Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Keisarans hallir skína /f, •ý'.y^ vv* 'S ■ ; ^ ^................’ ^ 4 ".M£Áf~*fözk 4 "*1 ■.'Sréri"v J!Á3! % i. . Ar -. ■ - í ,? <y ÞETTA málverk af Yung-lo keisara frá 15. öld verður á sýning- unni. Það þykir bera tíbeskum og íslömskum áhrifum vitni. Umdeild yfirlitssýn- ing haldin á kín- verskum listmunum í Bandaríkjunum SÝNING á listmunum, sem spanna sögu kínverska heimsveldisins og var opn- uð í Metropolitan-lista- safninu í New York 19. mars, hefur valdið ámóta írafári á Tævan und- anfarið og heræfingar Kínveija og forsetakosningarnar. Efnt var til víðtækra mótmæla á Tævan til að koma í veg fyrir að leyft yrði að senda verkin úr landi. Lítill en hávær hópur listamanna og hugsuða kom saman og hélt því fram að stjórnvöld á Tævan væru að stefna ómetanlegri menningar- arfleifð í hættu til þess eins að afla velvildar Bandaríkjamanna. Sumir gengu svo langt að halda því fram að listmunirnir yrðu teknir ráns- hendi og aldrei skilað aftur. Stjómvöldum á Tævan var mjög í mun að þessi sýning yrði sett upp í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að vekja athygli á málstað Tævans og baráttu fyrir viðurkenningu í trássi við vilja yfirvalda á megin- landi Kína, sem líta á eyjuna sem uppreisnarhérað. Sýningin einskorðast hins vegar ekki við sögu Tævans, heldur nær til allrar sögu Kína. Ástæðan fyrir því að á Tævan er til sýnu betra safn kínverskra listmuna en í Kína er sú að Chiang Kai-shek hafði á brott með sér hreinan ijársjóð, sem í er að finna margar perlur kín- verskrar menningararfleifðar. Nálgaðist neyðarástand Undirbúningur sýningarinnar tók fímm ár, en mótmælin hófust í byijun janúar, þegar um hálfur mánuður var í að senda átti listmun- „Ferðamenn umkringdir fjöll- um og vötnum“ þykir eitt merkilegasta málverk í sögu Kína. Ekki var leyft að flytja það frá Þjóðminjasafninu í Tæpei til Bandaríkjanna. ina úr landi. Þau náðu hámarki um miðjan mánuðinn. Annað komst ekki að í fréttum sjónvarpsstöðva og á forsíðum dagblaða. Háskóla- stúdentar fóru hamförum og ráð- herrar, þingmenn, ljóðskáld og málarar sneru bökum saman gegn Þjóðminjasafninu í Taipei. Sem dæmi um það hvað mönnum var heitt í hamsi má nefna að Andrew Solomon, blaðamanni dagblaðsins The New York Times, var gefið á hann á veitingastað í Taipei vegna þess að nokkrir gestir töldu hann útsendara Metropolitan-safnsins. Chin Hsiao-yi, stjórnandi Þjóð- minjasafnsins í Taipei, og starfs- menn Metropolitan-safnsins efndu til funda þegar stefndi í neyðar- ástand vegna mótmælanna. James Watt, einn helsti sérfræðingur Metropolitan-safnsins í asískri list, þurfti að svara spurningum í opin- berri vitnaleiðslu og voru gerð hróp að honum af pöllum. Niðurstaðan varð sú að 25 verk, sem upprunalega átti að senda til Bandaíkjanna, voru skilin eftir. Nefnd fræðimanna og safnstjóra ákvað að þessi verk væru of við- kvæm og gömul til að þola flutn- ing. Nítján muni má aðeins sýna takmarkaðan tíma í borgunum fjór- um, sem ætlað er að sýningin fari til, en þær eru Chicago, San Franc- isco og Washington, auk New York. Sérstakur missir þótti að mörgum verkanna, sérstaklega „Ferðamenn umkringdir ám og fjöllum“ eftir Fan K’uan, sem sagt er að sé jafnvel mikilvægasta málverk í kínverskri listasögu. Afskipti Kínverja Mótmælin voru ekki einskorðuð við Tævan. í Kína er bannað að flytja myndir og skrautskrift frá því fyrir Ming-tímabilið erlendis. „Svo virðist sem stjómvöld á Tævan geri sér enga rellu yfir því að stefna þjóðarfjársjóðum okkar í hættu fyr- ir takmarkaðan pólitískan ávinn- ing,“ sagði Wang Limei, aðstoðar- stjómandi utanríkismála í menning- arfornmunastofnun Kína. „Þessir munir tilheyra öllum Kínveijum og öllu mannkyni og verða að vera öllum Kínveijum tilefni til stolts hvar, sem þeir búa,“ sagði Li Xiac- ong, sagnfræðingur við Peking- háskóla. „Það má ekki nota þá sem pólitísk verkfæri." Elstu munirnir á sýningunni voru gerðir mörgum öldum fyrir Krist. Þjóðminjasafnið í Taipei geymir verk, sem keisarar Kína söfnuðu á ellefu öldum. Um 90% munanna á safninu eru geymdir í kössum, 10% eru til sýnis. Lítil áhersla er lögð á það að sýningar geti haft fræðslu- gildi. Mikilvægast er að varðveita munina vegna sögulegs mikilvægis þeirra og pólitískar forsendur lágu að baki því að margir þeirra voru gerðir. Vísbending að sýna verk að vori Safnið sjálft er ekki fallegt að innan og merkingar oft frá átjándu öld, þóttÁþeir fræðimenn, sem þar vinna, hafi komist að raun um að þær séu rangar. Það telst viðkvæmt mál ef upp kemst til dæmis að málverk, sem talið var eftir Fan K’uan, er alls ekki eftir hann. Slíkt má ekki segja opinberlega, því það myndi rýra andvirði keisarasafns- ins. Þess í stað eru gefnar vísbend- ingar. Mikilvægustu málverkin eru samkvæmt kínverskri hefð hengd upp á haustin. Ef Fan K’uan-mál- verk er sýnt að vori til er víst að stjórnendur safnsins telja að hann hafí ekki málað það. „Þetta verk er ekki dæmigert fyrir stíl lista- mannsins,“ er einnig vísbending um að annar listamaður hafi verið að verki. Alls á safnið um 600 þúsund verk, sem merkilegt má telja að enn séu til staðar. Safnið hefur mátt þola ránsferðir breskra og franskra hermanna á fyrri hluta síðustu ald- ar. Þegar Japanar réðust inn í Mansjúríu 1931 var safnið sent tii Nanking og þegar japanski herinn lagði þá borg undir sig 1937 var því dreift um Kína og falið í vöru- skemmum og hofum. Þegar heims- styijöldinni síðari lauk var verkun- um safnað á einn stað á ný og við valdatöku kommúnista undir for- ystu Maós formanns höfðu þjóðern- issinnar með Chiang Kai-shek í broddi fylkingar það með sér til Tævan. Þótt missir sé af verkunum, sem urðu eftir á Tævan, verður fátt útundan á sýningunni í Metropolit- an-safninu og víst er að þess verður langt að bíða að sýning af þessu tagi verði sett upp á nýjan leik á Vesturlöndum. Heimildir: The New York Times Magazine og Newsweek. Sýning á verkum Emils Noldes Málarínn sem las Heimskringlu VERK eftir Emil Nolde. Fyrsta sýningin í Örkinni, nýja danska listasafninu fyrir sunn- an Kaupmannahöfn, er á verk- um Emils Noldes. Sigrún Davíðsdóttir gekk um sýning- una í leit að Auðuni rauða. AÐ hefur reyndar vakið upp ýmsar spurningar að nýtt safn fyrir nú- tímalist skuli opna með sýningu á verkum þýsk-danska lista- mannsins Emils Noldes, 1867-1956. En þar sem safnið á að varpa ljósi á danska list þótti tilvalið að láta Nolde vígja safnið, því hann var af þýsk-dönskum ættum og er þekktur fyrir expressjónískar myndir, en sú stefna hefur einmitt verið áberandi í verkum ýmissa ungra danskra listamanna undanfarinn áratug. Nolde er einkum þekktur fyrir fima fal- legar blóma- og landslagsmyndir, sem oft prýða gjafakort, en hann á sér aðrar og áhugaverðari hliðar. Paul Vergo er breskur listfræðingur, sem hefur sett sýninguna upp og leggur áherslu á að sýna sem flestar hliðar listamannsins. Því er verkunum ekki raðað upp í tímaröð, eins og aðrar Noldesýn- ingar hafa verið, heldur eftir viðfangsefnum málarans. Leit á sig sem Þjóðveija Nolde hét Hansen upphaflega, en nafnið Nolde tók hann upp á fullorðinsárum eftir fæðingarbæ sínum, sem liggur við landa- mæri Þýskalands og Danmerkur. Sjálfur leit hann á sig sem Þjóðveija í menningar- legu tilliti, því hann unni þýskri menningu, bókmenntum og tónlist, en sagðist sækja fjölskyldu og vini til Danmerkur og Ada kona hans var dönsk. Svo mikil var aðdáun hans á því sem þýskt var að þegar nasistam- ir fóru að ryðja sér til rúms fannst honum að þeir hugsuðu eins og hann og var um tíma í flokknum í heimabæ sínum. En listskilningur Noldes var í raun allur annar en nasistanna. Þjóðveijar lögðu hald á meira en þúsund myndir eftir hann og á sýningu yfir úrkynjaða list í Múnchen 1937 voru myndir eftir Nolde. Það voru einkum trúarlegar myndir Noldes, sem fóru fyrir bijóstið á nasistum. Hann málaði myndir af gyðingum og fólkið í myndunum er ekki smáfrítt, heldur stórskorið og mikilúðlegt. Sýningin hefst með landslagsmyndum frá heimabyggðunum og málverkum frá heimil- inu og fjölskyldunni í Seebull, sem hann hafði miklar mætur á. En hann var einnig heillaður af stórborginni Berlín og þar dvaldist hann á veturna til að mála. Þar málaði hann dansmeyjar líkt og Toulouse- Lautrec í París, en þær eru með öðru yfir- bragði en þær frönsku. Það er erótískur undirtónn, Nolde var hrifinn af dansi, en hann er fyrst og fremst áhorfandi í nætur- lífinu, ekki þátttakandi. Biblíumyndum Noldes eru gerð skil á sýningunni, en hann hafði einnig mætur á goðafræði og þjóðsögum og þarna eru ein- mitt slíkar myndir, sem gætu verið úr ís- lensku efni. Paul Vergo fræddi mig á því að Nolde hefði verið fjarska hrifinn af ís- lendingasögunum, eins og margir menntað- ir Þjóðveijar voru á hans tíma, og að Heims- kringla hefði verið í miklu uppáhaldi hjá málaranum. Ein af myndum hans heitir Auðunn rauði, en Auðunn þessi er aukaper- sóna í Heimskringlu, svo hann hafði Snorra vel á takteinunum. Kona Noldes gaf að sögn Vergos manni sínum mjög fallega útgáfu af Heimskringlu á þýsku og í ævi- sögu sinni segir Nolde frá því að sig langi mikið að fara til íslands og sjá land Snorra. Auk Auðuns segist Vergo vera viss um að íslenskt efni liggi víðar að baki mynda Noldes, þó það komi ekki fram í heitum myndanna. Og það er vissulega auðvelt að trúa því, þegar mvndir hans eru skoðaðar, ekki síst í stórskornum andlitum ævintýra- mynda hans. Það liggur bara í augum uppi og sér hver Islendingur, jafnvel án þes að vita um íslandsáhuga Noldes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.