Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 BLAÐ B ¦ ÞJÓIMUSTA HEILSUGÆSLUSTÖÐVA/2 ¦ HJÁLPARTÆKI FYRIR FÖTLUÐ BÖRN/2 ¦ TURIMHÚS Á AKUREYRI/3 ¦ TÍSKULJÓSMYNDIR OG LISTAVERK/4 ¦ KAFFI OG KAFFIHÚS/6 ¦ CHRISTIAN DIOR/8 Morgunblaðið/Jón Svavarsson SYSTKININ Hugrún og Hilmar. Tíska og listin SYSTKININ Hugrún og Hilm- ar hafa haslað sér völl, sitt á hvoru sviði. Hún er tísku- ljósmyndari, búsett í Lond- on og tekur myndir af of- urfyrirsætum og öðru frægu fólki fyrir víð- lesin tímarit, sem seld eru í milljónaupp- lagi. Hann býr í Los Angeles, þar sem hann fæst við innan- hússhönnun og EITT af verk- um Hilmars. FORSIÐUMYND ástralska tímaritsins Elle af Lindu Evangelista eftir Hugrúnu. híbýlaprýði af ýmsu tagi. I vinnustofu sinni býr hann til listmuni og hyggst senn opna listmunaverslanir í Hollywood og New York. Orkuna fyrir sköpunargáfu sína og athafnasemi segjast þau sækja til íslands, en hér voru þau nýverið og sögðu Daglegu lífi undan og ofan af lífshlaupi síiiu. ¦ Vel lyktandi börn með angan úr ilmvatnsflöskum frá París Snyrtivöruiðnaðurinn virðist gera í æ ríkara mæli út a börn ef marka má framboðið á barnailm- vötnum og ýmiss konar barnasnyr- tivörum. Þótt trúlega finnist flest- um foreldrum ungviðið sitt oft- ast nær ilma ynd- islega, hefur sala slíks varnings aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. Ingibjörg Ey- jólfsdóttir í snyrti- vörudeildinni í Fríhöfninni í Keflavík segir að smástelpur séu mjög ginnkeyptar fyrir Oilily ilm- vötnum, sem komu á markað- inn fyrir tveimur árum. „Salan hef- ur aukist um 30-40% miðað víð í fyrra. Litlu stelpunum finnst þetta voðalega fínt og kaupa bæði handa sjálfum sér og til að gefa vinkonum sínum. Annars virðist mér fullorðnir engu að síður hrifnir en stelpurnai- og „viðskiptapabbarnir" kaupa barna- ilmvötn í stórum stíl." Ilmvatnsf löskur eins og barnapelar Ingibjörg segir að fyrstu barna- ilmvötnin hafi komið í Fríhöfnina fyrir sex árum og selst ágætlega til að byrja með, en síðan hafi salan dottið niður. „Ilmvatnið hét Poupon og var ætlað ungbörnum. Umbúð- irnar líktust barnapela, og lítill bangsi fylgdi með. Auk Oilily seljum við líka þó nokkuð af barnailmvötn- um frá Versa.ce. Stelpuilmvatnið heitir Baby Rose og strákailmvatn- ið Baby Blue Je- ans." Af því síðar- nefnda er mild rakspíralykt, en stelpuilmvatnið er með mildri blóma- angan, eins og Oilily og Petit Guerlain barna- ilmvatnið, sem hefur verið á markaðnum í nokkur ár. Ilmvatn og freyðibaðssápur í glösum, sem skarta Mikka Mús, Aladdin, Fríðu og dýrinu og öðrum álíka fígúrum í dúkkulíki, segir Ingibjörg alltaf vinsæl, enda höfði umbúðirnar trúlega oft meira til krakkanna en innihaldið. Starfsstúlkur- í ýmsum snyrti- vöruverslunum í Reykjavík tóku í sama streng og Ingibjörg varðandi aukna eftirspurn eftir barnailmvötn- um og barnasnyrtivörum af ýmsu tagi. Þær sögðu að eldri konur, sem ekki kærðu sig um sterka ilmvaths- lykt, keyptu slík ilmvötn oft og því væru ilmvötnin í rauninni fyrir alla frá þriggja mánaða aldri. ¦ Pylsupartý Tilboð í 11 »11 10 stk. pylsur + pylsubrauð kr. 398 kr. Bahncke steiktur laukur 100 gr. 49 kr. Lybby's tómatsósa 794 gr. 129 kr. UG sætt sinnep 500 gr. 109 kr. Álfaskeiði • Eddufelli • Grensásvegi • Rofabæ • Þverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.