Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 5
4 C LAUGaRDAGUR 30. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 C 5
afmarkað með járngrindum eins og
búr og engir hlutir eru notaðir í sýn-
ingunni utan þrír járnstólar, allt annað
er táknað með látbragði. Stílfærðar
hreyfingar og notkun ljóss og skugga
einkenna sýninguna. Og örvæntingin,
innilokunin og óhugnaðurinn er skýrt
dreginn fram.
Berkoff gerði einnig leikgerð upp
úr bókinni Réttarhöldin sem er sömu-
leiðis eftir Kafka. í þeirri leikgerð
notaði hann tveggja metra háa ramma
úr járni. Þessir tíu rammar var öll
sviðsmyndin. Þeir voru hreyfanlegir,
þannig að eina stundina gátu þeir
myndað gang eða dyr, þá næstu her-
bergi eða fangelsi, allt eftir því sem
atriðið þarfnaðist.
Annar höfundur sem Berkoff hefur
hrifist mjög af er Edgar Allen Poe
og hefur hann meðal annars gert leik-
gerð úr sögunum The Fall of the
House of Usher og Tell Tale Heart.
Seinna verkið flutti hann þarna á
Edinborgarhátíðinni. Það eina sem var
á sviðinu var Berkoff sjálfur og eitt
eltiljós sem lýsti hann upp. í vængnum
sat hljómborðsleikari sem fyllti inní
þau hljóð sem sýningin krafðist, svo
sem fótatak niður stiga. Allt annað
sá Berkoff um sjálfur. Hann lék allar
persónurnar í verkinu, sá um flest
leikhljóð eins og ískur í hurð og not-
aði látbragð til að sýna hluti og annað
sem persónan þarfnaðist. Allar per-
sónur, hreyfingar og leikhljóð voru
mjög ýkt. Krafturinn sem hann gaf
hvetju andartaki fyllti húsið. Þegar
líða tók á sýninguna var eins og hann
væri nýkominn úr sturtu því svitinn
fossaði af honum. Það mátti furðu
sæta að þessi tæplega sextugi maður
gæti þetta allt. Tæknin var gífurleg
en um leið var hann fijáls í öllu því
sem hann gerði. Ég sá þessa sýningu
þó nokkuð oft og engin sýning var
eins. Hann hikaði ekki við að spinna
ef svo bar undir og tók inn öll óvænt
atvik sem ævinlega koma upp á í leik-
húsi og notaði þau til hins ítrasta. Til
dæmis ef einhver áhorfendanna fékk
hóstakast þá tók hann um bijóstið
með vorkunnarsvip og með látbragði
gaf hann til kynna að viðkomandi
ætti að fá sér hóstamixtúru. Eftir
sýningu velti hann sér upp úr smáatr-
iðum og spáði í hvað hann gæti gert
til að fullkomna sýninguna enn frekar.
Með því að bölva og brjótast um
næst eins konar hreinsun
Berkoff gerir ekki eingöngu leik-
gerðir upp úr sögum annarra. Hann
Steven Berkoff er einn þekktasti leikhús-
maður Breta. Hann hefur samið bæði leik-
verk, leikstýrt og leikið, en öll hans verk eru
mjög stílfærð. Bergljót Arnalds vann með
honum á Edinborgarhátíðinni fyrirtveimur
árum og segir hér frá kynnum sínum af
þessum einstæða listamann.
ÚR HAMSKIPTUNUM eftir Kafka í
leikgerð Sevens Berkoffs. Ballett-
dansarinn Mikhail Baryshnikov er fyr-
ir miðju sem Gregor Samsa.
sem þú
hatar að
el
FYRSTU kynni mín af verkum
Stevens Berkoffs komu mér
næstum til að kasta upp.
Einn bekkjarbróðir minn
rétti mér bók með verkum hans og
sagði mér að ég yrði að lesa þetta
frábæra eintal. Lýsingarnar voru væg-
ast sagt krassandi. Ég verð samt að
viðurkenna að ég var ekki nærri því
eins heilluð og bekkjarbróðir minn.
Vissulega var eintalið áhrifaríkt og
vel skrifað, en ég kunni engan veginn
við þær tilfinningar sem það vakti
með mér.
Smátt og smátt komst ég að því
hvað þessi maður er dýrkaður í leik-
húsheiminum í Bretlandi, en það var
ekki fyrr en ég lék í leikriti eftir hann
sem ég skildi hvers vegna svo var.
Það var leikritið Agamemnon sem
byggt er á samnefndum forn-grískum
harmleik eftir Aiskýlos. í verkinu lék
ég Klýtemnestru, blóðheita eiginkonu
Agamemnons, sem í hefndarhug
myrðir eiginmann sinn í baði. Klýtem-
nestra er miðjan í þessu verki Ber-
koffs og þar fær maður að kynnast
forsendum hennar fyrir glæpnum og
á vissan- hátt verður hann réttlætan-
legur. En það var ekki það sem heill-
aði mig hvað mest, heldur sú ádeila
sem beint er að stríði og öllu ofbeldi
almennt og svo tungumálið sem þessi
snjalli rithöfundur notar. Það er allt
í senn, ástríðufullt, tryllt og blítt, hrátt
og ljóðrænt. Öfgar er það sem ein-
kennir Steven Berkoff mest og er það
því engin furða að sumir gagnrýnend-
ur hafa kallað hann „manninn sem
þú hatar að elska“ því hann vekur
með manni svo öfgafullar og ólíkar
tilfinningar.
Lifandi goðsögn
Ég kynntist Steven Berkoff per-
sónulega stuttu seinna á Edinborgar-
STEVEN Berkoff sem Heródes í uppsetningu sinni á Salome
eftir Oscar Wilde við National Theatre í London 1989.
BERGLJÓT Arnalds sem Klýtem-
nestra í Agamemnon.
hátíðinni þar sem ég var að leika
Queen Margaret í samnefndu verki.
Berkoff var þarna með sýninguna One
Man. Um kvöldið þegar ég hafði séð
sýninguna hans ákvað ég að ég yrði
að kynnast þessum manni og var að
velta því fyrir mér hvernig ég gæti
komið því til leiðar. Hvort það væri
einhver möguleiki að fá að taka viðtal
við hann en hann er ekki auðfenginn
í viðtal. Þá gerist allt í einu hið ótrú-
lega, síminn hringir og mér er boðið
að vinna með honum á meðan á sýn-
ipgum hans stendur þarna í Edinborg.
Ég tók auðvitað boðinu um leið án
þess að gera mér grein fyrir því hvað
ég væri að leggja út í. Málið er það
að Steven Berkoff er jafn öfgafullur
í samskiptum og hann er í verkum
sínum.
Ég mætti rétt fyrir sýningu daginn
eftir og tók strax eftir því hvað starfs-
fólkið bar óttablandna virðingu fyrir
honum. Menn gengu með veggjum
og reyndu að komast hjá því að yrða
á hann. Ég komst fljótlega að orsök-
inni. Ef Berkoff var í vondu skapi,
sem hann var í minnst einu sinni á
dag, þá hikaði hann ekki við að öskra
og hreyta fúkyrðum í fólk eða jafn-
vel henda því út. Það var nóg að þjón-
usta á veitingastað væri ekki fyllilega
eftir hans þörfum og kröfum þá var
allt sett á annan endann. Sama gerð-
ist ef hann var glaður þá heltók örlæt-
ið hann og þá var dekrað við fólk.
Vandamálið var að enginn vissi hve-
nær fyki í hann næst og hve lengi
það myndi endast. Eftir tíu daga var
ég farin að dreypa á viskí áður en
ég fór til vinnu svona rétt til að
styrkja hjartað og á einhvern undar-
legan hátt skiidi ég allt í einu að
menn eins og Hitler hafa verið til og
finnast enn. Enda er Berkoff haldinn
mikilmennskubrjálæði og er sann-
færður um að hann sé lifandi goð-
sögn.
Með fullkomnunaráráttu
Af hveiju? Jú, hann hefur gert
mörg meistarastykki um dagana. Þá
ber fyrst að nefna leikgerð hans á
Hamskiptunum eftir Kafka. Þessi leik-
gerð var meðal annars sýnd í Ríkis-
sjónvarpinu fyrir fjölmörgum árum og
ég þori að ábyrgjast að þeir sem hafa
séð hana munu aldrei gleyma henni.
Allar leikgerðir og leikverk sem Ber-
koff hefur skrifað eru mjög stílfærð
og er svo með þetta verk. I sögunni
vaknar Gregor Samsa við það einn
morguninn að hann hefur breyst í
bjöllu. A sviðinu er herbergið hans
Maðurinn
ÞÓTT Norræna kvikmyndahá-
tíðin í Rúðuborg sé ekki
alþekkt í Frakklandi nýtur
hún virðingar alls konar
fólks og vinsælda sem vaxa smám
saman án þess sð stíga nokkrum til
höfuðs. Vingjarnlegt andrúmsloft ein-
kennir hátíðina, bjartsýnt og létt hvað
sem hver segir um norrænan drunga.
Húmor, sennilega sérstakur fyrir
Norðurlönd, var líka aðal margra nýju
myndanna. Verðlaunamyndirnar Síð-
asta brúðkaupið (finnsk) og Egg
(norsk) eru ágæt dæmi um þetta,
lymskulega grámyglukímni undir lö-
berum og kommóðum.
Dramatísk frásögn og fallegar
myndir eru eins og margir vita rauði
þráðurinn í Agnesi, einu íslensku kvik-
myndinni á hátíðinni. „Þetta er eflaust
amerískari mynd en hinar,“ segir leik-
stjórinn Egill Eðvarðsson, sem kom
ásamt Maríu Ellingsen leikkonu til
Rouen. „Frásagnarmátinn er hefð-
bundinn með miklum sviptingum fyrir
breiðtjald,“ bætir hann við og mér
verður hugsað til þess sem ítalskur
áhorfandi sagði eftir myndina: Þetta
er almennilegur íslenskur vestri -
stórkostlegt landslag, blóð, ást og
hatur.
Fullur salur áhorfenda var á öllum
sýningum Agnesar og aðsókn almennt
mjög góð á hátíðinni. Til að fá sæti
var eins gott að vera mætt í biðröð
hálftíma fyrir sýningu. Áhorfendum
gáfst kostur á að kjósa bestu myndina
og lágstemmd norsk landsbyggðar-
saga varð fyrir valinu. Egg heitir
rriyndin og fjallar um tvo roskna bræð-
ur, Moe og Per, sem hafa fastmótað
daglega siði og ósiði í áratuga sam-
búð. Hljóðlátt líf þeirra með graut og
lýsi, pípu og útvarpi tekur nokkrum
breytingum með komu frændans
Konráðs, tröllaukins í hjólastól með
eggjakassa í fanginu.
Myndin verður frumsýnd í frönsk-
um kvikmyndahúsum í byrjun apríl
og á eftir að skemmta Frökkum ef
dæma má af hátíðinni í Rúðuborg.
ÚR NÚLL gráður á Kelvin
SÍÐASTA brúðkaupið fékk aðalverðlaunin
Sálarstríð var háð í lúmsku
gríni, fallegu landslagi, vel
hönnuðum sófum og glösum
í norrænum kvikmyndum í
Rúðuborg á dögunum. Þór-
unn Þórsdóttir segir frá
Norrænni kvikmyndahátíð
sem haldin var í níunda sinn
nú fyrir skömmu á franskri
víkingaströnd.
Endirinn var erfiðastur eins og svo
oft, fólk fann það helst að myndinni
að hann hefði ekki gengið upp, en
leikstjórinn Bent Hamer segist einmitt
hafa viljað skilja lausa enda eftir.
Landi hans, Hans Petter Moland,
hlaut verðlaun ungra áhorfenda sem
hafa frá upphafi verið margir og
sprækir á hátíðinni. Mynd Molands,
Núll gráður Kelvin (Kjærlighetens kjöt-
ere), gerist árið 1925 á Grænlandi.
Ungur rithöfundur er hryggbrotinn „í
bili“ í Noregi og heldur til Grænlands
til að herða sig á veiðum með öðrum
sönnum karlmönnum. Raunir hans þar
blandnar draumum um meinta unnustu
eru efni myndarinnar og umgjörðin
alveg rétt, Grænland virðist nefnilega
vera í tísku meðal listamanna af öllu
tagi og eldra efni þaðan líka dregið
fram í dagsljósið.
Grænland er einmitt uppáhaldsland
danska heimildagúrúsins Jörgens Ro-
os, en yfirlit verka hans var sýnt á
hátíðinni. Tveir kvikmyndagerðar-
menn aðrir voru teknir fyrir á þennan
hátt: Norski brautryðjandinn Tancred
Ibsen (1893-1978) og Svíinn Bo Wid-
erberg (f. 1930) sem er þekktastur
fyrir Elvira Madigan (1967), Ádalen
31 (1969) og Joe Hill (1971). Wider-
berg var manna frægastur á Rúðu-
borgarhátíðinni í ár og hann mátti
vera ánægður með sinn hlut. Eftir tíu
ára sjónvarpsvinnu sýnir hann nýja
mynd sem á frummálinu heitir Lust
og fágring stor. Hún var sýnd í Rúðu-
borg til viðbótar eldri verkum hans
og sonur Widerbergs, Johan, hlaut
fyrir vikið viðurkenningu dómnefndar
fyrir bestan leik karlmanns.
Bestu leikkonurnar voru að mati
dómnefndar Sofie Gráböl og
Anneke von der Lippe í
norsku myndinni Pan eftir
Henning Carlsen. Hilmar
Örn Hilmarsson samdi tón-
listina við þessa sögu Knuts
Hamsun um vonlausar ást-
ir veiðimanns og kaup-
mannsdóttur í Norður-
Noregi um miðja síðustu
öld.
Býsna ólík mynd,
Tveir menn í sófa, þótti
besta byijendaverkið.
Myndin er dönsk og
leikstjórinn Amir
Rezazadeh sýnir vin-
ina Pierre og Sören
sem leigja saman
íbúð og halda það
út þótt þeir séu eins
FURÐUFUGLAR í Eggjum
og svart og hvítt. Annar kvennamaður
á sífelldum veiðum og hinn gruflandi
listamaður með annan fótinn á geð-
deild. Eftir eina vistina þar fær hann
þá frétt að kærastan hafi gefist upp
á honum. Kvennamaðurinn reynir að
grípa til sinna ráða.
Aðalverðlaun dómnefndar fóru til
Finnans Markku Pölönen sem sagði
af ófinnskum innileik þar sem hann
velti verðlaunagripnum milli hand-
anna uppi á sviði, að á þessu augna-
bliki elskaði hann alla viðstadda.
Meira fékkst ekki upp úr honum,
menn urðu að sjá myndina um sorgleg
afdrif smábæjar og gagnslausan svita
feðra og mæðra sem unga fólkið skil-
ur eftir í gráma. Það vill heldur slegin
tún og smjörstrá í Svíþjóð en gleymir
samt ekki alveg lítilli æskuást heima
í þorpinu. Svo er þar haldið síðasta
brúðkaupið og sýnd veislan einn góðan
ágústdag.
Enn eru ónefndar tvær myndanna
sem dómnefnd skoðaði: Lostinn eld-
ingu eftir Litháann Algimantas Puipa
og Bella mín Bella eftir Astrid Henn-
hefur sjálfur skrifað mörg frumsamin
verk. Langar mig þá helst að nefna
East, West og Decadence.
East er byggt á uppvaxtarárum
Berkoffs en hann ólst upp í austur-
hluta London. Um æsku sína segir
hann meðal annars. „Það þekktist
ekki að halda aftur af sér heldur var
lifað fyrir andartakið og meiningin
sögð umbúðalaust. Ef eitthvað var að
angra mann var því hleypt út á eins
öfgafullan hátt og mögulegt var. Þetta
var gert í þeirri trú að með því að
bölva og bijótast um næðist eins kon-
ar hreinsun. Þannig væri hægt að
losna við það sem íþyngdi manni.“
West íjallar aftur á móti um hug-
rekki. Kjarkinn til að vera trúr sjálfum
sér og hegða sér ekki samkvæmt vilja
annarra. Það getur kostað fjarðlægð
frá öðrum en er um leið þess virði þar
sem það undirstrikar mikilvægi sjálfs-
ins. Einsemd og nöturleiki er eitthvað
sem einkennir mörg verka Berkoffs.
Decadence ijallar um hástéttina í
Bretlandi. Fólkið sem er hálfkyrkt í
eigin sérhljóðum þar sem röddin situr
föst aftast í hálsinum, klemmd til að
sýna eins litlar tilfinningar og hægt
er. Samhljóðarnir eru aftur á móti
harðir og bítandi eins og til að klippa
á sérhljóðana þar sem tjáning líðan og
tilfinninga gæti heyrst. Berkoff hefur
gert bráðfyndna bíómynd upp úr þessu
verki og leikur hann annað aðalhlut-
verkið á móti Joan Collins. Að auki
hefur Berkoff leikið í íjölmörgum am-
erískum bíómyndum þar sem hann leik-
ur (auðvitað) vonda kallinn.
Ósnertanlegur og einn
Steven Berkoff er einn af þeim fáu
listamönnum sem hefur tekist á við
ólík verkefni, þ. e. leikið, skrifað og
leikstýrt og verið afreksmaður á öllum
sviðum. Hann hefur þróað einstakan
leikhússtíl með látbragði, skáldlegum
texta og ýktum leik. Allt hefur í sjálfu
sér verið gert áður, en það hefur aldr-
ei áður verið gert á þennan hátt.
Stundum þegar við gengum um götur
Edinborgar þá var hrópað á eftir hon-
um „genius“ eða snillingur. Á vissan
hátt er hann það. Fólk virtist annað-
hvort hata hann eða dýrka og þannig
vildi hann hafa það. Að vera ósnertan-
legur er erfitt því þá stendur maður
um leið einn. Kannski var það engin
tilviljun að þessi sýning hans í Edin-
borg hét One Man. Þar stóð hann einn
á sviðinu með eitiljósið í augum, svita-
pollinn við tærnar og endalausar sæt-
araðir af fólki fyrir framan sig.
ing-Jansen frá Danmörku. Sú fyrri
er draumkennd og ruglingsleg og
eiginlega gamaldags að því leyti.
Danskennari nokkur er miðpunktur
myndarinnar, mikill listamaður og
þrúgaður af þeirri trú að hann sé fugl.
Ást hans á lítilli stúlku sem sér það
líka og verður dansandi fuglkona,
endar með ósköpum. Þarna eru gull-
falleg myndskeið en heildin of laus til
að halda þeirri sem þetta skrifar.
Danska myndin um skólastúlkuna
Bellu sem reykir hass og skrópar og
mömmu hennar sem er falleg fræði-
kona hefði kannski alveg eins hentað
sjónvarpi. Mjög vel gerð og sérlega
dönsk, með fallegum litúm og hlutum
og raunsæislegum vandamálum.
Huggulegar konur með áhyggjubauga
undir augunum og klaufalegir elsk-
hugar þeirra. Óneitanlega lítil elli-
merki á leikstjóranum sem kominn er
yfir áttrætt.
Myndir Eystrasaltsríkjanna eru líka
með á hátíðinni í Rúðuborg og gaf
að líta sýnishorn nýrrar framleiðslu.
Þá hafði sænsk erótík sjötta áratugar-
ins orðið fyrir valinu og nokkrar mynd-
ir sýndar í þeim flokki og Ioks voru
áberandi bræðurnir Kaurismaki eða
öllu heldur leikarinn Matti Pellonpáá.
Hann lést nýlega og var minnst með
sýningu tíu mynda sem hann lék í.
Stuttmyndir frá Noregi, Finnlandi og
Danmörku voru ennfremur á hátíð-
inni.
í heildina var hún fjölbreytt, með
ólíkum myndum, alveg nýjum og svo
sígildum, sveittum og örvæntingar-
fullum leikurum og síðan hlæjandi og
fallegum. María Ellingsen segir frá-
bært að fá að sýna Agnesi áhorfendum
sem ekki séu að spekúlera í hvar lús
sé eða skalli - dæmi aðeins eftir
myndinni en ekki fyrirfram mótuðum
hugmyndum. Þeim Maríu og Agli
finnst Agnes ekkert sérstaklega nor-
ræn og vilja kannski ekki endilega
njörva myndir niður eftir þjóðerni.
Þess vegna líkaði þeim flóran í Rúðu-
borg, orkan og breytileikinn.
Morgunblaðið/Ásdís
VERK eftir Andreu S. Hjálmsdóttur.
Gull og
gersemar
Hönnunar- og handverksfólk vill leggja
áherslu á íslensk séreinkenni. Þóroddur
Bjarnason leit inn á sýningu í Hafnarhúsinu.
GULL og íslenskar gersemar
er heiti sýningar sem
stendur yfir í Hafnarhús-
inu við Tryggvagötu. Sýn-
ingin er samstarfsverkefni Hand-
verks, sem er þriggja ára reynslu-
verkefni á vegum forsætisráðuneytis-
ins, og félags íslenskra gullsmiða.
Sýningin hefur það að markmiði að
vera hvati fyrir nýjar hugmyndir í
efnisnotkun gullsmiða og miðað var
við að nota efnivið sem væri einkenn-
andi fyrir ísland og íslendinga. Á
sýningunni má sjá bæði skart og
nytjahluti. Þátttakendur í sýningunni
eru 20 talsins, á öllum aldri. Að sögn
Guðrúnar Hannele Henttinen verk-
stjóra Handverks reynsluverkefnis
tókst mörgum vel upp með nýsköpun
og notkun íslenskra efna en öðrum
lakar að hennar mati.
„Fólk tók sér ýmislegt fyrir hendur
og hannaði skart, verðlaunagripi,
höggmyndir og bókapressur svo eitt-
hvað sé nefnt. Sumir virtust mis-
skilja þemað og notuðuð efni sem eru
búin til hér á landi en eru kannski
ekki einkennandi fyrir land og þjóð.
Hér er eitt dæmi um velheppnað
verk,“ segir hún og bendir á högg-
mynd úr málmi eftir Hauk Valdi-
marsson en hann notar lundanef í
sín verk sem verður að teljast nokkuð
frumlegt. „Þetta finnst mér stórgóð
hugmynd," segir Guðrún, „Hann er
ungur og óheftur og leyfir sér að
fást við óhefðbundin efni.“
Fljótlega verður blaðamaður var
við nýstárlegt efni sem er sútað og
litað fískroð sem gjarnan er sett með
gulli og silfri inn í gripi og nokkrir
sýnendur nota. Efnið er frá fyrirtæk-
inu Sjávarleðri sem hefur stillt upp
nokkrum sýnishornum af framleiðslu
sinni í öðrum sal.
Snittuspaði
Guðrún sagði handverk vera blóm-
legan iðnað í nágrannalöndunum og
í Bandaríkjunum velti hann miklum
fjárhaiðum ár hvert. „Þetta er um-
hverfisvænn iðnaður öfugt við marg-
an annan iðnað auk þess sem hand-
verksfóik nýtir mikið hluti sem ann-
ars er hent. Það þarf að styðja við
bakið á þessum iðnaði því við missum
svo mikið ef við hættum að vinna
með höndunum."
Salurinn er svartmálaður og
nokkrir gripir eru settir upp á gólfinu
en flestir eru undir glerhöttum sem
Félag íslenskra gullsmiða á og eru
nauðsynlegir á svona sýningu til áð
vernda gripina að sögn Guðrúnar.
Sérstakur hönnuður sá um útlit sýn-
ingarinnar.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir er ein
þeirra sem eiga verk á sýningunni
HAUKUR Valdimarsson not-
ar lundanef í verk sitt.
og er hún jafnframt sú eina sem
ekki hefur lokið námi en hún lýkur
námi nú í vor. Hún sýnir hálsmen,
sem jafnframt er sveinsstykki henn-
ar, tertuspaða og snittuspaða sem
klæddur er fiskroði. Aðspurð hvort
roðið þyldi majones og slíkt sem
fylgdi snittum sagði hún að svo væri,
þó lítil reynsla væri komin á það.
„Mér fannst það of dæmigert að setja
roðið á handfangið svo ég setti það
frekar á spaðann sjálfan. Það er
nauðsynlegt að bera reglulega silicon
á hann til að vernda „sjávarleðrið",
sagði Andrea.
Aðspurð hvort gullsmiðir hefðu
mikið samband sín á milli sagði hún
að stéttin væri frekar fámenn og því
þekktust flestir og samstaða væri á
milli þeirra þó auðvitað ættu þeir
alltaf líka í samkeppni. Hún sagði
að gullsmiðir væru dálítið fastir í
hefðinni og notkun steina ýmiskonar
væri algengust, það væri skiljanlegt
því gullsmiðir stjórnuðust að ein-
hveiju leyti af markaðnum sem vill
gull, silfur og demanta. „Þú kaupir
ekki gullnælu með innfelldu timbri í
handa konunni í morgungjöf. Þú
kaupir demant,“ sagði Andrea.
Áður en blaðamaður yfirgaf salinn
leit hann yfir verkin og vakti verk
Sigurðar G. Steinþórssonar athygli
fyrir hnyttni en hann hefur mótað
Perluna agnarsmáa á stein auk þess
sem hann hefur gert litlar hörpuskelj-
ar og Iaxaflugu. Harpa Kristjánsdótt-
ir er líklega ein þeirra sem eru á
mörkum þess að teljast vera að nota
íslenskan efnivið því hún notar
gúmmí og ryðgaða bolta í bland við
gull og silfur en er óneitanlega frum-
leg.