Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 C 7 Morgunblaðið/Sverrir ÍVAR Török og Magdalena M. Hermanns eru fyrst til að sýna í nýjasta galleríi borgarinnar, Galleríi Horninu. VALGEIR Sigurðsson og Þórir Björn Lúðvíksson fara með hlutverk drengjanna Spegillinn á Akranesi SKAGALEIKFLOKKURINN frumsýnir leikþáttinn Spegill- inn eftir Fríðu Á. Sigurðardótt- ur í leikgerð Ásdísar Skúladótt- ur, sem jafnframt leikstýrir sýningunni, í dag laugardag, í veitingahúsinu Barbró kl. 16. í kynningu segir: „Spegillinn er ærslafenginn gamanþáttur fyrir alla fjölskylduna - hið barnslega sjónarhorn er ríkj- andi - persónurnar eru tveir drengir sem ræða saman um lífið og tilveruna.“ Með hlutverk drengjanna fara Valgeir Sigurðsson og Þórir Björn Lúðvíksson. Aðgangur er ókeypis fyrir foreldra í fylgd með börnum. Hnoss GALLERÍ Hnoss - handverks- hús verður opnað í dag kl. 15 í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b. Að galleríinu standa fjórar konur og tveir karlmenn. Bjarni Þór Kristjánsson er með tréskurð og smíði og þjóð- lega muni, unna meðal annars úr íslenskum viði, Edda Jóns- dóttir með töskur og belti úr leðri og fiskroði, Elke Mo- hrmann sem málar myndir með íslenskum leir, Ingibjörg Hjart- ardóttir með muni unna úr gleri, Páll Kristjánsson með muni unna úr beini, ærhornuni og íslenskum viði, Þorgerður Hlöðversdóttir. með bækur, skálar, kort o.fl. unnið úr hand- gerðum pappír. Galleríið verður fyrst um sinn opið virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga frá 10-14. Gróska í galleríum Galleríum í borginni hefur fjölgað ört síðustu mánuði. Þóroddur Bjarnason leitinníþaðnýjasta NÝTT gallerí hefur hafið starfsemi í miðbænum eða nánar tiltekið í Hafnar- stræti við hlið veitingastaðarins Hornsins. Það er Jakob H. Magnús- son veitingamaður á Horninu sem á galleríið og rekur en Ólafur Engilbertsson sér um að skipu- leggja allt sýningarhald. Ráðgjöf og hönnun gallerísins var í höndum Ivans Török, sem jafnframt heldur fyrstur sýningu í galleríinu ásamt konu sinni Magdalenu M. Her- manns. Mikil vinna hefur farið í að breyta staðnum þannig að þar gætu farið fram myndlistarsýning- ar. Stórir gluggar eru á salnum og gera það að verkum að auðvelt er fyrir fólk sem á leið hjá, gang- andi eða á bíl, að skoða það sem er til sýnis auk þess sem nokkrar tröppur eru upp á gólf þess frá götunni sem gerir það líkt leik- húsi, „einkum þegar það er upplýst á kvöldin,“ segir Ivan Török. Rým- ið er hvítmálað og þijár súlur eru í miðju þess. Betri en ég átti von á „Þessi stærð á sýningarsal virðist falla í góðan jarðveg hjá fólki og ég hef fengið góð viðbrögð við staðn- um. Mér finnst ég hafa dottið í lukkupott að fá hann,“ sagði Jakob. Hann sagði salinn vera gamlan draum hjá sér sem hann hefði látið rætast þegar honum bauðst hús- næðið. Hann rak áður Gallerí Djúp- ið í kjallara Homsins en sagði að eftir því sem umfang veitingarekst- ursins jókst hafi myndlistin orðið að víkja enda óhægt um vik þegar stað- urinn er alltaf fullur af matargest- um, að sögn Jakobs. „Þessi nýi salur er betri en ég átti von á. Hér var öllu snúið við og veggir og rör fjarlægð. Gólfið var allt rifið upp og undir því öllu var þetta terraso-gólf sem við höfum látið halda sér. Salnutn er lokað kl. 18 Hafnarstrætismegin en það er opið innan úr veitingahúsinu þannig að ég get boðið matargestum að líta á myndlist t.d. á meðan þeir bíða eftir matnum. Þetta er gerir veit- ingarekstrinum gott líka og er góð viðbót við galleríflóruna í borginni. Auk þess er staðsetningin mjög góð,“ sagði Jakob. Að sögn Magdalenu hefur ungt fólk verið duglegt að koma og sum- ir hafa komið_2-3 svar og tekið vini sína með sér. í nágrenninu era spila- salir og verslanir sem unglingar ■ sækja og því hlýtur staðurinn að lokka til sín listelskt fólk úr þeim hópi. Jakob sagði að þegar væru 6- 8 sýningar bókaðar og stefnt væri á að hafa galleríið alhliða. „Annars treysti ég Ólafi algjörlega fyrir vali á listamönnum til að sýna,“ sagði Jakob. Salurinn er á tveimur hæðum og er gengt niður hringstiga úr efri sal. Neðri hæðin hefur ekkert verið notuð enn, en stendur þeim lista- mönnum til boða sem óska eftir henni. Þar er minna pláss og rýmið erfiðara viðfangs, en blaðamaður sá strax spennandi list fyrir sér í því rými. Sviðsettar myndir Ivan sýnir málverk og grímur en Magdalena sviðsettar ljósmyrdir. Málverk Ivans era í björtum og oft skæram litum og sýna gjarnan fólk með grímur í tilbúinni veröld en annars staðar era persónulegri efnis- tök eins og sýn hans á ísland í myndinni Skjaldarmerki. Ivan sagði í samtali við blaða- mann að vinnan við gerð grímanna væri erfið og efnið viðkvæmt en hann hefur unnið mikið að sérhönn- un á grímum auk þess sem útlit, auglýsingar og leikmyndhönnun hafa verið hans aðalstarfsvettvang- ur í gegnum árin. Síðasta einkasýn- ing hans á myndþst var fyrir 15 árum í Djúpinu. „Eg vil segja sjálf- stæða sögu í liverri mynd,“ sagði hann. Magdalena sagði að hún ynni einkum sem ljósmyndari í stúdíói við hefðbundna ljósmyndun en sviðsettu ljósmyndirnar hefðu komið til vegna samstarfs þeirra Ivans enda koma grímur hans við sögu í flestum myndanna. „Við klæddum vini okkar upp og tókum myndir. Ivan er einn ig módel á nokkram myndanna,“ sagði Magdalena. Söngfugl að austan TONLIST Sígildir diskar B E E TII 0 V E N Ludwig van Beethoven: Síðustu strengjakvartettarair (Op. 127, 130,131,132,133 („Grosse Fuge“) og 135). Quartetto Italiano. Philips 426 050-2. Upptaka: ADD, S-.iss 1967-69. Geislaútgáfa: 1989. Lengd (4 diskar): 3.35:44. Verð: 5.999 kr. MIÐAÐ við stöðu þeirra á efsta tindi kammertónmennta eru síðustu fimm strengja- kvartettar Beethovens (Stóra fúgan var upphaflega lokaþátt- ur Op. 130, en var gefin út sér) furðu fáséðir í plötuverzl- unum landsins. Þá sjaldan þeim bregður fyrir, eru þeir óðara horfnir aftur, og gæti það bent til að búðareigendur hafi minni trá á söluhæfni þeirra en raun- veruleg innstæða er fyrir; panti m.ö.o. of fá eintök í senn. Alltj- ent hefur undirritaður komið þar að tómum hillum hvað eft- ir annað, og varla getur það verið fyrir eintóma óheppni. Annars kemur fleira til. Kammertónlistarúrvalið virðist almennt hafa aukizt hlutfalls- lega minnst á endurreisnar- skeiði klassískrar plötusölu í kjölfar diskavæðingar 9. ára- tugar, auk þess sem ekki virð- ist um allt of auðugan garð að gresja, þegar kemur að diska- framboði á síðustu Beethoven- kvartettum. Það er engu líkara en að kammerspilurum vorra tíma standi meiri stuggur af þessum óneitanlega kröfuhörðu tónverkum en áður hefur þekkzt; a.m.k. er framboðið af Op. 18-kvartettunum sex og hinum þremur Razumovsky- kvartettum Op. 59 áberandi fjölskrúðugra. Það var því eins og að hafa unnið í lottóinu að frétta af einu diskasetti í ótilgreindri plötubúð um daginn; setti sem mann grunaði fyrir fram að hlustandi væri á, þegar nafn ítalska kvartettsins bar á góma. Það kom enda á daginn, að hinar bráðum 30 ára gömlu hljóðritanir standa enn fyrir sínu, og skyldi engan undra, því spilamennska þeirra fjór- menninga var á sínum tíma með því bezta sem völ var á. Hópurinn nær feikilega góðum samhljómi og leikur allt mjög „músíkalskt", enda þótt hann jafnist ekki að fullu á við tékk- nesku kvartettana á Supraphon frá svipuðum tíma, Smetana og Janacek, að einu leyti; í hrynskerpu. Það er kannski eini galli ítal- anna, en því miður nokkuð bagalegur, því Beethoven er einstaklega rytmískt þenkjandi tónskáld, eins og víða kemur fram, t.d. í hröðu þáttum Op. 135, þar sem maður saknar stöðugra tempós og meiri hryn- þunga. En settið með Quartetto Italiano er engu að síður álit- legur kostur, ekki sízt í núver- andi framboðsþurrð, sem kem- ur enn frekar upp um sig, með því að þetta gömul endurútgáfa skuli seljanleg á fullu verði. Upptakan er nokkuð suðug fyrir ítrustu nútímakröfur, en býður upp á passlega nánd og enduróm. Og ef einhveijir kynnu að fælast frá frekari kynnum vegna hins mikla orð- spors, sem af þessum ódauð- legu meistaraverkum fer, þá er það alveg ástæðulaust. Pjöl- breytni þeirra er gífurleg og leynast margir konfektmolar innan um stórvirkin; hver hlust- un leiðir til nýrri fjársjóða. Beethoven var hvergi hug- myndafijórri en einmitt síðustu æviárin - bæði í litlum og stór- um einingum. Það heyrist í dag, betur en nokkru sinni fyrr. G O R C II A K O V A Óperuaríur eftir Verdi og Tsjajkovskíj. Galina Gorchakova sópran, Kirov-óperukór og -hljómsveit u. stj. Valerys Gergi- evs. Philips 446 405-2. Upptaka: DDD, Finnlandi 7 og Brussel 10/1995. Lengd: 59:44. Verð: 1.899 kr. HÉR er nammi fyrir óperu- geggjarana. Ein skærasta söngstjarnan úr atgervisflóð- bylgjunni austan úr Rússíá eftir fall járntjaldsins er Galina Gorchakova. Hún nam söng í Novosibirsk og hóf atvinnufer- ilinn við óperuna í Sverdlovsk, en þaut áður en varði upp metorðastigann og varð aðal- númer í Kirov-óperunni í St. Pétursborg í lýrísk-dramatísk- um hlutverkum eins og Cio-Cio San (Madama Butterfly), Tatj- önu (Eugen Onegin) og Kat- erinu Ismailovu (Lafði Makbeð frá Mtsensk). Fleiri hlutverk bættust við, einkum frá Verdi og rússnesku óperutón- skáldunum. Renötu úr Eld- móðuga englinum Prókófíevs söng hún í Covent Garden 1991 og seinna við mikinn fögnuð á La Scala, og snemma árs í fyrra var hún á hvers manns vörum í Butterfly á Metrópólitan. Fyrir Philips hefur hún sungið tvær Kirov- uppfærslur, ígor fursta eftir Borodin og Engilinn, auk þessa syrpudisks. Sem sagt; Kona á bullandi uppleið. Og engin furða. Eftir röddinni einni að dæma er af nógu að taka. Þetta er óvenju- falleg dramatísk spintó- sópranrödd, dimmgljáandi sem naður fránn úr Niðafjöllum, teymd fruntagóðri tækni, plas- tísk og sveigjanleg og með mikið styrkleikasvið. En ekki bara það. Galina er sögð hafa mikla „nærveru" á sviði, og að leikræn tjáning sé henni í blóð borin. Og ekki spiilir útlit- ið... í stuttu máli er hér saman komið sérdeilis eigulegt sýnis- horn af mikilli og ört vaxandi söngkonu. Hún syngur aríúr úr La forza del destino, Otello, Aidu og II Trovatore eftir Verdi og eftir Tsjajkovskíj syngur hún úr óperunum Eug- en Onegin, Spaðadrottning- unni, Seiðkonunni og Qprichik. Tjáningin er heit, innlifuð en öguð, og Kirov-óperuhljóm- sveitin undir forystu Gergievs hlýtur að vera draumahljóm- sveit hvers söngvara, ýmist snörp eða mjúk, eftir því sem við á. Um Philips-upptökuna þarf ekki að fjölyrða; hún er fyllilega í samræmi við flutn- inginn. RíkarðurO. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.