Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 B 3 Asprilla hetja IMewcastle FAUSTINO Asprilla skoraði eitt mark og lagði upp tvö þeg- ar Newcastle náði þriggja stiga forskoti á Manchester United í gærkvöldi, með því að leggja West Ham að velli á St. James’- Park, 3:0. Leikmenn West Ham léku tíu stóran hluta leiksins, þar sem varnarleikmaðurinn Steve Potts var rekinn af mei- kvelli á 32. mín., eftir að hans aðra bókun fyrir brot á Frakk- anum David Ginola. Belgíumaðurinn Philippe Albert skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mín., eftir sendingu frá Aspr- illa, sem skoraði síðan sjálfur á 55. mín. við mikinn fögnuð 36 þús. áhorfenda. Tíu mín. seinna var Asprilla aftur á ferðinni, skall- aði knöttinn til Les Ferdinand, sem þakkaði fyrir sig og sendi knöttinn í netið. Neweastle byijaði leikinn með miklum látum, þrátt fyrir einstefnu náðu leikmenn liðsins þó ekki að skora nema eitt mark í fyrri hálf- leik. Ástæðan fyrir því var hinn 38 ára markvörður Les Sealey, sem átti stórleik í marki West Ham. Sealey var að leika í byijunarliði í fyrsta skipti í átján mánuði, síð- ast byijaði hann leik með 2. deild- arliðinu Blackpool. Ef Asprilla hefði ekki átt stórleik, hefði Sealey verið útnefndur maður leiksins. Þetta var aðeins annar sigurleik- ur Newcastle síðan Asprilla gekk til liðs við liðið 10. febrúar — þá kom hann inná sem varamaður í sigurleik gegn Middlesbrough. Síð- Berti Vogts kallar á Mattháus BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur kallað á Lot- har Mattháus, fyrrum landsliðs- fyrirliða, fyrir vináttulandsleik gegn Dönum í Múnchen í næstu viku — aðeins til að borða kvöld- verð með leikmönnum liðsins, ekki til að æfa. Vogts sagði að hann myndi taka ákvörðun um það í apríl, hvort hann komi tii með að velja Mattháus í landsliðshópinn fyrir Evrópukeppni landsliða í Eng- landi. Mattháus hefur átt við meiðsli að stríða og er nýbyijað- ur að leika með Bayern. Vogts sagði að eitt væri víst, að Matt- háus yrði ekki látinn leika sem aftasti varnarleikmaður, stöð- una sem Matthias Sammer hef- ur leikið síðan Mattháus meidd- ist. „Ef ég vel hann aftur í lið- ið, leikur hann aðra stöðu. Matt- hias Sammer er aftasti leikmað- ur í mínu liði, er sá besti í þeirri stöðu síðan Franz Beckenbauer lék það hlutverk," sagði Vogts. Fjórir nýliðar eru í landsliðs- hópi Þýskalands, Martin Spanr- ing, Freiburg, Stefan Beinlich, Hansa Rostock, Bernd Meier 1860 Múnchen og Dirk Heinen, Bayer Leverkusen, annars er 27 manna landsliðshópurinn þannig skipaður: Markverðir: Dirk Heinen, Oliver Kahn, Andreas Köpke, Bernd Meier. Varnarleikmenn: Markus Babbel, Thomas Helmer, Jiirgen Kohter, Stefan Reuter, Matthias Sammer, Martin Spanring, Christian Wörns. Miðvallarleikmenn: Jörg Albertz, Mario Basler, Stefan Beinlich, Marco Bode, Dieter Eilts, Steffen Freund, Thomas Hássler, Andreas Möller, Mehmet Scholl, Thomas Strunz, Jens Todt, Christian Ziege. Sóknarleikmenn: Oliver Bierhoff, Ulf Kirsten, Júrgen Klinsmann, Stefan Kuntz. Skoraði sitt lyrsta mark, lagði upp tvö önnur sýndi snilldarleik á St. James'Park Reuter PHILIPPE Albert skorar fyrsta mark Newcastle gegn West Ham í gærkvöldi á St. James’Park. an hefur Newcastle tapað fyrir West Ham, gert jafntefli við Manc- hester City og tapað fyrir Manc- hester United. „Þetta virkar sem vinur í seglin í komandi leikjum,“ sagði Asprilla þegar hann var spurður um möguleika Newcastle á að vinna sinn fyrsta meistaratit- il í 69 ár. Og þegar Asprilla var spurður, hvort hann hafí ákveðið að leika eingöngu fyrir áhorfendur, sagði hann: „Nei, þannig leik ég. Eg er mjög ánægður með að hafa getað sett upp smá sýningu fyrir áhorf- endur,“ sagði Asprilla, sem átti snilldarleik. Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri Newcastle, var ánægð- ur með framföngu Asprilla og sagði að mark hans hafi verið stórkost- legt. „Strákarnir gera sér grein fyrir að þeir geti lagt hvaða lið sem er að velli,“ sagði Keegan. New- castle á tvo erfiða leiki framundan — gegn Arsenal og Liverpool. Cantona með mark á elleftu stundu er United jafntefli gegn QPR með því að skora með skalla á síðustu mín. leiksins, 1:1. Leikmenn Un- ited, sem höfðu leikið tíu bikar- og deildarleiki í röð, töpuðu þarna dýrmætum stigum í meistarabar- áttunni. Denis Irwin varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark og koma QPR yfir. Liverpool er til alls líklegt í meistarabaráttunni — lagði Chelsea á Anfield Road, 2:0. Bæði mörkin voru skoruð með skalla — Mark Wright (53. mín.) og Robbie Fowler (62.). Þetta var þrítugasta mark Fowlers í vetur — 62. deildar- mark hans í 100 deildarleikjum. Þess má geta að Ian Rush skoraði 61. mark í 100 deildarleikjum. Glæsimark hjá Kinkladze Georgíumaðurinn Georgi Kinkladze skoraði bæði mörk Manchester City gegn Southamp- ton, 2:1. Kinkladze, sem var keypt- ur frá Dynamo Tblisi á 2. millj. punda, skoraði glæsilegt mark fyr- ir City gegn Newcastle fyrir mán- grátt. Hann endurtók leikinn á laugardaginn — sundurtætti vörn Southampton, lék á fjóra, áður en hann sendi knöttinn fram hjá Dave Beasant. Alan Ball, knattspyrnu- stjóri City, var ánægður eftir leik- inn og sagði: „Markið sem Kinkladze skoraði, var í sama gæðaflokki og Diego Maradona skoraði gegn Englandi — ekki markið sem hann skoraði með hendi — í heimsmeistarakeppninni 1986 í Mexíkó. Þetta var stórkost- legt. Fólk hefur spurt hvers vegna við séum að kaupa leikmenn eins og Kinkladze til Englands. Ég sé ekki annað en Kinkladze hafi svar- að þeirri spurningu." Sagt var frá í blöðum í Englandi, að einleikur Kinkladze í gegnum vörn Sout- hampton, hafi verið besta augna- blikið í Manchester síðan George Best var og hét hjá Man. Utd. Shearer meö þrennu Alan Shearer, landsliðsmiðheiji, skoraði mark á síðustu mín. — tryggði Blackburn sigur á Totten- liðsins, tvö fyrstu mörk leiksins. Þessi mikli markvarðahrellir hefur skorað 28 mörk og þarf aðeins tvö mörk til að bijóta þijátíu marka múrinn þijú ár í röð. Því náði meira að segja markaskorarinn mikli Jimmy Greaves ekki á árum áður. Alan Stubbs var hetja Bolton, sem lagði Coventry á Highfield Road, 0:2 — hann skoraði bæði mörkin á fímm mín. leikkafla. Wimbledon mátti þola tap heima gegn Arsenal, 0:3. Nigel Winter- burn, fyrrum leikmaðúr Wimble- don, David Platt og Dennis Berg- kamp skoruðu mörk Arsenal. Sheffield Wed. lagði Aston Villa, 2:0. Guy Whittingham, fyrrum leikmaður Villa, skoraði á 58. mín. og David Hirst skoraði það seinna með föstum skalla þremur mín. fyrir leikslok. Brasilíumaðurinn Branco lék sinn fyrsta leik í byijunarliði Midd- lesbrough gegn Nott. Forest, 1:1. Leikmenn „Boro“ hafa ekki fagnað sigri síðan þeir unnu West Ham tveimur dögum fyrir jól — síðan þá hafa þeir leikið tólf leiki. Chris Allen, sem lék aðeins sinn annan leik með Forest, skoraði á 56. mín., Robbie Mustoe jafnaði. Everton náði jafntefli 2:2 gegn Leeds á Elland Road, þar sem Everton hafði ekki skorað mark í deildarleik í fimmtán ár. Brian Deane skoraði bæði mörk heima- manna, Graham Stuart og Andrei Kanchelskis fyrir Everton. Ef Andy Hinchcliffe hefði skorað mark úr vítaspymu fyrir Everton, hefðu leikmenn liðsins fagnað sín- um fyrsta sigri á vellinum í 45 ár. Stuttgart varð að sætta sig við stærsta tap sitt á heimavelli í sögu þýsku Bundesligunnar er Dort- mund kom í heim- Fré sókn á laugardaginn Jóni Halldóri og skoraði fimm Garðarssyni mörk gegn engu. i Þýskaiandi Svissneski landsliðs- maðurinn Stephane Chapuisat, sem nú var að leika í fyrsta sinn í lang- an tíma vegna meiðsla, gerði tvö markanna fyrir Dortmund sem hef- ur eins stigs forskot á Bayern í efsta sæti. Lið Stuttgart lék léleg- asta leik sinn í áraraðir að sögn þýskra sparkfræðinga. Vörnin hef- ur verið slök í vetur en aldrei eins og í þessum leik. Engu að síður lék Dortmund vel og hefði getað bætt við fleiri mörkum. Þessi sigur gefur liðinu góðar vonir fyrir síðari leikinn í Evrópukeppninni gegn Ajax annað kvöld, en Ajax vann fyrri leik lið- anna í Þýskalandi 2:0. Bayern Múnchen vann Kaisers- lautern 2:0. Austurríkismaðurinn Andreas Herzog, sem fékk loks að spreyta sig í byijunarliðinu, kom Bayern á sporið með marki á 12. mínútu eftir undirbúning Lothars Matthaeús, fyrirliða. Christian Zi- ega bætti öðru inarki við í síðari hálfleik og það var of mikið fyrir Kaiserslautern. Matthaeús lék 200. leik sinn fyrir Bayern. Gladbach, sem er í þriðja sæti, átti ekki í teljandi vandræðum með slakt lið St Pauli og vann 2:0. Effen- berg var yfirburðamaður á vellinum og gerði annað mark liðsins. Köln náði mikilvægum sigri gegn 1860 Múnchen, 2:0. Danirnir Urslit / B6 Staðan/ B6 ■■♦■ ♦....♦ ■ tæ irsi ta tap Stutt- í iart á heimavelli Bjarne Goldbaek og Arnesen voru bestu leikmenn Kölnar, sem lék einn besta leik sinn á tímabilinu. Rangers skrefi nær titlinum Glasgow Rangers færðist einu skrefi nær skoska meistara- titlinum með því að gera jafntefli við Celtic, 1:1,1 toppslag deildarinn- ar á Ibrox á sunnudag. Alan McLaren kom Rangers yfir á 41. mínútu. Jackie McNamara, leikmaður Celtic, var rekinn út af þegar 13 mínútur voru eftir og liðið 1:0 undir og meistaravonir Celtic þá nánast úti. En vamarmaðurinn John Hughes jafnaði fyrir Celtic þegar þijár mínútur voru eftir og Celtic á því enn möguleika á titlin- um. „Þetta mark er án efa það mikil- vægasta sem ég hef gert á ferlin- um,“ sagði Hughes eftir leikinn. Paul Gascoigne, sem lagði upp markið sem McLaren skoraði, sagði það slæmt að missa leikinn niður í jafntefli á lokamínútunum. „Við höfum enn þriggja stiga forskot á Celtic og þetta verður barátta allt til loka mótsins," sagði Gascoigne. Sjö umferðir eru eftir í deildinni. Schuster fær 126 milljónir B AYER Leverkusen var fyrir helgi gert að greiða Bernd Schust- er 2,8 miRjónir þýskra marka — andvirði 126 milljóna króna — í skaðabætur fyrir að meina honum að leika. Hann var sanmings- bundinn félaginu, var upphaflega bannað að æfa með því en fékk þeirri ákvörðun hnekkt fyrir dómi. í gær hrósaði hann aftur sigri, eftir fjögurra mánaða bar&ttu og hefur nú yfirgefið félagið. Schuster, sem er 36 ára sagðist í gær ekld tilbúinn að leggja skóna á hilluna, þó margir byggjust við því. Fregnir herma að hann sé með tilboð frá liðum í Mexíkó, Brasiiiu og Argentínu en mestar likur séu hins vegar á að hann gangi tíl liðs við Tampa Bay Mutíng, sem verður með í bandarísku atvinnumannadeildinni þar sem keppni hefst í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.