Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 C 3 ,ÁN TITILS (Hauskúpa)“ eftir Jean-Michel Basquiat. JEAN-Michel Basquiat er allur, en virðist ætla að verða eini svo- kallaði „graffiti-“ eða veggja- krotslistamaðurinn til að halda velli eins og sýning, sem nú er haldin í Serpentine-galleríinu í London, ber vitni. Frami Basquiats var mjög skjótur á síðasta áratug. Verk hans seldust fyrir miklar fúlgur um allan heim. Basquiat vakti fyrst athygli fyrir veggjakrot í tískuhverfinu SoHo (sunnan Houston götu) á Man- hattan. Hann sprautaði stakar setningar á veggi og kallaði sig SAMO. Úr öðru umhverfi Basquiat kom hins vegar ekki beint úr fátækrahverfunum eins og aðrir listamenn, sem krotuðu á veggi, og það gæti verið ástæð- an fyrir þvi að verk hans njóta sín betur í sölum listasafna en verk annarra veggjakrotara, sem ekki gekk jafn vel að skipta á sprautubrúsa og pensli. Þegar Basquiat byrjaði að krota á veggi var hann að lifa sig inn í hlut- Skipt á sprautu- brúsa og pensli verk, sem hann hafði fengið. Hann var millistéttarmaður upp- runninn í rómönsku Ameríku og gekk í katólskan einkaskóla. Sagt er að Basquiat hafi lært að teikna með því að krassa aft- an á pappír, sem faðir hans kom með heim úr vinnunni. Þegar hann var átta ára lenti hann í bílslysi og var lagður inn á sjúkrahús. Móðir hans færði hon- um líffærafræði Grays til lestrar og það var samband mynda og texta sem heillaði unga manninn. Basquiat málaði við tóna hipp- hopp tónlistar, en gagnrýnendur hafa bent á að í verkum hans er Ieitað fanga í óvæntri átt: í smiðju Leonardos da Vincis. Waldemar Januszczak, gagn- rýnandi blaðsins The Sunday Times segir að Basquiat sé fyrsti og eini svarti listamaðurinn, sem hafi tekist að setja varanlegt mark á það fyrirbæri, sem gangi undir nafninu vestræn Iist. Opnaði hinn mikla, hvíta bankareikning „Það eiga eftir að koma fram fleiri svartir listamenn, sem hægt verður að taka fagnandi, en Basquiat vísaði veginn inn á hinn mikla, hvíta bankareikning,*' skrifar Januszczak. Basquiat lést árið 1987 af of- skammti af eiturlyfjum aðeins 27 ára að aldri. Januszczak segir sorglegt að margar bestu mynd- anna á sýningunni skuli hafa verið málaðar skömmu fyrir dauða listamannsins og bætir við að greinilegt sé að hann hafi verið við það að taka stórt skref fram á við þegar hann dó. Kraftaverkið Tom- as Tranströmer SÆNSKA skáldið Tomas Tranströmer er í sviðsljósinu þessa dagana. Út er að koma ný ljóðabók eftir hann, Sorgegondolen. í því til- efni birtist viðtal við skáldið í Sydsvenskan 10. mars eftir Nils- Gunnar Nilsson menn- ingarritstjóra blaðsins. Fyrirsögnin er Krafta- verkið við Infanteri- götu. Nilsson skrifar m.a.: „Við Infanterigötu í Vásterás býr krafta- verk, skáld í Nóbels- flokki (eða ofar), þýtt á rúmlega 40 tungumál. Orð hans og myndir snerta við æ fleira fólki, kynslóð eftir kynslóð, með ólíka lífsreynslu. Ekkert núlif- andi evrópskt eftirstríðsskáld er jafn mikið þýtt.“ Fiðla í svörtum kassa Sorgegondolen er ellefta ljóðabók Tomasar Tranströmers og kemur jafnframt út í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Úrval þýddra ljóða kom nýlega út í Bangladesh og ann- að á Tékklandi. Nilsson skrifar: „Staðreyndin er sú að Tomas Tranströmer hefur undanfarin fimm ár þjáðst af mállömun. Morgun einn í nóvember fékk hann slag og þar með var eitt af næmustu hljóðfærum heimsins svipt því að geta talað. Um þetta má lesa í Sorgargond- ólnum, í upphafsljóðinu Apríl og þögn, einu af áhrifamesta ljóði hans fyrr og síðar: Ég hvíli í skugga minum eins og fiðla í sinum svarta kassa. Er til nokkuð þögulla en fiðla í svörtum kassa sínum? Eða nokkuð örvæntingarfyllra en að geta ekki tjáð hugsanir sem maður ber innra með sér? Með aðstoð Monicu konu sinnar skýrir Tran- strömer mér frá því að ljóðið hafí verið ort áður en hann fékk slagið og teljist með þeim tæp- lega helmingi ljóða- bókarinnar sem tii hafi verið í drögum þegar hann veiktist. Það gerir ljóðið enn merkilegra. Hægri hönd Tran- strömers er lömuð en með hinni vinstri spilar hann oft á flygilinn sinn sem er honum mjög kær, gjarnan sérsamin verk fyrir vinstri hönd.“ Silfur skáldskaparins Nilsson lýsir því hve seinlegt það er fyrir Tranströmer að yrkja. Hann segir að það merkilegasta sé að þessi meistari tungunnar, fremsta núlifandi skáld Svía, geti þrátt fyrir sjúkdóminn fært lesendum sínum silfur skáldskaparins og skírskotar með því í fyrmefnt ljóð þar sem segir að það sem skáldið vilji tjá glitri utan seilingar líkt og silfrið hjá veðlánaranum. Að þetta skuli takast er ekki síst Monicu, konu skádsins að þakka, að mati Nilssons. Hann vitnar í ljóð eftir Tranströmer um riddarann og konu hans og kemst að þeirri niðurstöðu að ljóðið hljóti að flalla um Tomas og Monicu: Riddarinn og hans frú steinrunnin en sæl á fljúgandi kistuloki utan við tímann. „Ég get ekki gert að því, segi ég við Tomas og Monicu Tranströmer, en mér finnst að erindið snúist um ykkur tvö: steinrunnin vegna þess sem komið hefur fyrir ykkur en sæl - og ekki steinrunnari en það að þið fljúgið, ekki á teppi en á kistuloki/ utan við tímann." „Bæði hlæja - og samþykkja. Já, það er rétt, þannig er það!“ Ljósmynd/Ulla Montan Tomas Tranströmer Finnsk bókakynning í Norræna húsinu Gleði mistakanna FINNSKAR bókmenntir verða á dagskrá í Norræna húsinu í dag laugardag kl. 16, á bókakynningu sem finnski sendikennarinn Eero Suvilehto hefur umsjón með í sam- vinnu við bókasafn Norræna húss- ins. Gestur á bókakynningunni verður fínnski rithöfundurinn Torsti Lehtinen og ætlar hann að tala um verk sín sem rithöfundar og fræðimanns um danska heim- spekinginn Soren Kierkegaard undir heitinu: Gieði mistakanna. Rithöfundurinn Torsti Lehtinen, f. 1942 hefur lifað litríku lífí en í það sækir hann efnivið verka sinna. Torsti Lehtinen hefur m.a. fjallað í verkum sínum um hvernig kyn- slóð, sem hefur upplif- að stríð, aðlagast sam- félaginu á friðartímum og hvernig ungt fólk reynir að verða fullorð- ið í þannig andrúms- lofti. Eitt spakmæla Torstis Lehtinens hljóðar svo: „Við erum öll stríðsöryrkjar í þriðja og fjórða lið.“ Torsti Lehtinen tek- ur virkan þátt í um- fjölluninni um verð- mætamat í Finnlandi og ritgerðir hans voru valdar sem bestu rit- gerðir ársins 1995 í TORSTI Lehtinen rithöfundur Finnlandi. Torsti Le- htinen hefur búið víða á Norðurlöndum og m.a. þýtt verk Serens Kierkegárds á finnsku. Torsti Lehtinen heldur einnig fyrir- lestur á sunnudaginn 24. mars.kl. 16 í fyrir- lestraröðinni Orkan- ens eje. Fyrirlesturinn byggist á kenningu heimspekingsins Leibniz og nefnist: Husen med ett fönst- er. Periferiernas poly- foni (Hús með einum glugga - Raddir útjaðranna). Raddir útjaðranna Frumspeki Leibniz byggist á því að alheimurinn sé samræmd heild, gerð úr óbreytanlegum grunnein- ingum sem Leibniz kallar mónöd- ur. Þær eru í senn endlegar og efnislegar og spegla alheiminn hver á sinn hátt. Um Leibniz hefur Torsti Lethtinen þetta að segja; „Skv. Leibniz eru mennirnir gluggalausar eindir - mónödur. Eg held að hann hafi haft rangt fyrir sér, á hverri eind er gluggi, en aðeins einn. Það á við um ein- staklinga og þjóðir. Gluggarnir snúa í allar áttir og hver eind lýsir heiminum eins og hann blasir við henni. í mannkynssögunni hljómar hinn margradda kór eindanna. Og oft er hið sjaldgæfa sjónarhom útjaðranna áhugaverðast. Fyrirlesturinn er á sænsku. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeyp- is. Valtari í Vín BANDARÍSKI listamaðurinn Chris Burden er sagður reisa tækninni „háðslega minnis- varða“. Burden, sem á átt- unda áratugnum átti til að láta gefa sér rafmagnslost eða læsa sig inni í skjalaskápum, sýnir nú í Museum fiir ange- wandte Kunst í Vín. A sýning- unni er valtari, sem hangir í krana með lóðum á hinum endanum. Valtarinn er tólf tonn á þyngd og fer í hringi í krananum, sem snýst um sjálfan sig. Þegar valtarinn nær ákveðinni ferð tekst hann á loft, en sígur nokkrum mín- útum síðar mjúklega niður á gólf að nýju. Sýningin stendur fram í ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.