur og Hauka voru varla fyrir viðkvæmt fólk ■■■■■■ því spennan var ná- Frímann lægt hættumarki. -Úlafsson Liðin skiptust á að skrifarfrá hafa foryStu síðustu Grmdavik 5 mínúturnar en Ja- son Williford tryggði Haukum sig- urinn, 68:67, þegar rúrnar 6 sekúndur voru eftir með því að skora úr víta- skoti. Einum leikmanni úr hvoru liði, Rodney Dobard frá Grindavík og Jóni Arnari Ingvarssyni úr Haukum, var vísað af leikvelli í seinni hálfleik. Með sigrinum jöfnuðu Haukar metin, hvort lið hefur sigrað einu sinni. „Þetta var hörkuleikur og hart barist,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Dómararnir leyfðu leikmönnum að leika svolítið fast og sóknarleikurinn fékk ekki að njóta sín. Við máttum náttúrlega ekki tapa og mér fannst innst inni að við hefð- um misst alla vonina ef við hefðu tapað þessum leik. Það þarf samt sem áður að vinna þijá leiki. Við komum miklu betur stemmdir núna en í fyrsta leik og ætluðum að ganga frá leiknum þegar [Rodney] Dobard var rekinn útaf en fórum út í vit- leysu en náðum síðan að vinna þetta. Það er mjög sterkt að sigra hér í Grindavík og sigurinn færir okkur aukna trú,“ sagði Reynir. Það var auðsjáanlegt á leik liðanna að mikið var í húfi en heimamenn virkuðu sterkari í byijun. Þeir voru heldur ákveðnari og stigaskorið var jafnt hjá þeim. Rodney Dobard, Grindavík, byijaði með því að troða og það var auðsjáanlegt að Haukar Njarðvíkingar upp að vegg hræddust hann í vöminni og voru ragir við að fara inn í teiginn. Jason Williford og Bergur Eðvarðsson virt- • ust þó hvergí smeykir og voru óhræddir að skjóta og hittu ágæt- lega. Þeir gerðu saman 24 af 34 stig- um Hauka. Grindvíkingar náðu 11 stiga for- skoti, 45:34, í upphafi seinni hálf- leiks og sjálfsagt farið að fara um stuðningsmenn Haukanna. Bræð- urnir Jón Arnar og Pétur Ingvarssyn- ir, sem höfðu haft sig lítt í frammi, tóku þá góða rispu og minnkuðu muninn í 4 stig. A 7. mínútu síðari hálfleiks sáu áhorfendur allt í einu að Dobard og Jón Arnar ruku saman og hrintu hvor öðrum. Þetta sáu dómararnir líka og Kristinn Alberts- son hafði engar vöflur á heldur vís- aði þeim báðum úr húsi. Brottreksturinn • virtist auka Grindvíkingunum kraft, skoruðu 8 stig í röð en Haukarnir voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þeir náðu muninum niður í 1 stig, 55:54, um miðjan hálfleikinn og komust síð- an yfir, 59:57. Jason Williford fékk þá sína 4. villu en Reynir þjálfari lét hann leika áfram. Liðin skiptust síð- an á að vera með forystu fram und- ir það síðasta þegar Wiliiford kom þeim yfir, 68:67. Grindvíkingar tóku leikhlé og í þann mund sem leikurinn rann út fékk Marel tækifæri að gera út um leikinn en hitti ekki. Guðmund- ur Bragason tók frákastið og skoraði en of seint því klukkan var hárs- breidd á undan honum með lokaflaut- ið. Fögnuður Hauka var mikill í leiks- lok. Jason Williford og Bergur Eð- varðsson áttu frábæran leik og hrein- iega báru uppi sóknarleikinn en leik- menn börðust vel í vörninni. Heima- menn gengu hinsvegar niðurlútir af velli eftir að hafa tapað að því er virtist unnum leik. Þeir áttu allir ágætisleik, Marel, Guðmundur, Hjörtur og Helgi Jónas ásamt Do- bard meðan hans naut við. Liðið mátti illa við því að missa hann útaf og langskotin rötuðu ekki rétta leið. „Við vorum með þennan leik í hendi okkar og það er mjög sárt að tapa. Mér finnst þetta eins og stuld- ur því við vorum búnir að vera sterk- ari aðilinn. Það virtist há Haukunum minna að missa Jón Arnar út af en okkur að missa Dobard. Við áttum „ÞETTA voru mikil vonbrigði og það er Ijóst að við erum komnir upp að vegg eftir þessi úrslit,“ sagði Hrannar Hólm þjálfari íslandsmeistara Njarð- víkinga eftir að þeir höfðu tap- að öðrum leiknum í röð í und- anúrslitum íslandsmótsins fyr- ir Keflvíkingum í Keflavík á sunnudaginn. Lokatölur leiks- ins urðu 89:79 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 54:47 fyrir Njarðvík. Liðin mætast í þriðja sinn i Njarðvík í kvöld og þá er að duga eða drepast fyrir Njarðvíkinga sem nú verða að sigra í 3 leikjum í röð ef þeir ætla sér áfram í úrslit. Leikurinn var bæði jafn og spenn- andi frá upphafi til enda. Eftir 5 mínútna leik var staðan jöfn 15:15 ■■■■■■ og í þeirri stöðu kom Björn Jón Kr. Gíslason Blöndal ;nná og dreif sína menn áfram og á næstu 10 mínútum komust Keflvíkingar í 41:36. En þá sýndu Njarðvíkingar hvers þeir eru megnugir og áður en varði hafði þeim tekist að jafna og komast yfir 48:43. í síðari hálfleik komu heimamenn skrifar frá Keflavík ákveðnir til leiks og þeir voru fljót- ir að jafna metin 58:58 og þegar 5 mínútur voru eftir var enn jafnt 75:75. En þá kom örlagaríkur kafli hjá Njarðvíkingum sem klúðruðu nokkrum dauðafærum á sama tíma og Keflvíkingar héldu sínu striki og tryggðu sér öruggan sigur. „Þetta er staða sem fáir bjugg- ust við og við erum að sjálfsögðu í skýjunum. Þetta hefur gengið vel og menn hafa staðið saman sem einn, það kom slæmur kafli hjá okkur í fyrri hálfleik og við töluðum um það í hálfleik að láta slíkt mót- læti ekki bijóta okkur niður. Við vorum grimmir og ætlum að vera grimmir í þriðja leiknum," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. „Við hreinlega hættum að hitta og hvert tækifærið á eftir öðru fór í vaskinn. Það gengur ekki í leik eins og þessum. Keflvíkingar eru með góða stöðu og við verðum að leggja allt í sölurnar í þriðja leikn- um,“ sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarðvíkinga. Bestu menn í liði Keflvíkinga voru þeir Falur Harðarson, Davíð Grissom og Albert Óskarsson en hjá Njarðvík þeir Teitur Orlygsson og Rondey Robinson sem þó voru báðir í strangri gæslu allan leikinn og setti Teitur t.d. aðeins 2 stig í síðari hálfleik. Hann missteig sig illa undir lok leiksins en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli hans eru. Urslitakeppnin körfuknattleik 1996 Annar leikur liðanna I undanúrslitum, leikinn i Grindavik 17. mars 1996 GRINDAVÍK HAUKAR 7/13 Vfti 15/21 5/17 3ja stiga 3/9 30 Fráköst 35 20 (varnar) 25 10 (sóknar) 10 10 Bolta náð 5 9 Bolta tapað 13 19 Stoðsendingar 13 21 Villur 13 samt að geta klárað þetta, fengum tækifæri í lokin en lukkudísirnar voru Haukamegin í dag. Við komum alveg örugglega klárir í næsta leik. Við erum vanir að bíta frá okkur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. Urslitakeppnin í körfuknattleik 1996 Annar leikur liðanna I undanúrslitum, leikinn i Keflavik 17. mars 1996 KEFLAVÍK NJARÐVÍK 89 Stig 79 20/26 Vítl 9/16 9/19 3ja stiga 6/14 39 Fráköst 28 28 (vamar) 15 11 (sóknar) 13 ■ 10 Boltanáð 12 20 Bolta tapað 16 17 Stoðsendingar 3 20 Villur 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.