Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 21.03.1996, Síða 1
t BLAÐ ALLRA LANDSMANNA D 1996 FIMMTUDAGUR 21. MARZ BLAÐ BLAK Morgunblaðið/Sverrir Eiður Smári lék síðari hálfleik gegn Barcelona Hefði átt að skora EIÐUR Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og iék allan síðari hálfleik- inn með PSV Eindhoven gegn Barcelona í UEFA- keppninni í fyrrakvöld. Leiknum lauk með sigri Barcelona, 3:2, sem vann því samanlagt 5:4 og kemst áfram en PSV er úr leik. „Ég vissi ekki að ég ætti að fara inn á fyrr en við komum út úr búnings- klefanum í leikhléi. Þá sagði Diek Advocaat, þjáifari, að ég ætti að fara inn á. Hann sagðist hafa gleymt því að láta mig hita upp í hálfleiknum og ég fór því inn á kald- ur,“ sagði Eiður Smári sem var settur í fremstu víglínu. Hann sagði gaman að fá tækifæri í svona stórum leik. Hann fékk tvö góð marktækifæri, það fyrra strax á fyrstu mínútu hálfleiksins og aftur fimm mínútum síðar. „Fyrst átti ég skot úr vítateignum sem fór rétt yfir og síðara færið var reyndar enn betra og ég var klaufi að skora ekki. Ég fékk sendingu inn í teiginn og reyndi að stýra boltanum með skalla í Qærhornið, en boltinn fór fyi’st í jörð- ina og markvörðurinn náði til hans í tæka t£ð,“ sagði Eiður Smári við Morgunblaðið í gær. „Menn voru svakalega svekktir að tapa þessum leik því við vorum miklu betri, sérstaklega í seinni hálfleik. Við sóttum mjög stíft og þeir fengu að- eins eina skyndisókn í lokin sem þeir nýttu vel. [Johan] Cruyff, þjálfari Barcelona, viðurkenndi eftir leikinn að þeir hafi verið heppnir að vinna.“ Þetta var sjötti leikurinn sem Eiður Smári kem- ur inn á sem varamaður í aðalliði PSV. Hann lék í hálftíma með liðinu i deildinni um síðustu helgi í markalausu jafntefli gegn Utrecht. PSV leikur á útivelli gegn Groningen um næstu helgi. Mörkin verða ekki stækkuð KNATTSPYRNUMÖRKIN verða ekki stækkuð, eins og hugmyndir voru um. Alþjóða knattspyrnu- sambandið (FIFA) hefur tilkynnt þetta, en eins og hefur komið fram þá kom upp hugmynd um að hækka markið um 25 sm, sem nemur einni boltabreidd, og lengja það um 50 sm. FIFA hefur einnig ákveðið að heimila sjö varamenn í stað fimm eins og verið hefur. Þróttur vann fyrsta leikinn ÞRÓTTUR sigraði í fyrsta úrslita- leiknum í karlaflokki á Islands- mótinu í biaki í gærkvöldi. Þrótt- arar fengu þá Stjörnumenn úr Garðabæ í heimsókn í íþróttahúsið við Austurberg í Breiðholti og sigruðu 3:2. A myndinni hefur Einar Sigurðsson Sljörnumaður (8) reynt skell yfir netið, en Þrótt- ararnir Valur Guðjón Valsson (4) og Áki Thoroddsen (8) reyna að forða sér því Einari hefur bersýni- lega ekki tekist ætlunarverk sitt. Knötturinn er ekki á leiðinni í gólfið. Liðin mætast aftur í Garðabæ annað kvöld en það lið verður íslandsmeistari sem sigrar í þremur leikjum. ■ Þróttarar / D5 HANDKNATTLEIKUR Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir sfóran sigur á FH-ingum á Akureyri Lékum mjög vel Við lékum mjög vel í þessum leik og ég er mjög ánægður með strákana," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA eftir að ReynirB. lið hans hafði sigrað Eiríksson FH-inga úr Hafnar- skrilar frá firði með átta marka Akureyri rnun, 34:16, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum 1. deild- ar karla í handknattleik á Akureyri í gærkvöldi. „Við höfðum fjögurra marka for- ystu í hálfleik og það skiptir gríðar- lega miklu máli í leik sem þessum. FH-ingar náðu sér aldrei á strik í síðari hálfleik og þegar við vorum komnir með 6 marka forystu um miðjan hálfleikinn fannst mér þeir gefa leikinn og hætta, markatalan skiptir ekki máli í þessari keppni." Alfreð sagðist telja muninn á lið- unum í gærkvöldi ekki vera lýsandi fyrir getu liðanna „því þau eru mjög áþekk að mínu mati. FH-ingarnir mæta örugglega ákveðnir til leiks gegn okkur á föstudaginn og það verður hart barist.“ Óðagot á okkur „Við lékum ágætlega framan af og jafnt var á með liðunum, en eftir að við komust yfir um miðjan fyrri hálfleik, kom óðagot á leikmenn mína. Þeir fóru að ljúka sóknum alltof fljótt og þá er ekki að sökum að spyija þegar leikið er við lið eins og KA,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH. „Við áttum slakan dag í vörninni og má segja að hvorki vörnin né markvarslan hafi farið í gang í leiknum og það gerir auðvit- að gæfumuninn. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu fyrir næsta leik og gerum mun betur en að þessu sinni. KA var mun betra liðið í kvöld og átti sigurinn fyllilega skilinn." ■ Sterkur / D4 Morgunblaðið/Kristján JÓHANN G. Jóhannsson leikmaður KA í skotfæri gegn FH í gærkvöldi á Akur- eyri, kominn framhjá Sigur- jóni Sigurðssyni. LIVERPOOL OG CHELSEA í UNDANÚRSLIT ENSKU BIKARKEPPNINNAR / D8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.