Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 C 7 Fjölskyldu- tónleikar SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafar- vogs heldur upp á þriggja ára afmæli sitt með fjölskyldutónleik- um í Ráðhúsi Reykjavíkur á pálmasunnudag kl. 16. Báðar deildir sveitarinnar, yngri og eldri, koma fram og leika tónlist. Hljóðfæraskipunin er hefðbundin að hætti brassbanda. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Mussorgsky, Handel, Svavar Benediktsson, Andrew Webber, John Lennon og marga fleiri. Hljómsveitin hefur starfað af miklum krafti í vetur og leikið víða, nú síðast á Akranesi um síð- ustu helgi. Sljórnandi er Jón E. Hjaltason og er öllum heimill ókeypis að- gangur. SKOLAHLJOMSVEIT Grafarvogs. Mynda- safn SÍS ÁRIÐ 1994 var Þjóðminjasafni íslands afhent til varðveislu myndasafn Sambands íslenskra samvinnufélaga. Myndasafnið er allstórt að vöxtum og hefur að geyma mjög fjölbreytt myndaefni. Ljósmyndirnar sýna starfsemi Sambandsins og kaupfélaganna um land allt; verslanir, frystihús, verkstæði, býli og þorp, og fólk að störfum. Einnig eru í safninu myndir tengdar útgáfu á vegum Sambandsins, s.s. Norðra, Hlyns og Samvinnunnar. Kjarni myndasafnsins kom óskráður til Þjóðminjasafnsins. Smá brot úr myndasafninu er nú til sýnis í Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Þjóðminjasafnið er opið laugardaga, sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 12-17. EIN myndanna á sýningunni. dóttir leysti nöfnu sína Stephensen af hólmi, í hlutverki ráðskonunnar dularfullu, er sú síðarnefnda hvarf tímabundið til annarra leikstarfa en í framtíðinni munu þær stöllur skiptast á að túlka ráðskonuna. I „Kennslustundinni" er slegið á marga og ólíka strengi og þar hljóma ýmis ólík tilbrigði gaman- leiks og harmleiks í takt við hljóm- fall það sem kennt hefur verið við „fáránleikastefnu" leikhússins, en Ionesco er einn helsti fulltrúi þeirr- ar stefnu, segir í kynningu. Gyðjur og grindur MYNPLIST G a 11 c r í S æ v a r s Karls/Gallerí Úmbra BLÖNDUÐ TÆKNI Kristín Amgrímsdóttir/Anna Snædís Sigmarsdóttir. Gallerí Sævars Karls: Opið virka daga á verslunartíma til 10. apríl. Gallerí Úmbra: Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 3. apríl. Aðgangur ókeypis. LITLU sýningarstaðirnir í ná- grenni Bakarabrekkunnar eru að verða einn sterkasti þáttur mynd- listarlífsins í höfuðborginni. Nú eru starfandi átta slíkir á litlu svæði frá Hverfisgötu að Bókhlöðustíg, og með nýju galleríi við Hafnar- stræti eykst enn við þetta miðlæga mynstur. Lifandi list er einn helsti styrkur líflegs miðbæjar, og bjóða þessir staðir nú þegar upp á ákveð- ið mótvægi við stærri sýningarstaði og söfn lengra frá þessu svæði. Á sama tíma er ljóst að stærð sýninga og vægi er ekki alltaf með þeim hætti, að þær verðskuldi mikla og sjálfstæða umfjöllun. í því er um margt þægilegra að líta til fleiri en einnar sýningar á sama tíma, enda skoða flestir sýningarn- ar með þeim hætti, þ.e. ganga á milli staða til að bera saman það sem þeir hafa fram að færa. Kristín Arngrímsdóttir Kristín hefur helst markað sér braut með teikningum af konum, þar sem mjúkar útlínur sem eru ýmist unnar með bambuspenna eða pensli skapa munúðarfullar ímyndir draumheima og átakalausrar feg- urðar. Hún hélt einkasýningu á sama stað fyrir tæpum fimm árum þar sem slík verk voru uppistaða sýningarinnar, og hefur frá þeim tíma haldið áfram á sömu braut. Hér gengur Kristín út frá svip- aðri myndsýn, og gefur í sýningar- skrá eftirfarandi grunn: Þrír norrænir ANNA Snædís Sigmarsdóttir „Ég loka augunum og hugsa mér stað þar sem ekkert hljóð heyr- ist nema kvak í lóu, spóa og garg í kríu. Ég opna augun og sé þar hafa vaxið fíflar og sóleyjar." I myndunum á veggjunum er liggjandi kona umkringd þessu litfagra illgresi, og fuglarnir hæn- ast óhræddir að henni, líkt og gyðju náttúrunnar. Við nánari skoðun kemur í ljós að fínleg blómin sem og fuglarnir eru vatnslitaðar klippi- myndir, sem eru límdar inn í flet- ina; þannig verður umhverfi gyðj- unnar í hveiju verki afar draum- kennt, og mýkt teikningarinnar fær meira gildi en ella. Gylltir rammar auka enn á birtu verkanna og minna auk þess á páska, sem eru á næsta leiti; þeirri áminningu er raunar fylgt eftir með skreyttu eggi, sem tileinkað er lóunni. Þessi fallega sýning er í góðu samræmi við það sem Kristín hefur áður sýnt. Ýmsum kann að þykja skoi'ta á kraftinn, en hér er ekki gengið út frá átökum, heldur un- aði; samræmi fremur en andstöðu. Anna Snædís Sigmarsdóttir Grafík er ef til vill það sem gest- um dettur síst í hug þegar þeir koma inn í Gallerí Úmbru og sjá myndir Önnu Snæ- dísar, en þaðan er engu að síður und- irstaða verkanna komin. Sú vitneskja er góð áminning um með hversu fjöl- breyttum hætti er hægt að virkja hina ýmsu miðla mynd- listarinnar, en það er síðan hinn mynd- ræni árangur, sem skiptir mestu. Ánna Snædís út- skrifaðist frá graf- íkdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1994, en hún dvaldi einnig um tíma við aka- demíuna í Helsinki. Hún sýndi verk sín á Selfossi á síðasta ári, en þetta er fyrsta einkasýning hennar í höf- uðborginni. Hún sýnir hér alls fimmtán verk, en myndirnar eru unnar með silki- þrykki á striga, sem síðan er höndl- aður frekar, t.d. skafinn niður og í sumum tilvikum er þrykkið yfir- lagt svörtum línum. Litfletirnir eru fremur daufir, en virka vel í sumum minni verkanna, t.d. „Brúnt borð“ (nr. 15), en síður í öðrum. Þau verk eru hins vegar tærust, þar sem svört línunet grindin á lit- unum undir, og úr verður línuspil, sem um sumt minnir á „loftteikn- ingar“ Jackson Pollocks, þó hér sé um að ræða öllu einfaldari bygg- ingu. Myndin „Legoland" (nr. 6) er gott dæmi um þetta, þar sem lausriðið net leggst yfir flötinn og móýar hann. I heild ber þessi sýning með sér að fjalla fremur um tæknilega möguleika myndmiðilsins en mynd- málið sjálft; Anna Snædís er þann- ig að kanna kostina, en á eftir að þróa viðfangsefnin frekar. Eiríkur Þorláksson kórar með opið hús í Lang- holtskirkju UNGLINGADEILD Leikfélags Kópavogs Kakófónía í Kópavogi UNGLINGADEILD Leikfélags Kópavogs frumsýnir á sunnudags- kvöld leikrit sem unglingarnir hafa unnið í „spuna“. Verkið kalla þau „Kakófóníu" og er það byggt mjög lauslega á sögunni um Rómeó og Júlíu, sem flestir þekkja úr sam- nefndu Shakespeare-leikriti. Þet.ta er ekki í fyrsta sinn sem unglingadeildin tekst á við klassík. Fyrir tveimur árum færði hún á svið eigin útgáfu af Pilti og stúlku og síðastliðið haust var Silfur- túnglið eftir Halldór Laxness aðal- viðfangsefni hópsins. „í „Kakófóníu" segir frá tveimur stúlknaklíkum sem takast á um hvað sem verða vill og eru tilbúnar að ganga býsna langt í þeim átök- um. Á það eftir að hafa ófyrirséð- ar afleiðingar," segir í kynningu. Sýnt er í nýju leikhúsi í Auð- brekku 2, þar sem Krossinn hafði áður starfsemi sína. Kostuleg kennslustund EINÞÁTTUNGURINN „Kennslu- stundin" eftir Eugéne Ionesco hef- ur nú verið sýndur um fjögurra mánaða skeið í Kaffileikhúsinu. Uppfærslan hefur vakið mikla athygli. Lof hefur verið borið á leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur og ekki síður á túlkun leikaranna, þeirra Gísla Rúnars, sem leikur prófessorinn, Steinunnar Ólínu í hlutverki nemendans og Guðrúnar Þ. Stephensen, sem ráðskona. Sú breyting varð nýlega á hlut- verkaskipan að Guðrún Ásmunds- ÞRÍR kórar verða með opið hús í Langholtskirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Þetta eru Herlevs pigekor sem stjómað er af Helge Christensen frá Danmörku og hér er í vinabæj- arheimsókn til Seltjarnamess, fær- eyski kórinn Aurora Borealis frá Þórshöfn en það er kammerkór skipaður ungu fólki undir stjóm Ólafs Jökladal. Einnig syngur Gradualekór Langholtskirkju undir stjorn Jóns Stefánssonar. Þetta mót er hugsað fyrst og fremst til að skapa vinatengsl milli þessara ungu söngvara en öllum er fijáls ókeypis aðgangur. Sólarmegin í Hveragerði SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í Hvera- gerðiskirkju þriðjudaginn 2. apríl kU 20.30. Á efnisskrá eru innlend og er- lend lög, meðal annars íslensk þjóð- lög, dúettar og kvartettar. Sönghópurinn hefur sungið sam- an í sex ár og komið víða fram bæði innanlands og utan. Söng- stjóri hópsins er Guðmundur Jó- hannsson t>g undirleikari Anna Snæbjömsdóttir. Sýningu Sig- ríðar í Listhúsi 39 að ljúka SÝNINGU Sigríðar Erlu í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, lýkur á mánudag. Sýningin heitir „Ilát“ en þar sýnir Sigríður Erla ýmis ílát úr leir. Sýningin er opin frá kl. 10-18 virka daga, frá 12-18 laugardag og 14-18 sunnudag. FJÖRUTÍU radda mótetta, leyndardómur Sixtínsku kap- ellunnar og Óttusöngvar á vori verða flutt á aukatón- leikum Mótettukórs Hall- grímskirkju að kvöldi pálma- sunnudags, 31. mars nk., klukkan 20.30. Verk þessi voru flutt á tónleikum sl. sunnudagskvöld en húsfyllir var í Hallgrímskirkju og við- tökur afar góðar. Það er Mótettukórnum kærkomið að flytja aftur þessi verk, en tónleikarnir eru líka endur- teknir til að veita þeim sem misstu af tónleikunum tæki- færi til að hlýða á þessa tón- list. Kórverkið Spem in alium eftir enska tónskáldið Thom- as Tallis frá 16. öld er skrif- að fyrir 40 söngraddir, sem skiptast í átta fimmradda kóra, en þeim er dreift um kirkjuna þannig að tónlistin berst að áheyr- endum úr öllum áttum. Ekki er vitað til að þetta verk hafi verið flutt áður hér á landi. Mótettan Miserere eftir ítalska tónskáldið Gregorio Allegri frá byij- un 17. aldar er sögufrægur helgi- söngur, sem saminn var fyrir Sixt- ínsku kapelluna í Róm og eingöngu ætlaður til flutnings þar. Óttusöngvar Jóns Nordals Þriðja verkið á tónleikum Mótettu-" kórsins er verkið Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal, sem Mót- ettukórinn flutti i nóvember 1993 við mjög góðar undir- tektir. Það var skrifað fyrir Sumartónleika í Skálholti og byggist á völdum messutext- um og Sólhjartarljóðp eftir Matthías Johannessen. í þess- ari viku var verkið hljóðritað til útgáfu hjá íslenskri tón- verkamiðstöð í tilefni 70 ára afmælis tónskáldsins. Með kómum syngja einsöngvar- amir Þóra Einarsdóttir sópr- an og Sverrir Guðjónsson kontratenór og hljóðfæraleik- arar eru Inga Rós Ingólfs- dóttir á selló, Eggert Pálsson á slagverk og Douglas A. Brotchie leikur á orgel. Hörður Áskelsson stjórnar tónleikunum. Það er fleira framundan hjá Mótettukórnum. í byijun maí mun kórinn taka þátt í alþjóð- legri kórakeppni í Cork á írlandi, þar sem 13 kórar keppa, en yfir 90 kórar munu hittast á kóramóti sem keppnin er angi af. Þá mun kórinn frumflytja nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson á Listahátíð í Reykja- vík 2. júní og I lok september stefnir kórinn á að flytja Óttusöngva á vori á norrænni kirkjulistahátíð í Gauta- borg í Svíþjóð. Forsala miða á aukatónleikana fer fram í Hallgrímskirkju. Miðaverð er 1.000 kr. Jón Nordal Hörður Áskelsson Tónleikar Mótettukórsins endurteknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.