Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1996, Blaðsíða 1
JltagmiiMbiMfr Farið að fyrirmælum listamanna/3 Maðurinn sem þú hatar að elska/4 Mikilvægt starf í tónuppeldi Islensdinga/8 MENNING LISTIR BLAÆ\J{ PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 Leikfélag Akureyrar frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Nanna systir er óbeislað raunsæisverk NANNA systir heitir nýtt íslenskt leikrit sem þeir Einar Kárason og Kjart- an Ragnarsson sömdu sérstaklega fyrir Leikfélag Akur- eyrar en það verður frumsýnt í Sam- komuhúsinu í kvöld. Þetta er óbeislað raunsæisverk, eins og höfundarnir kjósa að kalla það, en gerist í sjávar- plássi úti á landsbyggðinni þar sem heimamenn eru að æfa nútímalega uppfærslu á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar. „Það er alltaf gaman að end- urnýja kynnin við þetta hús," sagði Andrés Sigurvinsson leikstjóri en hann hefur áður leikstýrt hjá Leikfé- lagi Akureyrar og var þar fastráðinn leikari í eitt ár. Leikdeild Ungmennafélagsins í þorpinu er stórhuga og fær til liðs við sig þekktan leikstjóra að sunnan. Hann hefur tilvitnanir í heimsbók- menntir og höfuðskáldin á hreinu en einhvern veginn hafa mál hans þró- ast í þá átt að staðirnir sem hann er fenginn til að vinna á verða sí- fellt minni og minni og samkomuhús- in tíkarlegri. Það er Fjalla-Eyvindur sem setja á upp í þessu tiltekna sjáv- arplássi og uppfærslan harla óvenju- leg, búið að færa verkið í nýtískubún- ing. Óvenjuleg tengsl milli aðalper- sóna verksins í leikriti þeirra Einars og Kjartans gera það að verkum að upp koma margslungnar spaugilegar fléttur, en þó ekki án alvarlegs und- irtóns. Félagsheimilið vettvangur óvæntra atburða Systurnar Nanna og Hallgerður hafa erft útgerðina og frystihúsið eftir útgerðarmanninn föður sinn. Nanna býr í höfuðborginni en Hall- gerður stjórnar útgerðinni, er auk þess prestsfrú og aðalsprautan í Leik- deild Ungmennafélagsins í plássinu. Til stendur að fá kornunga eiginkonu skólastjórans, Fanndísi, til að fara með hlutverk Höllu í leikritinu og er Gerða allt annað en ánægð með val- ið. Ofan á þá óánægju bætist að eigin- maður hennar, séra Jens Skúli, er ekki við eina fjölina felldur þannig að hún grípur til þess ráðs að senda honum eigur sínar í tveimur ferða- töskum. Prestur hyggst því fá að leggja sig yfír nótt í samkomuhúsinu þar sem Eiríkur leikstjóri er að stilla saman strengi Eyvindar og Höllu. í kjölfar þess tekur við atburðarás sem engan gat órað fyrir. Það leggja margir leið sína í félagsheimilið þessa nótt og smám saman kemur í ljós hvern mann fólkið hefur að geyma. Getum hlegið að okkur sjálfum „Þetta leikrit fjallar um líf og til- veru fólks í þorpi úti á landi og þarna koma skyndilega upp aðstæður sem oft verða þegar við Islendingar ætl- um að fara að gera okkur glaðan dag eftir erfiða vinnuviku, létta okk- ur upp og fá okkur í glas eftir vinnu á föstudegi. Þarna birtast alveg NANNA systir er óbeislað raunsæisverk, eins oghöfundarnir, Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson, kjósa að kallaþað. Morgunblaðið/Páll Pálsson óvænt tvær kvenverur og þá fyrst fara hlutirnir að leysast úr læðingi, sem betur hefði mátt kyrrt liggja," sagði Andrés um leikritið Nönnu systur. „Við getum séð okkur sjálf við þessar aðstæður og hlegið að okkur. Ég held að fólk hafi einmitt mjög gaman af því að fá tækifæri til að sjá sinn samtíma í leikriti. Það er löngu tímabært að kíkja aðeins á raunveruleikann eins og hann er á okkar tíma. Svo má auðvitað segja að öll þessi prestamál og leikhús- stjóramál sem hafa dunið yfir síðustu vikur og daga falli vel að samtíman- um í verkinu því það kemur einmitt inn á slík mál og á þeim tekið." Við- tökur gesta á forsýningu á verkinu sem var á Alþjóðaleikhúsdaginn á miðvikudagskvöld voru einkar góðar. „Miðað við þessar viðtökur þurfum við ekki að kvíða," sagði Andrés. Með hlutverk systranna, Nönnu og Hallgerðar fara þær Sunna Borg og Rósa Guðný Þórsdóttir. Skúli Gautason er sóknarpresturinn séra Jens Skúli, Aðalsteinn Bergdal leikur Eirík leikstjóra, Valdimar Órn Flyg- enring er Þormar skólastjóri og Drífa Arnþórsdóttir Fanndís eiginkona hans. Harpa Arnardóttir leikur Danúdu, pólska eiginkonu Odds sjó- manns og þann sem túlka á Fjalla- Eyvind í uppfærslu leikfélagsins, en hann leikur Guðmundur Haraldsson. Guðbjörg Thoroddsen leikur Álfdísi, konu sem óvænt kemur úr Reykjavík undir því yfirskyni að selja þorpsbú- um tölvur og Sigurður Hallmarsson kemur fram í hlutverki leigubílstjóra. Þær Harpa og Drífa eru báðar að leika í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Akureyrar. Úlfur Karlsson gerir leikmyndina, en þeir Andrés unnu saman að sýn- ingu Þjóðleikhússins á „Kirkjugarðs- klúbbnum," sem frumsýnd var í jan- úar síðastliðnum. Ingvar Björnsson hannar lýsingu. Hróðmar Ingi Sigur- björnsson aðstoðaði við tónlist og Ingvi Vaclav Alfreðsson æfði pólska söngva og veitti tilsögn við framburð Danúdu. Fjórar sýningar um páskana Frumsýning verður sem fyrr segir í kvöld, en verkið verður einnig sýnt fjórum sinnum um páskana, miðviku- dagskvöldið 3. apríl, að kvöldi skír- dags, miðnætursýning verður að kvöldi föstudagsins langa og loks verður sýning laugardagskvöldið fyr- ir páska. Nanna systir verður síðan á fjölum Samkomuhússins á föstu- dags- og laugardagskvöldum fram eftir vori. PAUL Bowles er þekktur fyrir ritverk sín, en nú er tónlist hans farin að vekja athygli. Endurvakning PaulsBowles LENGI vel var útlit fyrir að rithöfundarins Pauls Bowles yrði aðeins minnst vegna einnar bókar, „The Sheltering Sky" frá 1949, og störf hans yrðu lítið meira en neðanmálsgrein í bókmenntum þessarar aldar. Vegur Bowles, sem var Bandaríkjamaður, en flutt- ist til Marokkó á fimmta áratugnum, hef ur hins veg- ar farið vaxandi frá því að Bernardo Bertolucci gerði kvikmynd eftir „The Sheltering Sky" 1988. Skyndilega eru allar hans skáldsögur og smásögur fáanlegar á ný. Gefið hefur verið út voldugt bindi með bréfum hans og hvorki meira né minna en fjór- ir ævisöguritarar hafa brotið líf hans til mergjar. ígleymsku íhálfa öld Bowles var einnig tónskáld, en lítið hefur farið fyrir tónsmíðum hans og í hálfa öld lágu þær í gleymsku. I haust hélt Eos-sveitin hins vegar Bowles- hátíð í New York og verður afraksturinn brátt gef- inn út af fyrirtækinu BMG. Einnig hafa verið gefnir út tveir nýir geisladiskar, sem hafa hlotið lof. Á „Paul Bowles: A Musical Portrait" og „Paul Bowles: Migrations" má hlýða á kammer- og söngtónlist Bowles. Bowles átti til að hneyksla í skrifum sínum. Tilefn- islausu ofbeldi og að því er virðist siðlausum verkn- aði er lýst af kaldri hlutlægni. Tónlist er andstæða skrifanna. Henni er ætlað að heilla. Bowles fyrirleit þýska rómantík, en hafði gaman af franskri tónlist. Hann leitar í bandarískan jazz og blús og þjóðlaga- tónlist frá Rómönsku Ameríku og Norður-Afríku. Bowles er lítið gefinn fyrir að brúa þætti með hef ð- bundnum hætti eða þróa stef og byggja upp. Form- in eru látin takast á og hefur útkomunni verið lýst sem „tónlistarlegum súrrealisma". Falsarinn hrífur Dani FALSARINN, heimildaskáldsaga Björns Th. Björnssonar um Thorvald Skógalín (Schovelin) og afkomendur hans er nýkomin út hjá forlaginu Samleren i danskri þýðingu Keld Gall Jorgensen. Danskur titill er Falskmonteren. Bókinni hefur verið vel tekið í Danmörku. Vilhelm Topsee skrifar í Weekendavisen að íslenskar skáld- sögur taki oft dönskum fram. í þeim sé hærri himinn, meiri arfleifð og tæknin sé fullkomnari. Örlagatrú skáldleg að inntaki sé uppistaða þeirra og valdi því að mannleg örlög í sögunum verði að bókmenntum. Eftir ítarlega umfjöllun um Falsar- ann segir Topsee: „Allt 5 þessari bók er mikilvægt, hið sálfræðilega jafnt og hið sögulega, efnismeðferð sem stíll. Bókin er samkvæm hinni góðu íslensku hefð um prósa á heimsmæli- kvarða." Dýrleg skáldsaga Jakob Levinsen sem skrifar um Falsarann í Berlingske Tidende velt- ir fyrir sér umhverfi bókarinnar sem er einkum Danmörk og Chile á nítj- ándu öld og hvernig þessar andstæð- ur og það sem er líka svipað með þeim kemur líka fram í stílnum sem byggir í senn á íslenskum töfrum og töfrum Rómönsku-Ameríku. Að mati gagnrýnandans er hér um „dýiiega skáldsögu" að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.