Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Plastprent hf. á leið á almennan hlutabréfamarkað Plastprent hf. þróun nokkurra rekstrarstærða árið 1992-1995 -4U .......................í 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 miiij.kr. Rekstrartekjur miiij.kr. Veltufé frá rekstri 1.000 800 600 400 200 0 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 Bætt starfsskilyrði langmikilvægust voru vaxtarmöguleikar fyrirtækis- ins kortlagðir til aldamóta. Þar er í fyrsta lagi gert ráð fyrir auknum útflutningi. „Við höfum gert ákveðnar markaðskannanir erlendis sl. tvö ár og fundið ákveðna mögu- leika til að fara inn á erlenda mark- aði,“ segir Eysteinn. „Með það að leiðarljósi höfum við ákveðið að hefja útflutning og stofnuðum sér- staka útflutningsdeild þann 1. jan- úar sl. Við ákváðum að bytja á Bretlandsmarkaði og höfum þegar hafíð útflutning sem hefur farið vel af stað. Þangað höfum við selt lit- prentaðar umbúðir og njótum þar góðs af því áliti sem íslenskur sjáv- arútvegur nýtur. Styrkleiki okkar felst í því að geta afgreitt lítið magn af hágæðaumbúðum á stutt- um tíma. Þetta erum við að gera alla daga á íslenska markaðnum. Við stefnum að því að 10% af veltu fyrirtækisins komi af útflutningi um aldamótin.“ — En er ekki erfítt að keppa við erlend stórfyrirtæki á sviði plastum- búða? „Stóru verksmiðjurnar vinna umbúðir fyrir t.d. Marks & Spenc- er, Findus og McCain þar sem við eigum ekki nokkra möguleika á að keppa. Þegar í hlut eiga minni aðil- ar sem þurfa skjótan afgreiðslutíma og há gæði er verðið kannski ekki aðalatriðið. Ennfremur eru sam- göngur milli íslands og Humber- svæðisins mjög góðar því þangað er siglt tvisvar í viku.“ Ný 8 lita prentvél Eftir mörg erfíð ár fyrir 1990 hefur rekstur Plastprents nú tekið miklum stakkaskiptum. Hagnaður sl. árs nam um 119 milljónum og eigið fé var 240 milljónir í lok sl. árs. Kristinn Bríem ræddi við Eystein Helgason um þennan óvenjugóða árangur. ÞAÐ blés ekki byrlega fyrir Plastprenti hf. á árunum fyrir 1990. Fyrirtækið var þá að glíma við fjárfestingu í 6.200 fermetra nýbyggingu á Fosshálsi sem ráðist var í á árinu 1986 á sama tíma og ytri skilyrði voru al- mennt mjög óhagstæð. Mikil verð- bólga, óhagstæð gengisþróun og þensla á vinnumarkaði lék rekstur- inn grátt á þessum tíma. Um 26 milljóna tap var á fyrirtækinu árið 1992. Eigið fé hafði í árslok 1992 lækkað í 27 milljónir og eiginfjár- hlutfal! í 3% þannig að innra virði hlutabréfanna var einungis 0,28. Frá þeim tíma hefur leiðin hins vegar legið upp á við og allt önnur og betri staða blasir við í ársreikn- ingi fyrir árið 1995, en upplýsingar þar að lútandi birtast hér oþinber- lega í fyrsta sinn. Hagnaður Plast- prents varð á sl. ári alls um 119 milljónir samanborið við 74 milljón- ir árið áður sem hlýtur að teljast framúrskarandi árangur. Hefur veltan aukist um nær 50% frá árinu 1992 eða í 938 milljónir. Eigið fé nam um 240 milljónum um síðustu áramót og hafði meira en tvöfald- ast frá árinu á undan. Plastprent hefur allt frá upphafi sérhæft sig í framleiðslu hvers kyns plastumbúða fyrir ýmsar atvinnu- greinar. Líklega þekkir almenning- ur burðarpoka verslana best af framleiðsluvörunum, en þeir eru þó einungis 10% af framleiðslunni. Fyrirtækið var um áratuga skeið í eigpi fjölskyldu Hauks Eggertsson- ar, en á árinu 1978 bættust Skelj- ungur og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna í hluthafahópinn og síðan Sjóvá-Almennar árið 1992. Fjölskyldan á nú um 48% hlutafjár en Sölumiðstöðin tæp 35%, Skeljungur 12% og Sjóvá- ........ Almennar tæplega 6%. Ætlunin er að stíga skrefíð til fulls nú í apríl og selja hlutafé á almennum markaði. Markmiðið er að fjölga hluthöfum í um 200 á árinu til að uppfylla skilyrði Verð- bréfaþings um skráningu. Upplýs- Skjótur af- greiðslutími og mikil gæði ingar um gengi og fjárhæð útboðs- ins eru enn sem komið er trúnaðar- mál. Byggt á markvissri stefnumótun frá 1991 Eysteinn Helgason tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá Plastprenti árið 1989 .en hann hafði áður gegnt framkvæmdastjórastarfí hjá Ice- land Seafood Corporation í Banda- ríkjum og Samvinnuferðum-Lands- sýn. „Allt okkar starf frá árinu 1989 byggir á markvissri stefnumótun sem tók formlega gildi árið 1991,“ segir Eysteinn þegar hann var beð- inn að lýsa því uppbyggingarstarfi sem fram hefur farið innan fyrir- tækisins. „Þar var ákveðið að nota fyrri hluta áratugarins til að ná betri tökum á rekstrinum og byggja á þeirri fjárfestingu sem var fyrir hendi. Liður í þeirri áætlun var að fyrirtækið yrði fært um að fara á hlutabréfamarkað ef eigendumir kysu svo. Við höfum fyrst og fremst verið að greiða niður skuldir á þessu tímabili en fjárfest mjög takmarkað í húsnæði og vélum. Árið 1992 var reyndar fjárfest í vélum og birgðum plastverksmiðjunnar Hverfiprents í Kópavogi og á síðasta ári keyptum við helming hlutafjár í Ako-plasti á Akureyri. Þessar fjárfestingar hafa styrkt meginstarfsemi okkar. Samhliða þessu höfum við end- urfjármagnað fyrirtækið og breytt samsetningu skuldanna. Hlutfall erlendra skulda var 62% fyrir rúm- um þremur árum en er núna ein- _________ ungis 9%. Tekjur eru að veralegu leyti í innlendri mynt en skuldirnar voru áður í öfugu hlutfalli. Þá hafa vaxtakjör lækkað ...... um 2,4 prósentustig frá árinu 1993 sem má rekja til bætts rekstrar, hærri kjörvaxtaflokkunar og endurfjármögnunar á lánum, auk almennra vaxtalækkana. Gæðamál tekin föstum tökum Einn liður í stefnumótun okkar EYSTEINN Helgason, framkvæmdastjóri Plastprents. var að taka gæðamálin fastari tök- um. Gæðakerfi fyrirtækisins var hannað í samræmi við ISO-9000- staðalinn. I kjölfarið skapaðist meiri agi í allri starfseminni og gæðin eru orðin jafnari. Við höfum getað unnið mun skipulegar að úrbótum, og mætt kröfum viðskiptavina okk- ar um vottað gæðakerfí. Jafnframt er þetta lykilatriði í áformum okkar um útflutning. Þetta kerfi er orðið jafneðlilegt og bókhaldskerfí í hug- um okkar starfsmanna. Lykillinn að velgengninni hefur hins vegar fyrst og fremst falist í hagstæðum ytri skilyrðum fyrir iðn- að síðustu árin. Fyrirtæki eins og Plastprent þarf að búa við stöðug- leika til að eiga möguleika í sam- keppninni. Starfsskilyrðin hafa smátt og smátt batnað og færst nær því sem þekkist í nágranna- löndunum. Þetta hefur gjörbreytt öllum aðstæðum og verið ________ langmikilvægasti þáttur- inn í þeim árangri sem hér hefur náðst. Síðast en ekki síst ber að þakka starfsmönnum þennan árangur því þeir hafa tekið mjög virkan þátt í útfærslu stefnu- mörkunar." Útflutningnr að fara í gang Stefnumótun Plastprents var endurskoðuð sumarið 1994 og þá prents er aukin áhersla á prentverk- efni sem fela í sér mikinn virðis- auka. „Það þýðir ekki fyrir okkur að flytja inn plastkorn og breyta þeim í plastfilmu eingöngu til að selja. Virðisaukinn felst í prentun, filmugerð, hönnun, ráðgjöf o.fl. Notkun íslenskra fyrirtækja á smásöluumbúðum úr plasti hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum, sérstaklega í sjávarútvegi. Þrátt fyrir minnkandi kvóta hefur verðmæti í framleiðslu okkar fýrir sjávarútveginn stóraukist. í sam- ræmi við það höfum við fjárfest í nýrri prentvél. Núna erum við með fullkomnustu prentvél landsins fyrir plast. Síðar á þessu ári fáum við nýja tölvustýrða prentvél og getum þá veitt mun betri þjónustu en áð- ur. Allar stillingar verða geymdar í tölvu þannig að stillitími mun styttast verulega." í þriðja lagi sjáum við möguleika á að auka hlutdeildina verulega í endursöluvörum til okkar viðskipta- vina og höfum endurskipulagt sölu- deildina með tilliti til þessa.“ Fjárfest fyrir 131 milljón í ár Plastprent hefur fleiri áform um fjárfestingar en kaup á nýrri prent- vél því fyrirhugað er að ráðast í verulegar endurbætur á sex lita prentvélinni, kaup á nýrri pokavél og endurnýjun á upplýsingakerfí á árinu. Nema þessar fjárfestingar samtals um 131 milljón. Á næsta ári er síðan ráðgert að fjárfesta fyrir 50 milljónir og vega þar þyngst kaup á nýjum plastblásara. Samkvæmt rekstraráætlun fyrir árið 1996 er gert ráð fyrir 72 millj- óna hagnaði og um 950 milljóna veltu. Áætlanir fyrir næstu tvö ár gera ráð fyrir svipaðri afkomu og að veltan fari þá yfir einn milljarð króna. Jafnframt verða þá bréf i félaginu farin að ganga kaupum og sölum á hlutabréfamarkaði og afkoma þess verður ekkert einka- mál fárra hluthafa. Eysteinn segir breytingu Plast- prents frá því að vera lokað hlutafé- lag í það að vera opið almennings- hlutafélag vissulega vera mikil viðbrigði. „Það er mjög ánægjulegt að fyr- irtækið skuli nú vera hæft til að fara á opinn —.....■— markað og að fjölskylda Hauks Eggertssonar og hluthafar allir skyldu hafa tekið þessa ákvörðun. Stofnandi félagsins sér frumkvöðlastarf sitt bera ávöxt nú þegar fyrirtækið stígur þetta skref í átt til þess að verða almenn- ingshlutafélag á markaði.“ Ársveltan fer yfir milljarð á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.