Alþýðublaðið - 07.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.12.1920, Blaðsíða 1
Oefið út aí Aiþýðuflokknuin. 1920 Þriðjudaginn 7. desember. 282 tölubl. Haddorps Magasin, Lækjarg. 4. Frá því í dag stór afsláttur gefinn af öllum vörum. Eldhúsgögn, Leirvörur, Körfur o. s. frv. Feikna úrvaS. Fallegustu dúkkur borgarinnar, ásamt öðrum leikföng- um; feikna úrval, Smekklegustu og nýtwstii. «J ólagj 16, í I r 11 a r, fyrir unga og gamla. Haddorps Magasin, Lækjarg. 4. „€instakliEtgseðliÍ“. Að mörgu leyti eru einstakling arnir mjög ólíkir, en í aðaldrátt- uaum eru mennirnir nauðaiikir. Að undanteknum fáum mönnum, sem eru sjúkir á sáiinni, vilja alt ir menn í heimi heldur láta sér liða vel en illa, og með sömu fáu andantekningunum vilja allir að öðrum iíði vel, að minsta kosti ef það ekki kostar þá sjálfa neitt. Þarfir manna eru í minni atrið- um mjög misjafnar, eftir uppeldi, vana og meðfæddum tilhneyging- um. En í aðalatriðunum eru þarf- ir allra manna þær sömu: að fá að éta, að fá eitthvað til þess að klæðast í og að fá þak yfir höf* aðið. Fyrir þessu þrennu stritar mannkynið látlaust, og ennþá hefir því ekki tekist að fá þetía eftir þörfum, því þó einn maður geti með framleiðslutækjum nútímans íramleítt margfalt meira en lffs- nauðsynjar handa sér og íjölskyldu sinni, þá gerir auðvaldsfyrirkomu- -agið það að verkum, að meiri* hlutinn af arði þeim er starf þjóð- arinnar gefur, rennur til nokkurra fárra auðmanna. Úr flokki auðvaldsins, sem vill aiður með jafnaðarstefnuna og verklýðshreyfingu, og úr hópi auð- valdsdindlanna, sem láta tyggja í í>ig lífsskoðunina, eða lepja hugs- Jnarlaust eftir alt það sem keraur af æðri stöðum, heyrist það oft, að ef jafnaðarstefnan eigi að kom- ast á, þá þurfi að breyta manns eðlinn fyrst, gera menn óeigin- gjarna o. s. frv. Þetta væri nú al- veg rétt, ef það væri hugsun jafn- aðarmanna að það væru auðmenn- irnir sem kæmu stefnunni í fram- kvæmd. En jafnaðarmenn þekkja mannlegt eðli nógu vel til þess að vita að auðmennirnir eru og verða, með fáum undantekningum, grimmilegir mótstöðumenn jafnað- arssefnunnar, því þeir álíta að hún skaði þá. Jafnaðarmenn vita því að það verður að vera verk- lýöurinn sjálfur, sem (með aðstoð nokkurra fárra manna, sem geta horft út yfir sinn eiginn hag á heill heildarinnar) kemur jafnaðar- stefnunni á. En það sem þarf til, til þess að verklýðurinn komi á jafnaðar- stefnunni, er ekki annað en að hann skilji; skilji að hann hefir hag at þvf, skilji að hann með því móti getur fengið það sem hann þarf af fæði, klæðum og húsnæði, og auk þess margt ann- að sem hann aldrei fær nú, en gerir lífið ánægjulegra eða hollara, og skilji að framtfð þjóðarinnar er framtíð verkalyðsins. Og verkalýðurinn er hröðum fetum að skilja þetta í öllum lönd- um, ifka á okkar forna Fróni. En það er langt frá því, að mannieg náttúra þurfi neitt að breytast eða menn að verða óeig- ingjarnari til þess, að fá þennao, skilning. Leo-málið. Oómur failinn í pvi. Dómur er nú fallinn í undirrétti í hinu svonefnda „Leo máIi“, og má segja að það hafi skeð fremuE fljótt. Við rannsóknina kom það í ljós, að Bailgrímur skipstjóri hafði verið mjög hvetjandi þess, að lagt væri í tryggingarsvikin, en Elfas bróðir hans var tregur í fyrstu, en lét þó tilleiðast. Hallgrimur er dæmdur í þriggja ára betrunarhúsvinnu fyrir brot á 288., 261. og 230. gr. hegningar- laganna, sbr. 45., 55. og 63. gr. þeirra. 'Geir er dæmdur f tveggja. ára og sex mánaða betrunarhúss- vinnu, fyrir brot á 288. gr. hegn- mgarlaganna; sbr. 45'» 55- og 63. gr., og Elías er dæmdur í tveggja ára betrunarhússvinnu fyrir brofe 288. og 261. gr. hegningarlaganna, sbr. 45- 55- og 63. gr. Svo menn betur geti áttað síg á þvf, fyrir hvað menn þessir eru dæmdir, eru hér prentaðar upp- þær greinar hegningarlaganna, setn þeir eru dæmdir eftir, nema 230. gr., sem er um einfaldan þjófnad.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.