Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ t IVIÐTALI í Helgarblaði Morg- unblaðsins sunnudaginn 8. maí 1994 sem Guðrún Guð- laugsdóttir átti við Árna Kristjánsson, píanóleikara og rit- höfund, segir hann að Elli kerling stjórni nú daglegu lífi sínu. Engan þyrfti svo sem að undra þó svo væri, þar sem Árni Krist- jánsson er nú 89 ára gamall. Það mætti þó verða mörgum undrunar- efni, hversu lítið taumhald Elli kerling hefur á þessum þegni sín- um, sem eftir langa starfsævi sem einleikari, tónlistarkennari og op- inber starfsmaður hefur gerst mik- ilvirkur rithöfundur og þýðandi. Aldamótakynslóðin, fólkið sem sá í hillingum nýtt og betra ísland í byrjun þessarar aldar, hafði ekki mikið af neinu nema framfaravilja. í efnahagslegu svo sem í menning- arlegu tilliti stóðu Íslendingar þá ærið höllum fæti samanborið við flestar nágrannaþjóðir sínar. Al- mennt skólahald var víða á landinu ekki meira en tveggja til þriggja vikna tilsögn í svo sem tvo eða þrjá vetur. Á þeim skamma tíma skyldu börnin fullnuma sig í að lesa og skrifa og læra jafnframt undirstöðuatriði í reikningi. Það var því ekki að undra þótt tónlistar- menntun landsins barna liði um dal og hól. Það hefur vafist fyrir stjórn- málaleiðtogum þróunarlanda að kenna þegnum sínum að lesa og skrifa, og það jafnvel þótt góður vilji sé fyrir hendi. Olæsi er böl sem í mörgum tilvikum tekur kynslóðir að bæta. Aldamótakynslóðin kunni að lesa og draga til stafs, en hvað tónmenntir snerti var ísland þróun- arland. Úr því vildu margir bæta og fyrir ötult starf fjölmargra manna og kvenna hefur á ótrúlega skömmum tíma byggst upp tónlist- arlíf í landinu, tónlistarskólar eru fjölmargir, þar sem kenndur er söngur og hljóðfæraleikur og víða efna tónlistarfélög til tónleika- Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Mikilvægt starf í tónuppeldi halds, svo ekki sé minnst á óperu, sinfóníuhljómsveitir og allan þann fjölda áhugafólks sem syngur í kórum og leikur saman á hljóðfæri. Tónlistarmenntun er að sjálf- sögðu margþætt eins og allar greinar lista og vísinda, einn mikil- vægur þáttur hennar er skrif tón- snillinga um eigið iif, hugleiðingar þeirra um eigin verk og um eðli tónlistarinnar. Árni Kristjánsson var keiyiari heillar kynslóðar ís- lenskra píanóleikara, hann var einnig skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur og loks tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, þar sem hann vann gífurlega mikilvægt starf í tónuppeldi Islendinga og kynnti og skýrði verk þeirra meistara 17., 18. og 19. aldar sem allur almenn- ingur á íslandi hafði farið gjörsam- lega á mis við. Sjötugur að aldri lét hann af störfum sem tónlistar- stjóri, eins og lög gera ráð fyrir, en hann lét ekki þar með staðar numið sem tónlistaruppalandi heldur tók sér fyrir hendur að þýða rit um tónlist og tónlistarmenn og rita auk þess sjálfur um tónlist. Bók hans Hvað ertu tón- list? kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1986 og er safn greina og er- inda um tónlist og tón- listarfólk. Árið 1985 gaf Tónskóli þjóðkirkjunnar út litla og snotra bók eftir Johann Nikolaus Forkel (1749-1818) sem á ís- lensku ber nafnið Um Johann Se- bastian Bach, líf hans, list og lista- verk. Þýðandi bókarinnar var Árni Kristjánsson. Árið 1991 kom svo út hjá útgáfufyrirtækinu Stapa- prenti hf. bók í sams konar um- broti og eins að frágangi, sem nefndist Bréf Mozarts, úrval. Þótt útgefandi bæri nú annað heiti en þegar bókin um Bach kom út var þýðandi hinn sami og það var greinilegt að hér var um ritröð að ræða. I fyrra kom svo út þriðja bókin af sömu gerð, þar eru á ferð hugleiðingar danska tónskáldsins Carls Nielsen um eðli tónlistar. Á íslensku nefnist hún Tónlist sem lifir og þýðandi er enn sem fyrr Árni Kristjánsson. ---------------- Allar eiga þessar Act hanc á bækur erindi til tónel- viðfangsefn, inu auðfundin Islendinga Ámi Kristjánsson var kennari heillar kynslóð- ar íslenskra píanóleikara, skólastjóri Tónlist- arskóla Reykjavíkur og tónlistarsijóri Ríkisút- varpsins, skrifar Böðvar Guðmundsson sem lýsir hér rit- og þýðingarstörfum Áma um tónlist og tónlistarmenn á síðustu áratugum. skra Íslendinga, þeirra sem vilja kynnast nánar listamanninum sem að verkinu stendur. Og það er full ástæða til að vekja svolitla athygli á þeim, þar sem litlar bækur hóg- værra manna eiga til að týnast í háværum auglýsingahrópum bóka- markaðarins. Um Johann Sebastian Bach, fimmta guðspjallamanninn eins og hann stundum er nefndur, hefur margt verið ritað i aldanna rás og er ekki að undra. Bók Johanns Nikolaus Forkels var fyrsta meiri- háttar ævisaga meistarans og þar eru margar frumheimildir um hann. Að vísu er varla hægt að kalla þá Forkel og Bach samtíma- menn, Forkel var eins árs gamall þegar Bach lést. Heimildarmenn hans voru fyrst og fremst tveir elstu synir Johanns Sebastians Bachs, einkum tónskáldið Charl Philipp Emanuel. Ævisagan kom fyrst út árið 1802 og í henni má kynnast ætt og uppruna snillingsins, hann var reyndar þroskaðasta greinin á miklum tónlistarmeiði. „Meðal sex ættliða getur varla um nema tvo eða þijá einstaklinga, sem hlutu ekki í vöggugjöf hinar ágætustu tónlistargáfur eða höfðu tónlist að ævistarfi." (Bls. 15). Þar má lesa hvernig tónlistaruppeldi Johanns Sebastians var háttað, hvernig hann kynnti sér verk annarra tón- listarmanna og lét sig m.a. ekki muna um að ganga frá Arnstadt til Lúbeck (um 400 km) til að hlusta á danska orgelmeistarann Buxtehude sem var organisti við Maríukirkjuna þar í borg. Síðan er ævisaga hans rakin í bókinni, gerð skil hljóðfæraleik hans og nýrri ásláttartækni og auðvitað greint frá eðli tónsmíða hans og sérstæði þeirra. _________ Önnur bókin í röðinni, úrval úr bréfum Moz- arts, kom út árið 1991, en þá voru liðin 200 ár frá dauða hans. Gömul “ sendibréf eru einstaklega heillandi lesning og lesandi fær oft viðlíka samband við bréfritara eins og hann væri þar „lifandi kominn“. Persónuleiki hans opinberast betur í eigin bréfum en unnt er að gera í annarra skrifum. Lesandi kynnist gáska hans, vonbrigðum, gremju, göllum og kostum á allt annan hátt. Wolfgang Amadeus Mozart var mikill bréfritari og ærið persónu- legur í bréfum sínum og tæpit- ungulaus. í bókinni eru valin bréf frá 1769, þegar Moz- art var 14 ára til ævi- loka hans árið 1791. Móttak- endur eru ýmsir, en langflest eru bréfin þó til föð- urins, Leopolds Mozarts, einnig bréf til móðurinnar, Önnu Maríu og systurinnar Maríu Önnu. Þá eru líka bréf til eiginkonunnar Kons- tönzu. Þá eru einnig glefsur úr bréfum Leopolds Mozarts þar sem hann víkur að syni sínum, og loks er kafli úr bréfi Soffíu Haib, yngri systur Konstönzu, um síðustu ævi- stundir Mozarts, ásamt umsögnum Litlar bækur hógværra manna týnast Haydns og Tsjaíkofskýs um hann. Tónverk Carls Nielsen hafa ver- ið leikin um árabil á íslandi, en trúlega eru ritverk hans minna kunn. Hann skrifaði margar grein- ar í tímarit og auk þess tvær bæk- ur. Tónlist sem lifir, sem á frum- málinu heitir Levende Musik, kom fyrst út árið 1925 þegar Carl Niels- en var sextugur. Hún er safn rit- gerða þar sem hann gerir grein fyrir viðhorfum sínum til tónlistar- innar og einnig til einstöku tónlist- armanna og tónverka. Wolfgang Amadeus Mozart var hans eftirlæt- __ istónskáld og hann skrifaði um hann m.a. langa ritgerð árið 1906. í Tónlist sem lifir fjallar. hann einnig um þjóðlega tónlist, um takmarkanir eða tormerki tónrænnar tjáningar, fegurðar og ljótleika og margt fleira. Carl Nielsen ritaði reyndar líka bók um bernsku sína á Fjóni, Min fynske barndom. Þar rekur hann helstu atriði fátækrar, en langt frá því gleðisnauðrar æsku sinnar og minnist þess fólks sem hafði afger- andi áhrif á þroska hans. Danir gerðu fyrir nokkrum árum gullfal- lega kvikmynd eftir Min fynske barndom. Góður fengur væri að því að fá einnig þá bók á íslensku. Þær þijár bækur sem hér getur um hefur Árni Kristjánsson þýtt af einstakri alúð og smekkvísi. Ást hans á viðfangsefninu er auðfund- in og hann ritar sjálfur einhvern hógværasta og tilgerðarlausasta stíl sem um getur. Hann ritar auk þess fróðlega formála að tveimur fyrstu bókunum og eftirmála að bók Carls Nielsen. Það er ekki auðvelt að þýða svo að ekki slæðist eitthvað með af persónulegum einkennum þýðand- ans. Árni Kristjánsson skilar verki sínu afar vel svo ólíkar þó sem þessar þijár bækur eru sem þýð- ingarverkefni. Johann Nikolaus Forkel skrifaði ævisögu Bachs á þýsku sinnar samtíðar, sem nú verkar gömul og framandi. Þau áhrif tekst Árna Kristjánssyni mjög vel að endurgera án þess að textinn verði á nokkurn hátt hnökróttur. Þýðing hans á Levende musik er einnig gerð af mikilli trú- mennsku við texta Carls Nielsen. í þýðingum sínum á bréfum Mozarts fer hann oft á tíðum hrein- lega á kostum. Og hefur það þó áreiðanlega verið enginn meðal- höfuðverkur á stundum að íslenska _________ þessi bréf. Wolfgang Amadeus Mozart átti það til að láta hreinlega illa í bréfum sínum, bregða á allskonar orð- asprell, rím og rímbull og hvers konar mállegar uppákom- ur. Hann skrifar Hieronymus Colloredo erkibiskupi í Salzburg af ekki svo lítilli lotningu: „Yðar hágöfgi, náðugi og mikilsvirti herra fursti Hins heilaga róm- verska ríkis! Náðugur landsdrott- inn vor og herra Herra!“ (bls. 21). En það kom annað hljóð í strokk- inn þegar hann skrifaði föður sín- um um erkibiskupinn: „... og ég hef leikið tvisvar á slíkum tónleik- um og að þeim loknum „Tilbrigði“ í heila klukkustund (um stef sem erkibiskupinn ákvað sjálfur) og við svo góðar undirtektir að erkibis- kupinn hefði getað glaðst yfir því, ef hann hefði haft einhverja agna- rögn af manneskjulegri kennd í bijósti sér.“ (Bls. 97). Þá hefur ekki alltaf verið auð- velt að þýða bréf hans til fræn- kunnar Maríu Önnu Theklu Mozart í Augsburg, sem eru skrifuð af miklum galsa og fjöri. Það er næg ástæða fyrir unn- endur fagurra tóna að lesa bæk- urnar þijár sem út eru komnar í þessari ritröð og vonandi verður um framhald að ræða, og þó svo að Elli kerling sé mörgum harður húsbóndi, þá sjást þess engin merki að hún stýri penna Árna Kristjáns- sonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.