Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima 172,97 Þorskur Krikg Faxamarkaður Jl____ ~\\--- ,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 95,2 tonn á 80,96 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 20,5 tonn á 82,41 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 256,0 tonn á 111,22 kr./kg. Af karfa voru seld alls 52,1 tonn. í Hafnarfirði á 61,63 kr. (3,81), á Faxagarði á 65,49 kr./kg (6,51) og á 58,54 kr. (41,71) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 104,4 tonn. í Hafnarfirði á 38,18 kr. (33,91), á Faxagarði á 35,66 kr. (1,71) og á 41,80 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (68,81). Af ýsu voru seld 546,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 62,80 kr./kg. Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Fiskverð ytra Kr./kg -180 •160 120 100 80 60 40 Mars 13, vika Apríl 14. vika 15. vika Þorskur Karfi Ufsi c=s= Eitt skip, Dala-Rafn VE 508, seldi afla sinn í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku, samtals 156,0 tonn á 106,90 kr./kg. Þar af voru 139,8 tonn af karfa á 109,85 kr./kg og 2,5 tonn af ufsa á 38,99 kr./kg. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í siðustu viku, samtals 238,3 tonn á 115,53 kr./kg. Þaraf voru 16,6 tonn af þorski á 98,83 kr./kg. Af ýsu voru seld 73,1 tonn á 102,85 kr. hvert kíló, 59,2 tonn af grálúðu á 146,01 kr./kg og 20,4 tonn af skar- kolaá 198,29 kr./kg. Kaupendur gera vaxandi kröfur um þjónustu FRAM- Framleiðsla SH mun meiri í upphafi árs en reiknað var með LEIÐ- ENDUR innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna framleiddu 45.300 tonn af físki fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Er það meiri framleiðsla en áður hefur verið hjá SH á þessum tíma. Árin 1994 og 1995 var framleiðslan liðlega 38 þúsund tonn fyrstu fjóra mánuðina en minni árin þar á undan. Kom þetta fram hjá Gylfa Þór Magnússyni, framkvæmdastjóra sölumála, á aðalfundi SH á Akureyri á dögunum. Hann sagði að í upphafi árs hefði Aukningin skýrist svo til eingöngu af meiri loðnuframleiðslu því flestar aðrar tegundir láta undan síga. „Hefðbundin bolfiskvinnsla er nokk- urt áhyggjuefni," sagði Gylfi Þór í ræðu sinni. Hann sagði að SH hefði spáð svipaðri framleiðslu á þessu ári og því síðasta en fyrstu fjóra mánuð- ina hefði orðið samdráttur í öllum tegundum bolfisks, nema helst karfa. „Ymsar jákvæðar fréttir gætu fljót- lega breytt miklu hér um. Aukin samkeppnishæfni frystingarinnar í ufsavinnslunni. Aukinn kvóti á þorski á nýju kvótaári. Góðar vonir með úthafskarfann, betri steinbítsvertíð og fleiri atriði koma til. Uppbygging sölukerfis SH er það sterk og væntingar markaðarins til SH og Icelandic eru það miklar að heildarframleiðslan má ekki vera undir því sem nú er og þarf að vaxa stöðugt. Það er nauðsynlegt til að viðhalda þeirri viðskiptavild, sem við höfum náð og svara þeirri gæða- og þjónustuímynd er okkur hefur tekist að byggja upp á liðnum árum, meðal framleiðenda og úti á mörkuðunum. Höldum áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið,“ sagði Gylfi Þór. Útlit fyrir að spárnar rætist Framleiðsla á vegum SH ,var 109 þúsund tonn á síðasta ári, nokkru minni en árið 1994 er framleidd voru 117.700 tonn en meiri en árin þar á undan. Árið 1993 voru til dæmis framleidd 103 þúsund tonn og 82.400 tonn árið þar á undan. Gylfi Þór lagði á það áherslu að síðasta ár hefði ver- ið annað besta framleiðsluár SH frá upphafi, næst á eftir árinu 1994. framleiðslan og framboð SH út á markaðina verið áætlað, eins og áður. „Við spáðum varfærið að minnsta kosti 110 þúsund tonna framleiðslu," sagði Gylfí Þór, en það er lítið eitt meiri framleiðsla en á síðasta ári. Ýmislegt bendir til að framleiðslan verði meiri, þrátt fyrir erfíðleika í bolfiskvinnslunni, því loðnuframleiðsla á vegum SH er nú þegar tvöfalt meiri en spáð var, rækj- an er líkleg til að fara fram úr spám og sjófrysting og framleiðslá fyrir erlend skip hefur orðið meiri en reiknað var með. Fiskvinnsla í yfirlitsræðu sinni á aðalfundinum fjallaði Friðrik Pálsson, forstjóri SH, um íslenskan sjávarútveg í alþjóð- legri samkeppni. Lagði hann áherslu á hversu mikilvægt það væri að hafa góða yfírsýn í markaði sem stöðugt breytist um leið og samkeppnin verði óvægnari. Hvergi má slaka á Hann nefndi mikilvægi þess að vera í fararbroddi í markaðs- og þró- unarmálum. „Við höfum náð nokkuð langt á ýmsum sviðum og við höfum víða komið vörum okkar fyrir á þeim hluta markaðarins sem borgar hærra verð. Þar þyngist róðurinn stöðugt og kaupendurnir gera vaxandi kröfur um ýmis konar þjónustu, sem krefst verulegs fjármagns. Það sækja einn- ig að okkur ódýr matvæli úr físki og öðru hráefni, matvæli, sem stöð- ugt eru að batna að gæðum og ná betri fótfestu. Þess vegna má hvergi slaka á og við erum alls staðar að herða róðurinn," sagði Friðrik. Friðrik fjallar um sömu mál í skrif- legri skýrslu sinni til aðalfundarins: „Mönnum, sem annast sölu sjávaraf- urða víða um heim, ber saman um að samkeppnin í viðskiptunum aukist stöðugt. Margt kemur þartil en hörð- ust er samkeppnin um hylli neytenda sjálfra er eiga sífellt aukið val um fremur ódýr matvæli sem jafnframt eru auðveld í notkun. Fiskafurðir þykja oft dýr matur og jafnframt vandasamar í matreiðslu, en einnig kemur til að víða er ekki hægt að ganga að gæðunum vísum. Sam- keppnin um viðskipti á smásölumark- aði er sérstaklega hörð þar sem stór- fyrirtæki í verslun eiga í hlut og hafa geysimikið vald í innkaupum. íslendingar eru þekktir fyrir þor- skinn en hann er dýrastur þeirra botnfisktengunda sem veiddar eru í mestu magni og seldar á mörkuðum Evrópu og Bandaríkjanna. Undanf- arin ár hefur notkun hans í ýmiss konar unna rétti fremur minnkað en notkun ódýrari tegunda, t.d. ala- skaufsa vaxið að sama skapi. Ekki- er því um að kenna að minna sé af þorskafurðum á heimsmarkaði en frekar hinu að kaupendur sækjast eftir ódýrri vöru þó að fæstum kunn- áttumönnum blandist hugur um að þorskurinn hefur mestu neyslugæð- in. Við þessar aðstæður er árangur SH í sölu botnfiskafurða undanfarin ár mjög athyglisverður og eftir hon- um er tekið meðal annarra fyrir: tækja,“ segir í skýrslu Friðriks. í þessu sambandi bendir hann á sér- stöðu Coldwater Seafood á Banda- ríkjamarkaði í sölu þorsk- og ýsuaf- urða á veitingamarkaðninum og seg- ir engan vafa leika á því að fyrirtæk- ið njóti þar mikils trausts fyrir af- burða gæði og þjónustu. Á Evrópu- markaði segir hann að sölufyrirtæki SH séu þekkt fyrir fjölbreytt úrval, mikið magn, vörugæði og þjónustu en allt séu þetta mikilvæg atriði í viðskiptum við stórfyrirtæki innan Evrópusambandsins. Loks nefnir hann að framleiðslan fyrir Japans- markað verði sífellt fjölbreyttari, fisktegundum Ijölgi í sölu og vinnsla þeirra héðan verði meiri. Varar við ríkis- styrkjum Norðmanna FRIÐRIK Pálsson, forstjóri SH, telur ástæðu til að fylgjast vel með því hvernig Norðmenn bregðast við vanda fiskvinnslunnar þar í landi. Ef gripið verður til ríkisstyrkja, eins og stundum áður, geti það skap- að Islendingum erfiðleika á mörkuðunum. í ræðu sinni á aðalfundi SH sagði Friðrik að Norðmenn glímdu nú við mjög alvarlegan rekstr- arvanda fiskvinnslunnar, þrátt fyrir að allt væri fullt af fiski, og við blasti fjöldagjaldþrot. Þeir kenni um of lágu markaðsverði og of háu hráefnisverði. „Þegar illa hefur árað í sjávarútvegi Norðmanna hafa þeir jafnan gripið til nokkurra örþrifaráða. Ríkisstyrkir í einu eða öðru formi hafa þá oft verið látnir fylla það gap, sem er á milli mark- aðsverðs fyrir afurðirnar og kostnaðarins við framleiðsluna heima fyrir. Við þær aðstæður hafa Norðmenn stundum beint sjónum sínum meira inn á við en góðu hófi gegnir og þá slakað á í baráttunni við að halda eðlilegu markaðsverði og þannig verið okkur mjög erfiðir í samkeppni," sagði Friðrik. Þorskur Framleiðsla SH 1991-95 úr þorski Minnsta fram- leiðsla SH í áratug FYRIRTÆKI innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna fram- leiddu 19.500 tonn af þorskafurð- um á síðasta ári og er það minnsta framleiðsla SH í áratug. Framleiðslan er 8% minni en árið 1994 og fjórðungi minni en árið 1993. Framleiðslan skiptist þann- ig að 14 þúsund tonn voru fryst í landi, 5 þúsund á sjó og um 1 þúsund tonn voru flutt út fersk eða seld fyrir erlenda framleið- endur. Á síðasta ári seldi SH 21.300 tonn af þorski þannig að birgðir hafa minnkað. Sem fyrr var mest selt til Bandaríkjanna, liðlega 10 þúsund tonn sem er 48% sölunnar en 30% fóru til Bretlands. Framlelðsla SH1991-95 úr ýsu SH-HÚSIN framleiddu 6.900 tonn af ýsuafurðum á árinu. Er það 19% aukning frá árinu á undan og 64% aukning frá 1993. Fram kom á aðalfundi SH að SH-framleiðendur hafa náð til sín mun stærri hluta ýsuaflans en aðrir framleiðendur, enda staða SH sögð betri en annarra útflytjenda á ýsumörkuðunum, einkum í Bandaríkjunum. SH seldi 5.700 tonn af ýsu á árinu. Lang mest fór til Bandaríkjanna, eða 4.400 tonn, sem er 77% fram- leiðslunnar og 17% til Bretlands. í lok apríl var fimm mánaða framleiðsla í birgðum af 5 punda flakapakkningum, mikilvægustu söluvörunni, og hafði styst veru- lega frá árinu á undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.