Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1996, Blaðsíða 1
Pl^miilílfaliíi^ Örkin með óramöguleika/2 Tungumál deyr/4 Égsýg úrþeim orkuna/8 MENNING LISTIR BLÁÐ\J PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 23. MARZ 1996 Englar alheimsins gefnir út í Banda- ríkjunum BANDARÍSKA útgáfufyrirtækið St. Martins Press ætlar að gefa út verðlaunabók Einars Más Guð- mundssonar, Engla alheimsins, í janúar eða febrúar á næsta ári. Eigandi útgáfunnar, James Fitz- gerald, sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði komist í kynni við bókina og höfundinn á bókasýningunni í Frankfurt síð- asta haust. „Ég sá bókina á hillu hjá dönskum starfsbróður mínum og fékk að lesa hana. Mér leist strax mjög vel á hana og fékk nokkra vini mína hér í New York til að lesa hana líka. Allir voru sammála um ágæti bókarinnar þannig að ég sló til og festi kaup á útgáfuréttinum hér í Bandaríkj- unum." James segist hafa hitt Einar Má í Frankfurt og svo síðar í New York. „Og það er skemmst frá því að segja að ferill hans og per- sóna vöktu strax athygli mína. Ég býst jafnvel við að ég muni reyna að gefa út fleiri bækur hans en sumar þeirra hef ég verið að lesa og þykir mikið Jtíl koma. Ég hef einnig áhuga á að skoða verk annarra íslenskra höfunda með útgáfu í huga." James segir að notuð verði þýð- ing Bernards Scudder á Englum alheimsins sem kom út hjá Shad Thames fyrir tveimur árum síðan en væntanlega verði þó gerðar smávægilegar breytingar á orða- lagi til að samræma það banda- rískri málhefð. Kristján Jóhannsson syngur í II Trovatore í Þýsku óperunni í Berlín Gert ráð fyrir sextíu gagn- rýnendum „VIÐ ERUM undir það búin að allt verði vitlaust eftir frumsýning- una annað kvöld," segir Kristján Jóhannsson óperusöhgvari sem syngja mun hlutverk Manríkós í nýstárlegri uppfærslu Þýsku óper- unnar í Berlín á II Trovatore eftir Giuseppe Verdi. „Þetta er vægast sagt óvenjuleg sýning og boðsgestir létu óánægju sína þegar í ljós á generalpruf- unni. Við eigum því von á miklum darraðardansi. Sennilega eiga áhorfendur eftir að skiptast í tvö horn: Fólk sem er nýjungagjarnt og hrifið af leikhúsi á örugglega eftir að fá eitthvað fyrir sinn snúð en hinir sem eru hrifnari af hinu gamla hefðbunda óperuformi eiga örugglega eftir að reita hár sitt og skegg," segir Kristján. Níu sýningar verða á II Trovat- ore í Berlín og tekur Kristján þátt í þeim öllum. Þegar er uppselt á sjö sýningar og gert er ráð fyrir sextíu tónlistargagnrýnendum á frumsýninguna. „Þessi sýning virðist hafa vakið heimsathygli," segir Kristján. I uppfærslu Þýsku óperunnar, sem Hans Neuenfeld stýrir, er II Trovatore látin gerast á vorum dögum, auk þess sem kynferðisleg- um athöfnum og erótík er gert hátt undir höfði. „Síðan beitir Neu- enfeld sér mikið fyrir því að skýra atburðarásina á leikrænan hátt, það er það sem honum þykir ekki skila sér í gegnum tónlistina," seg- ir Kristján. Söngvarinn segir að sumum þyki leikstjórinn ganga of langt í þessum efnum, einkum með hlið- sjón af því að fastagestir í Þýsku óperunni séu öllum hnútum kunn- ugir þegar meistaraverk óperubók- menntanna, svo sem II Trovatore, séu annars vegar. Kristján segir að sýningin sé dýr enda sé hún tæknilega séð flókin. Þá séu bún- ingarnir stórglæsilegir. „Ég held að ég hafi aldrei klæðst glæsilegri búningi." Að sögn Kristjáns hefur Þjóð- verjum verið í lófa lagið að brydda upp á nýjungum í óperunni, það eigi þó einkum við um smærri húsin. „Að mínu mati eiga stóru húsin að halda sig meira við hefð- ina og sennilega ætti þessi upp- færsla betur við minna hús eða einhverja óperuhátíð. Mér þykir þetta engu að síður ofsalega gam- an." Kristján segir að frábært sé að vinna með Neuenfeld. Hann hafi ákveðnar skoðanir og hugmyndir hans séu fastmótaðar. „Það hentar mér mjög vel enda er mér afar illa við að gera hluti ef engin hugsun býr að baki. Samstarfið hefur því verið lærdómsríkt." Kristján hefur starfað með fjöl- mörgum nýjungagjörnum leik- stjórum, á borð við Ken Russell og Jonathan Miller, í gegnum tíð- KRISTJAN Jóhannsson í hlutverki Manrikós í upp- færslu Metropolitan óper- unnar á II Trovatore. ina. „Þeir hafa báðir verið umdeild- ir en Neuenfeld gengur miklu lengra." En gæti Kristján Jóhannsson hugsað sér að taka þátt -í fleiri sýningum af þessum toga? „Ég hugsa það. Meðan söngvararnir fá að njóta sín og tónlistin fær að vera í friði er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu." 1001 jarðar- búi INDONESISKI Hstamaður- inn Dadang Christanto hef- ur smíðað 1001 styttu úr trefjaplasti og stillt upp í fjöruborðinu skammt frá Djakarta, höfuðborg Indó- nesíu. Styttunum er ætlað að minna á umhverfisvand- ann í menguðu haf inu norð- ur af Djakarta. Christanto segir að verkið eigi hins vegar að höfða til allra því að mengun sé vandamál um allan heim. Verkið kallar Christanto „1001 jarð- arbúa". Þrenningu frestað um viku Tveir dansarar slasast LOKASÝNINGU íslenska dansflokksins á Þrenningu, sem átti að vera í gær í Is- lensku óperunni, var frestað vegna þess að tveir dansar- anna slösuðust á æfingu á fimmtudag. Að sögn Magnús- ar Árna Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra dansflokksins, taka ellefu dansarar þátt í sýningunni og er mikið álag á þeim þar sem þeir flytja þrjú verk á sýningunni sem öll gera miklar kröfur til dansaranna. „Það varð svo það óhapp á æfingu á fimmtudag að David Greenall fór úr olnbogaliði og Lilia Valieva tognaði í baki. Við erum að vona að þau geti jafnað sig áður en langt um líður og ætlum að halda þessa lokasýningu á föstudaginn kemur." Magnús Árni sagði að að- sóknin að Þrenningu hefði ver- ið mjög góð. „Þetta er glæsileg sýning og hefur allstaðar feng- ið frábæra dóma. Ég held það sé óhætt að hvetja alla áhuga- menn um listdans að sjá þessa sýningu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.