Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 C 5 Mikill áhugi erlendis STEFNT er að því að koma nasli úr djúpsteiktu saltfisk- roði á markað í sumar, að sögn Úlfars Eysteinssonar matreiðslumanns. Naslið er hugsað sem viðbit með öli og til að maula á góðum stundum. Úlfar segist geta framleitt 300 til 400 þúsund poka á ári, sem eigi að vera nóg fyrir innanlandsmarkað. Nasl úr djúpsteiktu saltfiskroði á markað í sumar Aldan mótmælir samkomulagi við smábátaeigendur Úlfar stefnir á að kaupa vél fyrir 20 til 30 milljónir svo hann geti annað stærri pöntunum frá útlönd- um. Með það í huga fer hann á Int- Landar rækju í Kanada Siglufirði - Siglfirðingur SI land- aði í gær 100 tonnum af rækju í Harbour Grace í Kanada eftir 24 daga á veiðum á Flæmingja- grunni. Togarinn er í eigu Siglfirð- ings hf. sem gerir einnig út Sigli SI og stundar hann nú karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Siglir var með 250 tonn af karfa eða í heildina 350 tonn af unnum afurðum, það er karfa, mjöli og lýsi eftir fyrsta túrinn og að sögn Runólfs Birgis- sonar, framkvæmdastjóra Siglfirð- ings hf., hefur gengið mjög vel það sem af er þessum túr og á þeim hálfa mánuði, sem skipið hefur nú verið á veiðum, eru mun betri afla- brögð en í síðasta túr. Siglir og Siglfirðingur halda áfram á núver- andi veiðum fram í júlí, en þá er ætlunin að senda þá í Smuguna. Sigla á síld Siglfirðingur hf. festi nýlega kaup á Björgu Jónsdóttur II, ÞH- 320, og hlaut hún nafnið Sigla SI-50. Hún kom í heimahöfn á Siglufirði þann 1. mai, en fór það- an til Noregs og sótti síldarnót og mun þaðan fara í síldarsmuguna. Hún var keypt með veiðileyfi, en án kvóta. Sigla verður gerð út á síld í Síldarsmugunni, en síðan væntanlega á rækju og loðnu. erpac-sýninguna þar sem hann mun eiga viðræður við fyrirtæki sem get- ur sérhannað þá vél sem hann þarf. „Við getum ekki labbað út í búð og keypt það sem við þurfum," seg- ir hann. „Þessi aðili ætlar að þróa þetta með okkur og Iðntæknistofnun er með í dærninu." Úlfar segir að menn hafi sýnt þessu mikinn áhuga erlendis, t.d. sé ákveðinn aðili búinn að fá einkaleyfi fyrir þessari vöru í Portúgal og hyggist hefja innflutning. „Það sem er skemmtilegast við þetta er að unga fólkið hefur tekið þessu vel,“ segir Úlfar. „Ég hélt að þetta yrði mestmegnis fólk yfir fer- tugt, en þetta er alveg niður í fimm ára.“ AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar mót- mælir harðlega vinnubrögðum sjáv- arútvegsráðherra við gerð sam- komulags við Landssamband smá- bátaeigenda, þar sem þeim eru ætlaðar auknar veiðiheimildir á kostnað annarra sjómanna og út- gerða. I ályktun, sem félagið sendi frá sér, segir að samningurinn sé gerður án alls samráðs við önnur samtök sjómanna og útvegsmanna og feli í sér umtalsverðar breyting- ar frá gildandi reglum. Venjan fram til þessa hafi verið sú að heildar- samtökum innan greinarinnar hafi a.m.k. gefist kostur á að koma sín- um sjónarmiðum á framfæri. Fundurinn fagnar hins vegar framkomnum sjónarmiðum Út- vegsmannafélags Reykjavíkur um meðferð og sölu kvóta smábáta á aflamarki og væntir að félagsmenn séu sömu skoðunar þegar aðrir en smábátar eiga í hlut. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar við að knýja fram, í andstöðu við þorra þjóðarinnar, breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur eru fordæmd. Á hinn bóginn er framkomnu frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fagnað og skorað er á þingmenn að styðja frumvarpið. Aldan lýsir vanþóknun á vinnu- brögðum þeirra útgerða, sem þrátt fyrir skýr ákvæði í kjarasamning- um og lögum um meðferð mála varðandi ágreining um fiskverð, sætta sig ekki við niðurstöðu úr- skurðarnefndar sjómanna og út- vegsmanna, en knýja fram vilja sinn með sífelldum hötunum við áhafnir. Þeir útgerðaraðilar, sem þannig stæðu að málum, væru vilj- andi að eyðileggja þann grundvöll sem skapaðist við gerð síðustu heildarsamninga sjómanna og út- vegsmanna og þar með að leggja grunninn að enn einum stórátökum þessarra aðila. Ábyrgðinni yrði ekki vísað annað en til þeirra, sem þannig þröngvuðu þátttöku í kvó- takaupum upp á áhafnir sínar, að því er best yrði séð með fullum stuðningi samtaka útvegsmanna. Þá harmaði fundurinn þá afstöðu sjávarútvegsráðherra að auka ekki heimildir til þorskveiða á yfírstand- andi fískveiðiári, þrátt fyrir ótví- ræðar vísbendingar um að slíkt væri áhættulaust. Öll aukning, hversu lítil sem hún væri, hefði hjálpað til í baráttunni við það gegndarlausa frákast á fiski sem nú bærust fréttir af. SKELFISKBA TAR Nafn StaarA Afll S)6f. Löndunarst. ARNAR SH 1S7 20 19 3 Stykkishíiimur | HAFÖRN HU 4 20 7 2 Hvammstangi EYVINDUR VOPNI NS 70 451 63 1 Vopnafjörður HUMARBA TAR Nafn StaorA Afll F'.skur Sjéf Löndunarst. HAPNAREY SF 36 101 1 7 2 Hornafjörður GÆÐIIM VIÐURKEIMIMD • FISKVERKUN Soffaníasar Cecilssonar hf. í Grundarfirði hefur verið veitt viðurkenning fyrir gæði þeirrar framleiðslu fyrirtækisins, sem seld er til Bandaríkjanna. Það er Coldw- ater Seafood Corp., dótturfyr- irtæki SH í Bandaríkjunum, sem veitir viðurkenninguna. Soffanías Cecilsson, vinnur aðallega rækju og hörpuskel, en bolfiskvinnsla hefur verið Morgunblaðið/HG aukin á ný eftir lægð í þeirri vinnslu undanfarin ár. Hjá fyr- irtækinu vinna bæði Pólverjar og tslendingar og hér hampa fulltrúar þeirra gæðaskildin- um góða, en það eru Katarz- yna Siekluckoi og Hulda Valdi- marsdóttir. Starfsfólkiuu var öllu boðið til kvöldverðar og skemmtunar í tilefni viður- kenningarinnar, sem haldin var í kaffistofu fyrirtækisins. ATVINNA ÍBOÐI Háseti Vanur háseti óskast á 582 brúttórúmlesta frystitogara. Þarf að geta leist annan stýri- mann af. Upplýsingar í síma 473 1143. BÁTAR — SKIP KVIJTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Fiskiskiptil sölu 2 frystitogarar (systurskip), smíðaðir á Spáni '91, en hafa aldrei fiskað. Lengd 39,10, breidd 8,64, brt. 404. Aðalvél Deutz SBA- 6M-528, 1000 hö. Verð miðað við núverandi ástand: US$ 900.000, eða tilbúin til sjós, fullmáluð með Veritas, allt skoðað, US$ 1,1 millj. en kosta í dag fullsmíðuð US$ 4 millj. Skoðun og afhending á N-Spáni. Frystitogari, smíðaður á Spáni ’74. Endur- byggður fyrir US$ 1,5 millj. '95. Lengd 76 m, breidd 12 m. Aðalvél Deutz 2700 hö. 375 rpm, alveg endurnýjuð með Deutz ábyrgð. Frystigeta 50 tn/24 klst í blástur og 10 tonn í 2 skápa. Verð US$ 2,2 millj. Skoðun og afhending á N-Spáni. Mjög hagstæð kaup. Hef til sölu fiskiskip af öllum stærðum, veiðiflokkum og verði. Nánari uppl. veitir: Jón Olgeirsson, Triton Fish Sales, Grimsby, England. Sími 0044 1472241007, fax 0044 1472 355134. Heimasími 0044 1469 588882, fax 0044 1469 588865. Farsími 0044 385 278939. Blað allra landsmanna! 3RtarginiÞtattfe - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.