Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 8
SKIÐI
IÞRMR
HNEFALEIKAR
Óvænt endurkoma Tysons er hann gekk frá Bruno á örfáum mínútum
Sannfærð-
urumhæfi-
leika mína
Reuter
MIKE Tyson þjarmaði mjög að Frank Bruno frá upphafl elnvíg-
Isins og í þrlðju lotu varð helmsmelstarinn að játa slg slgrað-
an - vankaðlst og lagðlst utan í kaðlana, eftlr að Tyson
hafðl látlð hvert höggið á fætur öðru dynja á höfðl hans.
MIKE Tyson sýndi ótrúlega yf-
irburði gegn Bretanum Frank
Bruno í einvígi þeirra um heims-
meistaratitilinn íþungavigt
hnefaleika í Las Vegas aðfara-
nótt sunnudags. Það tók Tyson
aðeins tæpar þrjár lotur að sigr-
ast á Bruno sem átti sér aldrei
viðreisnar von í hringnum. Dóm-
arinn Mills Lane sá sér þann
kost vænstan að stöðva leikinn
er 50 sekúndur voru eftir af
þriðju lotu. Þá hafði Tyson látið
hvert höggið dynja á höfði Brun-
os, sem stóð ekki lengur á fót-
unum og lagðist utan í kaðlana
hálf vankaður og játaði sig sigr-
aðan. Tyson fékk 30 milljónir
dollara (tæpa 2 milljarða ís-
lenskra króna) fyrir sigurinn en
Bruno 6 milljónir dollara (385
milljónir króna).
að var mikil eftirvænting og
spenna meðal 16.783 áhorf-
enda, sem troðfylltu MGM Grand-
höllina áður en stóra stundin rann
upp. Bruno virkaði taugaóstyrkur er
hann gekk í salinn sem heimsmeist-
ari í þungavigt, en áskorandinn, Ty-
son, var hinn rólegasti og ekkert virt-
ist geta raskað ró hans.
Tyson hóf leiftursókn strax í fyrstu
lotu og Bruno átti í vök að veijast
og reyndi að notfæra sér stærðarmun-
inn til að halda Tyson frá sér. Tyson
óð af miklu afli í gegnum vöm Brun-
os og hvert höggið á fætur öðru dundi
á heimsmeistaranum, sem reyndi þá
að veija sig með því að halda utan
um Tyson. Dómarinn gekk á milli
þeirra og bað þá að beijast heiðar-
lega. Alltaf var Tyson fyrri til, enda
var hraði hans og snerpa mun meiri.
Eftir fyrstu lotuna var ljóst að þetta
yrði erfítt fyrir Bruno því Tyson hafði
opnað skurð á vinstri augabrún
heimsmeistarans.
Önnur lotan var ekki frábrugðin
þeirri fyrstu. Tyson með yfirhöndina
og tímasetningar hans í höggunum
hreint frábærar - fann alltaf leið í
gegn. Hvað eftir annað kom hann
andstæðingi sínum í opna skjöldu
þrátt fyrir þyngdar- og stærðarmun-
inn. Hann náði meðal annars þrisvar
sinnum í röð höggi á hann með vinstri
hendi (vinstri krók). Dómarinn þurfti
að aðvara Bruno fyrir að hanga á
Tyson og hótaði að stöðva leikinn ef
hann léti ekki af því. Lotan leið og
Bruno virtist hvíldinni feginn.
í þriðju lotu kom síðan að uppgjör-
inu. Tyson sótti án afláts, höggin
föst og hnitmiðuð og lét ekki staðar
numið fyrr en dómarinn stöðvaði leik-
inn er 50 sekúndur voru eftir af lot-
unni. Bruno hafði aðeins kaðlana til
að styðja sig við því fætur hans skulfu
og héldu honum ekki lengur uppi.
Einvígið var tapað og heimsmeistara-
titillinn þar með genginn honum úr
greipum til Tysons.
„Það er erfitt að segja það í smáatr-
iðum hvemig ég fór að því að sigra
Bruno. Eg bara fór inn í hringinn til
að beijast, það sem gerðist þar sáu
allir,“ sagði Tyson. Hann var spurður
að því hvort bresku áhorfendurnir í
höllinni hafi ekki truflað hann. „Ég
var inni í hringnum aleinn með Allah
og sannfærður um hæfileika mína.
Ég sá ekkert fyrir utan hringinn. Ég
hélt áfram að beijast uns bjallan
hringdi. Ég held að ég hafi ekki náð
mínum fyrri styrk, en get þó unnið
hvem sem er í hringnum. Fyrir ári
var ég í fangelsi og því er erfítt að
tjá sig um tilfínningar á þessari
stundu. Þetta var aðeins skref áfram.
Ég mun beijast við hvern þann sem
Don King setur inn í hringinn til mín.“
Tyson, sem er 29 ára og 99 kg,
sýndi að hann er fæddur hnefaleika-
maður. Hann varð fyrst heimsmeist-
ari 20 ára gamall og er yngsti heims-
meistari sem uppi hefur verið. Árang-
ur Tysons er enn athyglisverðari fyr-
ir þær sakir að þetta var aðeins þriðji
bardagi hans síðan hann kom úr fang-
elsi fyrir ári. Hnefaleika-sérfræðingar
vora sammála um að Tyson hafí kom-
ið mjög á óvart með hraða sínum og
snerpu. Hann hefur 45 sinnum keppt
í hringnum og aðeins einu sinni tapað
á ferlinum.
Næstu skref Tysons í hringnum
era að ná hinum heimsmeistaratitl-
unum tveimur, en þijú heimssambönd
era innan hnefaleikageirans, World
Boxing Council (WBC), en heims-
meistaratitil þess vann Tyson um
helgina, hin era World Boxing Assoc-
iation (WBA) og International Boxing
Federation (IBF). Tyson .bytjar á
WBA-meistaranum Brace Seldon í
júlí í sumar.
Brano, sem er 34 ára og 112 kg,
sagðist ekki vita hvað tæki við eftir
niðurlæginguna gegn Tyson. „Guð
einn veit hvað framtíðin ber í skauti
sér. Ég ætla ekki að gefa neina yfír-
lýsingu. Það sem ég þarf að gera
núná er að setjast niður og hugsa
minn gang. En ég get sagt að ég
átti ekki von á Tyson svona sterk-
um.“ Þetta var fímmta tap hans í 45
viðureignum og fjórum viðureignum
hefur hann tapað í keppni um heims-
meistaratitilinn; gegn Tim Witherspo-
on (1986), Tyson (1989 og 1996) og
Lennox Lewis (1993).
Dagný
Linda stal
senunni á
Akureyri
Dagný Linda Kristjánsdóttir,
15 ára skíðakona frá Akur-
eyri, stal senunni á bikarmótum
Skíðasambandsins sem haldin
voru í Hlíð-
arfjalli við Ak-
ureyri um helg-
ina. Keppt var
tvívegis í stórs-
vigi á laugardag
og tvívegis í
svigi á sunnu-
dag í flokkum
fullorðinna og
unglinga 15-16
ára. Dagný
Linda sigraði í
tveimur grein-
um og varð önn-
ur í hinum. Þar
sem hún er að-
eins 16 ára var
hún öruggur
sigurvegari í
stúlknaflokki í
öllum fjórum
greinunum.
Pálmar Pét-
ursson úr Ár-
manni sigraði í
báðum stórsvigsmótunum í karla-
flokki sem fram fóru á laugardag-
inn. Vilhelm Þorsteinsson frá Ak-
ureyri varð annar í báðum mót-
unum og Dalvíkingurinn ungi,
Björgvin Björgvinsson, þriðji. Vil-
helm sigraði síðan í fyrra svigmót-
inu á sunnudaginn og Jóhann B.
Gunnarsson, ísafírði, í því síðara.
Björgvin var þriðji í báðum svig-
mótunum eins og í stórsviginu.
Hann sigraði með nokkrum yfir-
burðum í piltaflokknum í öllum
fjórum greinunum - sannarlega
góð helgi hjá honum.
Veður var mjög gott um helgina
í Hlíðarfjalli og skíðafæri ágætt.
70 keppendur tóku þátt í mótun-
um.
■ Úrslit / B6
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Rodman til vandræða
Dennis Rodman, framheiji hjá
Chicago Bulls, missti stjórn
á skapi sínu í leik gegn New Jers-
ey á laugardag og
FráGunnari var rekinn út af í
Valgeirssyni í fyrsta leikhluta.
Bandaríkjunum Það kom ekki að
sök því Bulls sigr-
aði 97:93. Scottie Pippen lék ekki
með Bulls, er meiddur í hné, en
Michael Jordan lék með og tók ieik-
inn í sínar hendur bæði í vörn og
sókn - gerði 37 stig og tók 15
fráköst.
Rodman fékk annað tæknivíti
sitt um miðjan fyrsta leikhluta fyr-
ir að mótmæla villudómi. Hann
gekk að dómaranum, tróð báðum
höndunum ofan í buxnastrenginn
og sagði: „Þú getur ekki ætlast til
að ég leiki svona.“ Þá sagði dómar-
inn hingað og ekki lengra og rak
hann út af vellinum. Við það tryllt-
ist Rodman og stangaði í höfuð
dómarans. Talið er að Rodman fái
bæði sekt og leikbann fyrir athæfi
sitt. Rod Thom, varaforseti NBA-
deildarinnar, sem jafnframt er for-
maður aganefndar hennar, var
áhorfandi að leiknum og sá því vel
hvað fór fram.
Rodman sagði að sér væri sama
þótt hann fengi sekt eða leikbann,
en bætti við að ef þetta hefði verið
einhver annar leikmaður, t.d. Jordan
eða Barkley, hefðu þeir ekki fengið
tæknivíti. „Barkley fær að blóta
dómurum eins og hann vill, en ef
ég tala við verður allt vitlaust."
Phil Jackson, þjálfari Chicago,
var ekki ánægður með framkomu
Rodmans. „Ég er ekki ánægður
með hvernig hann kom fram og
hvemig hann yfirgaf okkur þegar
við þurftum á honum að halda.
Scottie lék ekki með þannig að
tveir bestu vamarmennimir voru
ekki með, en Michael var með og
það dugði," sagði Jackson.
Meistarar Houston hafa ekki náð
sér nægilega vel á strik gegn liðum
í Austurdeildinni í vetur. A laugar-
daginn kom Pat Riley í heimsókn
með lið sitt, Miami Heat, og sigr-
aði með 24 stiga mun, 121:97. Tim
Hardaway, sem talinn er einn besti
bakvörðurinn í NBA-deildinni um
þessar mundir, fór á kostum, gerði
28 stig og átti 15 stoðsendingar.
Chris Gatling kom næstur með 22
stig og 18 fráköst. Hakeem
Olajuwon var með 26.stig fyrir
Houston og Chucky Brown 15.
Þetta var annar tapleikur Houston
í röð gegn Miami, en þar áður
hafði liðið unnið Heat 11 sinnum
í röð.
Jordan til New York?
Háværar raddir eru uppi um það
í bandarískum fjölmiðlum að Phil
Jackson, þjálfari Chicago Bulls, og
Michael Jordan muni skipta yfír í
lið New York eftir þetta keppnis-
tímabil. Þe'ir eru báðir með lausa
samninga í vor. Lið New York hef-
ur valdið vonbrigðum og Don Nel-
son þjálfari var látinn fara á dögun-
um. Jackson er efstur á óskalistan-
um og ef hann fer til New York
er talið líklegt Jordan fylgi honum.
Rcutcr
DENNIS Rodman reynlr að
ná athygll Ted Bernhardts
dómara, en án árangurs.
ENGLAND: 12X 12X 12X 22X1 EKKI VAR LEIKIÐ A ITALIU VEGNA VERKFALLS