Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996. B- 3- IÞROTTIR FRJALSIÞROTTIR Ólafur Guðmundsson sigraði ítugþraut í Fairfax Er 749 stigum frá lág- marki fyrir Atlanta Olafur Guðmundsson frá Sel- fosBi sigraði í tugþraut á móti í Fairfax í Virginíuríki í Bandaríkjunum um helgina. Hann setti persónulegt met, fékk 7.201 stig en átti best 7.173 stig 1994, og er aðeins 749 stigum frá lág- markinu fyrir Ólympíuleikana í Atlanta í sumar. Ólafur hljóp 100 metra á 10,83 sek sem er persónulegt met en meðvindur var +1,8 m/sek. Hann stökk 6,73 m í langstökki (vindur -0,4m/s), varpaði kúlu 13,91 m, stökk 1,85 m í hástökki og hljóp 400 m á 51,47 sekúndum. Seinni daginn hljóp hann 110 m grinda- hlaup á 14,91 sek (vindur +3,02 m/sek), kastaði kringlu 41 m, stökk 4,20 m í stangarstökki, kastaði spjóti 50,36 m og hljóp 1.500 m á 4.53,29 mínútum. „Ólafur sýndi meiri hraða og ÓLAFUR Guðmundsson hámarkskraft en áður þó að þrautin hafi verið fremur rislítil þegar á heildina -er litið," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari íslenska ólympíuliðsins í frjálsíþróttum. „Greinilegt er að hann hefur æft gríðarlega vel í vetur og hann getur stórbætt árangurinn." Lágmarkið fyrir fyrsta mann í Atlanta er 7.800 stig en þar sem Jón Arnar Magnússon hefur náð því þarf Ólafur að ná 7.950 stig- um. Frændurnir æfa undir stjórn Gísla í Athens í Georgíuríki fram til 20. maí en Ólafur keppir næst í tugþraut á fyrri hluta Meistara- móts íslands á Laugardalsvelli um hvítasunnuhelgina. Jón Arnar keppti í spjótkasti og 1.500 m hlaupi í nágrenni Athens um helgina, kastaði spjót- inu 61,92 m og hljóp vegalengdina á 4.40,36 mínútum. KNATTSPYRNA Ekki rishátt hjá ÍA og ÍBV á Akranesí Sigþór Eiríksson skrifar frá Akranesi Ekkí var knattspyrnan rishá sem íslandsmeistarar ÍA og Eyjamenn sýndu í deildarbikar- keppni KSÍ á Akranesi um helg- ina, en þeim hefur verið spáð vel- gengni á keppnis- tímabilinu. Leikur þeirra einkenndist af langspyrnum og kýlingum fram og til baka. Liðin ollu vonbrigðum, enda eiga þau að geta gert miklu betur. Skagamenn voru heppnir að tapa ekki. Eyjamenn byrjuðu betur en heimamenn voru á undan til að skora. Bjarki Pétursson braust með knöttinn upp að endamörkum á 26. mín og sendi út til Mihajlo Bibercic sem skoraði. Leifur Geir Hafsteinsson var nær búinn að jafna metin fyrir Eyjamenn fyrir leikhlé, Þórður Þórðarson sá við honum — varði meistaralega skalla Leifs Geirs. Eyjamenn náðu að jafna á 78. mín., eftir horn- spyrnu. Knötturinn barst út til Hlyns Stefánssonar, sem var rétt fyrir utan vítateig. Hlynur þrum- aði knettinum í netið, óverjandi fyrir Þórð. Skagamenn gátu síðan hrósað happi að fá ekki á sig mark, þegar Sturlaugur Haralds- son iiáði að bjarga skoti frá Tryggva Guðmundssyni á markl- ínu. Þórður Þórðarson og Ólafur Adolfsson voru þeir einu hjá heimamönnum, sem léku að getu. Jón Bragi Arnarsson, Hlynur Stef- ánsson og Steingrímur Jóhannes- son voru bestu menn Eyjaliðsins. Grindawík lagði Fylki Grindayík vann Fylki í fjörugum leik 3:2. Ólafur Ingólfsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom heimamönnum yfir. Fylkir svaraði með tveimur mörkum frá Þórhalli Dan Jóhannssyni, 1:2. Milan Jankovic jafnaði úr vítaspyrnu á 53. mín. og það var svo Grétar Einarsson sem skoraði sigurmark Grindvíkinga. HANDBOLTI Tvö töp hjá kvenna- liðinu Islenska kvennalandsliðið í hand- knattleik tapaði tvívegis fyrir bandaríska landsliðinu í vináttu- leikjum sem fram fóru í Oklahoma í Bandaríkjunum á laugardag og sunnudag. Fyrri leikurinn tapaðist 29:20 og sá síðari 22:17. Halla María Helgadóttir og Svava Sigurðardóttir voru marka- hæstar í fyrri leiknum með 4 mörk hvor, en Guðný Gunnsteinsdóttir gerði fímm mörk í síðari leiknum og Auður Hermannsdóttir kom næst með fjögur mörk. KAPPAKSTUR Lárus Orri og samherjar íStoke leika um sæti íúrvalsdeildinni LÁRUS Orri Sigurðsson og f élag- ar í Stoke sigruðu Southend 1:0 á heimavelli um helgina, urðu í fjórða sætí 1. deildar og leika því í aukakeppni um sætí í úrvals- deild næsta vetur. Stoke mætír Leicester, sem varð í fimmta sætí, heima og að heiman og sigurveg- ari þeirrar rimmu mætír annað hvort Crystal Palace eða Charlton á Wembley í leik um sætí meðal þeirra bestu. Sunderland og Derby urðu í tveimur efstu sætum 1. deildar og fóru beint upp í úrvalsdeildina. „Við erum alveg í skýjunum. Fyrir mót hef ði enginn trúað því að við yrðum í fjórða sætí deild- arinnar - þetta er stórkostlegt," sagði Lárus Orri við Morgun- blaðið í gær, en hann hef ur leik- Enginn hefði trúað þessu í haust ið geysilega vel í vörninni hjá Stoke í vetur. „Við vorum með lítinn hóp leikmanna í haust og í vetur hefur nánast ekkert verið gert annað en sejja menn. Ein skipti áttu sér stað - við f engum framherjann Mike Sheron frá Norwich fyrir annan framherja, og Sheron hefur skorað grimmt." Stoke mætir Leicester á útí- velli næsta sunnudag og seinni leikurinn verður á Victoria Gro- und í Stoke á miðvikudeginum þar á eftir, 15. maí. „Menn verða að hafa trú á því að við getum sigrað. Þetta verða örugglega hörkuleikir enda um nágranna- slag að ræða. Við eigum jafn mikinn möguleika og þeir, en það er kostur fyrir okkur að eiga seinni leikinn heima," sagði Lár- us Orri. „Hvaða lið sem er af þessum fjórum getur í raun komist upp en okkur hef ur gengið vel gegn þeim í vetur. Unnum Leicester bæði heima og að heiman, töpuð- um reyndar fyrir Charlton úti en iiniiuin heima og báðir leikirn- ir gegn Palace enduðu með jafn- tefli. Palace er með mjög sterkt lið og líklega erfiðast að eiga við það." Lárus Orri hefur leikið vel með Stoke í vetur sem fyrr segir og var á dögunum orðaður við Sunderland, sem sigraði í 1. deild. „Ég veit ekkert um það mál, hefur bara lesið um það í blöðunum en [Lou Macari, knatt- spyrnusrjóri Stoke] hefur ekkert talað um það við mig. Það borg- ar sig ekki að vera neitt að velta þessu fyrir sér núna, heldur ein- beita sér að verkefninu sem er framundan - að klára deildina." Damon Hill á siqurbraut BRETINN Damon Hill, sem ekur fyrir Williams, sigraði í San Marino-kappakstrinum á sunnudaginn og var það kærkom- inn sigur eftir að hann hafði lent í fjórða sæti í þýska kappakstrin- um helgina áður. Hill kom í mark 16 sekúndum á undan helsta keppinauti sínum, þýska heims- meistaranum Michael Schumac- her, sem nú ekur fyrir Ferrari. Hill er nú með 43 stig í keppn- inni um heimsmeistaratitilinn, 21 stigi á undan félaga sínum hjá Williams, Jacques Villeneuve frá Kanada. Áhorfendur á ítalíu þustu út á brautina á meðan Hill ók sigur- hringinn, ekki til að fagna honum, heldur til að fagna Schumacher, en hann ekur fyrir ítalska bíla- framleiðandann Ferrari og var þetta í fyrsta sinn sem hann ekur á „heimavelli". Schumacher ók ágætlega en það munaði ekki miklu að hann næði ekki að ljúka keppni. Á síðasta hring festist hægra framhjólið, en hann lauk keppni á þremur hjólum, ef svo má að orði komast, við mikinn fögnuð ítalskra áhorfenda en talið er að þeir hafi verið rúmlega 105 þúsund talsins. Schumacher var fremstur þeg- ar kapparnir voru ræstir af stað og er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1983 að Ferrari á fremsta bíl við rásmarkið. Þá kom Ferrari- bíll fyrstur í mark og Þjóðverjinn vonaði að svo yrði einnig að þessu sinni, en hann réð hvorki við Hill né hjálparmenn hans sem eru ein- staklega snöggir að afgreiða bíl hans þegar skipta þarf um dekk og setja eldsneyti á. Hill náði strax fyrsta sætinu en Schumacker lenti fljótlega í þriðja sæti því Bretinn David Coulthard, sem nú ekur fyrir McLaren, komst upp á milli hans og Schumachers, en varð síðan að hætta keppni og einvígið var hafið. Hill ók geysilega vel og Schumacher átti ekkert svar við hraða Bretans á beinu brautinni og varð að játa sig sigraðan. Þetta var fjórði sigur Hills á þessu tíma- bili, en fimm mót eru búin. Hill hefur sautján sinnum sigrað í Grand Prix-móti og er kominn í tíunda sætið á lista yfir sigursæl- ustu ökumenn allra tíma. Hill var að vonum ánægður eftir keppnina. „Ég var mjög ánægður með að komast fram úr í upphafi en David [Coulthard] byrjaði líka mjög vel og gerði þetta meira spennandi. Eftir að hann féll úr keppni hugsaði ég bara um að keyra eins skynsam- legaog mér var unnt." „Ég er ánægður með að hafa náð að klára því ég ók á þremur hjólum helminginn af síðasta hringnum. Ég var mjög feginn þegar ég sá að ég kæmist í mark," sagði Schumacher. Villeneuve gekk ekki vel á sunnudaginn. Hann lenti strax í vandræðum og var síðastur þegar hann varð að láta laga bílinn. Hann kom sterkur til leiks á ný og var kominn í sjötta sætið þegar bíllinn sagði hingað og ekki lengra. Reuter BRETINN Damon Hill með verðlaun helgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.