Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNING/LISTIR NÆSTU VIKII MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjartan Ólason, Philippe Richard og Guðrún Hrönn Ragnarsd. - Kjarvalssýn- ing fram á vor. Safn Ásgrims Jónssonar Sýn. á vatnslitam. Ásgríms út mars. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Portrettsýning til 19. maí. Við Hamarinn List í símbréfaformi til 3. apríl. Norræna húsið Sýning á norrænum heimilisiðnaði til 6. apríl. Sýning á steinþrykki eftir Sven Havsteen-Mikkelsen í anddyrinu til 31. mars. Hafnarborg Beatriz Ezban og Helgi Ásmundsson sýna til 1. apríl. Noriko Owada sýnir í kaffistofu til 26. mars. Önnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Gallerí Fold Soffía Sæmundsd. sýnir til 31. mars. Galleri Greip Kristín Blöndal sýnir til 31. mars. Listhús 39 Sigríður Erla sýnir til 1. aprfl. Gallerí Stöðlakot Einar Marinó sýnir til 24. mars. Gallerí Sævars Karls Kristín Amgrímsd. sýnir til 10. apr. Listasafn - Kópavogs Jón Óskar sýnir í vestursal og í austursal landslags- og portrettmyndir Sigurðar Sigurðssonar til 8. apríl. Nýlistasafnið Nana Petzet og Ólafur S. Gíslason sýna til 31. mars. Galleri Hornið ívar Török og Magdalena M. Hermanns sýna. Gallerí Úmbra Anna Snædís Sigmarsd. sýnir til 3. apr. TONLIST Laugardagur 23. mars Léttsveit Tónlistarsk. Keflav. heldur maraþontónl. á sal Tónlistarsk. í Keflav. frá kl. 14-20. Kór Dalvíkurkirkju ásamt kór Árbæjarkirkju í Árbæjarkirkju kl. 15. Bandarískur skólakór í íþróttahúsinu á Laugarvatni kl. 17. Vortónl. Tónlistarsk. Kópav. í tónleikasal skólans kl. 11. Gít- ardúett í Listasafni Sigutjóns kl. 17. Hljómsveitartónl. á vegum Tónmenntask. Reykjav. í skólanum kl. 14. Kóramót framhaldsskólanna á Laugarvatni í íþróttahúsinu kl. 17. karlakór Bólstað- arhlfðarhr. og Húnakórinn í Seljakirkju kl. 14. og í Ámes.i Gnúpvetjahreppi kl. 21. Sunnudagur 24. mars Ljóð og jazz í Gerðubergi kl. 16. Tríó Bjöms Thoroddsen og Egill Ólafsson leika jazz i samkomusal íþróttahúss Bessa- staðahrepps kl. 21. Barokktónlist í ísa- fjarðarkirkju kl. 17. Kammersveit Sel- tjamamess í Seltjamameskirkju kl. 20.30. Tríó Reykjavíkur i Hafnarborg kl. 20. Mótettukór Hallgrímskirkju í kirkj- unni kl. 17. Ljóðatónl. í Norræna húsinu kl. 20.30. Mánudagur 25. mars Bandarískur skólakór syngur í Lstasafni Kópavogs kl. 20.30. Vortónl. Tónlistsk. Kópav. í tónleikasal skólans kl. 18. Þriðjudagur 26. mars 120 kórsöngvarar á tónleikum í Borg- arleikhúsinu kl. 20.30. Söngnem. Tónlist- arsk. Kópav. i tónleikasal skólans kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Tröllakirkja fim. 28. mars. Þrek og tár fös. 29. mars, lau. Kardemommub. lau. 23. mars, sun. Leigjandinn lau. 23. mars, fim. Kirkjugarðsklúbburinn lau. 23. mars, sun., fim. Borgarleikhúsið Hið Ijósa sun. 24. mars, fim., lau. íslenska mafían lau. 23. mars, fös. Amlóða saga lau. 23. mars, sun., þri., ftm. BarPar lau. 23. mars, fös. Konur skelfa lau. 23. mars, sun., mið., fös., lau. Lína langsokkur sun. 24. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör lau. 23. mars, fös., lau. Kaffileikhúsið Sápa þtjú og hálft lau. 23. mars, fös. Kennslustundin lau. 23. mars, fös. Grískt kvöld sun. 24. mars, lau. Engillinn og hóran ftm. 28. mars. Möguleikhúsið Ekki Svona! þri. 26. mars. Ævintýrabókin iau. 23. mars., lau. Bétveir sun. 24. mars. íslenska óperan Oklahoma lau. 23. mars. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 23. mars. Kjallaraleikhúsið l’rjár konur stórar frums. sun. 24. mars, lau. KVIKMYNDIR MIR „Alexander Névskíj" sun. kl .16. Norræna húsið Héraævintýri sun. kl. 14. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Dagskrá um Ragnheiði Jónsdóttur. Um- sjón Dagný Kristjánsd. mánkv. kl. 20.30. 120 ungir kór- söngvarar á tónleikum í Borgar- leikhúsinu KÓR Öldutúnsskóla, Skólakór Kársness og Gradualekór Langholtskirkju halda sameig- inlega tónleika í Borgarleikhús- inu, þriðjudaginn 26. mars. A efnisskránni eru meðal annars lög eftir Theodorakis, negra- sálmar, lög eftir íslensk og er- lend tónskáld og þjóðlög frá ýmsum löndum. Einsöngvarar úr kórunum syngja einsöng í nokkrum lög- um og hljóðfæraleikarar annast undirleik í tónverki eftir finnska tónskáldið Harry Wess- mann. Alls koma um 120 söngvarar á aldrinum 10-18 ára fram á tónleikunum og munu kórarnir syngja bæði saman og hver fyr- ir sig. Marteinn H. Friðriksson leikur undir á píanó og Reynir Jónasson á harmonikku, en stjórnendur kórarnna eru þau Egill R. Friðleifsson, Þórunn Björnsdóttir og Jón Stefánsson. Tónleikar þessir eru liður í tónleikaröð Borgarleikhússins og hefjast þeir kl. 20.30. Að- gangur er 1.000 kr. ELF AR Guðni Þórðarson við eitt verka sinna á sýningunni. Elfar Guðni sýnir á Selfossi ELFAR Guðni Þórðarson sýn- ir um þessar mundir 40 mál- verk í sýningarsalnum Seti við Eyrarveg á Selfossi. Þetta er 28. einkasýning Elfars Guðna og eru myndirnar allar nýjar. Sjálfur hefur Elfar Guðni Þórðarson haft þau orð um myndir sínar á þessari sýn- ingu, að „þær túlki uppreisn- aranda og mótmæli við ómerkilegheit, sem byrgja sól- arsýn“. Sýningunni lýkur um þessa helgi og er hún opin frá klukk- an 14 til 22. AUÐUR Laxness og Jónas Sigurðsson, forseti Bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar. Úr verkum Halldórs Laxness VEGNA fjölda áskorana endursýnir Leikfélag Mos- fellssveitar dagskrá úr verk- um Halldórs Laxness. Verk- ið var flutt þann 11. desem- ber síðastliðinn í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá því Halldór fékk Nóbels- verðlaunin. . Dagskráin verður endur- sýnd 23. og 24. maí í Bæjar- leikhúsinnu í Mosfellsbæ og hefst báða dagana kl. 16. % ft Sml. 5 m :\'v / "■• ■ § r~ ..«s { WmfU fxTMí wák, 1 |||, J *£ msmrn 1 l| il # «fpi rM í tP ffl Ífk É 1 msmi in » (i t 1 jt m SiIíéÍL íi * ' í! Ifí&f v ■ JÉ| * II k m gf | Hs! I ; IifSm 1 ■Atf ía * ifti 3MÍJB ■h f ÉíSt KÓR Öldutúnsskóla, Skólakór Kársness og Gradualekór Langholtskirkju halda sameiginlega tónleika í Borgarleikhúsinu á þriðjudag. Morgunblaðið/Ásdís BEATRIZ Ezban Betech myndlistarmaður. Listaverk verða að spretta af ást BEATRIZ Ezban Betech myndlistarmaður frá Mexíkó sýnir málverk í Hafnarborg. Myndir hennar eru glögglega undir áhrifum frá impressjón- istunum og þá einkum Monet. Guli liturinn er ríkjandi og oft eru myndirnar nær einlitar með grófri áferð og inn á milli glittir í aðra undirliti. Einnig eru grænleitar myndir á sýn- ingunni auk verka unninna á Azteka-pappír sem gerður er með ævagömlum aðferðum í heimalandi Beatriz. Hún er hér á landi í annað sinn og dvelur í gestaíbúð Hafnarborgar og í apríl mun hún flylja sig um set o g dvelja í Straumi í nokkra mánuði en þar vann hún í fjóra mánuði fyrir tveimur árum síð- an. Hún býr og starfar í Mexí- kóborg. Beatriz segist einkum vera að fást við ljós og liti í málverk- unum auk þess sem aðdáun hennar á meisturum málverks- ins spilar inn í, aðdáun á im- pressjónistunum og abstrakt- málurunum. „Litir eru svo tengdir tilfinningum og það er aldrei auðveldur hlutur að fást við þá. Listaverk verður að spretta af mikilli ást og ég held að í mínu tilfelli sé það ástin á málverkinu sjálfu sem geri mér kleift að vinna að því. Eg held að það sé einmitt þannig sem gömlu málararnir nálguðust það líka,“ sagði Be- atriz. Önnur pláneta Aðspurð um hvort hún liti á sína list sem áframhald á mál- arahefð 20. aldarinnar eða hvort hún væri að taka skref í nýja átt sagði hún það vera það merkilega við listina að ekki væri hægt að ákveða hvers konar listamaður hver og einn yrði. „Þetta hendir mann bara. Eg spyr mig stund- um að því af hverju ég geri svona list en ekki öðruvísi og það er mikill leyndardómur sem hefur eitthvað að gera með tilfinningu, eðli eða skóla sem maður gengur í og áhrif sem maður verður fyrir.“ Hún sagði að í skólanum sem hún gekk í hefði hún farið í gegnum alla klassíska grunn- menntun í myndlist og hún og skólafélagar hennar í fram- haldi farið að fást við tungu- mál og inntak málverksins. „Þetta hefur að gera með lit- inn, samstillinguna, hryninn og áferð myndarinnar." Fyrir henni er ísland ólíkt Mexíkó.,, Þetta er eins og að koma til annarrar plánetu," segir hún. Hún segir að dvölin hér hafi ekki beinlínis haft áhrif á myndir sínar þótt land- ið hafi haft það. „Sjálfsagt eiga áhrifin eftir að sjást með tímanum. Listamenn hafa bar- ist í og lifað styrjaldir án þess að þess sjáist merki í myndlist þeirra,“ sagði Beatriz Ezban Betech.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.