Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1996, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Heima er best Þrír ungir óperusöngvarar, Loftur Erlingsson, Bjami Thor Kristinsson og Þóra Einarsdóttir, takast á hendur sín fyrstu burðarhlutverk í íslensku ópemnni þegar Galdra-Loftur Jóns Ásgeirssonar verður fmmsýndur 1. júní. Orri Páll Ormarsson tók á þeim púlsinn mitt í amstri æfínganna. IHINUM harða heimi óperunnar eru margir um hituna. Loftur Erlingsson barítonsöngvari, Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona og Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari eiga því ærið verk fyrir höndum en þau tilheyra öll yngstu kynslóð íslenskra óperu- söngvara; tvö fyrstnefndu eru að stíga sín fyrstu skref sem atvinnu- menn í greininni og Bjarni er enn í námi. íslenskir starfsbræður þeirra hafa þó verið þekktir fyrir allt annað en uppgjöf og margir hverjir róið á önnur mið. Það er því ef til vill tákn- rænt að engin tvö þeirra skuli búa í sama landinu — Þóra býr í Bret- landi, Bjarni í Austurríki og Loftur, sem sakir standa, á íslandi. Þessu unga og metnaðargjarna fólki blandast ekki hugur um að baráttan um brauðið á eftir að verða strembin. Það lætur hins vegar eng- an bilbug á sér finna enda vart ástæða til — eldskírnin í íslensku óperunni stendur fyrir dyrum. Bjami, Loftur og Þóra hafa reyndar öll stigið þar á fjalir áður — ýmist í smærri hlutverkum eða með Kór íslensku óperunnar — en nú fyrst mun kastljósið beinast að þeim. Og óperufólkið unga ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Viðfangsefnið er ný íslensk ópera, Galdra-Loftur, eftir Jón Ásgeirsson. „Það er stórviðburður þegar ný ís- lensk ópera er frumsýnd, ekki ein- ungis á íslenskan mælikvarða, þar sem sárafáar íslenskar óperur hafa verið samdar í gegnum tíðina. Það stafar vitaskuld af því að það er ekki á margra færi að semja slík verk,“ segir Loftur sem hefur um- ræðuna. En hvernig verk skyldi Galdra- Loftur vera? „Það verður að viður- kennast að þessi ópera kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir í fyrstu. Hún hefur hins vegar unnið verulega á eftir því sem ég hef kynnst henni betur,“ segir Loftur og Bjarni tekur upp þráðinn: „Tónlistin í Galdra- Lofti er rammíslensk. Það er sterkur þjóðlegur blær á óperunni, sem hæfir efninu og gerir hana virkilega skemmtilega." Töfrar fram laglínur Sagt hefur verið að samtímatón- list höfði oft og tíðum ekki til al- mennings — tilgangur tónskálda sé einungis að sanna sig fyrir starfs- bræðrum sínum. Skyldi þetta eiga við um Galdra-Loft? „Nei, því fer fjarri," segir Loftur, sem fyrstur er til svars. „Hér er vissulega um nútímatónverk að ræða en Jón Ás- geirsson hefur hins vegar, öfugt við mörg önnur tónskáld, einstakt lag á að töfra fram laglínur. Það er því óhætt að fullyrða að Galdra-Loftur BJARNI Thor Kristinsson í hlutverki Gamla mannsins, Loftur Erlingsson í hlutverki Andans, samvisku G í hlutverki Dísu óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, sé aðgengileg ópera fyrir almenn- ing.“ Sjö hlutverk eru í sýningunni og Loftur, Bjarni og Þóra ljúka upp um það einum munni að þau séu ákaf- lega krefjandi — tónskáldið sé „frekt á söngraddirnar“. Það sé hins vegar þraut sem sigrast þurfi á og geri vinnuna einfaldlega ennþá meira spennandi. Og þrautirnar eru fleiri — og flóknari. „Sköpunin er stærsta áskorunin," segir Loftur. „Galdra- Loftur er ný ópera, þannig að við verðum að vinna karakterana frá grunni.“ Bjarni er á sama máli; segir það ögrandi að fá tækifæri til að spreyta sig fyrstur allra á hlutverki. „Yfir- leitt kynnir maður sér hvernig aðrir hafi unnið hlutverkin sem maður á að syngja en í þessu tilfelli kemur það i okkar hlut að gefa fordæmi." Þóra hnýtir því við að sérstaða Galdra-Lofts komi jafnframt fram með öðrum hætti: Söngvararnir geti leitað á náðir höfundar eftir ráðgjöf. „Það eru forréttindi sem óperusöngvarar njóta sjaldan að geta borið hin ýmsu atriði undir tónskáldið sjálft. Það sem gerir þessar aðstæður síðan ennþá sér- stakari er að Jón Ásgeirsson er gamall kennari okkar allra úr Söng- skólanum í Reykjavík." Margir góðir-söngvarar Óperufólkið unga ber lof á sam- starfsfólk sitt í Islensku óperunni; þar sé fagmennskan í fyrirrúmi. „Það hefur verið gaman að starfa með því fólki sem Öperan hefur yfir að ráða og það er sérstaklega ánægjulegt hvað margir góðir söngvarar búa og starfa á íslandi," segir Bjarni og Loftur bætir við að það sé til að mynda ekki á færi hvers sem er að syngja titilhlutverk- ið, Galdra-Loft, sem Þorgeir Andrés- son tenórsöngvari geri með miklum sóma. Þótt tónlistin sé miðlæg í Galdra- Lofti segja söngvararnir að ekki megi gleyma sögunni sjálfri en óp- eran er byggð á samnefndu leikriti Jóhanns Siguijónssonar. Er efni þess sótt í íslenska þjóðsögu um skólapilt nokkurn á Hólum, Loft að nafni, sem „lagði alla stund á gald- ur“. „Efnið er upplagt í óperu,“ seg- ir Þóra, „og Jón Ásgeirsson er sög- unni i grundvallaratriðum trúr þótt óperan sé nokkuð frábrugðin leikrit- inu — enda er formið svo ólíkt. Hér er því um sjálfstætt verk að ræða og ég ráðlegg fólki að hafa það í huga þegar það kemur á sýning- una.“ Lofar ny’ög góðu Loftur er á sama máli og bætir við að uppfærslan lofí mjög góðu. „Upphaflega gerði ég ráð fyrir að óperan yrði sett upp í anda leikritsins og sá fyrir mér stóra baðstofu með tilheyrandi stássi. Það kom hins veg- ar fljótt í ljós að önnur og mun meira spennandi leið yrði fyrir valinu." Hresst upp á klassíkina Áhorfendum hefur fækkað á sígilda tónleika í Bretlandi. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til að laða fólk inn í tónleikasalina að nýju en þau hafa lánast misjafnlega. ASTANDIÐ í heimi sígiidr- ar tónlistar hefur verið ■ betra en nú. Hljómplötu- útgefendur hafa upplýst að hlutur klassískrar tónlistar í út- gáfunni sé aðeins 7,4% en hann náði 11% árið 1991, sem var gott ár. Og í Bretlandi hefur dregið úr tónleikahaldi um sem svarartil 10% á fimm árum, að því er segir í The Daily Telegraph. Fáar rannsóknir hafa verið gerð- ar á því hvers vegna áhugi almenn- ings á sígildri tónlist fer minnk- andi. Þær kannanir sem fyrir liggja benda til þess að tónleikagestunum leiðist, yngra fólk sé æ sjaldséðara á tónleikum og að æ færri sjái ástæðu til að borga sig inn á tón- leika. Málið er hins vegar ekki svo einfalt að kenna megi því um að smekkur manna breytist og tími sígildrar tónlistar sé liðinn. Skýringarinnar má allt eins leita í hinu staðlaða tónleikaformi sem hefur verið óbreytt svo áratugum skiptir. Hljóðfæraleikarar stilla hljóðfærin, konsertmeistarinn fær sér sæti, inn kemur hljómsveitar- stjórinn sem hneigir sig fyrir áhorf- endum og tekur sér stöðu íklæddur kjóli og hvítu. Við tekur hefðbundin tónleikaskrá, skipti á milli þátta og verka, hljómsveitarstjórinn fer út og inn af sviðinu, áhorfendur klappa og þakka fyrír sig í lok tónleika og halda heim. Ekki poppkorn Skyldi einhvern furða að sígildir tónleikar eigi erfitt uppdráttar í samkeppninni við leikhús, listsýn- ingar og annars konar og líflegri tónleika, spyr Rupert Christiansen í The Daily Telegraph. Hann viður- kennir að raunhæfar lausnir á vand- anum liggi ekki á hveiju strái. Poppkomssala eða léttar upphitun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.