Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 1
P^fiTOiMafoáfo / heimsókn hjá söngvara/4 Baksvið drykkjusýkinnar/4 Ekki fæddur snillingur/8 MENNING LISTIR blal\j PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 13. APRIL 1996 Teikning eftir Van Gogh Amsterdam. Keuter. UMFANGSMIKIL sýning á teikningum og rissum Vincents Van Goghs var opnuð í Amsterdam á miðvikudag og var þar meðal annars afhjúpuð ómerkt teikning, sem eignuð hefur verið hollenska listmál- aranum. „Þetta er athyglisverður fundur vegna þess að teikning- in er hluti af fáum verkum frá þeim stutta tíma, sem Van Gogh var í Haag," sagði Louis Van Tilborgh, yfirlistráðu- nautur Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Verkið er frá árinu 1883 og er gert með vatnslitum, blý- anti og bleki. Þar sést kona bera barn eftir vegi í flatlendi. Hér er um að ræða fyrsta hluta fjögurra ára sýningar á öllum verkum Van Gogh-safns- ins. í þessum hluta eru 70 teikningar, sem gerðar voru frá 1880 til 1883, og stendur sýningin til 15. september. Áriðl930IýstiJ.B.dela Faille, sem þá var einn helsti sérfræðingur í þessum fræð- um, yfir því að umrædd teikn- ing, sem ber heitið „Landslag með konu og barni", væri föls- uð, en ónefndur þýskur saf nari bauð safninu að kanna hana nánar fyrr á þessu ári. Nú er talið að ekki sé nokkur vafi á að teikningin sé eftir Van Gogh. „Það var hrein tilviljun að við vorum að skoða hóp teikn- inga, sem þessi tilheyrði," , sagði Van Tilborgh. „í ljós kom að teikningin er ein af fjórum, sem voru gerðar með vatnslit- um og blýanti á eins pappír. Áður hafði verið sagt að hér væri ekki teikning eftir Van Gogh á ferð því að hann not- aði sjaldan vatnsliti." Þýsk sálumessa eftir Brahms á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg SÓLRÚN Bragadóttir sópransöngkona verður í sviðsljósinu með Sinfóníuhh'ómsveit íslands og Kór Langholtskirkju í Hallgrímskirkju. S' INFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands efnir til tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 17 ásamt Kór Langholtskirkju og einsöngvurun- um Sólrúnu Bragadóttur sópran og Lofti Erlingssyni bariton. Tón- sprotinn verður í höndum Japan- ans Takuo Yuasa. Á efnisskrá verður Þýsk sálu- messa eftir Johannes Brahms, „algjör perla," eins og Sólrún Bragádóttir kemst að orði. Kveðst hún hafa sungið hana bæði sem kórmeðlimur og einsöngvari og aldrei fengið leið á henni; „verkið smýgur beint inn í sálina". Efasemdarmaður Johannes Brahms var mikill efa- semdarmaður hvað trúmál varðar. Þrátt fyrir umtalsverða þekkingu á Biblíunni er sagt að hann hafi Beint inn í sálina FYRIR 66 árum var sagt að „Landslag með konu og barni" væri fölsun, en nú þykir 100% öryggt að Van Gogh hafi verið að verki. verið sannfærður um að ekkert biði manna að loknu jarðnesku lífi. Sálumessa hans er því ekki bæn fyrir hinum látnu og hefur engin bein tengsl við sálumessur r.óm- versk-kaþólsku kirkj- unnar. Fráfall vinar hans, Roberts Schumanns, 1856, og móður hans níu árum síðar hafði Takuo djúp áhrif á Brahms Yuasa og að líkindum er það engin tilviljun að hann skyldi semja sálumessuna á þessu tíma- bili. Var hún frumflutt í heild á föstudaginn langa 1868 í dóm- kirkjunni í Bremen undir stjórn höfundar og hlaut frábærar við- tökur. Gaman og krefjandi Sólrún segir að sálumessa Brahms hafi þótt einkennast af dirfsku á sínum tíma, þar sem textinn er á þýsku en ekki latínu. Textinn mun vera tekinn beint úr Biblíunni og þykir Sólrúnu hann Loftur Erlingsson ákaflega fallega valinn. „Síðan er virkilega gaman og krefjandi að syngja verkið en það hentar minni rödd mjög vel." Sólrún Bragadóttir stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum en hefur lengst af starfað í Þýska- landi, meðal annars við óperuhús í Keiserslautern, Hannover og Dusseldorf. Starfar hún nú sjálf- stætt og kemur fram sem gesta- söngvari við óperuhús víða um Evrópu, svo sem óperuna í Belf- ast, þar sem hún söng nýverið í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart. Fyrir dyrum standa nú hljóðritanir í Þýskalandi ásamt píanóleikaran- um Einar Steen-Nöckleberg, sem staddur var hér á landi á dögun- um, með geislaplötuútgáfu í huga. Þá efnir Sólrún reglulega til ljóða- tónleika. Loftur Erlingsson er nýkominn heim úr framhaldsnámi í söng við Royal Northern College of Music í Manchester á Englandi. Hlaut hann sérstaka óperuþjálfun í The National Opera Studio í London, auk þess að sækja námskeið hjá ýmsum þekktustu söngvurum Evr- ópu. Loftur hefur sungið fjölmörg óperuhlutverk og oft komið fram á tónleikum, bæði hér heima og erlendis. Eftirsóttur stjórnandi Hljómsveitarstjórinn Takuo Yu- asa hóf tónlistarnám í fæðingar- borg sinni, Osaka í Japan. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna, þar sem hann lauk prófi í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn frá Háskólan- um í Cincinnati. Ferill Yuasa sem stjórnanda hófst árið 1979 er hann vann til fyrstu verðlauna í alþjóð- legu hljómsveitarkeppninni í Katowice í Póllandi. Yuasa er ekki einungis eftirsótt- ur á heimaslóð, heldur jafnframt í Evrópu og er meðal annars fyrsti gestastjómandi sinfóníuhljóm- sveitar BBC í Skotlandi. Kór Langholtskirkju hefur starfað undir stjórn Jóns Stefáns- sonar frá árinu 1964 og flutt mörg af stærstu kórverkum tón- bókmenntanna. Kórinn hefur farið í fjölmargar tónleikaferðir til út- landa og meðal annars flutt H- moll messu Bachs ásamt Ensku kammersveitinni í Barbican tón- leikahöllinni í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.