Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ekkí fæddur snillingur, þó ég sé það nú! Hafsteinn Austmann hefur veríð trúr af- strakt málverki allan sinn feríl. Á sjónþingi í Gerðubergi í dag kl. 15 mun hann ræða líf sitt og list við Harald Jónsson, Kjartan Guðjónsson og áhorfendur í sal. Þóroddur Bjamason tók þátt í aðalæfíngu. Morgunblaðið/Árni Sæberg KJARTAN Guðjónsson, Hafsteinn Austmann, Hannes Sigurðsson og Haraldur Jónsson. A veggjunum eru verk eftir Hafstein sem verða til umfjöllunar í dag á Sjónþingi. HAFSTEINN Austmann hefur raðað myndum í bakka og byijar að sýna þær á tjaldi. Spyrlar ásamt Hannesi Sigurðssyni list- fræðingi velta fyrir sér áhrifavöld- um í list hans og koma þar margir við sögu og eingöngu erlendir lista- menn þó einstaka íslenskir lista- menn séu á svipuðum slóðum í myndgerð og hugsun. Það er áberandi er líður á umræð- una að Hafsteinn og Kjartan telja að í rauninni sé ekki hægt fyrir listamenn að ræða um list sína og þá sérstaklega ekki list eins og þá sem Hafsteinn gerir vegna þess að tilfinningalegi þátturinn í gerð verkanna og upplifun sé svo sterk- ur. Haraldur Jónsson vill ekki viður- kenna að ekki sé hægt að ræða um verkin, ástæður fyrir gerð þeirra og hlutverk þeirra í samtímanum hvetju sinni. Hann bendir á að af- straktjist hafi aldrei verið opin bók fyrir íslendingum og telur því að nauðsynlegt sé að fara í saumana á verkum Hafsteins. Hittir þig í hnakkann Á tjaldið er komin ein elsta mynd- in á sýningunni, frá 1951, og Hann- es vill vita hvort Hafsteinn hafí málað afstrakt frá byrjun og aldrei gert módelmyndir, hlutateikningar og annað sem snýr að grunnþjálfun myndlistarmanna. „Það vita allir að það er ekki hægt að kenna fólki að verða myndlistarmenn. Það er eingöngu hægt að kenna tækni við gerð verksins og meðferð efnanna. Það er hægt að kenna mönum að sjá en ekki að hugsa. Þessa þjálfun fór ég í gegnum en ég á lítið af þeim verkum og er til dæmis búinn að henda öllum módelteikningum mínum nema einni,“ sagði Haf- steinn. Hannes spyr á móti í ljósi gagn- rýni á afstraktið á síðustu tveimur áratugum hvort maður eins og Hafsteinn geti útskýrt það, fyrir þeim sem skilja ekki, hvenær mynd syngi, „hvenær klingir myndin, hve- nær er henni lokið?“ spyr hann. Hafsteinn: „Þegar þú snýrð við henni baki á hún að hitta þig í hnakkann." Hannes: „Afhveiju virkar hún og hvað er þetta sem gerir hana til- búna? Þið getið ekki útskýrt þetta eða hvað?“ Kjartan: „Þetta hefur aldrei verið hægt að tala um við listfræðinga og hef ég reynt mikið. Hvernig fær forljótur maður fallega konu til að kikna í hnjáliðunum," segir Kjartan og í gegnum mál hans skín ósætti í garð nútíma listfræðinga sem hann telur að ráði of miklu í list samtímans og mun hann koma inn á það frekar á þinginu í dag ásamt fleiru. Kjartan stendur af og til upp og bendir á hluti í myndum Hafsteins sem honum finnst að betur mættu fara og á tímabili var andrúmsloft- ið í salnum farið að minna á síð- búna kennslustund í listaskóla enda ekki að furða því Kjartan var ein- mitt einn kennara Hafsteins. Hafsteinn: „Þetta er byijenda- verk og á þessum tíma hafði ég bara numið vatnslitatækni. Maður er ekki fæddur snillingur þó ég sé það núna,“ segir hann og brosir. Blaðamaður vill vita hvort lista- mönnum sárni að vera líkt við aðra listamenn og kveður Hafsteinn það eiga við suma en ekki sig. „Ef menn ætla að hugsa um það að vera orginal þá geta þeir bara hætt að mála,“ segir Kjartan. Hannes: „Hvaða myndir myndir þú velja ef þú ættir að tína til eitt- hvað sem ætti að lifa þig um aldur og ævi?“ Hafsteinn: „Ég á enn eftir að gera þær eða er að gera þær um þessar mundir. Ég var í eilífum tii- raunum þangað til um fimmtugt. Um 1984 fór ég að gera eitthvað af viti þó ég sé sáttur við eina og eina mynd fyrir það.“ Fáir listamenn hafa unnið jafn markvisst með vatnsliti og Haf- steinn. Tekur fólk vatnslitamyndir alvarlega? „íslendingar vilja helst hafa allt gert með olíu. Maður á helst að ljúga því að fólki ef svo er ekki.“ Haraldur: „Málarðu náttúru- stemningar eða lítur þú á þig sem borgarmálara?" Hafsteinn: „Nei, ég geri stóran greinarmun á þessu. Þetta eru ekki náttúrustemningar. Mér finnst náttúran vera eitt og málverk ann- að,“ sagði Hafsteinn. Listamanna- blaðaviðtöl Á milli 1960-1970 gerði hann myndir sem í voru ýmsar tilraunir í áferð og má merkja örlítil áhrif frá popplistinni sem var áberandi erlendis á þessum tíma. „Ég sá þetta en mér fannst þetta ekki passa mér og ég varð ekki fyrir áhrifum af poppinu.“ Haraldur innir Hafstein eftir því hvort hann hafi lesið mikið af efni um myndlist hvort sem er eftir lista- menn eða listfræðinga í gegnum tíðina og viðtöl við listamenn en hann kveður það ekki vera, mest geri hann af því að líta á myndir í bókum og blöðum sem styður þá skoðun hans og Kjartans að lista- menn geti lítið sagt um eigin verk og oft séu blaðaviðtöl við þá þurr og klisjukennd eins og Kjartan vill meina: „Þetta er eitt furðulegasta fyrirbæri 20. aldarinnar, þessi lista- mannaviðtöl. Þetta eru vanalegast blaðamenn sem vita ekkert að hveiju á að spyija og þeir fýlgja ákveðinni formúlu," segir hann og hlær við. Blaðamaður spyr hvort Sjónþingið sé þá ekki óþarft en Hafsteinn segir þá að fólk vilji inn- sýn í persónulegt líf listamannanna. Hafsteinn hefur komið víða við. Hann hefur kennt við MHÍ frá árinu 1982 og unnið útilistaverk og mósa- íkmyndir. Margir kannast sjálfsagt við verk hans fyrir utan hús Lands- virkjunar sem blasir við þegar menn keyra Bústaðaveginn. Ryðrautt stórt verk úr járni sem bognar um miðju. Myndir hans hafa gengið í gegn- um þróun á löngum ferli. Tímabil geómetrískrar abstraktsjónar, líf- rænna forma þar sem bogakennd strik virðast vagga í forgrunni og seinna eru kraftmiklar dökkar strokur mest áberandi á oft litríkum bakgrunni. Yfirlitssýning á verkum hans frá 1951-1992 verður opnuð í dag í Gerðubergi. Á Sjónarhóli, á Hverf- isgötu 12, verður opnuð sýning á nýrri verkum á morgun kl. 15. TÓNLIST Sígildir diskar BIONDI Verk fyrir fiðlu án undirleiks eftir Biber, Tart- ini, Benda, Bruni, Fiorillo, Rode og Prokofiev. Fabio Biondi, fiðla. Opus 111 OPS 30-95. Upp- taka: DDD, París 12/1993. Lengd: 49:26. Verð: 1.899 kr. ÞAÐ VAR tími til kominn að ítalir færu að blanda sér í markaðinn fyrir upphaflegan flutningsmáta, ein mesta tónlistarþjóð heims. En þeir sem hafa eyru, þurfa ekki lengur að velkjast í vafa; Italir hafa eignazt stórta- lent í fiðiuleik. Og þeir sem gera út á klass- ískar plötur, munu nú án efa naga sig í handa- bökin yfir því að hafa látið uppskafning eins og Opus 111 í París skjóta sér ref fyrir rass, því eftir öllu að dæma er ítalski fiðluleikarinn Fabio Biondi næsta líklegur til að sópa að sér lárviði á komandi árum. Yolanta Skura, aðaiframiejjtindi og tón- meistari fyrirtækisins, virðist driftarkona mikil, og sýnist samanburður við sænskan kollega hennar hjá Bis, Robert von Bahr, jafnvel henni í hag, því á örskömmum tíma hefur hún rifið upp spónnýtt plötumerki úr engu. Leggur útgáfan verulega áherzlu á hinn ört vaxandi forntónlistarmarkað, sem manni skilst að höfði ekki sízt til yngri klas- síkhlustenda, og hefur hún þegar tryggt sér framúrskarandi listamenn eins og ameríska miðaldasöngkvennakvartettinn Anonymous 4 (Sígildir diskar, 25. nóv. 1995.) Um nánari tildrög að ráðningu Biondis veit ég ekki, en svo mikið er víst, að þar komst útgáfan í feitt. Piltur er ekki einasta fítonsfiðiari, hann hefur einnig sökkt sér nið- ur í flutningshefðir gjörólíkra tímabila, sem spanna á þessum diski hvorki meira né minna ■ ís en tvær og hálfa öld, auk þess sem hann er | stofnandi og stjórnandi hinnar nýtilkomnu Italskí ham- skiptingurinn 13 manna strengjasveitar L’Europa Galante, úrvalshóps sem á eftir að velgja Musica Antiqua Köln, La Petite Bande, The English Concert og fleiri undir uggum. Eitt fellur í augu við verkavai þessa disks, og það er vitanlega fjarvera nieistara Bachs, sem ber, með sónötum sínum og partítum, höfuð og herðar yfir aðra höfunda einleiks- verka fyrir fíðlu án undirleiks. En skýringin felst einmitt í því. Bach hefði svo gjörsamlega skyggt á hin tónskáldin, að allt jafnvægi hefði farið úr skorðum, og verða þau rök plötubækl- ingshöfundar víst að teljast auðseld. Fyrir bragðið njóta verk smámeistaranna sín líka betur, ótrufluð af skugga risans frá Eisenach, og er það sanngjarnt, því öll hafa þau sinn sjarma, sér í lagi þegar fiðlara eins og Biondis nýtur við. Víða má raunar ekki á milli sjá hvort vegur þyngra, innblástur höfundar eða túlkandans, enda tónskáldin, eins og gefur að skilja, missterk á velli. Heinrich Biber var fyrirmynd Bachs í ein- leiksfiðlutóngreininni, og stendur Passacaglía hans nokkuð upp úr restinni, að ekki sé minnzt á sjöþættu Sónötu Prokofievs í D-dúr Op. 115. Passacaglían er talin vera frá efri árum Bibers, s.s. rétt fyrir 1700, en sónatan mun samin 1947. Á milli þeirra koma Són- ata Tartinis BG 5, Kaprísa Bendas nr. 14 frá miðri 18. öld og þijár kaprísur eftir Bruni, Fiorelli og Rode (nr. 24,32 & 24) frá ártugun- um kringum aldamótin 1800. Við allólík stíl- skeið er því að etja: miðbarokk, síðbarokk, frumklassísisma, Vínarheiðlist, snemmróm- antík og loks nýklassík 20. aldar; anzi breið- ur biti fyrir flesta fiðluleikara. En ekki fyrir Fabio Biondi. Það er engu líkara en að hamskiptingur mundi hljóðfærið, því hvert verk birtist út frá forsendum síns tíma, en þó líkt og það væri nýsamið fyrir þennan tiltekna fiðluleikara. Um leið setur Biondi sitt persónulega mark á tónkveðskap- inn og hefur jafnvel viðaminnstu lítilræði upp á æðra plan án fyrirhafnar, enda tækni hans af þeirri sort sem felur tæknina. Sem sagt: eyrnakrás. Tónlistin er fjöl- breytt, flutningurinn frábær og upptakan tandurhrein í umsjá Mme. Skura. VIVALDI Antonio Vivaldi: Konsertar fyrir fiðlu/s- elló/fiðlu og orgel/tvær fiðlur og tvö selló og strengjasveit (RV 281,133,407, 541,286, 511 & 531). L’Europa Galante u. stj. Fabio Biondi. Opus 111 OPS 30-95. Upptaka: DDD, Feneyjum 4/1993. Lengd: 72:55. Verð: 1.899 kr. „RAUÐI klerkurinn“ í Feneyjum (1678- 1741), svo nefndur vegna háralitarins, rækt- aði upp einhveija nafntoguðustu hljómsveit síns tíma, sem hefur að líkindum náð hátt í sömu frægð og hljómsveit Theodórs kjörf- ursta í Mannheim hálfri öld siðar. Trúlega verður hún einnig talin fyrsta heimsfræga kvennahljómsveitin, því hljóðfæraleikarar voru allir skjólstæðingar Ospedale della Piet, „Náðarathvarfsins" fyrir munaðarlausar stúlkur, þar sem Vivaldi kenndi tónlist um árabil. Svo mikið orð fór af leik stúljcnanna, að það varð fastur liður við opinberar móttök- ur kaupmannalýðveldisins að bjóða tignum gestum þess á tónleika athvarfsins. Það sést betur og betur, hve mikill nýj- ungamaður Vivaldi í rauninni var, þegar eitt og annað í verkum hans er borið saman við afurðir seinni tíma tónskálda. Þó að honum hafi verið legið á hálsi fyrir stundum óhóf- lega notkun á sekvenzum og trommubassa (hratt ítrekaðar nótur), þá má til sanns veg- ar færa, að margt er langt á undan samtíð- inni. T.d. bendir Biondi á í disksbæklingi, að lokaþáttur fiðlukonsertsins í e-moll (RV281) gæti hafa verið saminn af C.P.E. Bach, og eru það orð að sönnu, svo nauða- líkt er með þeim hljómsveitarsatzi frá ca. 1720 og Empfindsamkeit Emmanúels hálfri öld síðar - að ekki sé talað um „Sturm und Drang“ sinfóníur Haydns! Andstutt spiccato-spil upphafshyggjuflytj- enda getur stundum farið í taugarnar á manni, einkum þegar það truflar pólýfónísk- an vef. Fyrir honum fer hins vegar minna hjá Vivaldi en hjá barokktónskáldum norðan alpafjalla, og verður að segjast, að þegar leikið er af þvílíkri nákvæmni sem hér má heyra - að viðbættri smitandi spilagleði - þá passar spiccatóið upp á (hross)hár. Og þegar gefið er í, þá er gefið í! Hér er ekkert hálfkák, og ofurtær upptakan og spila- mennskan gefa upplagt tilefni til að hreinsa rykið úr hátölurum heimilissamstæðunnar með því að skrúfa allt í botn. Enda væri vægt til orða tekið að segja, að það gusti af bogfimi L’Europa Galante á þessum diski. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.