Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Vokalensemble í Norræna húsinu Morgunblaðið/Einar Falur TUMI Magnússon myndlistarmaður. Hlutbundin mynd- list þó hún líti afstrakt út í DAG laugardag kl. 17 verða tón- leikar í Norræna húsinu. Þá munu Erik Westerbergs Vokalensemble ásamt undirleikurum koma fram. Kórinn samanstendur af 16 söngv- urum, kórstjóri er Erik Westerberg og með þeim í för til íslands eru sex hljóðfæraleikarar. Á efnisskrá á tónleikunum í Norræna húsinu verða verk eftir m.a. Edlund, Sten- hammer, Eriksson, Lundvik og frumflutt verða tvö verk eftir Stephan Folkelid. Aðgangur er ókeypis og aliir eru velkomnir. Erik Westerbergs Vokalensemble var stofnað árið 1993 af Erik West- erberg í Norður-Svíþjóð, Vokalens- amble hefur frumflutt mikið af sænskum verkum eftir t.d. Sven- David Sandström, Jan Ferm, Jan Sandström, Gunnar Eriksson, Sven Ahlin, Monica Dominique og Anders Nielson. Sönghópurinn hefur sungið víða erlendis m.a. í Frakklandi og Brasilíu og á þessu ári eru skipu- lagðar tónleikaferðir til Finnlands og Japan. Með hópnum hefur starf- SAMSÝNINGU 12 listamanna í nýrri menningarmiðstöð Grindavík- ur, þeirra Aslaugar Thorlacius, Bjama Sigurbjörnssonar, Eyglóar Harðardóttur, Finns Arnars Arn- arssonar, Guðrúnar Hjartardóttur, Hannesar Lárussonar, Helga MYNPLIST Við Hamarinn LEIRLIST - MÁLVERK Guðrún Indriðadóttir. Ingibjörg Vig- dís Friðbjömsdóttir. Opið virka daga frá kl. 14-18 til 19. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er af hinu góða, að ekki eru allir að flýta sér í listinni, og segir ekki máltækið okkur, að lífið sé stutt en listin löng? Guðrún Indriðadóttir hóf listnám í Óðinsvéum 1982, og lauk útskrift úr leirlistardeild MHÍ vorið 1988, eða fyrir átta árum. Á tímabilinu hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum, og þeim flestum minni háttar, og það er nú fyrst sem hún kemur fram á sjónarsviðið með einkasýningu. Er það gerist velur listspíran eitt minnsta sýning- arhúsnæði höfuðborgarsvæðisins, sem á mörkum er að fjallað sé um reglulega hér á síðum blaðsins! Ekki verður sagt að yfirferðin gerist með brauki og bramli, eða eins og algengt er á seinni tímum, með einkasýningum nokkrum sinn- um á ári. Það skal þó síður lastað, því margt verða ungir að gera í sjálfsbjargarviðleitni sinni. Mark- aðssviðið er eitt hið minnsta, ef ekki minnsta í veröldinni miðað við fjölda listamanna, og svo til með öllu vonlaust að sýna utan höfuð- borgarsvæðisins í þessu landi inn- ansveitarkærleikans. að m.a. einn af efnilegustu ungu orgelleikurum Svíþjóðar Matthías Wager og er hann með í för þeirra til íslands nú ásamt fleiri hljóðfæra- leikurum. Erik Westerberg kórstjóri er fæddur 1956 í Stokkhólmi. Hann gegnir prófessorsstöðu í kórstjórn- un og kórsöng við Háskólann í Luleá, Tónlistarskólann í Piteá. Hann hefur m.a. stjórnað kór Ósló- ar Philharmóníunnar í Noregi, YMCA kórnum í Stokkhólmi, verið gestastjórnandi kórs sænska ríkis- útvarpsins og Pro Coro Canada, Konunglega Philharmóníukórsins í Stokkhólmi og Kammerkórs Luleá. Hann hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga fyrir störf sín. Má þar nefna að hann hlaut fyrstur kórstjórnenda námsstyrk Konung- legu sænsku tónlistarakademíunnar fyrir hljómsveitarstjóm. Erik Westerbergs Vokalensemble halda einnig tónleika í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 19. maí kl. 17.00. Hjaltalín Eyjólfssonar, Jóns Berg- mann Kjartanssonar, Petta Pyykön- en, Péturs Arnar Friðrikssonar, Spessa og Þorvaldar Þorsteinssonar lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 13-18. Hlédrægnin er líka fyrir hendi í verkum listakonunnar, sem ekkert er að stíla á nýlistir, heldur velur sér mjög afmarkað og sígilt svið í útfærslu verka sinna. Og þó er ein- hver ferskleikabragur yfir þessum vinnubrögðum, einkum er látleysið er einna mest í mótun verkanna, litanotkun og glerungi, svo sem hinum björtu og stílhreinu verkum nr. 13-17 úr röðinni „f Aldingarðin- um“, sem mér þótti hámark sýning- arinnar. Hinir háu vasar ^Skapa- nomir“ (1) úr röðinni „í Ásgarði" og „Efins“ (18) úr fyrrnefndu röð- inni, eru mjög vel þróaðir í litrænu samræmi og er maður fljótur að koma auga á þá innan um önnur verk. Það er annar og rammari svipur yfir kerunum úr röðinni „í Hnitbjörgum“ svo sem nr. 7 „Hun- angsker", „Són“ (11) og „Boðn“ (12). Listakonan notar stundum skreyti á verkin og ferst það þokka- lega úr hendi, því hún ofhleður hvergi myndflötinn og veit takmörk sín. Það er í stuttu máli ferskleiki „KOPPAFEITI, vaselín, eyrna- mergur og hor“ er titill á einu verka Tuma Magnússonar sem nú eru til sýnis í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. „Þetta eru allt efni sem eru svipað klístruð við- komu,“ sagði Tumi við blaða- mann sem leit inn á sýninguna. Sýningin er í tveimur sölum safnsins. í gryfju eru stór olíu- málverk handmáluð og unnin með Ioftbursta (air brush) en á neðri hæð eru „Sósublettir“ unn- ir beint á vegg. Blettirnir eru dreifðir um allan salinn, tilvilj- anakennt að því er virðist. Að sögn listamannsins var ætlunin að ná fram svipaðri tilfinningu og þegar sósa skvettist á skyrtu við borðhald. Tumi segir verk sín vera uppstillingar því hann byiji á að stilla upp myndefninu fyrir framan sig og málar svo eftir fyrirmyndinni. Sósurnar keypti hann til dæmis úti í búð, útbjó í potti og blandaði svo lit- glerungsins og einfaldleiki útfærsl- unnar sem eru aðal þessarar fram- kvæmdar og þetta telst mjög at- hyglisverð frumraun hjá Guðrúnu Indriðadóttur. Ingibjörg Vigdís ÞAÐ er einnig látleysið sem ein- kennir framkvæmd og feril Ingi- bjargar Vigdísar, sem einnig er með sína fyrstu alvarlegu sýningu á opinberum vettvangi. Hamarinn er ei heldur með þekktari sýningarsöl- um, en í húsnæðinu felast ýmsir möguleikar, sem sjaldan og kannski aldrei hafa verið nýttir til fulls. Ingibjörgu tekst það ei heldur, og því eru málverk hennar einþrykk og innmáluð einþrykk oftar en ekki hálf umkomulaus í hinu hráa rými og gjalda þess mjög. Ingibjörg nam við MIIÍ á árunum 1974-76 og svo aftur 1978-79 og þá í málunardeild. Einnig við aka- demíuna í Árósum 1979-80 og loks vann hún á grafíska verkstæðinu í Nuuk í Grænlandi 1979-80, en hún var um árabil búsett í landinu. ina. „Ég er mjög nákvæmur í litablönduninni en ég er ekki endilega með neitt fullkomið litaskyn. í raun er þetta hlut- bundin myndlist þó hún líti af- strakt út.“ Tumi segist ekki velja mynd- efnið útfrá lit þess. Ástæður vals á myndefni eru mjög mismun- andi að hans sögn og til dæmis valdi hann efnin í myndina „Eggjahvíta, eggjarauða og spanskgræna" út af því þau hafa öll iitaheiti í nafni sínu. „Það er stundum tenging á milli efna og stundum ekki. Það er engin regla, þó hún komi oft fram eft- ir á.“ Tumi hefur sett verk sín fram á ólíkan máta og ekki er alltaf um málverk að ræða. „Ég hélt sýningu í ferðagalleríinu Gallerí Gúlpi og notaði smjörsýru. Það er í raun táfýla af smjörsýru þannig að ég sýndi táfýlu," sagði Tumi Magnússon. Af upptalningunni má ráða að námsferill listspírunnar hafi verið nokkuð brótinn og stefnulaus þrátt fyrir að hann sé samfelldur og satt að segja kemur það fram í myndum hennar, sem í fyrstu virka lausar og ósannfærandi. Þær eru líka mjög einhæfar í útfærslu og hinar ástþrungnu konur sem eins og kljást og leika við sköp sín hafa yfir sér eitthvert ófreskt grænlenskt yfirbragð, og svo er eins og þær tákngeri frekar athafn- ir sínar en framkvæmi. Þannig virka konurnar á myndunum, sem má vera sama konan í síbylju, frek- ar eins og andi eða hugsýnir en að þær séu af holdi og blóði. Hin ást- leitna vísun kringum leikfangið ljúfa svífur því frekar yfir vötnum en að hún hitti í mark og valdi við- brögðum og þannig er ekkert í þess- um myndum sem beinlínis hneyksl- ar frómar sálir. Verklagið í myndunum er einnig svífandi og ójarðneskt og það er helst í olíumálverkunum „Tíðindi“ (1), ,,Ylur“(16) og „Rosabaugur" (17) að jarðnesk efniskennd verður sýnileg. Þrykkin eru naumast nógu hrein, en undantekningar eru þó „Hræringar" (3) og „Fröken" (7). Það er að minni hyggju mun meira spunnið í Ingibjörgu Vigdísi en fram kemur í þessum myndverk- um og helst standa henni fyrir þrif- um samfelld og jarðnesk vinnu- brögð. Bragi Ásgeirsson Nýi tónlistar- skólinn Áttunda- stigs-próf- tónleikar ELSA Heijólfsdóttir fiðluleik- ari flytur próftónleika sína í sal skólans í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 12.30. Elsa er nemandi Zbigniews Dubik. Verkefnin sem Elsa leikur eru Sonata K. 293 eftir Mozart, tveir þættir úr einleikssónötu í g-moll eftir J.S. Bach, Caprice nr. 16 eftir Paganini, fyrsta þátt úr fiðlu- konsert Mendelssohns og Scherzo-Tarantell op. 16 eftir Wieniawski. Sá háttur er á hafður í skól- anum við áttundastigs-próf að nemandinn hefur áður lokið for- prófi sem kveður á um hvort skólinn telur hann undirbúinn til að taka umrætt próf, en tón- leikarnir eru prófið sjálft með aðkeyptum prófdómara. Tón- leikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Aðrir opinberir tónleikar í skólanum eru sama dag kl. 13. Þar koma fram söngnemendur á 6.-9. stigi. Sunnudaginn 19. maí kl. 18 verða tónleikar hljóð- færanemenda á 6. til 9. stigi og miðvikudaginn 23. maí verða 7. stigs próftónleikar, en þar koma fram Valgerður Ólafs- dóttir söngnemandi og Anna Margrét Oskarsdóttir píanó- nemandi. Allir þessir tónleikar fara fram í sal skólans á Grens- ásvegi 3, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónleikaferð Fóstbræðra FÓSTBRÆÐUR halda á næstu dögum í tónleikaferð til Dan- merkur, Svíþjóðar, Finnlands og Eistlands og verður hún dagana 23. maí til 5. júní nk. Fyrstu tónleikar kórsins í þeirri ferð verða í Sirkusbyggingunni í Kaupmannahöfn 24. maí kl. 19.30 og eru þeir tónleikar á vegum Tívolís. Þá heldur kórinn til Svíþjóðar þar sem tónleikar verða í Stokkhólmi í St. Jakobs kirkjunni 27. maí og í Norrköp- ing í Hörsalen 28. maí. { Finn- landi verða tónleikar í Turku í Solennitetssalen 30. maí og í Helsinki í Tempel kirkjunni 1. júní. Síðustu tónleikar kórsins verða í Tallinn í Eistlandi 3. júní. Efnisskrá kórsins í ferð þess- ari er fjölbreytt, og er fyrst og fremst lögð áhersla á að flytja sígilda og nútímatónlist eftir íslensk tónskáld, en auk þess verða flutt lög frá Skandinavíu, Bandaríkjunum og Japan. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson. Kirkjukór Húsavíkur- kirkju í Reykjavík KIRKJUKÓR Húsavíkurkirkju heimsækir Kirkjukór Víði- staðakirkju og munu kórarnir halda sameiginlega tónleika í Víðistaðakirkju í dag, laugar- dag, kl. 17. A efnisskrá eru meðal ann- ars verk eftir Mendelssohn og Mozart, auk nokkurra laga í stærra formi, sem kórarnir flytja sameiginlega. Einsöngv- arar verða Signý Sæmunds- dóttir og Natalía Chow. Stjórnendur eru Natalia Chow og Úlrik Ólason, en undirleikarar Helgi Pétursson og Úlrik Ólason. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Síðasta sýningarhelgi í menn- ingarmiðstöð Grindavíkur Leir og ástleitni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.